blaðið - 24.08.2007, Blaðsíða 30

blaðið - 24.08.2007, Blaðsíða 30
38 FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 2007 blaðió FÓLK folk@bladid.net Ég held að hann sé svo tapsár. Það myndi örugg- lega aldrei ganga. Hafið þið hugleitt að bjóða Bobby Fischer í spil? I frétt á Vísi.is í gær um nýopnaða heimasíðu Pókersambands íslands var sagt að margir pókerspilarar líktu póker við hina fornu og mikilsvirtu íþrótt skák. Davið Hansson er formaður Pókersambands Islands og hann berst ásamt félögum sínum fyrir lögleiðingu pókeríþróttarinnar á íslandi. HEYRST HEFUR Steingerður Steinarsdóttir, rit- stjóri H-tímarits, sem áður var blaðamaður á Yikunni telur að Birtíngur hafi vegið að sæmd sinni sem höfundar að bók með 50 lífsreynslusögum sem fyrirtækið gaf út nýlega. Þar er Steingerðar ekki getið sem höfundar þótt hún hafi skráð umtalsverðan fjölda lífsreynslusagna í bók- inni. Sögurnar eru eignaðar öðrum blaðamanni. Lögmaður Steingerðar hefur sent fyrirtæk- inu bréf þar sem bent er á að höfundarréttur hafi ekki verið virtur. Lögmaður Birtíngs hefur sent bréf á móti og neitar því alfarið að ekki hafi verið getið um Steingerði. Orð stendur því gegn orði en Steingerður hefur leitað réttar síns hjá Rithöfunda- sambandi íslands. Á vefsvæðí Vísis má sjá heitar umræður vegna reksturs Ríkisútvarpsins á bíl Páls Magnússonar útvarps- stjóra. Bíllinn er stórglæsilegur Audi Q7 og kostar rúmlega 200 þúsund í rekstri á mánuði. Sumir telja að þessi >"s frétt hjá Vísi sé eingöngu ætluð til þess að koma höggi á samkeppnisaðilann. Hvað sem því líður þá er eitt alveg ljóst, Páll Magnússon er smekkmaður... Knattspyrnumennimir fræknu, Helgi Sigurðsson úr Val og Bjarni Guðjónsson úr í A, eru byrjaðir í viðskiptafræði í Háskólanum í Reykjavík. Þeir hafa báðir brillerað á vellinum sumar, þrátt fyrir að vera komnir á aldur í bransanum. Þetta út- spil sýnir að þeir hafa áttað sig á því að framtíðin ber ekki aðeins tuðruspark í skauti sér. Á knattspyrnuvell- inum spilar Bjarni á miðju og Helgi frammi, en skólafélagar þeirra tóku fljótt eftir því að þeir völdu borð sín í skólastof- unni eftir stöðum sínum - Helgi situr fremst og Bjarni fyrir miðju. Þá hafa skólafélagar þeirra tekið upp á því að kalla þá Badda Guð og Helga Snilld... 1 . Ih/afb Helgi Vilhjálmsson „Þetta verður ekkert mál. Ég fæ mér bara þotu eins og hinir.“ Helgi í Góu kominn í útrás Blaöiö/Golli BLOGGARINN... Villi veit ekki „Mikið er það einkennilegt þegar kjörnir fulltrúar og starfsfólk borgarinnar heyrir af stórfelldum fyrirhuguðum breytingum á rekstri borgarinn- ar í kvöldfréttum RÚV. Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur virðist enn ekki hafa átt- að sig á hiutverki sínu, né heldur hvernig stjórn borgarinnar á að fara fram. Borgarstjórn er fjölskipað stjórnvald, þar sem ákvarðanataka á að fara fram á fundum með fulltrúum allra flokka sem þar eiga sæti. Tryggja skal að sjónarmið allra fulltrúa komist til skila og ákvarðanir teknar að þvíloknu. Enginn einn fulltnji getur tekið ákvarðanir sem varða þorgarbúa með þessum hætti.“ Sóley Tómasdóttir Soley.blog.is Siðgæðispostular „Ég sakna þess að heyra ekki þessa dagana í sjálfskipuðum siðgæðispostulum Samfylkingarinnar, sem fullir vandlæt- ingarhafa vandiega tekið púlsinn á siðferði þingmanna og ráðherra á und- anförnum árum og gjarnan fylgt þvíeftir með ýmiss konar tittögugerð um afsagnir o.þ.h. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmála- ráðherra, sem verið hefur holdgervingur hins fullkomna siðferðis í stjórnmálunum, virðist þannig skeyta lítt um alvarleg afglöp samverkamanna sinna íríkisstjórn, fjármálaráðherra og samgönguráðherra, því ekkert heyrist í henni. Helga Sigrún Harðardóttir Helgasigrun.blog.is Friður hjá SUS „Ég átti nú varla orð í morgun þegar ég fletti i mogganum, þar var ein merkileg- asta grein sem ég hefséð ímjög lang- an tíma. Það eru greinilega komnar á sættirámilli þeirra fylkinga sem hafa undanfarin ár tekist á 1SUS. Það voru þeir Davið Örn Jónsson og Teitur Einarsson sem skrif- uðu greinina. Davíð hefur verið mjög öfulugur andstæðingur þess arms sem hefur verið með Deigluna. I greininni lýstu þeiryfir stuðningi við Þór- lind Kjartansson en Þórlindur er einmitt ritstjóri Deiglunnar." Tómas Tómasha.blog.is Opnar KFC í Litháen Helgi Vilhjálmsson eða Helgi í Góu eins og hann er oftast kallaður er að fara að opna KFC og Pizza Hut í Litháen. Hann er einnig að taka við umboð- inuáKFC íDanmörku. Eftir Lovísu Hiimarsdóttur lovisa@bladid.net Helgi Vilhjálmsson kom með fyrstu alvöru skyndibitakeðjuna til landsins. Honum var tekið fagnandi og hefur reksturinn gengið vonum framar. Sökum velgengni KFC hér- lendis hefur ameríski skyndibitaris- inn beðið Helga um að reka staði á þeirra vegum erlendis. Helgi segir að í fyrstu hafi það ekki verið ætl- unin að opna stað í Litháen. „Ég var á ferðlagi í Litháen og var reyndar að skoða annars konar útflutning, því við ætluðum okkur að flytja út sæl- gæti. Það eru hvorki KFC- né Pizza Hut-staðir þarna úti og þeir vita að okkur hefur gengið vel hér, þannig að þetta þróaðist bara í þessa átt. Við fengum pláss í góðu molli og þetta er bara að verða að veruleika eftir nokkra sólarhringa." MAÐURINN Helgi Vilhjálmsson er fæddur árið 1942. Hann á fjögur börn sem vinna öll með honum. Helgi stofnaði Góu árið 1968 og er enn þá fram- kvæmdastjóri. Ræfill frá fslandi Samkvæmt Helga verða staðirnir reknir saman. „Það er sama keðjan sem rekur Pizza Hut og KFC og því fannst okkur tilvalið að reka þetta saman. Þegar fólk kemur inn á stað- inn þá fer það annað hvort til hægri eða vinstri, eftir því hvort þú ert í skapi fyrir pitsu eða kjúkling. Þetta er svona eins og ég í pólitíkinni, ég fer þeim megin þar sem verið er að gera eitthvað gott. Það skiptir engu máli hvort það er til hægri eða vinstri. Þetta verður stórglæsilegur staður sem skapar fjölda fólks at- vinnu,“ segir Helgi og bætir við að hann viti ekkert hvort hann muni fjölga stöðunum í Litháen. „Árið 1980 kom einhver ræfill frá íslandi sem ætlaði að fara að opna stað í Hafnarfirði, 15 þúsund manna bæjarfélagi, og þeir hugsuðu: er hann eitthvað ruglaður þessi? í dag eru staðirnir orðnir sex og okkur gengur bara þokkalega. Það veltur allt á viðtökunum þarna úti hversu stórt batterí þetta verður." KFC í Danmörku Að sögn Helga er verið að skoða hvort hann taki við umboðinu fyrir KFC í Danmörku. „Menn hafa verið óheppnir í Danmörku og Svíþjóð. Það eru eingöngu þrír KFC-staðir í Danmörku. I svona fjölmennu landi ættu þeir alveg að geta verið þrjátíu. Það er verið að leita til okkar því menn hafa verið gáttaðir á hversu vel þetta hefur gengið á fslandi. Þeir vilja reyna að rífa þetta upp í Dan- mörku. Þetta er erfitt því það er ekk- ert hlaupið að því að finna lóðir fyrir staðina. Hérna er þetta búið að þró- ast með okkur í 27 ár og ég er orðinn aumur í hnjánum af að skríða eftir lóðum,“ segir Helgi og bætir við að hann telji að það verði lítið mál að stjórna fyrirtækjum víðs vegar um heiminn. „Þetta verður ekkert mál. Ég fæ mér bara þotu eins og hinir.“ Su doku 2 9 3 3 1 4 2 8 5 7 8 9 4 5 6 8 7 9 6 3 2 7 3 9 8 4 1 6 5 6 2 Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem uþþ eru gefnar.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.