blaðið - 24.08.2007, Page 19
blaöið
FOSTUDAGUR 24. AGUST 2007
27
Gæsaveiðin er byrjuð
Margir á leið í skotveiðar
V*■ 'x. Nóg af gæs Veiðimenn
munu nota helgina til að
xv fara á gæsaskyttirí.
■V ^ v
Gæsaveiðitíminn er byrjaður
og veiðimenn eru farnir af stað
en margir ætla til veiða núna um
helgina. Mikið var af gæs í Norður-
árdalnum í vikunni og heilu hóp-
arnir á flugi yfir Fornahvammi í
Norðurárdal.
Blaðamaður hitti gæsaveiðimenn
í Miðfirðinum en þeir sögðust ekki
hafa hitt marga veiðimenn en höfðu
heyrt að margir ætluðu að fara um
helgina.
„Eg held að þessir hörðustu hafi
farið fyrstu dagana,” sögðu veiði-
mennirnir og létu sig síðan hverfa
ofan í skurð við Miðfjarðará. Blaða-
maður lét sig þá hverfa líka.
Eitthvað hefur fengist af fugli
fyrstu dagana en hann heldur mikið
til uppi á fjöllum í berjum, þar sem
nóg er af þeim.
Það verður gaman að sjá hvað
fæst um helgina. Margir eru farnir
að huga að veiði og líklegt að margir
láti verða af því um helgina.
„Við erum að koma okkur fyrir
hérna í Þykkvabænum. Það verður
gaman að sjá hvernig gengur,’
sögðu veiðimenn sem Blaðið ræddi
við í gær.
Elliðaámar
Laxinn dyntóttur
Laxinn var dyntóttur við Elliða-
árnar í vikunni. Blaðamaður verður
vitni að því þegar veiðimaður kastar
flugunni á Höfuðhylinn í Elliða-
ánum en fiskurinn tekur illa, laxinn
stekkur en tekur lítið. Það er kastað
grimmt á hylinn og skipt um flugu,
fiskurinn er alls ekki í tökustuði.
Blaðamaður heldur áfram göngu
meðfram ánni og heldur á aðrar
slóðir.
Veiðifélagarnir færa sig neðar i
ánni og eru komnir niður undir sjó.
Nýir laxar eru að ganga á hverju
flóði og það er flóð núna, laxinn er
mættur.
Nýr lax stekkur á Breiðunni og
það er kastað á hann en hann fæst
ekki til að taka almennilega.
„Þetta var ótrúlegt, fiskurinn rauk
á fluguna hvað eftir annað en náði
ekki að festast, þrátt fyrir að þetta
væri glænýr fiskur,” sagði Sigurdór
Sigurdórsson blaðamaður þar sem
hann var að veiða við Breiðuna og
hélt áfram að kasta, fiskurinn tók
fluguna aftur hjá honum en sleppti
henni aftur.
í allri ánni var fiskurinn ekki
i neinu tökustuði. Fyrir hádegi
þennan dag veiddust alls sjö laxar,
eftir hádegi veiddist enginn.
Loksins fór að rigna
Hjaltadalsá orðin
að stórfljóti
„Það er allt annað að sjá veiði-
árnar núna eftir að það tók að
rigna verulega en flestar voru
orðnar rnjög þurrar. Við hættum
veiðum, áin er orðin að stórfljóti
og ekki hægt að veiða lengur. Það
veiddist einn lax,” sagði Ása Ólafs-
dóttir sem var meðal veiðimanna
í Hjaltadalsá í Skagafirði í gær-
kveldi í miklum vatnavöxtum.
„Um leið og byrjaði að rigna fóru
300 laxar um Glanna í Norðurá í
Borgarfirði, svo það fer eitthvað
að gerast þar um leið og hann
rignir," sagði Bjarni Júlíusson, for-
maður Stangaveiðifélags Reykja-
víkur, við Blaðið en aðeins á eftir
að veiða í Norðurá í 10 daga. Áin
hefur gefið 880 laxa og gæti farið
HJALTADALSÁ
Hjaltadalsá er í norðanverð-
um Skagafirði, í nágrenni
við Hofsós
Áin er gjöful sjóbleikjuá
en einnig veiðist þar lax
Veiðitímabil er frá 20. júní
til 30. september
il’ Veiðihús fylgir veiðileyfi
í 1000 laxa.
Veiðimenn reyndu að finna lax
í Leirvogsá en áin var orðin að
stórfljóti og erfitt að finna fiskinn
í henni. Næstu daga gæti orðið
veisla í henni, mokveiði.
Góð laun í boði fyrir duglegt fólk - Laun árangurstengd
Blaöiö óskar eftir duglegum, metnaöarfullum og kraftmiklum
sölumönnum til starfa á auglýsingadeild Blaðsins sem fyrst. Viö
leitum að fólki með frumkvæði, ódrepandi áhuga, vilja og getu til
að vinna í krefjandi og erilsömu umhverfi og hressleikann að
leiðarljósi.
v.
H [.'!■!f.BB y
Umsóknir sendist á steini@bladid.net