blaðið - 18.07.2007, Blaðsíða 15

blaðið - 18.07.2007, Blaðsíða 15
blaóió MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2007 27 LÍFSSTÍLLNEYTENDUR neytendur@bladid.net Hundar hafa mikla aðlögunarhæfni í eðli sínu og svo förum við líka þannig að þeim að þeir eru fljótir að verða rólegir eftir að þeir koma. Gæludýraeigendur þurfa að skipuleggja sig vel Uppselt á dýrahótelunum Nú um hásumarið taka ófáir landsmenn sér frí úr vinnu og fara í ferðalög út fyrir borgarmörkin og/eða landsteinana. Að ýmsu þarf að hyggja áður en haldið er af stað, ekki síst fyrir gæludýraeig- endur sem þurfa að koma dýrunum sínum í öruggt skjól þar sem þörfum þeirra er sinnt. Sé ekki hægt að setja dýrin í um- sjá ættingja eða vina er hægt að setja þá í fóstur á sérstökum dýrahótelum, en þá er nauðsynlegt að gera ráðstafanir í tæka tíð. Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@bladid.net Áður en hundar eru settir í gæslu þarf að sjá til þess að þeir hafi verið bólusettir og ormahreinsaðir. „Það fer enginn hundur inn til okkar nema hafa verið bólusettur gegn smáveirusótt og við færum upplýs- ingar um það inn í bókhaldið hjá okkur þannig að við getum minnt okkar fastagesti á það þegar líða fer að næstu sprautu,“ segir Hreiðar Karlsson, annar eigenda hundahót- elsins að Leirum, sem er stærsta hundahótel landsins. „Reyndar eru flestir sem hingað koma fastagestir og eigendurnir sýna gjarnan fyrir- hyggju og panta með miklum fyrir- vara. Hér hefur verið yfirbókað frá því í maí og verður meira og minna fram til ío. ágúst. Svo er desember- mánuður þegar orðinn næstum upp- bókaður, enda fara margir eigendur þá i ferðalag eða þeir eru svo mikið í jólaboðum og heimsóknum að þeim finnst tryggara að hafa hund- ana hérna hjá okkur á meðan. Þá vilja þeir líka gjarnan setja dýrin í gæslu um áramótin, enda eru þau mörg hver svo logandi hrædd við flugeldana." Hreiðar segir hundana sem koma í gæslu sjaldnast vera lengi að aðlag- ast nýjum aðstæðum. „Ætliþað taki ekki að jafnaði svona tíu mínútur,“ segir hann. „Þeir hafa mikla aðlög- unarhæfni í eðli sínu og svo förum við líka þannig að þeim að þeir eru fljótir að verða rólegir eftir að þeir koma. Við erum með stór búr og sér útigerði fyrir hvern hund auk 6oo fermetra útileiksvæðis með alls konar leiktækjum. Þar leika þeir sér saman sem geta það og við verðum að velja þá sérstaklega saman þannig að allir uni sáttir við sitt.“ Hóflegt verð Verðið fyrir hvern hund á Leirum er 1500 krónur á dag en eftir að hundur er búinn að vera í samtals 21 dag á árinu lækkar verðið niður í 1000 krónur á daginn út árið. Það er víðar uppbókað í hunda- gistingu en á Leirum. Hjá hunda- hótelinu í Reykjanesbæ fengust þær upplýsingar að allt væri yfirfullt fram á næsta haust og á hundahót- elinu að Arnarstöðum er fullt, eins og er, en eitthvað um lausa daga á næstu vikum og mánuðum. GÆLUDYRAATHVORF ► Leirar eru staðsettir á mótum Mosfellsbæjar og Kjalarness. Þar er sérstakt herbergi fyrir óskilahunda sveitarfé- laganna, sem er sótthreins- að eftir hvern hund sem þangað kemur. \ Gæsla á heimilisköttum hef- ur verið starfrækt í Kattholti frá opnun þess. Athvarf fyrir ketti Á Leirum er einnig tekið á móti fleiri gæludýrum á borð við ketti og kostar dagurinn fyrir þá 800 krónur. í Kattholti kostar dagurinn einnig 800 krónur og þeir kettir sem þangað koma þurfa einnig að vera bólusettir. „Þeir þurfa að vera orma hreinsaðir og fullbólusettir gegn kattafári og það verður að vera búið að bólusetjaþá með um mánaðarfyr- irvara," segir Sigríður Heiðberg, for- stöðukona Kattholts. „Reyndar er allt pláss yfirpantað hjá okkur eins og er en við erum að reyna að taka kisur sem hafa verið hér áður. En það er takmarkaður fjöldi af búrum og svo er ekki endalaust hægt að bæta á álagið á starfsfólkinu. Við erum með gæslu allt árið en mesti erillinn er á sumrin. En þó svo að allt sé upppantað núna er auðvitað stundum sem hætt er við pantanir og þá er hægt að bæta öðrum inn í staðinn, þannig að það er um að gera að prófa að hringja og við at- hugum hvað við getum gert.“ Óformleg verðkönnun Mikill verðmunur á ís með dýfu Eins og fram kom í Blaðinu í gær hefur íssala verið með mesta móti á höfuðborgarsvæðinu í þeirri ein- muna veðurblíðu sem verið hefur síðustu daga. fslenskir sóldýrk- endur vita fátt betra til að svala sér í hitanum en ljúffengan ís í ýmsum útfærslum. Nú til dags er hægt að fá alls kyns misíburðarmikla og mis- dýra ísrétti, en hinn gamli góði ís í brauðformi með dýfu heldur alltaf sínu striki í vinsældum. Blaðið kannaði verð á ís með dýfu í tíu ísbúðum á höfuðborgarsvæð- inu, sem valdar voru af handahófi. f ljós kom að lítill ís með dýfu er ódýrastur í íshöllinni Melhaga og Erluís í Fákafeni, af þeim búðum sem kannaðar voru, og kostar 170 LITILL ÍS MEÐ DÝFU ísbúð Verð ísbúð Vesturbæjar, Hagamel 185 kr. ísbúðin Álfheimum 205 kr. ísbúðin Hagkaupum, Kringlunni 260 kr. íshöllin Melhaga 170 kr. Sælgætis- og Vídeóhöllin Garðatorgi 190 kr. ís Café, Vegmúla 200 kr. Erluís, Fákafeni 170 kr. Topp ís söluturn, Rangárseli 200 kr. fs-inn, Smáraiind 260 kr. Boostbar/ísbar, Kringlunni 180 kr. krónur. ísbúðin í Hagkaupum í Kringlunni og Is-inn í Smáralind voru hins vegar með dýrasta litla ísinn með dýfu, en hann kostaði 260 krónur í íivorri búð. Munurinn er því um 53 prósent. S. & ls í brauðformi Blaöið kannaði verð i liu ísbúðuni á liöfuðborgarsvæðinu. sem valdar voru af handahófi. Óvissa um kartöflur Landbúnaðarráðherrar Evrópu- sambandsríkjanna komu saman síðastl iðinn mánudag til þess að freista þess að komast að sam- eiginlegri afstöðu til þess hvort leyfa ætti sölu á nýjum og erfða- breyttum kartöflum á innri markaði sam- bands- ins, en tókst ekki. Það kemur þvi í hlut framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins að taka afstöðu til málsins á næstunni. Kartöflurnar innihalda meiri mjölva en venjulegar kartöflur og gagnast meðal annars við fram- leiðslu pappírs, líms og textíls, en eru ekki ætlaðar til neyslu. Samkvæmt rannsóknum Mat- vælaeftirlits Evrópusambandsins ^ eru ekki taldar miklar líkur á að neysla þessara kartaflna skaði heilsu manna og dýra eða umhverfið. Ýmis umhverfis- verndarsamtök hafa þó gagnrýnt niðurstöður matvælaeftirlitsins og varð við því að kartöflurnar gætu valdið ónæmi gegn vissum tegundum sýklalyfja. Varast skel- fiskstínslu Umhverfisstofnun varar við neyslu skelfisks úr Hvalfirði, þar sem nýjustu mælingar á fjölda svifþörunga í sjósýnum þaðan benda til hættu á eitrun í skel- fiski og er fólk því varað við að tína krækling. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar. Hvalfjörður er vinsæll kræk- lingatínslustaður fólks á höfuðborgarsvæðinu. Ef magn eitraðra svifþörunga er yfir viðmiðunarmörkum er veruleg hætta á að kræklingur og annar skelfiskur sé óhæfur til neyslu. Heppilegasti tíminn til skelfiskstínslu er á veturna og vorin. Aukin krabba- meinshætta Samkvæmt nýlegum rann- sóknum breskra vísindamanna auka konur, sem gengið hafa í gegnum tíðahvörf, hættu á að fá brjóstakrabbamein ef þær borða greipávöxt daglega. í niður- stöðum rannsóknar- innar er sagt frá því að neysla sítrusávaxta stuðli að aukinni framleiðslu kvenhorm- ónsins estrógens, ef konur, sem gengið hafa í gegnum tíðahvörf, borða greip á hverjum degi aukist hættan á að þær fái brjósta- krabbamein um allt að þriðjung. Rannsóknin var gerð á meira en 50.000 konum af öllum kynþáttum sem gengið höfðu í gegnum tíðahvörf. Þar af höfðu meira en 1600 þeirra brjóstakrabbamein.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.