blaðið - 24.08.2007, Qupperneq 1

blaðið - 24.08.2007, Qupperneq 1
158. tölublað 3. árgangur Föstudagur 24. ágúst 2007 FRJALST. OHAÐ & Utras Helqa i Góu Stýrir tölvuumræðum Fóstbræðurá DVD Helgi Viihjálmsson, eða Helgi í Góu eins og hann er oftast kallaður, er að færa út kvtarnar og mun opna KFC og Pizza Hut í Lit háen. Danmörk er næst á dagskrá. Kristjan Mar Hauksson er sviðsstjóri internetmarkaðs- setningar hjá Nordic eMar- keting. Honum hefur verið boðið að stýra umræðum á Ad-Tech ráðstefnunni í London. Þættirnir um Fost- bræður sem vinsælir voru á Stöð 2 eru að koma út á DVD og mun allur ágóði renna tii Um- hyggju.Jón Gnarr óskar þjóðinni til hamingju. FOLK»38 TOLVUR ORÐLAU Fimm þúsund tonn af fersku grænmeti „Háuppskerutími íslenska grænmetisins" Mikið er að gera hjá starfsmönnum Sölufélags garðyrkjumanna í Brúar- vogi í Reykjavík við að pakka íslenska grænmetinu áður en því er ekið í verslanir. Guðni Hólmar Kristinsson, framkvæmdastjóri afurðasviðs Sölufélagsins, segir þetta vera háuppskerutíma íslenska grænmetisins. „Nú fara yfir fimm þúsund tonn af grænmeti í gegn hjá okkur á ári. Það er nátt- úrlega allt mögulegt; tómatar, gúrkur, paprikur og allt þetta útiræktaða grænmeti svo sem kínakál, blómkál, spergilkál, rófur, gulrætur og fleira.“ ESB kemur EFTA-fé ekki í lóg ■ Skriffinnska í ESB tefur málið ■ Þurfum að borga okkar framlag á endanum segir skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@bladid.net ÞRÓUNARSJÓÐUR ESB Meirihluti þess fjár sem Evrópu- sambandið (ESB) krafði ísland um að greiða til þróunarsjóðs fyrir „fá- tækari" ríki sambandsins hefur enn ekki komist til skila, þrátt fyrir að heimild þess efnis hafi verið á fjár- lögum síðasta árs. I skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga kemur fram að sá liður sem snýr að fram- lögum í þróunarsjóðinn hafi skilað tæplega 1,7 milljarða króna afgangi á síðasta ári og að til standi að fella niður hluta gialdheimildanna. Greiðslur Islendinga og annarra EFTA-ríkja í þróunarsjóðinn eru hluti af samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Samfara fjölgun ESB-ríkja úr fimmtán í 27 á allra síðustu árum var gerð sú krafa að framlögin yrðu aukin um- talsvert, enda yrðu öll hinna nýju að- ildarríkja sambandsins þiggjendur fjár úr sjóðnum. Að endingu var samþykkt að EFTA-ríkin myndu greiða rúmlega 50 milljarða króna í sjóðinn og að hlutur Islendinga yrði um 2,5 milljarðar króna, eða fimm prósent. Afganginn myndu Norð- menn greiða. ► ► Er sjóður sem „fátækari" ríki ESB fá greiðslur úr. Þegar aðildarríki ESB voru fimmtán þáðu Portúgalar, Spánverjar og Grikkir fram- lög úr sjóðnum. Þiggjendum úr honum hefur fjölgað um tólf á síðustu árum. ► EFTA-ríkin eiga að greiða rúmlega 50 milljarða króna í sjóðinn á tímabilinu 2004 til 2011. íslendingar greiða fimm prósent af þeirri upp- hæð en Norðmenn restina. Júlíus Hafstein, skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu, segir að erf- iðlega hafi gengið að koma EFTA- peningunum út. Hann gengur þó út ■ frá því að þeir verði greiddir í sjóð- inn síðar. „Starfið í sjóðnum hefur dregist og hann fór ekki að úthluta peningum fyrr en tveimur árum of seint vegna þess að allar reglugerðir og kerfi í kringum hann voru svo flókin. Því reyndist erfitt að sækja um úr honum. Það er þó alveg klárt að ísland mun þurfa að borga sitt framlag, þó það dragist kannski í tvö ár.“ í tveimur skólum vegna skilnaðar Þess eru dæmi að börn gangi í skóla í tveimur sveitarfélögum vegna skilnaðar foreldra. Umboðs- maður barna er efins um að slíkt sé heppilegt fyrir börn en varafor- manni Félags ábyrgra feðra -yvO finnst það koma til greina. t* Jm Valdbeiting lög- reglu var óþarfi Hæstaréttarlögmaður telur að nóg hefði verið fyrir lögregluna á Sel- fossi að ákæra konu þar í stað þess að þvinga þvaglegg upp í blöðru hennar. Fyrrverandi lögreglumaður segir vinnubrögðin aðeins V\y| tíðkast á Selfossi. íJ'~T Flugið eykur hættu á heimsfaraldri Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur gefið út að auki ríki heims ekki samstarf um baráttu gegn út- breiðslu smitsjúkdóma gæti það haft hörmungar í för með sér. Fjölgun flugfarþega auki VVQ hættuna á heimsfaraldri. ö Evran okkar ef við viljum Ekkert er því til fyrirstöðu að Island taki upp evru án þess að ganga í ESB. Eina spurningin er hvort það sé fýsilegur kostur fyrir hagkerfið. Þetta segir aðalhagfræð- ingur Lombard Street- y\ «a ^ rannsóknasetursins. i IÆ* Rekið ofan í Svíana Fullyrðing sænsku náttúru- verndarinnar um að þjóð- garður í Vindelfjallen i Norður-Svíþjóð verði stærsti þjóðgarður álfunnar stenst ekki. Stofnunin sendi út frétta- tilkynningu fyrir skömmu þar sem lýst er áformum um að gera svæðið að 550 þúsund hektara þjóðgarði. Á vef Vasterbottens-Kuriren segir að stofnunin hafi þagað um að til standi að stofna enn stærri þjóðgarða í Evrópu á næstunni, bæði á íslandi og í rússnesku Úralfjöllunum. Vatnajökuls- þjóðgarður verður tæplega þrisvar sinnum stærri en þjóðgarðurinn í Vindelfjallen, verði sá að veruleika. ai NEYTENDAVAKTIN | Verð á Egils appelsíni Fyrirtæki Krónur Fjarðarkaup 159 Nettó 159 Hagkaup 178 Samkaup-Úrval 178 Spar Bæjarlind 178 Nóatún 180 Verð á Egils appelsínl 2 litra Upplýsingar frá Neytendasamtökunum GENGI GJALDMIÐLA SALA % wm usd 64,96 -0,43 ▼ gfgl GBP 130,20 0,31 A SS dkk 11,84 -0,07 ▼ • JPY 0,56 -1,47 ▼ BB eur 88,13 -0,06 ▼ GENGISVÍSITALA 119,59 -0,13 ▼ ÚRVALSVÍSITALA 8.348,73 0,5 A VEÐRIÐ í DAG VEÐUR»2 • Hvergi meira úrval af stillanlegum heilsurúmum og heilsudýnum. • Sjúkraþjáfari er í versluninni á fimmtudögum frá kl. 16 -18. • Sérþjálfað starfsfólk aðstoðar við val á réttu rúmi. Opið virka daga; 10-18 og laugardaga 11-16 Akureyri: Hofsbót 4, sími: 462 3504

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.