blaðið - 24.08.2007, Blaðsíða 8

blaðið - 24.08.2007, Blaðsíða 8
FRETTIR FÖSTUDAGUR 24. AGÚST 2007 blaðið Brasilía 25 fangar brunnu inni Að minnsta kosti 25 fangar létust í bruna í Ponte Nova- fangelsinu í brasilíska ríkinu Minas Gerais í gærmorgun. Hópur fanga réðst úr einni álmunni yfir í aðra þar sem þeir umkringdu fangana og kveiktu í dýnum þeirra í einum fangaklefanum. Að sögn lögreglu tengist bruninn uppgjöri tveggja glæpagengja sem bæði eiga meðlimi innan veggja fangelsisins. Aðstæður fanga í Brasilíu eru mjög slæmar en fangelsin eru flest yfirfull. Þannig afplána 175 fangar dóma sína í Ponte Nova-fangelsinu, sem er ætlað 87 mönnum. aí STUTT • Mannfall Rúmlega tuttugu manns létust og fimm konum var rænt í árás grunaðra liðs- manna hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda á hverfi súnní-múslíma í íraska bænum Kanaan í gær. • Facebook Carl Bildt, utan- ríkisráðherra Svíþjóðar, hefur komið sér upp sínu eigin svæði á vefsíðunni Facebook. Ráð- herrann nýtir ýmsa þá mögu- leika sem Netið hefur upp á að bjóða, því hann er einnig með bloggsíðu og sendir vikulega út fréttabréf. Vara við hættu á heimsfaraldri B Fjölgun flugfarþega eykur líkur á faraldri smitsjúkdóma H Þörf á góðu alþjóðasamstarfi Eftir Atla ísleifsson atlii@bladid.net Smitsjúkdómar berast nú hraðar um heiminn en nokkru sinni fyrr og sífellt erfiðara verður að vinna gegn útbreiðslu þeirra, samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóðaheilbrigðisstofnun- arinnar, WHO. Stofnunin hvetur ríki heims til að auka samstarf sín á milli til að auðvelda baráttuna gegn útbreiðslu smitsjúkdóma. Verði það ekki gert gæti það haft hörmungar í för með sér og haft geigvænleg áhrif á hagkerfi heimsins ásamt öryggi jarðarbúa. Haraldur Briem sóttvarnalæknir segir bestu vörnina gegn útbeiðslu smitsjúkdóma vera öflugt alþjóð- legt samstarf og gott vöktunarkerfi. „Það er nauðsynlegt að vöktunar- kerfin virki vel og að upplýsingar berist greiðlega ef eitthvað kemur upp á. Ef menn finna fyrir því að eitthvað sé að fara af stað, þá er hugsanlega hægt að kæfa slíka far- aldra í fæðingu með því að setja alla á veirulyf sem hafa verið í kringum eitthvert tilfelli." Nýir sjúkdómar Stofnunin telur að sífelld fjölgun flugfarþega auki hættuna á öðrum heimsfaraldri á borð við alnæmi, bráðalungnabólgu eða ebóla. I skýrslu WHO, sem ber nafnið B Hætta á heimsfaraldri Hundruð I manna létust vegna útbreiðslu bráða- I ■ lungnabólgu í Asíu árið 2003. „Öruggari framtíð“, segir að áður óþekktir sjúkdómar greinist nú á hverju ári. I skýrslunni hvetur WHO ríkis- stjórnir heims til að vera opinskáar um þá sjúkdóma sem greinast í heimalandi þeirra. Stofnunin fréttir enn af um helmingi tilfella í gegnum fjölmiðla. Á vef BBC segir að heilbrigðisyfirvöld í Indónesíu neiti að afhenda WHO sýni af H5N1- afbrigði fuglaflensu af ótta við að vestræn ríki framleiði bóluefni sem yrði of dýrt fyrir indónesískan al- menning. Heilbrigðisyfirvöld í Kína byrjuðu fyrst að senda WHO sýni sín í júní síðastliðnum. Tryggja lyfjabirgðir Sérstök áhersla er lögð á að ríki heims taki upp endurskoð- aða alþjóðaheilbrigðisreglugerð um hvernig eigi að bregðast við faröldrum sem ógna mönnum á heimsvísu. Að sögn Haralds hafa Islendingar þegar gert það með breytingum á sóttvarnalögum síð- asta vor. „Hér heima höfum við fylgt ráð- leggingum WHO um viðbúnað við heimsfaröldrum. Þá höfum við verið að tryggja ákveðnar lyfja- birgðir og samninga um kaup á bólu- efnum og hlífðarbúnaði. Auk þess erum við að vinna með almanna- varnadeild ríkislögreglustjóra að áætlun um hvernig við myndum bregðast við hér innanlands ef eitt- hvað kæmi upp á. Þá mætti búast við alls kyns aðgerðum á borð við lokun skóla, samkomubann og hugs- anlega lokun landsvæða." NÝ SKÝRSLA WHO ► Frá árinu 1970 hafa greinst einn eða fleiri áður óþekkt- ir sjúkdómar á ári hverju. Meðal þeirra eru ebóla, fuglaflensa, bráðalungna- bólga og Marburg-veirusjúk- dómur. ► Rúmlega 1,5 milljarðar manna gætu smitast í heimsfaraldri, eða um fjórð- ungur jarðarbúa. ► Útbreiðsla kóleru og gulu jókst á síðasta fjórðungi síðustu aldar. HVAÐ VANTAR UPP Á? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á bladid@bladid.net Bretland Ellefu ára drengur myrtur Lögregla í Bretlandi hefur tvo tán- inga í haldi grunaða um að skjóta ellefu ára gamlan dreng til bana fyrir utan veitingastað í úthverfi Liverpool-borgar á miðvikudags- kvöldið. Sjónarvottur segir að ung- lingur með hettu hafi hjólað fram- hjá drengnum á BMX-hjóli og skotið þrívegis úr byssu, en eitt skotanna hitti drenginn í hálsinn. Lögregla hefur beðið breskan almenning um aðstoð í málinu, þar sem enn liggur ekki fyrir með vissu hver framdi morðið. Á fréttavef BBC segir að von sé á fleiri handtökum vegna málsins. Þeir sem nú eru í haldi lögreglu eru fjórtán og átján ára gamlir. Drengurinn, Rhys Jones, var á Ieið heim til sín eftir að hafa spilað fót- boltaleik ásamt tveimur félögum sínum þegar hann var skotinn á bílastæðaplani veitingastaðarins Fir Tree í úthverfinu Croxteth. aí Má fara til Pakistans Hæstiréttur í Pakistan hefur ákveðið að fyrrum forsætisráð- herrann, Nawaz Sharif, geti snúið heim úr útlegð. Sharif segist ætla að fara bráðlega til Pakistans og leiða stjórnarandstöðuna í komandi kosningum. Herstjórn Musharrafs forseta steypti Sharif af stóli árið 1999. aí Óánægja með reykjandi Jesú Kröfur eru nú uppi um að mala- sísk stjórnvöld loki dagblaði sem birti myndir af Jesú. Myndirnar sýna Krist með sígarettu og bjór- dós. Krefjast minnihlutahópar i Malasíu að stjórnvöld sýni sömu viðbrögð og þegar tvö blöð birtu umdeildar skopmyndir af Mú- hameð spámanni. mbl.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.