blaðið - 24.08.2007, Blaðsíða 17

blaðið - 24.08.2007, Blaðsíða 17
blaðið FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 2007 25 Árlegur útimarkaður íbúa í Laugardal Markaösstemning við Langholtsskóla íbúar í hverfum við Laugar- dal efna til árlegs útimarkaðar í dalnum á laugardag þar sem alls kyns kompudót verður til sölu, föt og húsgögn en einnig handverks- munir, nýtt grænmeti og heimagerð matvæli. Þá munu harmóníkuleik- arar leika fyrir gesti og gangandi auk þess sem annað hæfileikafólk lætur án efa ljós sitt skína. Markaðurinn er nú haldinn í fimmta sinn og segir Sigríður Ól- afsdóttir, einn aðstandenda hans, að hann hafi mikið gildi fyrir sam- kennd íbúanna. Hún leggur um leið áherslu á að allir séu velkomnir. .Stundum hringir fólk og spyr hvort markaðurinn sé nokkuð lokaður þeim sem eru utan hverfisins og svo er alls ekki,“ segir hún. Útimarkaðurinn verður að þessu sinni haldinn á túninu fyrir neðan Langholtsskóla en hann hefur verið á ýmsum stöðum í gegnum tíðina. „Það hefur verið markmið hjá okkur að flakka á milli staða og vekja athygli á ýmsum blettum, túnum og torgum sem eru kannski fólki gleymd en er hægt að nýta heil- mikið,“ segir Sigríður. Staðarvalið er að þessu sinni engin tilviljun. „Það hefur staðið yfir mikil barátta í vetur um ein- mitt þennan blett og hann er hverfis- búum mjög hugleikinn þó að hann sé bara tún. Við stóðum í stappi við borgaryfirvöld í vetur sem ætluðu að byggja þarna, malbika og múra yfir túnið. Það er reyndar ekki séð fyrir endann á þeirri baráttu enn þá,“ segir Sigríður og bætir við að nú séu borgaryfirvöld búin að seilast inn á blettinn við hliðina á þessum í staðinn. „Þessir blettir hafa gildi þó að það sé ekki eitthvað rúllandi á þeim alla daga og fólki þykir vænt um þá,“ segir hún. Markaðurinn stendur frá kl. 12-16 laugardaginn 25. ágúst. Tónlistarveisla í Vatnsmýri Tónlist verður gert hátt undir höfði á norrænu menningar- hátíðinni Reyfi um helgina. Þrír ólíkir tónlistarmenn koma fram á hátíðinni í Norræna húsinu í kvöld. Fyrst stígur Ólöf Arnalds á svið kl. 19:30. Budam frá Færeyjum flytur leikræna túlkun sína á poppi ásamt hljómsveit sinni kl. 21 og síðastur á svið er Jens Lekman frá Gautaborg sem sló í gegn á Iceland Airwaves í fyrra. Annað kvöld hefst dagskráin kl. 20 með tónleikum Elínar Eyþórs- dóttur, söngkonu og gítarleikara, en klukkustund síðar er röðin komin að meistara Megasi. Miná Rakastan Sinua EIvis slær botninn í dag- skrána, en það er hljómsveitarverkefni Diddu Jónsdóttur og félaga. Andrea Gylfadóttir og Tríó Björns Thoroddsens kynna íslenska tónlist af geisladiskunum Vorvindum og Vorvísum á sunnudag kl. 21. Þegar þau hafa lokið sér af kemur söngvaskáldið KK fram ásamt hljómsveit og lýkur þar með þessari þriggja kvölda tónlistarveislu. Aðgangseyrir er 1700 kr. fyrir hvert kvöld. Sandgerðisdagar íbúar í Sandgerði halda bæjarhá- tíðina Sandgerðisdaga um helg- ina og verður fjölbreytt dagskrá í boði fyrir alla fjölskylduna. Efnt verður til alls kyns við- burða í öllum bænum af þessu tilefni, svo sem dorgveiðikeppni, gönguferða, götuleikhúss og myndlistarsýningar. Félagar í Fornbílaklúbbi Suðurnesja og Bif- hjólaklúbbnum Erni kíkja í heim- sókn og börn fá að reyna með sér í hæfileikakeppni. Skoppa og Skrítla og færeyska X-factor- stjarnan Jógvan koma fram sem og félagar í Þjóðdansafélaginu og Harmonikkufélaginu. Jógvan gleður íbúa Sandgerðis með nærveru sinni um helgina. Dagskrána í heild sinni má nálg- ast á heimasíðu Sandgerðisbæjar, sandgerdi.is. Pro Quip Silk Touch Ryder Cup regngallinn Besti gallinn skv. Todays Golfer. Jakki og buxur aðeins 7.900 enruimMrriráfslútttirj Clicgear kerra Þriggja hjóla verðlaunakerra Aðeins kr. 19.900 Rafmagnsgolfkerra Powerhouse Freedom 28 AH geymir kr. 37.900 Fjarstýrð kr. 45.900 LYNX Black Cat járnasett Með þyngdarstillingu á haus, frá kr. 34.900 Barna- og unglingagolfsett í poka verð frá kr. 9.900 Pútter, kylfa og kúlur kr. 3.900 H0WS0N Attacker Rescue 210 Margverðlaunaður hálfviti. Herra og dömu, verð aðeins kr. 3.920 HIPP0 HEX driver Verðlauna driverinn Carbon - titanal haus, með nýja laginu. Gefur beinni og lengri högg. Verð aðeins kr. 13.900 Ármúla 40 • 2. hæð • Sími 553 9800 Golfboltar-afsláttur af heilum kössum HIPP0 Wedge frá kr. 2.900 Golfpokar frá kr. 2.900 Heil golfsett frá kr. 19.900 V2 golfsett i poka kr. 9.900 Golfskór 30 - 60% afsláttur 'V. O niíl upio laugarda 11 tiMG V

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.