blaðið


blaðið - 28.08.2007, Qupperneq 16

blaðið - 28.08.2007, Qupperneq 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2007 blaöiö LÍFSSTÍLL HEILSA heilsa@bladid.net Þeir eru oft kallaðir „þægu krakkarnir" sem sitja mikið og lesa eða eru í tölvunni. Maður heyrir ekki mikið í þeim en þetta eru oft krakkarnir sem þurfa hvað mesta hvatningu og stuðning til þess að fara út að hreyfa sig. Hollusta bláberja Nú er runninn upp sá tími ársins þegar margir halda út fyrir bæj- armörkin í bláberjaleit og koma oftar en ekki til baka með dósir og krukkur fullar af nýtíndum berjum. Bláberin eru ekki aðeins bragðgóð heldur einnig meinholl og full af trefjum og C-vítam- íni. Nýleg bandarísk rannsókn bendir meira að segja til þess að efnið sem gefur berjunum dökka litinn kunni að vera gagnlegt í baráttunni gegn krabbameini. Líkt og með önnur matvæli getur næringargildi þeirra breyst við meðhöndlun og næringarefni tapast við suðu, til dæmis ef þau eru notuð í sultur, saft eða grauta. Vilji menn því fá sem mesta holl- ustu úr berjunum bláu er best að gæða sér á þeim eins og þau koma aflynginu. Fólat á meðgöngu Fólat er nauðsynlegt fyrir fólk á öllum aldri en þó sérstaklega konur á barneignaraldri. Rann- sóknir hafa sýnt fram á tengsl lít- illar inntöku fólats fyrir þungun og á fyrstu vikum meðgöngu og hættu á alvarlegum skaða í mið- taugakerfi fóstursins. Dagleg inntaka fólats í fjórar vikur fyrir þungun og á fyrstu tólf vikum meðgöngu dregur úr líkum á alvarlegum skaða í mið- taugakerfi fósturs um meira en helming. Hér á landi greinast ár- lega um sex tilvik alvarlegs skaða í miðtaugakerfi fósturs. Nýverið kom út fræðslubækling- urinn Fólat - fyrir konur sem geta orðið barnshafandi þar sem fjallað er um mikilvægi efnisins fyrir konur á barneignaraldri. Lýðheilsustöð, landlæknisemb- ættið og Miðstöð mæðraverndar standa að útgáfu bæklingsins en efni hans er byggt á eldri bæk- lingi um sama efni, auk þess sem nýjar upplýsingar koma þar fram. Hreyfing er mikilvæg fyrir böm á öllum aldri Hreyfa sig minna með aldrinum Börn hreyfa sig minna með aldrinum. Foreldrar þurfa að finna út í samráði við börnin hvaða hreyfing hentar þeim. Eftir Einar Örn Jónsson einar.jonsson@bladid.net Foreldrar þurfa ekki síður að fylgjast vel með hreyfingu og hreyf- ingarleysi unglinga en yngri barna enda hefur sýnt sig að börn hreyfa sig minna eftir því sem þau verða eldri. Stór hluti þeirra nær ekki ráðlagðri hreyfingu að sögn Gígju Gunnarsdóttur, verkefnisstjóra hjá Lýðheilsustöð. „Það sem skiptir máli er að vera vak- andi, sama á hvaða aldri krakkarnir eru, og hvetja þá til að velja hreyfingu fremur en hreyfingarleysi. Börnum er kannski eðlislægra að vera virk þegar þau eru yngri en ef þú átt ung- ling þarftu að fylgjast með honum og hjálpa honum að meta hvort hann hreyfi sig nóg,“ segir Gígja. Samkeppni um tímann Ýmsir þættir valda því að það dregur úr hreyfingu barna með hækkandi aldri að sögn Gígju. „Það verður svo mikil samkeppni um tím- ann eftir því sem þau verða eldri. Þá fara þau jafnvel að detta út úr skipu- lögðu íþróttastarfi og dagleg hreyf- ing snarminnkar með aldrinum. Svo eru alltaf gerðar meiri og meiri kröfur til þeirra, meðal annars í skól- anum sem krefst æ meiri hluta af tíma þeirra,“ segir hún. Jafnvel klæðaburður og tíska getur staðið í vegi fyrir hreyfingu hjá þessum aldurshópi að sögn Gígju. „Það geta verið svo miklar tísku- sveiflur í klæðnaði hér á Islandi þar sem er allra veðra von. Ef þau eru í óþægilegum skóm og þunnum jakka í kulda þá eru þau ekki eins líkleg til þess að fara út í frímínútur eða ganga til og frá skóla. Þetta er minna mál hjá yngri krökkunum en eftir því sem þau verða eldri fer þetta að skipta meira máli. Það getur orðið hindrun," segir Gígja. Þægu börnin þurfa hvatningu Börn hafa mismikinn áhuga á að hreyfa sig og á meðan sum eru nánast óstöðvandi eru önnur sem kjósa helst að halda sig innandyra og hreyfa sig sem minnst. „Þeir eru oft kallaðir „þægu krakkarnir" sem sitja mikið og lesa eða eru í tölvunni. Maður heyrir ekki mikið í þeim en þetta eru oft krakkarnir sem þurfa hvað mesta hvatningu og stuðning HREYFING Böm hafa meiri hreyfiþörf en fullorðnir. Börn og ung- lingar ættu að stunda rösk- lega hreyfingu í að minnsta kosti 30 mínútur daglega en fullorðnir í 60 mínútur að lágmarki. Upplagt er fyrir fjölskylduna að stunda hreyfingu saman, til dæmis með þvi að fara í göngu- eða hjólaferðir. Regluleg hreyfing eykur lífsgæði fólks og dregur úr líkum á að það fái ýmsa alvarlega sjúkdóma. til þess að fara út að hreyfa sig,“ segir Gígja sem telur að alltaf sé hægt að finna einhverja hreyfingu sem þau hafi áhuga á. „Foreldrar þurfa að hlusta á krakkana og spyrja þá hvað þá langi til að gera. Það getur verið svo einstaklingsbundið hvað krökkum finnst skemmtilegt. Það er náttúrlega miklu meira í boði núna en var og því ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, hvort sem það eru frjálsir leikir og útivera eða einhvers konar skipulagt íþrótta- og tómstundastarf,“ segir Gígja og hvetur foreldra einnig til að stunda hreyfingu með börnunum þegar þess er kostur. Hún bendir enn fremur á að hreyf- ing skipti máli fyrir félagsþroska barnanna. „Það er svo mikilvægt að þau eigi samskipti við raunverulega vini en ekki aðeins í gegnum skjá- inn. Það er þekkt að vel skipulagt tómstundastarf hjálpar börnum til að þroskast félagslega auk þess að styrkja þau líkamlega og andlega,“ segir hún. Dagleg hreyfing mikilvæg Gígja bendir enn fremur á að hreyf- ing barna í daglegu lífi þeirra hafi einnig heilmikið gildi. Það eitt að ganga til og frá skóla eða leika sér úti skiptir máli í því sambandi. Þó að draga kunni úr hreyfingu eftir að skólastarf hefst bjóði haustið og vet- urinn einnig upp á nýja möguleika til hreyfingar. „Það er hætt við að það dragi úr þessum frjálsu leikjum utandyra af þvi að það eru ýmsar hindranir sem fylgja vetrinum. Það verður til dæmis dimmara og kald- ara og svo framvegis. Að sama skapi gefast svo mörg tækifæri til að við- halda hreyfingunni, til dæmis með því að ganga eða hjóla til og frá skóla, taka virkan þátt í íþróttastarfi í skól- anum og í frímínútum auk þess sem skipulagt íþróttastarf heldur áfram," segir Gígja. LAUGARDAGAR ORÐLAUSLÍFIÐ 510 3744 blaðiö= Zumba-líkamsrækt í fyrsta sinn á íslandi Byggist á suðrænum dönsum Zumba-líkamsrækt sem notið hefur mikilla vinsælda í Bandaríkj- unumogvíðaráundanförnumárum hefur nú borist til íslands. Kristinn Máni Þorfinnsson hjá Hreyfingu er nýkominn af námskeiði hjá Kólumb- íumanninum Beto Perez, upphafs- manni zumba, og hyggst nú kenna Islendingum réttu sporin. Hann segir að zumba byggist á vinsælum suðrænum dönsum eins og merengue, salsa, flamenco og samba. Dansinn er síðan brotinn upp með líkamsæfingum. „Þetta er dans með ýmsum styrkt- aræfingum inn á milli sem fær púls- inn til að fara enn þá hærra upp. í venjulegum dansi ertu kannski mikið að pæla í tækninni eða hvar hendurnar eigi að vera. Við erum í sjálfu sér ekkert að pæla í því. Um leið og fólk hreyfir mjaðmirnar erum við orðin sátt. Þá viljum við bara brenna. Við leggjum áherslu á að þetta sé skemmtilegt, auðvelt en samt nógu erfitt til að þér finnist þú vera búinn með æfingarnar þínar þegar þú kemur út,“ segir Kristinn Máni sem ætlar að halda kynning- artíma á zumba í Hreyfingu næst- komandi föstudag kl. 17:30. Hann lofar miklu stuði í tímanum. „Þetta er partítími. Þetta er á föstudagseft- irmiðdegi þegar fólk er að losa um spennu vikunnar. Því fleiri sem taka þátt í svona tíma, þeim mun skemmtilegri verður hann. Þetta gengur út á það að vera innan um annað fólk, dansa með því og brosa. Þetta er ekki einstaklingssport þar sem þú ert einn úti í horni að æfa. Það skiptir engu máli hver er góður eða lélegur svo lengi sem fólk er brosandi, svitnandi og hefur gaman Auðvelt og skemmtilegt Því fleiri sem taka þátt í zumba-tíma, þeim mun skemmtilegri verður hann að sögn Krist- ins Mána Þorfinnssonar hjá Hreyfingu. af því,“ segir Kristinn Máni og bætir við að þálíði klukkutíminn eins og tíu mínútur.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.