blaðið - 28.08.2007, Síða 26

blaðið - 28.08.2007, Síða 26
34 ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2007 blaóið I mm i,- wm h Hj 0$ *,-V ;■ w 1 m mmf' ordlaus@bladid.net LÍFIÐ Ég á svo hrikalega skemmtilega foreldra, sem eru líka frábærir kokkar, að mér finnst eig- inlega skemmtilegra að vera með stelpurnar heima hjá mömmu og pabba en heima hjá mér. Helgin hennar Höllu Vilhjálms I kjól og á háum hælum alla helgina „Á föstudagskvöldið hélt ég stelpu- partí með mömmu og pabba,“ segir Halla Vilhjálmsdóttir leikkona. ,Ég á svo hrikalega skemmtilega foreldra, sem eru líka frábærir kokkar, að mér finnst eiginlega skemmtilegra að vera með stelp- urnar heima hjá mömmu og pabba en heima hjá mér. Þau elduðu ofan í allan hópinn. Pabbi bauð upp á svína-spare ribs og lambafillet, þannig að það var dekrað við okkur og þessu er maður vanur. Ég er ofdekruð út í eitt. Þetta var allavega mjög skemmtilegt og við vorum þó nokkrar hérna í rosalegu stuði. Svo var kíkt eitthvað aðeins út en það var ekkert merkilegt. Á laugardaginn tróð ég upp ásamt pabba mínum og bróður, sem eru gítarleikarar, á hárgreiðslu- stofunni Effect en stofan fagnaði 20 ára afmæli sínu. Þetta er nefnilega stofan sem við fjölskyldan höfum alltaf farið á þannig að við mættum þarna, Barbershop-tríóið. Þaðan fór ég í útskriftar- og innflutningspartí í Njarðvík, en það byrjaði um eftirmiðdaginn og stóð langt fram eftir nóttu þar sem endað var í Sing Star sem var frekar skrautlegt. Þannig að ég þurfti eiginlega að taka sunnudaginn í að jafna mig. Það sem er erfiðast við svona útstáelsi er að þurfa að vera í kjól allan tímann. Þetta eru kannski tíu tíma partí og þá eru háir hælar og kjóll ekki besti klæðnaðurinn. í lok kvölds er líka kjóllinn kominn upp á höku og lykkjufall komið í sokkabuxurnar og maður er löngu hættur að bæta á varalitinn og svoleiðis,“ segir Halla og hlær. „En þetta var ágætt. Ég var líka að vinna við textagerð alla helgina. Það er smá verkefni sem ég er stundum í og þá er um að gera að hafa mikið fyrir stafni því að þá heyrir maður alls konar orð og orðasamsetningar þegar maður er í kringum fólk, sem hægt er að nota. En það má segja að þetta hafi verið kreatíf og skemmtileg stelpuhelgi.“ Leðurfésið í íslenskum hryllingi Júlíus Kemp stýrir Gunnari Hansen í hvalveiðitrylli Ný íslensk hryllingsmynd er í burðarliðnum en það er leikstjór- inn Júlíus Kemp sem mun leikstýra myndinni sem kemur til með að skarta Gunnari Hansen í einu hlut- verkanna, en hann er hvað fræg- astur fyrir leik sinn í myndinni The Texas Chainsaw Massacre frá 1974 þar sem hann var i hlutverki morðingjans Leatherface. Mynd Júlíusar hefur fengið nafnið Reykja- vik Whale Watching Massacre og er talið að myndin verði eitthvað í lík- ingu við kvikmyndirnar The Blair Witch Project og The Evil Dead. Myndin verður framleidd af Kisi Production ásamt Solar Film í Finn- landi en ekki hefur fengist staðfest hvenær tökur hefjast né hvaða leik- arar munu fara með hlutverk á móti Gunnari Hansen í hrollvekjunni. Tengdapabbinn tjáir sig Um fátt er eins mikið rætt í slúðurblöðunum og áfengis- og vímuefnaneyslu söngkonunnar Amy Winehouse og eiginmanns- ins Blake Fielder. Nú hefur tengdapabbi Amy, Civil, lýst yfir miklum áhyggjum af skötuhjú- unum og í nýlegu viðtali við News of the World segist hann óttast að fyrir þeim fari eins og parinu Sid Vicious og Nancy Spungen, sem dóu af völdum heróíns árið 1978. „Við vitum að Blake og Amy eru bæði haldin sjálfspíningarhvöt. Amy á lengri sögu um slíkt, en þetta er allt saman nýtt fyrir okkur og Blake gerði þetta aldrei heima. Við höfum spurt hann um skurði á handleggjum hans en hann veigrar sér við að svara. Þau þurfa faglega aðstoð.“ Eitthvað fyrir alla á nútímadanshátíðinni Reykjavík Dance Festival Dansheimur fyrir fólkiö Dansað verður í heima- húsi, glugga verslunar- innar Nakta apans og frá Austurvelli á Reykjavík Dance Festival sem hefst á fimmtudag. Mark- miðið er að gera sem flestum kleift að njóta danslistarinnar. Eftir Hilda H. Cortez hilda@biadid.net Reykjavík Dance Festival stendur yfir dagana 30. ágúst til 2. september næstkomandi en þetta er í fimmta skipti sem hátíðin er haldin. I ár verður lögð sérstök áhersla á danslistina í óhefð- bundnu umhverfi en hluti verk- anna verður sýndur á kaffihúsum, í verslunargluggum og jafnvel á heimilum danshöfunda. „Þetta er nútímadanshátíð sem hefur verið haldin í nokkur ár, en hún verður með stærra sniði nú en áður hefur verið,“ segir Hildur Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar. „Ástæðan fyrir því er kannski ekki síst sú að við viljum færa þetta listform nær almenningi, þar sem svo virðist vera sem fólk veigri sér almennt við því að sækja danssýningar eða kynna sér dans- listina yfirhöfuð. Með Reykjavík Dance Festival viljum við gera fólki kleift að njóta danslistarinnar sem við viljum að verði jafn aðgengileg og til dæmis tónlistin, en dansinn er líklega sú listgrein sem hefur fengið hvað minnsta athygli á Islandi, sem er mikil synd þar sem hér er mjög mikið af færum döns- urum og danshöfundum.“ Dansað í stofunni og eldhúsinu Fjöldi dansverka verður í boði á hátíðinni en öll verða verkin sýnd tvisvar sinnum. Að sögn Hildar ætti fólk því að hafa nægan tíma til HÁTÍÐIN ► Hátíðin Reykjavík Dance Festival varfyrst haldin árið 2002. Hátíðin fer fram í Reykjavík og verður fjöldi verka eftir íslenska og erlenda dans- höfunda í boði. Á www.midi.is er hægt að kaupa danspassa á hátíðina sem gildir á allar sýningar á 2.700 krónur en einnig er hægt að kaupa miða á staka viðburði. þess að njóta sem flestra verka. „Á hátíðinni verða sýnd 15 verk. Sýn- ingar fara fram með hefðbundnum hætti að kvöldi til í Verinu við Loftkastalann, en þar er búið að búa til einhvers konar dansheim sem er mjög flottur,“ segir Hildur og bendir á að á föstudag og laug- ardag verði sýningarformið með óhefðbundnara sniði, en þá verði til dæmis í boði dansganga frá Austur- velli þar sem fararstjóri mun leiða hópinn á óvenjulega dansstaði. „Verkin verða einnig sýnd í gluggum nokkurra verslana, á kaffi- húsum og í heimahúsi en Ólöf Ing- ólfs danshöfundur mun til dæmis sýna eitt verkanna heima hjá sér þar sem verður dansað í stofunni, svefnherberginu og í eldhúsinu. Svo verður meðal annars dansað í búðargluggum Nakta apans og því verki ætti fólk á förnum vegi ekki að fara varhluta af.“ Á hátíðinni sem hefur vakið þó nokkra athygli erlendis er einna helst um að ræða verk eftir íslenska danshöfunda. „Við viljum vekja athygli á því hversu góða danshöf- unda er að finna á íslandi, en auð- vitað er alltaf gaman að fá erlenda listamenn til þess að taka þátt líka og munu nokkrir sýna verk sín á hátíðinni. Svo er markmiðið að gera hátíðina stærri með hverju ár- inu og helst að gera hana jafn stóra, aðgengilega og sjálfsagða og Air- waves-hátíðin er orðin. Dansarar og danshöfundar íslands hafa alla burði til þess að standa undir því.“ Lindsay misstígur sig í meðferðinni Lohan sængar hjá sjúklingum Eitthvað virðist Lindsay Lohan hafa misreiknað sig þegar hún gaf út yfirlýsingar þess efnis að djamm- líferni og ólæti yrðu látin lönd og leið hér eftir. Eins og kunnugt er dvelur Lindsay nú í meðferð á Cirque Lodge-meðferðarheimilinu, en óþekktarormurinn virðist lítið gera annað en að baka vandræði í meðferðinni. Nú síðast fór hún yfir strikið þegar hún gerði sér dælt við einn sjúkling stofnunarinnar og neyddist starfsfólk stofnunar- innar til að stoppa leikkonuna af í miðjum klíðum. Starfsmennina rak í rogastans þegar öskur og óhljóð heyrðust frá einu salerninu, en þegar á vettvang var komið reynd- ist það vera óþekka stórstjarnan í faðmi myndarlegs karlmanns sem einnig dvelur á stofnuninni. „Starfsmönnum var gert viðvart um að einkennileg hljóð bærust frá klósettinu og það heyrðist greini- lega í tveimur manneskjum. Þegar þau opnuðu dyrnar var Lindsay í vafasömum stellingum með mann- inum, sem er myndarlegur og há- vaxinn karlmaður með dökkt hár - alveg eins og Lindsay vill hafa þá. Þegar komið var að þeim brá þeim mikið og hár Lindsay var út um allt eftir lætin,“ sagði heimildarmaður tímaritsins News of the World. Auk þess að stunda kynlíf með öðrum sjúklingum meðferðar- heimilisins lætur Lindsay að sögn starfsmanna öllum illum látum og talar um fátt annað en að komast aftur út á lífið. „Bandarískar stelpur eru líka druslur" Hljómsveitin Smashing Pumpk- ins endaði Reading-hátíðina á sunnudag. Sveitin spilaði ný lög í bland við eldri á borð við Tonight, Tonight, 1979 og Today. Um miðbik tónleikanna var myndavélunum á sviðinu beint að stúlku sem í hita leiksins hafði farið úr að ofan. Billy Corgan, forsprakki Smashing Pumpkins, lét þá hafa eftir sér að það væri eitthvað við stelpur sem væru til í að fara úr að ofan svona fljótt. „Bandarískar stelpur eru líka druslur,“ bætti hann við. „Sjáið hvað er frábært að vera öðruvísi, maður getur sagt alls kyns hluti.“

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.