blaðið - 28.08.2007, Síða 18

blaðið - 28.08.2007, Síða 18
26 ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2007 blaöiö LÍFSSTÍLLFERÐIR heilsa@bladid.net Reyndar er þetta svolítill lífsstíll, að vera í björgunarsveit. Helsti kosturinn er þó tækifærið sem maður fær til þess að láta gott af sér leiða. Það er mjög gefandi. Dýrt um borð Þeir sem kjósa að fljúga með Iceland Express vita að ekkert er innifalið í fargjaldinu og þess vegna ætlast fólk til að fá ódýrara fargjald en hjá t.d. Icelandair. Ágætt er að taka með sér nesti í flugið því tollfrjálsar samlokur um borð eru umtalsvert dýrari en í búð í Reykjavík. Þannig kostar samloka 400 krónur, baquette 500 krónur, vatn 200 krónur, kaffi 200 krónur, gos 200 krónur, líkjör 400 krónur, lítill bjór 400 krónur og léttvín 400 krónur. Um borð í Icelandair er boðið upp á máltíð. Vatn, gos, kaffi og ávaxta- safi er frítt. Hins vegar þarf að borga fyrir áfenga drykki og þeir kosta 400 krónur eins og hjá Iceland Express. Á slóðir Forrest Gump Úrval Útsýn býður upp á fimm ferðir til Washington DC í haust með fararstjóra. Flogið er með Ice- landair til Baltimore og ekið þaðan til Washington en það er um 45 mínútna akstursleið. Washington er afar skemmtileg borg. Hún er evrópsk á amerískan mælikvarða en þar er jafnframt mikil saga, enda er þar forsetabústaður Banda- ríkjaforseta, hið fræga Hvíta hús. Miðborgin er ekki stór og því auð- velt að ganga á milli staða. Fyrir þá sem eiga erfitt með gang er lest- arkerfið afar einfalt og auðvelt að læra á það. Þar er t.d. einn lengsti rúllustigi í heimi. 1 Washington búa um 580 þús- und manns og borgin er frekar ung, eða frá árinu 1791. Þegar skoð- aðir eru minnisvarðar, eins og t.d. Washington-minnismerkið, Hvíta húsið, Þinghúsið, stytturnar af Abraham Lincoln og Thomas Jeffer- son eða þá Víetnam-veggurinn, þar sem rituð eru nöfn allra þeirra her- manna sem féllu í Víetnamstríðinu, er það eins og að ganga inn í frétt- irnar. Margir muna eftir þessum stöðum úr kvikmyndinni Forrest Gump. Georgetown-hverfið er afar skemmtilega evrópskt með litlum, fallegum smáhýsum, sjarmerandi verslunum og djassklúbbum. í borg- inni eru einnig áhugaverð söfn til að skoða. Skemmtileg borg Washington er ein af áhugaverðustu borgum Bandaríkjanna. ítalskir gæðaskór á dömur og herra no. 1 St. 40 - 48 verð 9.450,- no. 2 St. 35 - 42 verð 8.995,- no. 3 St. 39 - 47 verð 8.595,- no. 4 St. 41 -47 verð 10.650,- no. 5 St. 36 - 42 verð 8.995.- SPÖNGINNI S: 587 0740 MJÓDDINNI S: 557 1291 GLÆSIBÆ S: 553 7060 BORGARNESI S: 437 1240 TH.SÖLU- blaðið™ SMAAUGLYSINGAR Björgunarsveitin Ársæll leitar eftir nýliðum Ferðalög og góður félagsskapur Björgunarsveitarfólk fær ýmis tækifæri til að ferðast um landið, kynn- ast góðu fólki og láta gott af sér leiða. Björgun- arsveitin Ársæll efnir til kynningarfundar fyrir nýliðastarf sveitarinnar annað kvöld klukkan 20. Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@bladid.net Sæunn Kjartansdóttir, hópstjóri bátahóps björgunarsveitarinnar Ársæls, er í hópi þeirra sem koma að skipulagningu nýliðaárs sveitar- innar í ár, en annað kvöld verður haldið kynningarkvöld fyrir nýliða- starf sveitarinnar. „Þetta er frekar fjölmenn björgunarsveit með n hópum og við erum til dæmis með björgunarskip í Reykjavík, bátahóp, kafarahóp og landhópa," segir hún. „Fyrst fær fólk grunnþjálfun og svo velur það sér hóp sem það vill starfa með eftir getu og áhuga, þannig að það er mikil fjölbreytni í þessu.“ Meðlimir björgunarsveita eru likt og aðrir í sínum störfum eða námi og eiga sínar fjölskyldur, en engu að síður gengur vel að manna útköll að sögn Sæunnar. „Sjálf er ég til dæmis í vinnu, námi og með tvö börn en samt hef ég ekki lent í neinum vand- ræðum. Vinnuveitendur eru yfir- leitt mjög skilningsríkir. Það er alla vega mín reynsla," segir hún. Ýmis aðkallandi verkefni Nóg er af verkefnum fyrir björgun- arsveitarfólk hér á landi. „Til dæmis tókum við þátt í gæslu á Menning- arnótt og þegar leitin stóð yfir að þýsku ferðamönnunum nýlega tóku okkar reyndustu fjallamenn auk annarra þátt í henni. Þannig að það er alltaf nóg að gera,“ segir Varð til við sameiningu Björgunarsveitar Ingólfs í Reykjavík og Björgunar- sveitarinnar Alberts á Sel- tjarnarnesi. Um 120 manns starfa með sveitinni í dag. Núverandi formaður sveitar- innar heitir Ólafur Osvalds- son. Sæunn. „Starfinu geta líka fylgt tölu- verð ferðalög, ekki síst þegar viða- mikil leit að fólki stendur yfir. Þá er stundum kallað út fólk frá öllum landshlutum.“ Eitt það besta við starfið er þó að hennar sögn félagsskapurinn. „Það er mikið lagt upp úr því að nýliðar kynnist hinum reyndari og því eru gjarnan haldin hópefliskvöld og fleira í þeim dúr. Svo hittir maður mikið af fólki frá öllum lands- hornum sem er alveg ómetanlegt. Reyndar er þetta svolítill lífsstíll, að vera í björgunarsveit. Helsti kostur- inn er þó tækifærið sem maður fær til þess að Iáta gott af sér leiða. Það er mjög gefandi.“ Meðlimiráöllumaldri Innan björgunarsveitarinnar Ár- sæls starfa karlar og konur á öllum aldri. „Við erum með unglingadeild sem er starfrækt fyrir krakka í 9. bekk og upp úr, og um leið og þeir hafa náð 18 ára aldri fara þeir í út- kallsprógrammið, hafi þeir hlotið til þess næga þjálfun. Annars koma nýliðar inn á öllum aldri,“ segir Sæunn. Fundurinn annað kvöld verður haldinn í Gróubúð, Grandagarði 1, en allar nánari upplýsingar má sjá á vefsíðunni bjorgunarsveit.is. Vegabréfið Þótt ísland sé aðili að Schengen- samkomulaginu og ekki sé skylt að sýna vegbréf þegar komið er til landa innan þess bandalags er rétt að vera ávallt með gilt vega- bréf þegar ferðast er til útlanda. Maður veit aldrei hvað getur með komið upp á eða hvenær þörf er á að sýna það. Til Bandaríkjanna gilda aðrar og strangari reglur og er gott að kynna sér þær á vef utanríkisráðuneytisins áður en haldið er af stað vestur um haf. Lúxusferð til Nice Express ferðir bjóða upp á sérferð til Nice í Frakklandi 21. sept- ember. Þetta er fjögurra daga ferð, frá föstudegi til þriðjudags. Flogið er beint til Nice þar sem Louise Stefanía fararstjóri tekur á móti hópnum. Innifalin er gisting á fjögurra stjörnu Holiday Inn hóteli. Boðið verður upp á skoðunarferðir, m.a. til Eze og Mónakós en þær þarf að greiða sérstaklega. Nice iðar af lífi og þar eru fallegar verslanir og góð veitingahús. Ekki hefur áður verið boðið upp á beint flug til Nice, að minnsta kosti ekki á undanförnum árum. Þetta er lúx- usferð þar sem hægt er að njóta lífsins á frönsku rivíerunni fyrir 103 þúsund krónur á manninn. Sólarlottó til Krítar Fyrir þá sem enn eiga eftir viku af sumarfríinu sínu er upplagt að nýta sér tilboð sem ferða- skrifstofan Plúsferðir býður á netsíðu sinni. Það er svokallað sólarlottó til Krítar og er verðið frá 44.900 krónum sem verður að teljast harla ódýrt. Krít er sérlega spennandi sumarleyfisstaður en þar býr gestrisið fólk sem kann að búa til góðan mat. Ekki sakar að veðrið er ákjósanlegt á þessum tíma. Á Krít er hægt að fá einhverja bestu ólífuolíu í heimi að ógleymdum fetaostinum. Ekki er hægt að fara til Krítar öðruvísi en að sigla til eyjarinnar Santor- ini, sem er ein almesta perla sem fyrirfinnst í heiminum. Hún er augnyndi og því mikið eftirlæti ljósmyndara. Andrúmsloftið er þægilega afslappað á Krít og þar er gott að ná úr sér íslenska stressinu.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.