blaðið - 28.08.2007, Síða 2

blaðið - 28.08.2007, Síða 2
2 FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2007 blaðið Reynir veröur ritstjóri DV Reynir Traustasott hpfar v^ið ráðinn ritstjóri DV við hli^ Sigurjóns M. Egilssonar. Reynir hefur störf hjá blaðinu þann í. september næstkomandi og mun þá láta af störfum sem ritstjóri Mannlífs. Hann starfaði hjá DV sem blaðamaður og fréttastjóri til ársins 2002. Reynir tók aftur við starfi fréttastjóra DV í mars- mánuði 2004, en hætti störfumT árslok sama ár. Vilja upplýsingar um horfin tré Kópavogsbær hefur sent Reykjavíkurborg erindi þar sem óskað er upplýsinga um eignarhald á þeim trjám sem sérstök matsnefnd telur að hafi verið fjarlægð úr Heiðmörk vegna vatnsveituframkvæmda þar í vetur. Skógræktarfélag Reykjavíkur krafði Kópavogsbæ um 38 milljóna króna bætur vegna trjáa sem glötuðust vegna vatnsveituframkvæmd- anna. Miðast krafan við 1000 tré. Dómari úrskurðar Mál Jóns Péturssonar var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, en hann hefur tvívegis verið dæmdur fyrir nauðganir, líkams- árásir og frelsissviptingu. Hann hefur farið fram á að máli hans verði áfrýjað til Hæstaréttar. Sveinn Andri Sveinsson, iögmaður Jóns, hefur lagt fram beiðni um dómkvaðningu matsmanns til að meta sakhæfi hans. Dómari mun úr- skurða um beiðnina í byrjun september. mge mbl.is í september Fjórir sóttu um Fjórir hafa sótt um Grindavíkur- prestakall sem auglýst var laust til umsóknar í júlí. Umsækj- endur eru séra Arnaldur Bárð- arson, séra Elínborg Gísladóttir, séra Hans Markús Hafsteinsson og Þórður Guðmundsson guð- : ræðingur. Kirkjumálaráðherra skipar í embættið til fimm ára að fenginni umsögn val- nefndar, en embættið veitist frá 1. september. aí STUTT • Edikssýra Slökkvilið höfuð- borgarsvæðisins var kallað að starfsstöð Eimskips í Sundahöfn í gærmorgun eftir að edikssýra hafði lekið úr keri sem var í gámi á svæðinu. Að sögn SHS sakaði engan. • Eidur Slökkvilið höfuðborgar- svæðisins var kallað að útivistar- svæðinu í Hellisgerði í Hafnar- firði í gær eftir að tilkynning barst um eld í gróðri. Að sögn varðstjóra var um minniháttar eld að ræða. • Hraðakstur Sautján ára piltur var tekinn fyrir hraðakstur á Vesturlandsvegi á laugardag og í kjölfarið sviptur ökuleyfi til bráðabirgða. Bíll piltsins mældist á 158 kílómetra hraða en á þessum hluta vegarins er 80 kílómetra há- markshraði. Með honum í bílnum voru þrjú önnur ungmenni á svipuðum aldri. • Umferðarslys Þýskir feðgar sluppu án teljandi meiðsla þegar bíll þeirra valt út fyrir veg á milli Miðfelis og Grafarlandaár, en þeir voru á leið upp að Öskju. Ökumaður virðist hafa misst stjórn á bifreiðinni í lausamöl, en bifreiðin er talin ónýt. ^qrænmeti sérmerkt þér! Deilt um matsbeiðnir í olíusamráðsmálinu „Réttarfarslegur subbuskapur" Málflutningur hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær í máli olíufélaganna gegn Samkeppniseftirlitinu og ís- lenska ríkinu. Olíufélögin, Ker, Skeljungur og Olís, krefj- ast þess að ógiltur verði úrskurður samkeppnisyfirvalda, en þau voru dæmd til samtals 1,5 milljarða króna sektar vegna umfangsmikils samráðs á árunum 1993 til 2001. Lögmenn olíufélaganna fóru fram á í gær að beiðni sam- keppnisyfirvalda um dómkvaðningu matsmanna og yf- irmatsmanna verði hafnað. Dómari kveður upp úrskurð sinn á næstu vikum. Lögmaður Kers, Jóhanna Birgisdóttir, hélt því fram að yfirmatsbeiðnin sem samkeppnisyfirvöld lögðu fram væri í hróplegu ósamræmi við reglur einkamálaréttar. Á henni væru svo miklir annmarkar að dómari gæti ekki annað en útilokað hana. Tók hún svo hart til orða að kalla yfirmatsbeiðni samkeppnisyfirvalda réttarfars- legan subbuskap sem settur væri fram sem taugaveiklun- arviðbrögð gegn mun betri matsbeiðni olíufélaganna. Olíumálið Lögmenn olíufélaganna ganga inn í dómsal í Hér- aðsdómi Reykjavíkur ígær. Heimir Örn Herbertsson, lögmaður verjenda, sagði yf- irmatsbeiðnina uppfylla allar kröfur og fráleitt væri að stefnendur stjórnuðu því hvernig spurningum í henni væri háttað. Hann mótmælti jafnframt málflutningi lög- manna olíufélaganna sem hann sagði hafa einkennst af Stóryrðaflaumi. magnus@bladid.net Biðja um þvagsýni ■ Skyndikannanir hjá Bechtel til að tryggja að vinnustaðurinn sé vímuefnalaus ■ Ahöld til fíkniefnaneyslu finnast hjá Norðuráli Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net Yfirmenn Alcoa Fjarðaáls hyggj- ast ekki taka upp reglubundnar skyndikannanir eða lífsýnatöku eins og starfsmenn álversins geta nú þurft að gangast undir eins og allir aðrir sem koma inn á bygginga- svæði Bechtels á Reyðarfirði. Þegar Bechtel lýkur byggingu álversins um áramótin ætlar Alcoa Fjarðaál hins vegar að áskilja sér rétt til að fylgja því eftir að starfsmenn séu ekki undir áhrifum áfengis- og vímuefna. Hjá Norðuráli á Grundar- tanga íhuga menn hvernig tryggja eigi öryggi á vinnustaðnum en þar hafa fundist áhöld til fíkniefna- neyslu, nú síðast í liðinni viku. Fundu hasspípu Samkvæmt heimildum Blaðsins var það í fjórða sinn á árinu sem hass- pípa fannst í kerskála. „Sem betur fer er mjög sjaldgæft að slíkt finn- ist,“ segir Agúst Hafberg hjá Norður- áli sem vill þó ekki staðfesta að um fjórða hasspípufundinn á þessu ári hafi verið að ræða. „Við héldum öryggisfund með starfs- mönnum og þeir voru beðnir um að vera á verði. Það er ekki hægt að hafa svona inni á vinnustað þar sem gríð- arlegt öryggi þarf að vera. í þetta sinn var um að ræða kókflösku sem grun- semdir vöknuðu um að hefði verið notuð til annars en bara til að drekka kók úr,“ greinir Ágúst frá. Hann leggur áherslu á að verði skyndikann- anir af einhverju tagi teknar upp þurfi að tryggja að fyllstu vandvirkni verði gætt og að upplýsingarnar verði ekki notaðar á rangan hátt. ÖRYGGI í ÁLIÐNAÐI ► Mikil áhersla er lögð á öryggismál í álverum, enda er þar unnið með bráðinn málm og hafa orðið alvarleg slys. ► Vinnuslysum í elsta ál- verinu hér á landi, Alcan í Straumsvík, hefur fækkað verulega á seinni árum. Afhenda þvagsýni Allir sem koma inn á bygginga- svæði Bechtels á Reyðarfirði, gestir jafnt sem starfsmenn og verktakar, geta átt von á að vera beðnir um að blása í blöðru eða afhenda þvag- sýni en nú eru teknar um 10 til 20 stikkprufur á dag. Reynist einhver undir áhrifum fær hann ekki að- gang að svæðinu og heldur ekki ef viðkomandi neitar að gangast undir skyndikönnunina sem hjúkrunar- fólk framkvæmir. „Við tilkynntum Persónuvernd um þessa könnun og fengum enga athugasemd eftir að hafa fært rök fyrir henni. Við skilgreinum þetta sem hættusvæði og í ljósi þess teljum við nauðsyn á því að menn séu allsgáðir þegar þeir fara inn á svæðið,“ segir Björn S. Lárusson, samskiptastjóri hjá Bechtel. Hann segir áhöld til fíkniefnaneyslu aldrei hafa fundist á svæðinu eða í búðum starfsmanna. Halldór Halldórsson, öryggis- stjóri hjá Alcan, segir engar skyndi- kannanir gerðar í álverinu í Straums- vík. „Það er hins vegar tekið fram í ráðningarsamningi að við áskiljum okkur rétt til að gera könnun hjá einstaklingi komi upp staðfestur grunur um að hann hafi neytt áfengis eða annarra vímuefna." Að sögn Halldórs hafa aldrei fundist tæki til neyslu í álverinu. Hilmar Sigurbjörnsson, upplýs- ingafulltrúi hjá Alcoa, segir fyr- irtækið munu áskilja sér rétt til að fylgja eftir ákvæði í ráðningar- samningi um að vinnustaðurinn eigi að vera vímuefnalaus. „En þetta verður ekki strangara eða frábrugðnara því sem er í hinum álverunum." VEÐRIÐ í DAG Rigning vestast Hægt vaxandi suðvestanátt og þykknar upp vestantil. 5-10 m/s og súld eða rigning vest- ast síðdegis. Hiti 10 til 18 stig að deginum, en víða 1 til 7 stig í nótt. VÍÐA UM HEIM Algarve Amsterdam Ankara Barcelona Berlín Chicago Dublin Frankfurt Glasgow ÁMORGUN Dregur úr úrkomu Vestan 5-10 m/s sunnanlands, en norð- austan 3-8 fyrir norðan. Rigning eða súld víðast hvar, en úrkomulítið suðaustanlands. Dregur úr úrkomu síðdegis. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast á Suðausturlandi, en svalast við norðurströndina. Hveragerði Gekk í gegn- um varðeld Ungur maður fékk brunasár á laugardagskvöld þegar hann gekk í gegnum varðeld sem kveiktur var í tengslum við hátíðina Blómstrandi daga í Hveragerði. Maðurinn fékk annars stigs brunasár á fótum og hafa sjúkraflutningamenn eftir honum, að athæfið hafi verið mjög heimskulegt eftir á að hyggja. mbi.ís Leiðrétt Ritstjóm Blaðsins vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jalnaði á síðu 2. Halifax 22 Hamborg 15 Helsinki 16 Kaupmannahöfn 17 London 20 Madrid 38 Mílanó 30 Montreal 16 Miinchen 22 New York 23 Nuuk 9 Orlando 25 Osló 11 Palma 25 París 21 Prag 19 Stokkhólmur 16 Þórshöfn 11 25 19 28 30 18 32 17 22 15

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.