blaðið

Ulloq

blaðið - 06.09.2007, Qupperneq 2

blaðið - 06.09.2007, Qupperneq 2
2 FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2007 blaöió Þjálfarar ávítaðir og sektaðir Guðjón Þórðarson, þjálfari f A, og Magnús Gylfason, þjálfari Víkings R., voru í gær ávítaðir og sektaðir af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ vegna ummæla sinna í garð dómara á opin- berum vettvangi, þ.e. í fjölmiðlum, eftir leiki 14. umferðar Landsbanka- deildar karla á dögunum. Knattspyrnudeildir í A og Víkings eru hvor um sig sektuð um 10 þúsund krónur vegna ummælanna. Þá ákvað nefndin einnig að veita Leifi Garðarssyni, þjálfara Fylkis, og Ólafi H. Kristjánssyni, þjálfara Breiðabliks, áminningar vegna um- mæla þeirra eftir sömu umferð. mbi.is Vilja félag um aflaheimildir Eignarhaldsfélaginu Hvetjanda hf. hefur verið falið að kanna möguleika á gerð viðskiptaáætl- unar um stofnun almennings- hlutafélags sem myndi kaupa afla- heimildir til Vestfjarða. Reynist viðskiptaáætlunin jákvæð verður næsta skref að halda stofnfund og leita eftir hlutafé frá almenningi, fyrirtækjum og Byggðastofnun. Hugmynd um stofnun almenn- ingshlutafélags um kaup á afla- heimildum kom fyrst upp eftir að ákveðið var að hætta vinnslu í fiskvinnslunni Kambi á Flateyri. Frá því að hugmyndin kom upp hefur atvinnumálanefnd ísafjarð- arbæjar verið falið að vinna að málinu í samstarfi við Hvetjanda og athuga hvort stofnun slíks hlutafélags geti fallið að starf- semi eignarhaldsfélagsins. mbi.is Starfsfólk vant- ar í leikskólana Á höfuðborgarsvæðinu bíða 360 börn á leikskólaaldri eftir því að geta hafið skólagönguna vegna skorts á starfsfólki en 175 starfsmenn vantaði nú um mán- aðamótin. Búið var að lofa 360 börnum plássi á leikskóla en ekki er vitað hvenær hægt verður að standa við þau loforð. Ingunn Gísladóttir, starfsmanna- stjóri leikskólasviðs hjá Reykja- víkurborg, sagði í samtali við RÚV að einnig þyrfti á næstu dögum að skerða þjónustu í þremur til fjórum íeikskólum og að þar verði börn send fyrr heim. mbl.is Bílasalan í ágústmánuði 43% fleiri bílar seldust Alls seldist 2141 nýr bíll hér á landi í ágúst samanborið við 1.498 bíla í sama mánuði á síðasta ári. Er þetta 43 prósenta aukning en fyrstu átta mánuði ársins nemur samdráttur í bilasölu 11,9 prósentum miðað við árið 2006. Að sögn Bílgreinasambandsins er Toyota söluhæsta bílategundin á árinu en alls hafa selst 2.685 bílar af þeirri tegund það sem af er árinu samkvæmt tölum frá Umferðar- stofu. Athygli vekur að söluaukning á Land Rover og Range Rover í ágúst er 600 prósent milli ára. mbl.is I vtyuciurinn 'ke-r 7 Viltu læra aðferðir sem að raunverulega breyta lífi þínu? Námskeið í [hOÍMP tækni NLP Námskeið verður haldið 21.>23. og 28.-30.september 2007 X'opyright cKan.com | Mail: rosa@ckari.com; Sími:894-2992 íslendingar reyna að kaupa vinsælar skólatöskur í danskri vefverslun 8000 kr. skellt ofan á verðið Eftir að fjöldi fyrirspurna barst frá íslandi til danskrar vefverslunar sem selur vinsælar skólatöskur á 499 danskar krónur eða um 6000 ís- lenskar krónur, en töskurnar kosta nær 11 þúsund krónur í verslunum hér á landi, var tilkynnt á síðu vef- verslunarinnarjeva.dk að kostnaður vegna afgreiðslu og sendingar á tösk- unum til.fslands væri 700 danskar krónur eða rúmlega 8000 íslenskar krónur. „Það komu margar fyrirspurnir um þessar töskur og við þurftum að taka afstöðu. Fyrirtækið er lítið og við höfum ekki tök á að fylla út tollafgreiðsluskjöl fyrir eina tösku í einu. Við leituðum tilboða hjá tveimur til þremur fyrirtækjum vegna slíkrar þjónustu og fengum þau svör að þetta myndi kosta 600 til 700 danskar krónur," segir Preben Jensen, eigandi fyrirtækis- ins, sem viðurkennir að þar með sé verðið orðið meira en tvöfalt hærra en gefið er upp á vefsíðunni. Til viðbótar kemur 24,5 prósenta virðisaukaskattur. Þuríður Hjartardóttir, fram- kvæmdastjóri Neytendasamtak- anna, bendir á í blaðagrein að nú sé búið að tryggja að Penninn, sem flytur inn Jeva-töskurnar, verði ekki af viðskiptum. Preben Jensen fullyrðir að ekki sé verið að vernda dreifingaraðilann á fslandi. „Hann kaupir mörg hundruð töskur í einu og sér sjálfur um pappírsvinnuna." Preben heldur því einnig fram að sendingar- og afgreiðslukostnaður til Noregs sé jafnhár og til íslands. Ekki er þó getið um það á vefsíðu fyrirtækisins. ingibjorg@bladid.net Meta sakhæfi kyn- ferðisbrotamanns ■ Geðlæknir telur nauðgara ekki stjórna gjörðum sínum eftir höfuðhögg ■ Ósakhæfir losna úr öryggisgæslu þegar þeim batnar Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@bladid.net Héraðsdómur Reykjavíkur úr- skurðaði í gær að kvaddir skyldu matsmenn til að meta sakhæfi Jóns Péturssonar, sem tvívegis hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir frelsissviptingu, kynferðisbrot og likamsárásir. Seinni dómnum hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar og fór Jón fram á að kvaddir yrðu matsmenn til að meta sakhæfi hans, en geðlæknir hans á Litla-Hrauni telur að sökum skaða á framheila, sem sagt er að Jón hafi orðið fyrir er hann datt af hestakerru í fríi á Egyptalandi árið 1999, stjórni hann ekki gjörðum sínum. Réttarhald Lögmað- ur Jóns Péturssonar á leið í dómsal er mats- beiðni um ósakhæfi Jóns var tekin fyrir. Miklir hagsmunir í húfi Sveinn Andri Sveinsson, lög- maður Jóns, segir töluverða hags- muni í húfi fyrir brotamann að fram fari mat geðlæknis. „Fyrst og fremst það að dómurinn meti hann ósakhæfan, sem er sýknuástæða. í öðru lagi getur læknisfræðilegt mat leitt í ljós að refsing sé ekki líkleg til að skila árangri og í þriðja lagi getur það leitt í ljós að hinn dæmdi eigi sér einhverjar málsbætur." Sveinn Andri segir að þótt menn séu dæmdir ósakhæflr sé alls ekki víst að þeir verði úrskurðaðir í örygg- isgæslu; það séu óháð mál sem dóm- urinn þurfi að fella úrskurð um. Losna þegar þeim batnar Ef menn eru úrskurðaðir ósak- hæfir og í öryggisgæslu geta menn VEÐRIÐ í DAG losnað úr gæslunni ef sýnt þykir að þeim hafi batnað. „Það má bera upp beiðni við dómstól um að á grundvelli nýrra læknisvottorða og hugsanlega álits dómkvaddra mats- manna losni menn úr öryggisgæslu," segir Sveinn Andri. Sveinn Andri bendir máli sínu til stuðnings á dóm sem féll í Hæsta- rétti í febrúar árið 2006 er maður var dæmdur ósakhæfur sökum hugvillu- röskunar, en hann kýldi prófessor tví- vegis í andlit og hótaði honum vegna erfðafræðirannsóknar sem prófess- orinn framkvæmdi og ofbeldismað- urinn var ósáttur við. Sá losnaði úr öryggisgæslu sama ár. Sveinn Andri bendir á að öryggisgæslan taki ekki mið af alvarleika brots, heldur því hvort einstaklingur sé talinn hættu- legur umhverfi sínu. Á MORGUN Hæg suðvestanátt Snýst í hæga suðvestanátt, fyrst vestan- lands með skúrum og léttir þá til um iandið norðaustanvert seint í dag. Hiti 8 til 15 stig. Kaldi og skúrir Suðvestan kaldi og skúrir, en bjart austan- lands. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast austantil. VÍÐA UM HEIM Algarve 27 Halifax 16 New York 21 Amsterdam 14 Hamborg 16 Nuuk 7 Ankara 33 Helsinki 16 Orlando 25 Barcelona 24 Kaupmannahöfn 16 Osló 18 Berlín 17 London 23 Palma 25 Chicago 27 Madrid 31 Parls 18 Dublin 19 Mílanó 23 Prag 19 Frankfurt 18 Montreal 12 Stokkhólmur 16 Glasgow 17 Múnchen 20 Þórshöfn 13 DÓMARNIR W, í apríl sl. staðfesti Hæstirétt- ^ ur 5 ára dóm yfir Jóni, en í júní sl. var hann dæmdur í 5 ára fangelsi í héraði. Þeim dómi hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. ► Bréf frá geðlækninum á Litla-Hrauni lá fyrir er Jón var dæmdur í Hæstarétti, en réttinum þótti ekki tilefni til að fjalla um það. ^ Á grundvelli rannsóknar ^ annars geðlæknis mat Hæstiréttur Jón sakhæfan, en Sveinn Andri segir að fyrra málið verði líklega tekið upp verði Jón metinn ósakhæfur nú. STUTT • Ölvunarakstur Lögreglan í Borgarnesi tók þrjá ökumenn vegna ölvunaraksturs í umdæmi sínu aðfaranótt miðvikudags, sem er óvenjumikill fjöldi. • Fjárrekstrar Ökumenn mega búast við töfum á vegum víða um land um næstu helgi vegna fjár- og stóðrekstra, en víða verður réttað um helgina. • Vatnagangur Vatnsflaumur í Héðinsfjarðargöngum hefur tafið vinnu við borun og spreng- ingar þar undanfarið en um 130 lítrar af vatni á sekúndu renna úr berginu í botni ganganna. Vinna liggur þó ekki niðri því verktakinn sinnir öðrum verk- efnum í göngunum á meðan. Leiðrétt Ritstjóm Blaðsins vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.