blaðið - 06.09.2007, Page 16
16
FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2007
blaöiö
Opnir milljarða-
tékkar í allar áttir
I sumar hafa kaupin á Grimseyjar-
ferjunni verið tekin sem dæmi um
subbuskap valdhafa sem taka til sín
fé sem þeir hafa ekki heimild fyrir
í lögum.
Það er ekki síður umhugsunarvert
að nokkrum línum ofar í sömu fjár-
lögum, frá árinu 2006 og 2007, þar
sem heimildin var veitt til kaupa á
nýrri Grímseyjarferju var önnur
heimild sem lætur ekki mikið yfir
sér og hljóðar svo:
„7.7 Að greiða hlut ríkisins i und-
irbúningskostnaði Austurhafnar
TR sem stofnað var á grundvelli
samríings við Reykjavíkurborg um
rekstur og byggingu tónlistar- og
ráðstefnuhúss í Reykjavík."
Miðað við þrönga túlkun Rik-
isendurskoðunar á sambærilegu
ákvæði er varðar Grímseyjarferj-
Núer að vonaað
áætlunargerð
vegna tónlistar-
hússins gangi
betur upp en
endurbygging.
UMRÆÐAN
Það verður að teljast víst að flestir
þeir sem greiddu atkvæði með því að
umrædd heimild væri veitt og tóku
framangreind orð varaformanns
fjárlaganefndar trúanleg höfðu ekki
hugmynd um að með áðurnefndri
samþykkt væri verið að opna á op-
inn tékka menntamálaráðherra
á ríkissjóð á grundvelli einhvers
samnings um byggingu tónlistar-
húss sem þar að auki var hálfgerður
leynisamningur. Þeir aðilar sem
töldu að óeðlilega hefði verið staðið
að samningsgerðinni þurftu að leita
ásjár úrskurðarnefndar um upplýs-
ingamál og í kjölfarið fengu þeir að
sjá hluta af samningnum.
Sigurjón Þórðarson
una er af og frá að það geti talist lög-
legt að greiða fjármuni í annað en
takmarkaðan kostnað sem hlýst af
undirbúningi verksins. Samt sem
áður er verið að greiða milljarða
úr ríkissjóði til byggingar tónlistar-
húss eingöngu á grundvelli þessa
heimildarákvæðis. Hér er ekki um
neinar baunir að ræða þar sem
áætlað er að heildarkostnaður hins
opinbera til verksins verði sambæri-
legur þeirri fjárhæð sem á að nota í
að grafa ein Héðinsfjarðargöng.
Takmarkaður kostnaður
I umræðu um ákvæðið tók vara-
formaður fjárlaganefndar það sér-
staklega fram að umrædd heimild
væri eingöngu til að greiða takmark-
aðan undirbúningskostnað enda
sagðist hann hvorki muna áætlun
kostnaðar við byggingu tónlistar-
húss né kostnaðarskiptingu ríkis og
Reykjavíkurborgar.
Galopinn tékki?
Það voru helst einstaka þingmenn
Samfylkingarinnar sem höfðu var-
ann á sér gagnvart umræddri af-
greiðslu og var talið að um væri að
ræða mögulega galopinn tékka.
Það er ekki hægt annað en að
dást að sjálfstæðismönnum sem
setja nýja samstarfsmenn í nýrri
ríkisstjórn Geirs Haarde í að drepa
á dreif umræðu um vafasama með-
ferð á opinberum fjármunum sem
þeir gagnrýndu harðlega fyrir
nokkrum misserum.
Það gerir Samfylkingin með því
að beina spjótum sínum að nafn-
greindum verkfræðingi og halda kó-
sífundi í nefndum þingsins þar sem
lopinn er teygður í þeirri von að
kastljós fjölmiðla og áhugi almenn-
ings dofni.
Nú er að vona að áætlunargerð
vegna tónlistarhússins gangi betur
upp en endurbygging.
Höfundur er líffræðingur
Mun betra skip „Nýja Grímseyj-
arferjan sem nú liggur í Hafnarfjarð-
arhöfn verður auk þess mun betra
skip, hraðskreiðara, hagkvæmara
og aðstaða fyrir farþega mun þetri.'
Ekki er öll vitleysan eins
Sem betur fer fyrir umræðuna í
landinu þá er ekki öll vitleysan eins.
Umræðan um Grímseyjarferju er
líka orðin ákaflega margbrotin og
ekki alltaf allt jafn skynsamleg.
Steininn tók nú eiginlega úr þegar
stungið var upp á því að selja nýju
Grímseyjarferjuna í núverandi
ástandi og láta smíða nýja ferju á
mettíma.
Þrátt fyrir að ýmislegt hafi farið
úrskeiðis varðandi kaup og endur-
bætur á ferjunni þá er enn svo að
þessi kostur er töluvert hagkvæmari
en nýsmíði. Reikna má með að nýtt
skip myndi kosta a.m.k. 7-800 millj-
ónir króna, og enn meira ef menn
þyrftu nú að flýta sér við smíðina.
Því er núverandi kostur 2-300 millj-
ónum króna ódýrari fyrir skattgreið-
endur en nýsmíði.
Ekki raunhæft
Endurbætur á gamla Sæfara voru
aldrei raunhæfar, viðhald hefði
orðið dýrt og þótt koma hefði mátt
skipinu í stand fyrir 2009 hefði
Það er óþarfi
að fara að taka
upp á því núna
aðhenda pen-
ingumútum
kýraugað.
UMRÆÐAN
G. Pétur Matthíasson
það einungis dugað til 2018, auk
þess sem dýrt og erfitt hefði verið
að brúa bilið meðan gert væri við
gamla Sæfara.
Nýja Grímseyjarferjan sem nú
liggur í Hafnarfjarðarhöfn verður
auk þess mun betra skip, hraðskreið-
ara, hagkvæmara og aðstaða fyrir
farþega mun betri. Miklu munar
fyrir Grímseyinga að stytta siglinga-
tímann um eina klukkustund.
Nýja ferjan mun gera meira en
að standa undir væntingum og
þjóna landsmönnum vel. Nýtt skip
væri að sjálfsögðu líka góður kostur,
bara dýrari. En að fara þá leið núna
að kaupa nýtt væri nú ekki til að
bæta ástandið. Miðað við þá nei-
kvæðu umræðu sem Grímseyjar-
ferjan hefur fengið er óvíst að mikið
fengist fyrir skipið á markaði. Að
þessu samanlögðu myndi kostnað-
arliðurinn í heild fljótlega fara yfir
milljarðinn.
Gott skip
Oilean Arann var ekki fallegt
þegar það var keypt og því hafði
verið illa viðhaldið. Þeir sem sigldu
skipinu hingað til lands láta hins
vegar vel af því og eftir þær miklu
endurbætur sem verða gerðar er
tæplega um sama skip að ræða. Stað-
reyndin er sú að þótt ýmislegt hefði
mátt gera öðruvísi má reikna með
því að fá gott skip fyrir allt þetta
fé sem búið er að leggja í verkefnið.
Það er óþarfi að fara að taka upp á
því núna að henda peningum út um
kýraugað.
Höfundur er upplýsingafulltrúi
Vegagerðarinnar
BLAÐSINS
Fullt af fróðleik og
skemmtilegu efní
Augtý»mgaslm«r:
Erfang Adolf 610-3727
erkng@bladid.net
EEESai
fyrir auglýsinguna þina f viðeigandi sérblaði
Hafðu samband og féðu gott pláss
Hugleiðingar um TF-SIF og v.s. Óðin
BRÉF TIL BLAÐSINS
Guðjón Guðjónsson skrifar
Árið 1985 kom þyrlan TF-SIF til
landsins. Nú í júlí síðastliðnum
nauðlenti þyrlan er hún tók þátt í
æfingu með björgunarskipi Hafnar-
fjarðar. Á þeim 22 árum sem hún
var í notkun hjá Landhelgisgæsl-
unni bjargaði hún tugum sjómanna
úr hættu, flutti tugi eða hundruð
sjúkra og slasaðara utan af landi
og var notuð í ótal æfingum til að
kenna sjómönnum réttu handtökin
við þyrlubjörgun hjá Slysavarna-
skóla sjómanna.
Hvað verður um vélina?
Nú þegar þyrlan hefur lokið sínu
starfi er vert að spyrja hvað verði
um vélina. Mig langar til að stinga
upp á verðugu verkefni fyrir þyrl-
una. Þar sem henni verður tæplega
flogið aftur eftir að hafa legið í
sjó, sé ég fyrir mér að henni verði
komið fyrir um borð í varðskip-
inu Óðni, sem einnig hefur lokið
störfum fyrir Landhelgisgæsluna.
Hægt væri að útbúa skýli yfir þyrl-
una þar sem hún stæði á þyrlupalli
hins aldna varðskips og hafa hana
þar til sýnis, ásamt varðskipinu
sjálfu framan við Sjóminjasafnið
Víkina í Reykjavík.
Áskorun
Með því móti gætu þyrlan og
varðskipið verið fallegir sýningar-
gripir og minnisvarðar um alla þá
sem hafa unnið hjá Landhelgisgæsl-
unni og einnig um allar þær bjarg-
anir og verkefni sem bæði tækin
hafa tekið þátt 1.
Ég skora á stjórnvöld að sýna í
verki dug og þor, kannski í anda
þess sem áhafnir TF-SIF og v.s.
Óðins hafa sýnt, með því að varð-
veita hvoru tveggja um ókomin ár
og koma þeim fyrir á góðum stað
framan við Sjóminjasafnið.
Höfundur er slökkviliðsmaður og
björgunarsveitarmaður