blaðið - 24.08.2007, Blaðsíða 16

blaðið - 24.08.2007, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 2007 blaöió LÍFSSTÍLLHELGIN helgin@bladid.net Þegar Viðey ber á góma kemur kannski Viðeyjarstofa og jafnvel Viðeyjarklaustur fyrst upp í hugann hjá fólki en þorpið er mjög skemmtilegur hluti af þessari sögu. Sammi í Gilinu Stórsveit Samú els J. Samúelssonar heldur úti- tónleika í Listagilinu á Akureyri annað kvöld kl. 21. Tónleikarnir eru liður í Akureyrarvöku, ár- legri menningarhátíð bæjarbúa. Konukvöld á Gauknum Hljómsveitin Dalton leikur fyrir gesti Gauks á Stöng í kvöld upp úr miðnætti. Áður en tónleik- arnir hefjast ætla þeir að bjóða kvenþjóðinni í teiti milli kl. 23 og 24. Húsið verður opnað fyrir karlmenn á miðnætti og kostar 1000 krónur fyrir þá en ókeypis er fyrir kvenfólk allt kvöldið. Árshátíð plötusnúða Landslið íslenskra plötusnúða kemur fram á árshátíð íslenskra plötusnúða á skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll á laugardag. Húsið verður opnað kl. 23 og er aðgangseyrir 1500 kr. Rotting Christ Hljómsveitin Rotting Christ heldur tvenna tónleika á Gauki á Stöng um helgina. Þeir fyrri verða laugardaginn kl. 20 og er 20 ára aldurstakmark á þá. Seinni tónleikarnir fara fram á sunnudag kl. 18 og er ekkert aldurstakmark á þá. Tískusýning í miðbænum Neðri hluta Skólavörðustígs verður lokað og efnt til tískusýn- ingar laugardaginn 25. ágúst kl. 16. Allt það nýjasta í fatnaði, hári og förðun verður sýnt á þar til gerðum „stílstíg“ (catwalk). Skógarferð Skógræktarfélag Hafnarfjarðar afhjúpar nýtt upplýsingaskilti við Stóra-Skógarhvamm í Undir- hlíðum laugardaginn 25. ágúst kl. 14. Við sama tilefni verður skógurinn opnaður almenningi. Uppskeruhátíð Grasagarðsins Árleg uppskeruhátíð verður haldin í nytjajurtagarði Grasa- garðs Reykjavíkur laugardaginn 25. ágúst kl. 13-15. Slegið verður upp hlaðborði með girnilegum matjurtum og boðið upp á ný- lagað piparmyntute. LÁTTU VITA Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á bladid@bladid.net Sudurlandsbraut 32 • 577 5775 Lækjargata 8 • 577 5774 • Nybylavogur 32*577 5773 Viðeyjarhátíð haldin í annað sinn Þorpiö lifnar viö Viðeyjarhátíð verður haldin í annað sinn á laug- ardag og að þessu sinni ætla menn að minnast sérstaklega þorpsins sem þar stóð á fyrri hluta síð- ari aldar. Eftir Einar Örn Jónsson einar.jonsson@bladid.net Hundrað ára afmælis þorpsins í ViðeyverðurminnstáViðeyjarhátíð á laugardaginn. Þó að áratugir séu frá því að það lagðist af verður reynt að skapa sanna þorpsstemningu í gömlum húsgrunnum, slegið upp markaði og harmóníkur þandar. Saga þorpsins er mjög skemmti- leg og sérstök þó að ekki sé hún löng að sögn Örvars Birkis Eiríkssonar, verkefnisstjóra á menningar- og ferðamálasviði Reykj avíkurb orgar. „Þorpið stóð í 36 ár og það er í raun eini tíminn sem byggð var í þessum hluta eyjunnar. Þarna leiddu saman hesta sína tveir af mestu athafna- mönnum landsins á þeim tíma, Thor Jensen og Pétur J. Thorsteins- son, og bjuggu til þetta félag sem var náttúrlega risi á sínum tíma. Við viljum minnast þessara manna og þess stórhugs sem var á bak við þorpið," segir hann. Gengið með innfæddum þorpsbúa Örvar segir að fólk sem leggi leið sína í þorpið undrist hve stórt það hafi verið. „Þarna bjuggu 140 manns í fastri búsetu þegar mest var. Þarna var fjöldi húsa, íbúðar- húsa, fiskverkunarhúsa, bryggjur og mikil mannvirki. Þegar Viðey ber á góma kemur kannski Viðeyjarstofa og jafnvel Viðeyjarklaustur fyrst upp í hugann hjá fólki en þorpið er mjög skemmtilegur hluti af þessari sögu,“ segir hann. Meðal annars verður boðið upp á gönguferð um þorpið undir leiðsögn Örlygs Hálfdanarsonar kl. 12:30 og aftur kl. 16:45. ,,Hann er fæddur í þorpinu og bjó þar fyrstu æviárin og man þennan tíma þannig að það er mikill fengur í því að ganga um þorpið með innfæddum Viðey- ingi. Þorpið verður ljóslifandi fyrir augum fólks þegar hann segir frá því á staðnum þar sem það stóð,“ segir Örvar. í gamla þorpinu Reynt verður að skapa sanna þorpsstemningu í rúst- um gamla þorpsins í Viðey á Viðeyjar- hátíð sem fram fer á laugardag. Örlygur hefur lengi látið sig mál- efni Viðeyjar og þorpsins varða og meðal annars komið sér upp miklu safni ljósmynda úr þorpinu en sumar þeirra má sjá á sýningu í gamla skólahúsinu. Þrautakóngur fyrir börnin Dagskráin er miðuð við alla fjöl- skylduna og verður meðal annars efnt til þrautakóngs fyrir börnin frá kl. 14 til 18. „Þetta verða léttar og skemmtilegar þrautir þar sem menn skora stig í hverri þraut og skila síðan inn heildarstigum á blaði. Farið verður yfir niðurstöð- urnar og þrautakóngar Viðeyjar leystir út með verðlaunum,“ segir Örvar og bætir við að keppt verði í nokkrum aldursflokkum til að gera keppnina sem jafnasta. Þá verður Björgvin Franz Gíslason leikari með ævintýralega leiðsögn fyrir börnin, leiki og töfrabrögð kl. 13:30 og 15:30 og Seakayak Iceland býður upp á þrjú klukkustundar löng námskeið í meðferð og siglingu sjókajaka. Enginn ætti að þurfa að fara svangur heim því að Viðeyinga- félagið verður með kaffisölu í Vatnstankinum og í grunni Ólafs- húss verður tækifæriseldhúsið „Alveg milljón". Einnig getur fólk komið með nesti og grillað í Viðeyjarnausti. í tilefni dagsins verður sérstakur hátíðarmatseðill í Viðeyjarstofu og leikur Tríó Björns Thoroddsens og Andrea Gylfadóttir undir borðhaldi auk þess sem Jakob Þór Einarsson ÞORPIÐ í VIÐEY Milljónafélagið reisti þorpið og rak þar útgerð. Þorpið var í byggð frá 1907 til 1943 og þegar mest var bjuggu þar um 140 manns. Sett hafa verið upp fræðs- luskilti við rústir húsanna í þorpinu. leikari les matarsögur úr eyjunni. „Þetta eru mjög skemmtilegar og litríkar frásagnir af mönnum sem komu og sóttu Ólaf Stephensen heim út í Viðey og var Jörundur hundadagakonungur annar þeirra. Þeim var veitt vel í mat og drykk enda Ólafur mikill höfðingi heim að sækja,“ segir Örvar. Að lokum verður slegið upp dansi- balli á palli við Viðeyjarstofu þar sem Karl Jónatansson og Neistarnir leika fyrir dansi ásamt félögum úr Harmonikkufélaginu. Dagskrá hátíðarinnar er ókeypis fyrir utan ferjutoll. Viðeyjarferjan siglir frá Sundahöfn stundarfjórð- ung yfir heila tímann frá kl. 11:15 til kl. 23:15 og til baka á bálfa tímanum. Mosfellingar fagna 20 ára afmæli bæjarins í túninu heima Mosfellsbær fagnar 20 ára afmæli sínu um helgina með bæjárhátíðinni 1 túninu heima. Hátíðin verður sett í íþróttahúsinu að Varmá í kvöld kl. 20 en síðan heldur hersingin í skrúð- göngu út í Ullarnesbrekkur þar sem varðeldur verður tendraður. Björg- vin Franz Gíslason hitar brekkuna upp með gamanmálum áður en dú- ettinn Hljómur leiðir brekkusöng. Brekkusöngur þeirra pilta sló í gegn á bæjarhátíðinni í fyrra og hyggjast þeir bæta um betur að þessu sinni. Á morgun, laugardag, ber margt til tíðinda í Mosfellsbæ og nágrenni svo sem ratleikur á hestum, úti- markaðir og götugrill. Ratleikurinn verður ræstur í Laxnesi kl. 11 og riðið um Kýrgil, yfir Mosfell, niður bakka Leirvogsár og komið í mark við Harðarból. Varmársamtökin verða með útimarkað í Álafosskvos kl. 12-16 þar sem seld verður fersk lífræn matvara, blóm og handverk ásamt fleiru. Um líkt leyti fer hinn hefðbundni útimarkaður í Mos- skógum fram. Um kvöldið efna síðan íbúar Mosfellsbæjar til útigrills í götum bæjarins sem þeir hafa skreytt í ákveðnum litum eftir hverfum. Heilmikil dagskrá fer fram í sýningarhöllinni í íþróttahúsinu að Varmá bæði á laugardag og sunnudag frá kl. 13. Þar munu fyr- irtæki, félagasamtök og klúbbar kynna starfsemi sína auk þess sem skemmtiatriði verða á sviði. Meðal þess sem boðið verður upp á er Ferðasafn stærðfræðisafnsins Mathematikum frá Þýskalandi en það hefur verið sett upp víða um heim og þar er að finna verkefni og þrautir afýmsum toga. Nálgast má dagskrá bæjarhátíð- arinnar í heild sinni á vef Mosfells- bæjar mosfellsbaer.is. Stjórna brekkusöng Dúettinn Hljómur snýr aftur og stjórnar brekkusöng í Ullarnesbrekkum í kvöld. Mynd/Magnús^ár

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.