blaðið - 24.08.2007, Blaðsíða 2

blaðið - 24.08.2007, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 2007 blaðið Álagsgreiðslur vegna manneklu í Reykjavík Sjóvá vill tvöfalda Suðurlandsveg í einkaframkvæmd Fá allt að 30 þúsund Tillaga mannauðsstjóra og sviðs- stjóra á íþrótta- og tómstundasviði, leikskóla- og skólasviði, mennta- sviði og velferðarsviði um allt að 30 þúsund króna álagsgreiðslu til starfsmanna vegna manneklu var samþykkt í borgarráði Reykjavíkur í gær. Þetta á við um þá starfsmenn sem ekki fá sérstaklega greitt fyrir álagið með öðrum hætti. I tillögunni sem samþykkt var í gær er gert ráð fyrir að álags- greiðslan geti numið 30 þúsund krónum miðað við 100 prósenta starfshlutfall og heilan mánuð. Álagsgreiðslurnar verða heimilar þegar starfsmönnum hefur fækkað um að minnsta kosti 20 prósent og Leikskólabörn Vegna skorts á s starfsmönnum fá ekki öll börn pláss. óbreytt þjónustustig er veitt lengur en einn mánuð. „Auðvitað vonar maður að þetta skih sér auk þess sem verið er að fara í aðrar aðgerðir,“ segir Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs. ingibjorg@bladid.net Vilja keppni um nýjan veg Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvár, seg- ist sannfærður um að það yrði heilla- drjúgt að láta einkaaðila tvöfalda Suð- urlandsveg, en fyrirtækið bauðst til þess að breikka veginn í einkafram- kvæmd á síðasta ári. Blaðið greindi frá því í gær að samgönguráðherra hefði tilkynnt Sunnlendingum að ákveðið hefði verið að tvöfalda veg- inn og undirbúningur hafinn. Þór telur að samgönguráðherra eigi að boða til forkeppni þar sem óskað yrði eftir hugmyndum um hvernig best væri að standa að fram- kvæmdinni. „Ráðherrann væri alger- lega óbundinn af þeim hugmyndum sem þar kæmu fram og gæti áskilið sér rétt til að hafna þeim öllum ef honum líst ekkert á þær. En við erum tilbúnir að bjóða í þennan veg og teljum okkur geta tvöfaldað hann hratt og vel.“ Kristján L. Möller samgönguráð- herra sagði ótímabært að ræða hvort tvöföldunin yrði í einka- eða opin- berri framkvæmd. Hann segir það alltaf hafa staðið til hjá ríkisstjórn- inni að fara í þetta verkefni. „Þetta er hins vegar flókinn ferill og því erfitt að tímasetja þetta. En það verður fundur með Vegagerðinni á næst- unni þar sem farið verður yfir þær spurningar sem vöknuðu á síðasta fundi.“ thordur@bladid.net Vara við skartg ri paþj óf u m Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar starfsmenn skartgripaversl- ana við óprúttnum aðilum sem hafa stolið skartgripum úr einni verslun og gert tilraun til þjófn- aðar í annarri verslun í Reykjavík. Um er að ræða karl og konu af austurevrópskum uppruna en þau eru bæði dökk yfirlitum. Með þeim í för er stundum fjög- urra eða fimm ára stúlka. f tilkynningu lögreglu segir að karlinn reyni að fanga athygli Borgin kaupi Laugaveg 4-6 Fulltrúar Vinstri grænna og F-lista hafa lagt til að borgin festi kaup á húsunum við Laugaveg 4-6 í því skyni að varðveita þau í því sem næst upprunalegri mynd. Borgin myndi fjármagna uppbyggingu húsanna, jafnvel hækka þau eða lengja og selja svo húsin á frjálsum markaði þeim sem gæði húsin lífi með einhvers konar miðborgarrekstri. mbl.is starfsmanna verslana með því að draga upp seðlabúnt, á meðan konan eða barnið steli skart- gripum þegar ekki sést til þeirra. a! Hateigs kirkja Kór Háteigskirkju getur bætt við söngfólki í allar raddir. Einhver reynsla af söng og nótnalestri æskileg Áhugasamir hafi samband við kórstjórann Douglas A. Brotchie í síma 899 4639 og douglas@hateigskirkja.is Skóli fyrir þig? Ertu strdkur eða stelpa d aldrinum 16-25? Langar þig að stunda skemmtilegt ndm: • í heimavistarskdla? • í gdðum félagsskap? • í fögru umhverf i? mm Handv cða í síma 471 1761 Skilnaðarböm ganga í tvo skóla ■ Umboðsmaður barna efast um að fyrirkomulagið sé heppilegt Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net Dæmi eru þess hér á landi að börn gangi í skóla í tveimur sveitarfélögum vegna skilnaðar foreldra. Umboðs- maður barna, Margrét María Sig- urðardóttir, er efins um að slíkt sé heppilegt fyrir börn. „Það fer þó eftir hverju tilfelli fyrir sig,“ segir hún. Birna Sigurjónsdóttir, verkefn- isstjóri á grunnskólaskrifstofu á menntasviði Reykjavíkur, segir engar reglur gilda um mál af þessu tagi. „Við leysum bara hvert mál sem kemur upp. Börn hafa kannski verið sitt hvora vikuna í skólunum eða tímabundið hjá öðru foreldrinu. Það er bara reynt að leysa það með hagsmuni barnsins í huga. Það er ekkert í kerfinu sem er þessu til fyrir- stöðu. Og á meðan tilfellin eru innan Reykjavíkur eru hæg heimatökin. Það þarf kannski meiri samninga þegar börnin fara á milli sveitarfé- laga en það er ekkert óleysanlegt í því samhengi." Formaður Skólastjórafélags Is- lands, Hanna Hjartardóttir, veit dæmi þess að barn hafi gengið í skóla í tveimur löndum. „Barnið fór á milli nokkrum sinnum á ári en ekki reglu- bundið og það gekk ágætlega með góðri samvinnu allra,“ segir Hanna. Umboðsmaður barna í Noregi, Knut Haanes, telur að það geti ekki bara verið erfitt fyrir börn félagslega að vera í tveimur skólum, heldur snú- ist málið einnig um sjálft skólastarfið. „Nemendur læra ekki alls staðar bók- SAMBÚÐARSLIT ► Sambúðarslit voru í fyrra 577 og voru börn þeirra sem slitu sambúð alls 515, sam- kvæmt upplýsíngum á vef Hagstofu íslands. ► Alls nutu 437 börn af 515 sameiginlegrar forsjár for- eldra sinna. Forsjár móður nutu 76 börn og forsjár föð- ur 2 börn. stafina A til F eina vikuna og afgang- inn af stafrófinu þá næstu. 1 versta falli eiga börnin á hættu að missa af mikilvægri kennslu," segir hann í við- tali við fréttavef Aftenposten. Hanna kveðst hafa meiri áhyggjur af félagslega þættinum en námi barnanna. „Það væri alveg hægt að fylgjast með námi þeirra en ég held að það hljóti að vera erfitt upp á það að tengjast félögunum í hópnum. Það yrði rös^un á umhverfinu því að flestir viljk nú hafa þokkalegan ramma í kringum sig." Stefáni Gúðmundssyni, varafor- manni Félags ábyrgra feðra, finnst það vel koma til greina að börn gangi í tvo skóla. „En það þyrfti auðvitað að meta það í hverju tilviki fyrir sig. Það er oft bent á það í þessum málum að börn þurfi stöðugleika. Sum börn eru vel í stakk búin til að þola slíkar aðstæður en önnur börn eru það ekki.“ ÞEKKIRÞÚTIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á bladid@bladid.net VEÐRIÐ I DAG Víða bjartviðri Hæg vestlæg átt og stöku skúrir vestan- lands, annars bjartviðri. Norðaustan 3-8 og líkur á rigningu suðaustanlands um tíma í fyrramálið. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á Austurlandi. ÁMORGUN Hlýjast syðst Norðvestlæg átt, 5-10 m/s og skúrir eða rigning snemma dags, en léttirtil sunn- anlands síðdegis. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast syðst. Varðstjóri ákærður Greiddi 200 þúsund Varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem ákærður var fyrir að hafa mis- notað stöðu sína og látið aka sér í forgangsakstri út á Kefla- víkurflugvöll, hefur gengist undir dómsátt. Hann greiðir 200 þúsund krónur i sekt, sam- kvæmt vefVísis. Varðstjórinn var ákærður fyrir að hafa nýtt sér mannafla lögreglu, bifreið og talstöðvar en hann var að verða of seinn í flug. Gengið var frá dómsáttinni er málið var þingfest í Héraðs- dómi Reykjaness í gær. Leiðrétt Ritstjórn Blaðsins vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2. VÍÐAUM HEIM Algarve 28 Halifax 18 New York 19 Amsterdam 20 Hamborg 24 Nuuk 5 Ankara 30 Helsinki 18 Orlando 25 Barcelona 26 Kaupmannahöfn 20 Osló 23 Berlín 25 London 16 Palma 24 Chicago 27 Madrid 26 París 19 Dublin 15 Mílanó 23 Prag 26 Frankfurt 22 Montreal 18 Stokkhólmur 23 Glasgow 16 Munchen 26 Þórshöfn 13

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.