blaðið


blaðið - 18.07.2007, Qupperneq 26

blaðið - 18.07.2007, Qupperneq 26
38 MIÐVIKUDAGUR 18. JULI 2007 blaöiö FÓLK folk@bladid.net a Ég hef nú ekki náð í hana ennþá. En ætli við getum ekki byrjað að leita á líkams- ræktarstöðunum Er þjófnaðurinn ekki mikil upphefð fyrir listamanninn? Jón Sigurpálsson er stjómarformaður Edinborgarhússins og formaður Mynd- listarfélags Isafjarðar sem nú hýsir sýninguna Maður með mönnum. Tveir púð- ar skreyttir myndum af stæltum karlmönnum að takast á, voru teknir ófrjálsri hendi af sýningunni. Jón vonast til að púðunum verði skilað fljótlega en segist annars hafa fullan skilning á þessu hliðarspori þjófsins. HEYRST HEFUR Leikaraskötuhjúin, UnnurÖsp Stefánsdóttir og Björn Thors, duttu heldur betur í hamingju- pottinn fyrir skemmstu þegar þeim fæddist sonur. Er þetta frumburður parsins sem bæði hafa slegið i gegn á fjölum leikhúsanna undanfarin misseri en skemmst er að minnast frammi- stöðu þeirra beggja í hinnifrábæru Killer Joe sýningu sem sýnd var á litla sviði Borgarleikhúss- ins. Gaman verður að sjá hvort snáðinn feti í fótspor foreldra sinna, hann hefur að minnsta kosti genin til þess... Ragnhildur Sverrisdóttir blaða- maður var víst bara að grínast þegar hún sagðist vera til í forsetaframboð. Á Moggablogg- inu var fjöldi manna búinn að lýsa yfir stuðningi við framboð hennar í fyrrakvöld þegar Ragn- hildur svaraði: „Þetta endar með að ég get farið í fréttirnar og sagt alvarleg í bragði að ég hafi fengið „fjölda áskorana" Nei takk, annars.“ Þar með var það búið, stysta kosningabar- átta sögunnar... Eins og komið hefur fram í fréttum stendur til að gera nýja kvikmynd byggða á X-Files þátt- unum sem slógu rækilega í gegn á árunum 1993-2002. Munu þau David Duchovny og Gillian And- erson fara með aðalhlutverkin Iíkt og áður. Frést hefur af komu fólks á vegum framleiðenda myndarinnar til íslands til að skoða aðstæður fyrir upptökur á atriðum í myndinni. Hafa kvik- myndaspekingar getið sér til að notast eigi við hálendi íslands sem staðgengil yfirborðs Mars eða tunglsins en slíkt hefurjú verið gert áður af geim- förum NASA BLOGGARINN... Hetjur hafsins? „Það er óhætt að segja að liðsmenn þyrlusveitar Land- helgisgæslunnar séu hetjur i augum al- mennings. Þeirspyrja ekki um aðstæður þegar farið er út að ná í fólk í lífshættu. Haustið 2003 fékk ég þess kost að eyða degi með þyrlusveitinni.j...] Fyrirþennan dag bar ég mikla virðingu fyrir meðlimum þyrlusveitarinnar og hún minnkaði ekki við að fá að eyða degi með þeim. Það var því pínulítið sjokk að heyra fyrst fréttir af brot- lendingu þyrlunnar í gærkvöldi en mikill léttirað heyra að mannbjörg hefði orðið. Maður hugsar hlýtt til áhafnarmeðlima og þeir mega vera stoltir af störfum sínum. Ég væri stoltur að vera einn af þeim. “ Gísli Freyr Valdórsson gislifreyr.blog.is Lúkas lifir „Athyglisvert þykir méref hundurinn Lúkas er svo á lífi eftir allt saman. Þá sýnist mér mis- kunnarleysið hafa tekið á sig sorglega mynd, þ.e. gagnvart ungum manni sem var ofsóttur hér í bloggheimum. [...] Sé hann saklaus eftir allt saman er Ijóst að sakargiftirnar hljóta að hafa valdið honum sáru hugarangri og vanvirðu - að ég tali svo ekki um hótanirnar og illskuna sem hann varð fyrír i kjölfaríð. Það má segja að sálarlífi hans hafi iþeim atgangi verið sparkað milli manna, likt og varnarlausum smáhundi sem er innilokaður i tösku. “ Ólína Þorvarðardóttir olinathorv.blog.is Brandari? „Fréttamönnum Stöðv- ar 2 og Ijósmyndara Fréttablaðsins, sem komu á slysstaðinn við Straumsvík eftir að TF-SIF hrapaði þarísjóinn, varekki skemmt þegar lög- reglan neitaði þeim að fara igegnum hliðið afþvíað það væri skipun frá dómsmálaráðherra að enginn fengi að taka myndir af slysstaðnum nema Ftíkissjónvarpið [...] Mönnum hitnaði ihamsi. Auðvitað var þetta misskilningur og bara hugdetta hjá einhverjum lögreglu- manni í Hafnarfirði. Málin skýrðust þegar dómsmálaráðherra kom að. Hann aftók að hafa stundað þessa rítskoðun og kann- aðist ekki við að hafa gefið nokkur slík fyrirmæli. Hafnfirski lögregluforinginn var víst ekki mjög upplitsdjarfur meðan hann sat undirámæli dómsmálaráðherrans sem frábað sérað löggæsla afþessu tagi væri stunduð isínu nafni." Pétur Gunnarsson eyjan.is/hux Magnús Eiríksson og KK með nýja ferðalagaplötu Lögin tekin upp MAÐURINN Vart þarf að kynna Magnús Eiríksson fyrir þjóðinni. Hann er einn albesti lagahöfundur sem ísland hefur átt og er hvergi nærri hættur. Hann og Kristján Krist- jánsson, KK, hafa sent frá sér geisladiskinn Langferðalög, sem er sú þriðja sinnar tegundar frá þeim félögum. Hún var að miklu leyti tekin upp í Kína. Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@bladid.net „Óttar Felix Hauksson hefur unnið að tengslum við Kína undan- farið og bókaði okkur í Alþýðuhöll- ina í Sjanghæ. Þar spiluðum við fyrir kjaftfullu húsi og fengum í staðinn að taka upp í hljóðveri í tíu daga,“ segir Magnús sem fór ekki varhluta af frægðinni þar eystra. „KK hafði farið þarna áður að spila og það kom mér í opna skjöldu að sjá hversu frægur hann er þarna. Stelpurnar sögðu hann jafn frægan og Eric Clapton í Sjanghæ. Annars var ekki laust við að maður fílaði sig örlítið sem stjörnu þarna úti, hundeltur af blaðamönnum, ljós- myndurum og sjónvarpinu. En um leið fann maður hversu þreytandi það getur orðið að vera svona í Magnús hlustar yfirleitt á Bob Dylan, Eric Clapton og aðra gítarsnillinga íbílnum Magnús er hrifnastur af Snæfellsnesinu og Vest- fjörðunum, sérstaklega á haustin sviðsljósinu allan daginn. Þetta er svo gríðarlegt fjölmenni svo maður getur aldrei gert neitt prí- vat, það eru alltaf að minnsta kosti 200 manns vitni að öllum gjörðum manns. Því var gott að koma heim til Islands," segir Magnús sem hafði áður komið til Hong Kong með frúnni fyrir 25 árum síðan. Hann segist þó ekki geta hugsað sér að eiga þar heima og langar ekki til að fara þangað aftur. „Það var mjög fínt þegar ég fór þangað fyrst, enda var ekki svona mikill túrismi í gangi þá. Svæðið var undir stjórn Breta en við fengum nasaþefinn af gamla lýðveldinu þegar við fórum að landamærunum. Það má segja að þetta hafi verið ákveðið menningarsjokk. Annars var maturinn fínn, þó að ég reikni með því að hafa borðað hunda og ketti þarna óafvitandi. Manni var sagt að þetta væri kjúklingur en auð- vitað veit maður aldrei. Ég reikna nú ekki með að fara þangað aftur, það eru svo mörg önnur lönd sem mig langar til að heimsækja.11 Langferðalög er þriðja ferðalaga- íKína platan í röðinnifrd þeim Magnúsi og KK. Leiðirþeirra félaga hafa þó legið saman áður. „Mig minnir að við höfum fyrst gert plötu saman 1996, þejgar við gerðum Ómissandi fólk. A þeirri plötu var lagið Óbyggðirnar kalla, sem varð mjög vinsælt. Nokkru seinna kom út platan, Kóngur einn dag, áður en þessar síðustu þrjár komu út. Hugmyndin var alltaf að gera útileguplötu þar sem fólk gæti sungið með og spilað á gítarinn. Allir textar fylgja með plötunni sem og gítarhljómar sem ætti að auðvelda fólki að leika með. Annars væri gaman að gefa út margmiðlun- ardisk í kjölfarið þar sem færi fram gítar- og hljómborðskennsla. Við erum búnir að vinna alla hljómút- setningu þannig að þetta ætti að vera vel framkvæmanlegt. Einnig stuðlar þetta að varðveislu þessara laga sem sum hver hafa ekki verið aðgengileg fyrir almenning. Við förum yfir 30 ára tímabil í tónlistarsögunni og spilum alla helstu slagarana sem er alltaf mjög gaman,“ segir Magnús sem mun taka til við lagasmíðar eftir kynningu Langferðalaga. „Þegar maður hefur verið smá- tíma í þessum ábreiðulögum langar mann til þess að fara að semja aftur og það er næst á dagskrá," segir Magnús sem segist aldrei geyma lögin sín á lager. „Það er ekki gott að geyma lögin sín of mikið á einhverjum lager. Þau eldast misvel og þau sem eiga skilið að fara út gera það nú bara.“ BKÍllo Ökunám í fjarnámi!!!! Ekill ökuskóli er eini ökuskólinn á landinu sem býður upp á ökunám í fjamámi. Þú getur unnið námskeiðin í tölvunni heima þegar þér hentar. Skoðaðu þennan frábæra kost á www.ekill.is Námskeið sem hægt er að taka nú þegar eru tyrra námskeið til almennra ökuréttinda (Ö1), bifhjólanámskeið og námskeið tyrir lesblinda. Fleiri námskeið eru væntanleg á næstu mánuðum, Ö2 námskeið og námskeíð til aukinna ökuréttinda. Ekill ökuskóli. Sími 461-7800 www.ekill.is ekill@ekill.is Su doku 2 4 6 5 7 2 8 5 4 7 2 3 7 1 5 2 4 9 1 3 3 8 2 5 6 6 4 9 3 3 Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir [ hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. eftir }im Unger Þú hefur örugglega heyrt um þessa Ijóshærðu sem vinnur í bankanum. HERMAN

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.