blaðið - 24.08.2007, Side 6

blaðið - 24.08.2007, Side 6
6 FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 2007 blaðió Þykjustu- par dæmt Hann fékk sextán mánuði en hún fjórtán í fangelsi Héraðsdómur Reykjaness dæmdi 27 ára gamlan karlmann og nítján ára konu í sextán og fjórtán mánaða fangelsi í gær fyrir að hafa staðið saman að innflutningi á tæplega 1,1 kilói af kókaíni til fslands. Voru burðardýr Stúlkan sagðist fyrir dómi hafa verið beðin um að fara í ferðina af konu að nafni Yvette. Hún hefði komið á heimili hennar kvöldið áður en hún flaug til fslands og þá komist að því að maðurinn myndi ferðast með henni. Áttu þau að lát- ast vera kærustupar. Maðurinn staðfesti þetta og sagði mann að nafni Mario hafa boðið sér 7400 evrur fyrir að flytja fíkniefnin til fslands. Hann hefði séð með- ákærðu á heimili Marios kvöldið áður en þau héldu til íslands. Dómurinn taldi óumdeilt að fólkið hefði verið burðardýr og ekki átt frumkvæði að innflutningnum. Þau hefðu hins vegar sýnt af sér sam- verknað og því hafi ofangreind refs- ing þótt hæfileg. Frá henni dregst gæsluvarðhaldsvist frá 7. apríl síðast- liðnum. þsj Ferjan fokdýr lexía ■ Formaður fjárlaganefndar vonar að Grímseyjarferjumálið leiði af sér jákvæðar breyting- ar á fjárlagagerð ■ Einar Hermannsson mun koma fyrir nefndina á næsta fundi hennar Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@bladid.net Gunnar Svavarsson, formaður fjárlaganefndar, segir að ef hægt sé að nýta Grímseyjarferjumálið til jákvæðra breytinga á fjárlagagerð gæti það verið plús í málinu. Hann segir nefndina ekki ætla að grípa til neinna annarra aðgerða í málinu en að læra af reynslunni. „Við munum auðvitað nota þetta verkefni sem slíkt til að styrkja okkur enn frekar í fjárlaganefnd- inni og við framkvæmd fjárlaga. Við höfum sagt það að fjárlaganefndin vill breyta ýmsu og ef þetta verkefni verður til þess að jákvæðar breyt- ingar verði þá held ég að það gæti verið plús í málinu," segir Gunnar. Fjárlaganefnd fundaði um málið í gær í kjölfar þess að ríkisendurskoð- andi sagði fjármögnun kaupa og endurbóta á skipinu varla standast fjárreiðulög og að kostnaður vegna þessa yrði að minnsta kosti 500 milljónir króna. Fulltrúar Vegagerðarinnar og fjármálaráðuneytisins komu fyrir nefndina í gær til að gera grein fyrir sinni aðkomu að málinu. Gunnar segir þá hafa farið yfir þær heim- ildir í fjárlögum sem þeir töldu sig hafa og hvernig þeir hafi unnið verk- efnið í anda þeirra heimilda. Einar mun koma fyrir nefndina Fjárlaganefnd mun hittast á ný 3. september til að klára umfjöllun sína um málið. Fulltrúar samgöngu- ráðuneytis og Ríkiskaupa munu Fjárlaganefnd Alþingis fundaði um Grímseyjarferju Fulltrúi Vinstri grænna í nefndinni segir Árna Mathiesen upplifa sig þannig „hann ráði og þingið sé einungis til að staðfesta gjörðir hans“. koma fyrir hana á þeim fundi og skýra sína aðkomu að Grímseyjar- ferjumálinu. Þá hefur verið ákveðið að bjóða Einari Hermannssyni skipaverkfræðingi á fundinn, en hann skrifaði nefndarmönnum bréf í vikunni. Þar sagðist hann sitja undir ærusviptingu Kristjáns L. Möller samgönguráðherra í fjöl- miðlum vegna málsins og að hann hefði verið hafður að blóraböggli fyrir meint mistök embættis- og stjórnmálamanna í aðdraganda kaupanna á ferjunni. Ráðherrarnir bera ábyrgðina Jón Bjarnason, fulltrúi Vinstri grænna í fjárlaganefnd, segir þá aðila sem komu fyrir nefndina ein- ungis hafa staðfest það enn frekar GRÍMSEYJARFERJAN ► Ríkisendurskoðun hefur sagt að þær heimildir sem vitnað hefur verið til við fjár- mögnun Grímseyjarferjunn- ar standist ekki fjárreiðulög. ► Stofnunin áætlar að kostn- aður vegna ferjunnar verði að minnsta kosti 500 milljón- ir króna. ► Þegar ríkisstjórnin sam- þykkti kaupin var sagt að heildarkostnaður yrði 150 milljónir króna. að Árni Mathiesen fjármálaráð- herra og Sturla Böðvarsson, fyrrum samgönguráðherra, beri alla ábyrgð á Grímseyjarferjumálinu. „Embætt- ismenn og Vegagerðin framkvæma skipanir ráðherra og þeir verða að svara fyrir það gagnvart nefndum þingsins og inni á Alþingi. Ég á von á því að þetta verði eitt fyrsta málið sem tekið verður fyrir þegar Alþingi kemur aftur saman. Þar verða þeir kallaðir til svara.“ Jón gagnrýnir orð og aðferðir fjármálaráðherra harðlega. „Ég held að fjármálaráðherra upplifi sig þannig að hann ráði og þingið sé einungis til þess að staðfesta gjörðir hans. Það verður að stöðva þessa valdafíkn og yfirgang ráðherranna gagnvart Alþingi. Þessu máli er því ekki lokið og við breytum ekki til batnaðar nema með því að gera upp svona alvarleg mál.“ Tjöldin fundust á Svínafellsjökli Umfangsmikil leit að Þjóðverjunum Leitarmenn fundu í gær tjöld þýsku ferðamannanna ofarlega á Svínafellsjökli. Leit að mönnunum tveimur stendur enn yfir, en slæmt skyggni hefur hamlað leit síðustu tvo daga. Hátt í 90 manns leituðu og fór Fokker-vél Landhelgisgæsl- unnar frá Reykjavík í gær með sérþjálfað björgunarsveitarfólk og sporhund af höfuðborgarsvæðinu. Þá annast sérsveitarmaður frá lög- reglunni vettvangsrannsókn á svæð- inu. Unnið er að skipulagningu um- fangsmikillar leitar um helgina hafi mennirnir ekki fundist fyrir þann tíma. Að sögn Friðfinns Freys Guð- mundssonar hjá Landsstjórn björgunarsveita, hefur veður sett nokkurt strik í reikninginn. „Við reyndum að senda menn eins langt upp og hægt var. Þeir hafa væntan- lega stoppað í 1600 metra hæð þar sem skyggni er slæmt og veður er að versna á leitarsvæðinu." Leitinni er nú einkum beint að svæðinu þar sem tjöldin fundust og í áttina upp að Hvannadalshnjúk. Friðfinnur segir aðstæður þar erf- iðar og svæðið hættulegt yfirferðar. ,Þar sem tjöldin eru er bara jökulurð sem fellur niður í sjálfan jökulinn. Þar eru djúpar sprungur og svelgir sem myndast oft í jöklum á þessum árstíma vegna leysingavatns. Það leynast þarna hættur um allt.“ Friðfinnur segir að búnaður í tjaldinu gefi til kynna að þarna séu vanir menn á ferð. „Okkar tilfinning er sú að þeir hafi stefnt á hnjúkinn en leiðin er óvenjuleg á þessum árs- tíma. Við höfum upplýsingar um að þetta séu menn sem vilja krefjandi verkefni og því er ekki ósennilegt að þeir hafi valið þessa leið vegna þess.“ Við leitina eru notaðir víðavangs- hundar sem og einn sporhundur. Friðfinnur segir þó að ekki séu gerðar miklar væntingar til þeirra í leit sem þessari. „Það er líklegt að langt sé um liðið síðan þeir voru í tjaldinu.“ magnus@bladid.net

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.