blaðið - 18.07.2007, Blaðsíða 25

blaðið - 18.07.2007, Blaðsíða 25
blaðió 37 Rebecca Romijn Aftur í hnapphelduna Þokkagyðjan Rebecca Romijn er nú opinberlega gengin út en hún giftist leikaranum Jerry O'Connell á dögunum. Það er tímaritið Pe- ople sem greinir frá þessu. Rebecca Romijn hefur getið sér gott orð fyrir að koma fram, svo gott sem nakin, í hlutverki Mystique í X-Men-mynd- unum. Einnig hefur hún undanfarið verið að gera það gott í þáttunum um hina ófríðu Betty þar sem hún leikur kynskiptinginn Alex Meade. O'Connell vakti fyrst athygli á sér á unga aldri en bann lék stórt hlutverk í hinni stórgóðu bíómynd Stand By Me. Síðan þá hefur hann leikið í hinum ýmsu kvikmyndum þótt ekki hafi margar þeirra þótt merkilegar. Síðastliðin ár hefur hann hins vegar leikið í sjónvarps- þáttunum Crossing Jordan. Brúðkaup þeirra hjónakorna var frekar smátt í sniðum en þau létu gefa sig saman á heimili sínu í Los Angeles. Þetta er fyrsta hjónaband O'Connells en Rebecca Romijn var gift leikaranum John Stamos um fimm ára skeið. í kvöld er bein útsending frá for- keppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu þar sem í slands- meistarar FH taka á móti Færeyja- meisturum HB. Yið Islendingar eigum að vera hærra skrifaðir í knattspyrnunni en frændur okk- ar eru sýnd veiði en ekki gefin fyrir FH-inga. Það verður því for- vitnilegt að sjá hvort drengirnir úr FH nái ekki að sigra frændur okkar frá Færeyjum. StÖð 2 Bíó kl.20.00 Uppgjör við piparsvein Alfie er rómantísk gamanmynd með Jude Law í aðalhlutverki. Alfie er kvennamaður af guðs náð, tungulipur og fádæma flott- ur í tauinu. Hann vefur kven- fólki um fingur sér og er oftar en ekki með fleiri en eina og tvær í takinu. En gamanið kárnar hjá glaumgosanum þegar upp kemst um athæfi hans og nokkur „fórn- ariamba“ hans taka sig saman og ákveða að kenna honum lexíu. Sirkus klukkan 21.15 Ofdekraðir kúrekar Börn frægra einstaklinga eru hér samankomin í Filthy Rich Cattle Drive þar sem þau reyna fyrir sér í nýjum hlutverkum. Flottum bílum, milljón dollara húsum og nýjustu tískufötum er skipt út fyrir hesta, búgarð og kúrekastigvél þegar krakkarnir f ríku þurfa að takast á við erfiðis- vinnu. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig krakkarnir höndla þessa miklu lífsstílsbreytingu. Sýn klukkan 19.45 Fótafimir Færeyingar Hvað er í matinn í kvöld? Gerðu það gott með Season All McCorndcX Seasonl •i All McCorinhk Season*

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.