blaðið

Ulloq

blaðið - 06.09.2007, Qupperneq 25

blaðið - 06.09.2007, Qupperneq 25
blaðió FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2007 25 LÍFSSTÍLLHEILSA heilsa@bladid.net Við þurfum að breyta hugarfari okkar, hætta að vorkenna okkur og lifa þess í stað lífinu til fulls, í þakklæti og heilbrigði. Ný rope yoga-stöð opnuð í Hafnarfirði Styrkir sál og líkama ELÍN SIGURÐARDÓTTIR ► Hún hefur kennt rope yoga í um áratug bæði hér á landi og í Bandaríkjunum. ► Hún er íþróttafræðingur að mennt. Hún lærði rope yoga hjá upphafsmanni æfingakerfis- ins, Guðna Gunnarssyni. W. Hún keppti í sundi fyrir íslands hönd á Ólympíuleik- unum 1996 og 2000. er svo gott fyrir íþróttamenn því að það eru svo margir sem gleyma kviðnum sem er kjarni líkamans og það er nauðsynlegt að styrkja hann til að nýta styrkinn í öðrum vefjum líkamans," segir Elín og bendir á að þegar kviðurinn sé sterkur vinni allur líkaminn miklu betur. „Ég var sjálf mikil íþróttakona og keppti í sundi í 18 ár. Þá gerði ég mér grein fyrir því að þó að ég væri að æfa og gera venjulegar uppsetur eins og íþróttafólk gerir þá hafði það ekkert að segja miðað við þetta. Ég hef ekki kynnst neinu öðru æfinga- kerfi sem nær jafndjúpt í kviðinn og þetta. Fólk er að upplifa vöðva sem það vissi ekki að væru til í líkama þess. Við leggjum mesta áherslu á kviðinn og aftanáliggjandi lær- vöðva sem eru óvirkustu vöðvarnir í líkamanum og skapa ójafnvægi í honum,“ segir hún. Setja sér markmið Elín tekur undir að rope yoga geti styrkt íþróttamenn andlega fyrir átök og keppni. „Ég er sjálf Rope yoga hentar vel íþróttamönnum enda styrkir æfingakerfið þá jafnt andlega sem lík- amlega. Fólk sem á við veikindi eða erfiðleika að stríða sækir einnig styrk í það. Eftir Einar Örn Jónsson einar.jonsson@bladid.net Rope yoga nýtur vaxandi vin- sælda hér á landi og til marks um það var opnuð ný rope yoga-stöð í Bæjarhrauni 2 í Hafnarfirði í byrjun vikunnar. Eigandi stöðvarinnar er Elín Sigurðardóttir sem einnig kennir rope yoga í Sporthúsinu í Kópavogi. Til marks um áhugann er biðlisti í rope yoga-tíma kl. 6 á morgnana í nýju stöðinni. Þegar Elin er spurð hvað valdi þessum vin- sældum svarar hún því til að þetta sé svo öflugt æfingakerfi sem taki bæði á andlegu og líkamlegu hlið- inni. „Við erum ekki bara að vinna með líkamann og umbreyta honum heldur líka að taka ábyrgð á eigin lífi. Við þurfum að breyta hugarfari okkar, hætta að vorkenna okkur og lifa þess í stað lífinu til fulls, í þakk- læti og heilbrigði," segir Elín. Karlmenn sækja í sig veðrið Konur á öllum aldri eru í meiri- hluta þeirra sem stunda rope yoga en karlmenn eru þó að sækja í sig veðrið enda segir Elín að æfinga- kerfið henti þeim ekki síður en konum. Annars sækir alls konar fólk tímana. „Ég er til dæmis að fá til mín íþróttafólk og fólk sem á við sjúkdóma eða veikindi að stríða svo sem stirðleika, gigt og krabbamein,“ segir Elín og bendir á að rope yoga geti auðveldað fólki að ganga í gegnum veikindi eða erfiðleika. „Ein kona sem er búin að vera lengi hjá mér greindist til dæmis með krabbamein og það þurfti að taka af henni annað brjóstið. Hún sagði að þetta hefði virkilega hjálpað henni að takast á við það því að hún hefði verið svo vel undirbúin,“ segir Elín. Kviðurinn gleymist fþróttamenn njóta góðs af rope yoga enda er mikilvægt fyrir þá að vera i góðu formi andlega og líkam- lega til að ná árangri. „Rope yoga Áhættusamt að vera frægur Rokkstjörnur lifa hratt og deyja ungar Það er ekki tekið út með sældinni að vera rík og fræg rokkstjarna og ófáar sem lifa hratt og deyja ungar. Það eru í sjálfu sér gömul sann- indi en nú hafa breskir fræðimenn sýnt fram á það með vísindalegum hætti. Rokkstjörnur eru líklegri til að deyja ungar en annað fólk sam- kvæmt nýlegri rannsókn fræði- manna við háskóla einn í bítla- bænum Liverpool. Rannsóknin náði til meira en íooo tónlistarmanna, aðallega breskra og bandariskra, á tímabilinu 1956-2005. Niðurstaðan var sú að tónlistarmönnunum væri tvisvar til þrisvar sinnum hættara við að hljóta ótímabæran dauðdaga en venjulegu fólki. Á tímabilinu létust 100 tónlistar- menn af þeim 1064 sem fræðimenn- irnir könnuðu. Auk Elvis Presleys Styrktarganga á sunnudag Hópurinn „Göngum saman“ stendur fyrir göngu til styrktar rannsóknum á brjóstakrabba- meini sunnudaginn 9. september. Mæting er við Nesstofu á Seltjarn- arnesi kl. 10:30 og þaðan verður genginn lítill eða stór hringur um nesið. Boðið er upp á heita súpu og brauð eftir göngu. Óskað er eftir 2000 króna framlagi frá fullorðnum en frítt er fyrir börn. Þeir sem vilja taka þátt eru beðnir um að láta vita á net- fangið gongumsaman@gongum- saman.is. Nánari upplýsingar má náigast á vefsíðunni gongumsaman.is. Reyklaus vefur Á gagnvirku heimasiðunni reyk- laus.is getur fólk fengið ókeypis einstaklingsmiðaða aðstoð við að hætta að reykja. Hver og einn getur nýtt sér síðuna eftir hentug- leika. Þeir sem skrá sig sem not- endur fá send stuðningsskilaboð sem miðast við þarfir þeirra, fá aðgang að dagbók og gestabók og siðast en ekki síst er spjallsvæði á síðunni þar sem fólk getur deilt reynslu sinni og baráttu með öðrum sem eru í sömu stöðu. Á síðunni er enn fremur hægt að taka ýmis próf sem geta aukið skilning fólks á reykingavenjum sínum. Jafnframt er bent á leiðir til að losa sig undan venjunum og hætta tóbaksnaotkun. Heilsuhátíð Heilsu- hátiðin Fusion Fitness Festi- val verður haldin í fimmta sinn í World Class í Laugum dagana 14.-16. september. Skráning er í af- greiðslu World Class í Laugum og á netfanginu unnur@fusion.is. Unnur Pálmarsdóttir stendur að hátíðinni í samvinnu við World Class og fær hún til sin sex erlenda gestakennara. Meðal annars verður boðið upp á World Class og Fusion Masterclass-tima í þolfimi til styrktar Blátt áfram þar sein plötusnúður verður eng- inn annar en Páll Óskar Hjálm- týsson. Nánari upplýsingar má nálgast á vefsiðunni fusion.is. voru í þeim hópi menn á borð við Jim Morrison, söngvara The Do- ors, gítarleikarann Jimi Hendrix, Marc Bolan, leiðtoga T-Rex og Kurt Cobain úr Nirvana. Meira en fjórðungur dauðsfall- anna tengdist misnotkun áfengis og/eða eiturlyfja samkvæmt niður- stöðum könnunarinnar. Tónlistarmenn eru enn fremur í mestri hættu fyrstu fimm ár eftir að frægðin knýr dyra í lífi þeirra sam- kvæmt rannsókninni. Sem dæmi má nefna að Hendrix, Bon Scott, söngvari AC/DC, og Sid Vicious úr Sex Pistols létust allir innan fimni ára eftir að þeir slógu í gegn. Auk misnotkunar á áfengi og eitur- lyfjum er talið að streita og álag sem fylgir jafnt frægðinni og vinsælda- tapi komi niður á heilsu stjarnanna. BlaðiB/G.Rúnar búin að keppa á stórum mótum og þetta hjálpar gífurlega. Við biðjum fólk um að skuldbinda sig og setja sér markmið og sjá þau fyrir sér þannig að það nái þeim. Það þarf að einblína á það sem það vill í lífinu í staðinn fyrir að einblina á það sem það vill ekki. Flestir eru hræddir og vita hvað þeir vilja ekki og einblína á það og þá uppskera þeir eins og þeir sá,“ segir Elín. Þó að aðaláherslan sé lögð á rope yoga í nýju stöðinni er þar einnig að finna æfingasal með lóðum og hlaupabrettum, sturtuaðstöðu og infrarauða hitaklefa sem eru eins konar sánaklefar án gufunnar. Þeir eru góðir gegn streitu, gigt, vöðva- bólgu og öðrum sjúkdómum. Nánari upplýsingar um stöðina má nálgast á heimasiðu Elínar, elin, is. Opnaði nýja stöð Elín Sigurðardóttir, rope yoga-kennari, opnaði nýja rope yoga-stöð í Hafnarfirði í byrjun vikunnar enda nýtur þetta æfingakerfi vaxandi vinsælda. Hrein nautn með réttri hiíf... Germany 100-120cm, þrjár stærðir Krómlitað eða hvítt, án botns Frá kr. 25.900 ---- ■ 1.1» ........ sturta.is Reykjavikurvegur 64 220 Hafnarfjörður. Sfmi: 565-5566 www.sturta.is . x.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.