blaðið - 24.08.2007, Blaðsíða 20

blaðið - 24.08.2007, Blaðsíða 20
FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 2007 IÞROTTIR ithrottir@bladid.net Schuster hefur verið þekktur fyrir að ná liðum sínum á fljúgandi start, en missa dampinn þegar líður að lokum tímabilsins. SKEYTIN INN Ensku blöðin eru óvæg ígarð Steve McClaren, landsliðsþj álfara Englands, en liðið tapaði fyrir Þjóðverjum á Wembley síðastliðinn miðvikudag í vináttuleik. Einnig fær Paul Robinson markvörður væna sneið af skömmum, en mistök hans urðu til þess að Kevin Kuranyi jafn- aði fyrir þá þýsku. Enska pressan er þó ávallt meinfyndin og orðheppin eins og sjá má á fyrirsögnum gær- dagsins: „What a load of Robbish", „Jeepers keepers“,„Bad Herr day for Wembley" og „Wurst by far!“ Talið er að Arsene Wen- ger, þjálfari Arsenal, muni skrifa undir nýjan samning fyrir lok næstu viku. Miklar vangaveltur hafa verið uppi um framtíð Fransmannsins, sem hefur gert Arsenal að einu skemmtileg- asta fótboltaliði Evrópu. Mun Wenger hafa verið ósáttur við upp- sögn varaformannsins David Dein sem hætti um mitt síðasta tímabil og brottgöngu Ihierry Henry í kjölfarið.„Vonandi höfum við frá einhverju að segja í næstu viku. Við viljum auðvitað bjóða honum sanngjörn laun, en launamálin eru ekki það samningsatriði sem við- ræðurnar hafa strandað á,það eru nokkurlítilatriðihérogþarsem við þurfum að leysa,“ sagði stjórnar- formaður Arsenal, Peter Hill-Wood. Allar líkur eru áþvíað Ayeg- beni Yakubu verði genginn til liðs við Everton frá Middlesbrough þegarþettaer lesið. Gareth Southgate var búinn að samþykkja 11,25 milljóna punda tilboð Everton sem átti því aðeins eftir að semja við leikmanninn. Það þýðir að allir framherjamir sem voru undir stjórn Steve McClaren hjá Middlesbrough á sínum tíma, eru farnir annað. Jimmy Floyd Has- selbaink, Mark Viduka, Massimo Maccarone, Malcolm Christie og Danny Graham eru allir farnir í önnur lið en þeir Dong Gook-Lee, Jeremie Aliadiere, Tuncay Sanli og Mido fylla nú í skarð þeirra í liðinu. Leit Chelsea að hægri bak- verði virðist lokið en liðið keypti ígærbrasilíska bakvörðinn Juhano Belletti, 31 árs, af Barcelona. Hafði Jose Mourinho gef- ist upp á Daniel Alves hjá Sevilla, en liðið hafnaði ítrekað tilboðum í hann. Sendibílar til leigu Góð ráð Schuster gefur sínum mönnum góð ráð á æfingu liðsins. 1 l fe I w "; m tr-m í W 3 m W?; lliKk. • xl B ~ Bemd Schuster kaupir til sigurs Tólf nýir leikmenn komnir Eyddi 112 milljónum evra Ungt og óárennilegt lið Real Madrid vann spænska meistaratit- ilinn á síðustu leiktíð eftir fjögur mögur ár þar á undan. Spænska stórveldið hefur ekki setið auðum höndum á leikmannamarkaðinum í sumar, því hinn nýi stjóri, Bernd Schuster, hefur fengið ótakmörkuð fjár- ráð og hefur ekki verið feiminn að beita þeim. Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@bladid.net Eyðsla Schusters þykir minna um margt á árdaga Jose Mourinho hjá Chelsea, sem er ekki hálfdrættingur á við hinn þýska kollega sinn hjá Real Madrid í ár. Mourinho fékk þá Steve Sidwell, Claudio Pizarro og Tal Ben Haim alla frítt, en þurfti að borga um 30 milljónir evra samtals fyrir þá Florent Malouda, Alex og Belletti. Schuster hefur hins vegar losað sig við tólf leikmenn sem hann telur sig ekki hafa not fyrir og þeirra á meðal eru nokkrar stór- stjörnur eins og Reyes, sem þráði ekkert heitar en að ganga til liðs við þá hvítklæddu, en hann var f láni frá Arsenal. Hann endaði hins vegar hjá erkióvinunum í Atletico, í hinum enda bæjarins. Roberto Carlos var kominn á aldur og mun njóta elliár- anna í Tyrklandi með Fenerbache. Emerson fór til AC Milan, en hann náði sér aldrei á strik á Spáni þrátt fyrir að hafa spilað undir stjórn Fabio Capello, en leiðir þeirra hafa lengi legið saman. Ivan Helguera fór til Villarreal, en hann var ekki í framtíðarplönum Schuster, enda orðinn 32 ára. Þá er Antonio Cass- ano farinn að láni til Sampdoria, enda annálaður vandræðagemsi, bæði innan sem utan vallar. Nýir menn, nýir tímar Það er óhætt að segja að Schuster horfi til framtíðar með kaupunum á nýju mönnunum. Lfkt og forráða- menn liðsins gáfu út á síðustu leik- tíð, hefur verið horft frá Galactico- stefnunni svokölluðu, sem miðaði að því að kaupa einungis stærstu stjörnurnar til liðsins, eins og þeir Figo, Zidane, Ronaldo og Beckham voru skýr dæmi um. Hins vegar reyndist sú stefna heldur illa, enda vann liðið ekki bikar í heil fjögur tímabil, sem er alger hneisa fyrir fé- lag af slíkri stærðargráðu. Ekki væri úr vegi að kalla nýja kaupstefnu liðs- ins spænska orðinu Los Ninos sem þýðir Börnin á íslensku, því meðal- aldur nýju leikmannanna er aðeins 25,5 ár. Pólski refurinn Jerzy Dudek, 34 ára, hífir meðaltalið ágætlega upp, enda eini nýliðinn yfir þrítugu. Fyrir voru aðrir gamlir refir á borð við Fabio Cannovaro, Michel Salg- ado, Raul og Ruud Van Nistelrooy, sem eru einu leikmenn liðsins er náð hafa þrítugsaldrinum. En Los Ninos kosta skildinginn líkt og Gal- acticos gerðu. Dýrastur er Arjen Robben sem kostaði 36 milljónir evra. Næstir á eftir honum koma þeir Pepe og Wesley Sneijder, báðir á 26 milljónir evra. Þá var verðmiði ungstirnisins Royston Drenthe 14 milljónir evra og hinn 29 ára Ga- briel Heinze fékkst fyrir 10 millj- ónir evra. Samtals gerir þetta 112 milljónir evra, eða um 10 milljarða íslenskra króna. Þá er ótalinn allur launakostnaður leikmanna ásamt bónusum sem hleypur einnig á ein- hverjum milljörðum, ef samningar leikmanna eru framreiknaðir. Pressa á Schuster Allir þeir sem taka við liði Real Madrid mega búast við auknu sýr- ustigi í maga og hærri blóðþrýstingi. Starfsöryggið er sama og ekkert, enda hefur liðið átt fimm þjálfara á síðustu fimm árum. Frá árinu 1994 hefur aðeins einum manni tekist að stjórna liðinu í þrjú tímabil; Vicente del Bosque. Til marks um þær vænt- ingar sem gerðar eru til þjálfara liðs- ins var del Bosque rekinn árið 2003, þrátt fyrir að hafa gert liðið að meist- urum og unnið Meistaradeildina árið á undan. Annað dæmi er Fabio Capello, einn sigursælasti þjálfari heims. Hann gerði liðið að meist- urum í vor, en fékk samt að fjúka. Schuster hefur gert góða hluti undan- farin ár í La Liga, fyrst með Levante og síðar með Getafe. Hann hefur ekki náð neinum sérstökum úrslitum með Madrídarliðið á undirbúnings- tímabilinu, enda liðið mikið breytt og leikform leikmanna misjafnt. En nú þurfa lærisveinar Schusters að bretta upp ermarnar því deildin hefst á laugardaginn með leik við erkifjendurna i Madrídarborg, Atlet- Nafn Félag Upphæð Emerson AC Milan 5m Cicinho AS Roma 9m Diego Lopez Villarreal 6 m Raul Bravo Olympiakos 2,3m Alvara Mejia Real Murcia 2m Carlos Diogo Zaragoza 6m Roberto Carlos Fenerbache 0 J.A. Rayes Atletico Madrid 0 Ivan Helguera Valencia 0 Francisco Pavon Zaragoza 0 David Beckham LA Galaxy 0 Oscar Minambres Hércules 0 Samtals: 30,3 m evra INN Nafn Félag Upphæð Pepe Porto 26 m Royston Drenthe Feyenord 14m Gabriel Heinze Man. Utd 10m Arjen Robben Chelsea 36 m Wesley Sneijder Ajax 26m Jerzy Dudek Liverpool 0 Javier Saviola Barcelona 0 Christoph Metzelder Dortmund 0 Samtals: 112 m evra ico. Ljóst er að allt annað en sigur á Bernabeu-vellinum telst óviðunandi, en Schuster hefur verið þekktur fyrir að ná liðum sinum á fljúgandi start, en missa dampinn þegar líður að lokum timabilsins. Þetta gerðist hjá Xerez, Shaktar Donetsk og Levante, en hjá Getafe skilaði hann hins vegar tveimur bestu tímabilum í sögu liðsins, en liðið varð í níunda sæti á síðasta keppnistímabili. Ljóst er að níunda sætið er ekki ásættanlegt i Madrídarborg og verður því fróðlegt að sjá hann vinna með ungstjörnum prýddu liði Los Ninos í ár.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.