blaðið - 24.08.2007, Síða 10

blaðið - 24.08.2007, Síða 10
10 FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 2007 blaðið blaði Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Ólafur Þ. Stephensen Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Suðurlandsvegur og einkaframtakið Ekki aðeins Sunnlendingar heldur allir íbúar suðvesturhluta landsins hljóta að fagna yfirlýsingu Kristjáns Möller samgönguráðherra um að ráðizt verði í tvöföldun Suðurlandsvegar frá Reykjavík austur að Selfossi. Þessi vegarkafli er einn sá fjölfarnasti á landinu. Þar hafa á undanförnum árum orðið alltof mörg alvarleg slys, þar með talin banaslys. Reynslan af tvö- földun Reykjanesbrautar sýnir að slík framkvæmd fækkar mjög slysum. Af hálfu Vegagerðarinnar hefur verið bent á svokallaða tveir plús einn lausn, sem nú er raunar þegar notuð á hluta Suðurlandsvegar. Sú lausn er ódýrari, en er ekki talin bæta eins miklu við öryggið og tvöföldun vegarins. Auðvitað á að fara þá leið, sem fækkar slysum á Suðurlandsveginum mest. Tvöföldun vegarins er þó ekki aðeins nauðsynleg út frá umferðaröryggis- sjónarmiðum. Það er einfaldlega óþolandi fyrir þann stóra hóp höfuðborg- arbúa, sem ferðast reglulega austur fyrir fjall, á þar sumarbústað eða annað heilsársheimili, að sitja fastir i umferðarteppum um hverja helgi yfir sumarið. Sama má segja um þá, sem búa fyrir austan fjall en sækja vinnu til höfuðborg- arsvæðisins. Þjóðvegakerfið er einfaldlega sprungið og orðið bráðnauðsynlegt að tvöfalda þá hluta þess, þar sem umferðin er mest. í frétt Blaðsins í gær kemur fram að ekki sé ákveðið hvort tvöföldunin verði unnin í einkaframkvæmd eða hvort hið opinbera sjái um verkið. Ekki er heldur ákveðið hvort verkið verði unnið í einum áfanga eða mörgum. Full ástæða er til að kanna hvort einkaaðilar hafi áhuga á að vinna verkið, og þá í einum áfanga. Tryggingafélagið Sjóvá hefur raunar að fyrra bragði haft frumkvæði að slíku, út frá þeim hagsmunum félagsins að fækka umferðarslysum og lækka tjónagreiðslur vegna þeirra. Félagið hefur bent á að með einkaframkvæmd væri hægt að hraða verkinu; ljúka því á fáeinum árum og ríkið myndi síðan eignast veginn á lengri tíma með greiðslu svokallaðra skuggagjalda, sem miðuðust við umferðarþunga. Áhættan af verkinu myndi liggja hjá einkaaðilum og með því að árangurs- tengja greiðslur ríkisins við lækkun slysatíðni, fengju rekendur vegarins hvata til að halda honum í sem allra beztu og öruggustu ástandi. í lok samningstíma myndi ríkið eignast veginn í toppstandi. Einkaframkvæmd hefur verið beitt með góðum árangri við gerð samgöngu- mannvirkja víða í Evrópu. Reynslan af gerð Hvalfjarðarganganna er mjög góð. Af hverju ekki að virkja einkaframtakið í þessari stóru og mikilvægu fram- kvæmd? Benda fréttir síðustu vikna til að Vegagerð ríkisins sé endilega bezt til þess fallin að undirbúa og skipuleggja samgönguframkvæmdir? Ólafur Þ. Stephensen W Íæktu leiðarann a www.mbl.is/pqdcast Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Rífur upp matseldina » Microplane rifjárnin voru þróuð fyrir tré- smiði en fljótt spurðist út að þau henta afar vel til matargerðar. Þau eru frábærtil að rífa meðal annars engifer, múskathnetur og súkku- laði. Rifjárnin fást í mismunandi grófleikum. kokka laugavegi 47 laugavegi 47 opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-16 | www.kokka.is H kokka@kokka.is v LHflPS/fKKjUfi Ein lítil flöktandi húsfluga Krónan, blessunin, hefur núna undanfarið tekið eina af sínum reglubundnu salíbunum með til- heyrandi taugatitringi fyrir alla þá sem gera viðskipti sín í íslenskum krónum. Greyið litla er dálítið eins og húsfluga sem hefur lent í svipti- vindum alþjóðlegra peningamála, flöktir hálfstjórnlaus og má sín lítils í félagsskap við miklu stærri gjald- miðla á ógnarstórum hnattvæddum markaði. Eftir að ísland varð órofa hluti af hinu evrópska hagkerfi hefur komið í ljós að Seðlabankinn við Kalkofnsveg ræður ekkert við ástandið, alveg sama hvað innlendir stýrivextir eru spenntir stíft fyrir vagninn. Það er ekki síst þess vegna sem viðskiptamenn eru nú farnir að renna hýru auga til evrunnar. Bitlaust stjórntæki 1 gær stóð Rannsóknarmiðstöð um samfélags- og efnahagsmál (RSE) fyrir ráðstefnu um alþjóða- væðingu og gjaldmiðla. Meðal ann- ars var rætt hvort heppilegt væri fyrir fsland að skipta krónunni út fyrir einhvern annan gjaldmiðil. Þá koma auðvitað ekki aðrir gjald- miðlar en evran til greina enda eru utanríkisviðskipti fslands að langstærstum hluta gerð i evrum. Ávinningurinn er augljós. Við upptöku evru verður hagkerfið stöðugra, vextir lægri og viðskipta- kostnaður minni. Þá má gera ráð fyrir að viðskipti aukist þegar gengisáhætta minnkar. Helsti ókosturinn er á móti sá að Seðla- banki f slands missir úr eigin hendi ákvörðun um innlenda stýrivexti. En sem sé, reynslan sýnir að stýri- vextir eru orðnir ansi bitlitlir og verðbólgudraugurinn, sá landsins forni fjandi, hlær bara að banka- stjórn Seðlabankans og fer um landið og miðin eins og honum sjálfum sýnist. Evruleiðir Á ráðstefnunni var því meðal annars velt upp hvort Island geti hugsanlega tekið upp evru án þess að ganga í Evrópusambandið. Þessi umræða kemur reglulega fram og gengur í takt við þá áráttu okkar ís- lendinga að taka sem mestan þátt í starfi ESB án þess þó að ganga formlega í sambandið. Það er hins vegar lítil skynsemi í þessari um- ræðu. Evrópusambandið gerir ekki tvíhliða samninga um upptöku evru við fullburða og fullvalda ríki sem standa fyrir utan ESB. íslensk stjórnvöld gætu hins vegar tekið einhliða ákvörðun um að taka upp evru. Hverju ríki er fullkomlega í sjálfsvald sett hvaða gjaldmiðil það notar. íslendingar gætu þess vegna ákveðið að nota fé á fæti sem gjaldmiðil eða ull í mismunandi magni svo ein fjáraf- urð sé nefnd. Það væri þó lítið vit í ákvörðun um einhliða evruvæð- ingu, enda eru það aðeins vanburða örríki og riki sem hefur gjörsam- lega mistekist við eigin efnahags- stjórn sem hafa með einhliða hætti innleitt gjaldmiðil annars ríkis eða myntbandalags sem það á ekki að- ild að. Þetta á til að mynda við um stríðshrjáð ríki í Mið-Ámeríku og á Balkanskaga þar sem stjórnsýsla er í rúst og hagkerfið í molum. Island er ekki svoleiðis ríki. Ennfremur væri þetta óhemjudýr leið. Yfir- völd á íslandi yrðu að byrja á því að kaupa evrur, seðla og mynt, að verðgildi til jafns við þær krónur sem eru í umferð og raunar gott betur til að eiga í varasjóði ef fólk vildi af einhverjum ástæðum taka peninga út af reikningum sínum við slík umskipti. Við fulla aðild að Myntbandalagi Evrópu, að undangenginni aðild að ESB, myndum við hins vegar fá þessar sömu evrur i skiptum fyrir krónurnar okkar á fullu verði. Ef ríki uppfyllir á annað borð skil- yrðin fyrir fullri aðild að Mynt- bandalagi Evrópu er vandséð hvaða hag það hefur af því að taka evruna upp einhliða. Til viðbótar við þann augljósa galla að standa fyrir utan ákvarðanatökukerfi myntbanda- lagsins hefði ísland og íslensku viðskiptabankarnir heldur ekki Seðlabanka Evrópu sem bakhjarl peningamálstefnunnar eins og að- ildarríki EMU hafa. Höfundur er stjórnmálafræðingur KLIPPT 0G SK0RIÐ Vefmiðillinn visir.is greinir frá því í gær að Páll Magnús- son hafi til umráða glæsilega drossíu, Audi Q7, sem kostar rúmlega níu milljónir króna. „Bíl- inn tók hann á rekstrarleigu í apríl á síðasta ári. Eftir að Ríkisútvarp- inu var breytt í hlutafélag yfirtók fyrirtækið skuldbindingar vegna bílsins. í dag greiðir Ríkisútvarpið 202 þúsund krónur á mánuði miðað við tveggja ára rekstrarleigu," segir í fréttinni. Þessi upphæð jafngildir mánaðarlaunum hjá sumum launa- mönnum ríkisins og er heldur meira en t.d. leikskólakennarar fá. Halldór Halldórsson, bæjar- stjóri á Isafirði, var ekki mjög hrifinn af hugmynd- inni um olíuhreins- unarstöð fyrir vestan þegar hún kom fyrst fram. Nú hefur hann skipt um skoðun og segir í grein á bb.is: „Iðnaðarráðherra sagði frá því í fjölmiðlum á dögunum að ríkisstjórn Islands hefði aukið fjárframlag til olíuleitar í íslenskri lögsögu. Einnig að ef olía fyndist yrði það mikil búbót fyrir Island. Ef íslendingar finna olíu þá hljóta þeir að ætla að vinna hana líka. Þá er gott að eiga olíuhreinsunarstöð sem getur tekið við olíunni sem ríkisstjórnin lætur nú leita að.“ Fjarðarpóstur- inn greinir frá því að Hafnfirðingar verði brátt 25 þúsund. Mikil fjölgun hefur verið í bænum undanfarið og eru Hafnfirðingar nú 24.673. Þetta eru þó ekki sannir Gaflarar því þeir einir mega kalla sig því nafni sem eru fæddir í bænum. Engin fæðingardeild er í Hafnarfirði en þau börn sem fæð- ast í heimahúsum mega auðvitað kalla sig Gaflara... elin@bladid.net

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.