blaðið - 06.09.2007, Page 39

blaðið - 06.09.2007, Page 39
blaóió FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2007 39 Þematengdar spumingakeppnir á Glaumbar Popptónlistar-pubquiz Hlynur Ben er trúbador á Glaum- bar og á hverju fimmtudagskvöldi stendur hann fyrir svokallaðri popp-pubquiz-keppni þar sem hann spilar nokkur lög og stef frá ýmsum tímabilum tónlistarsögunnar og spyr í kjölfarið spurninga um lögin. ,Fólk mætir einfaldlega á staðinn, fær blað og penna og svarar spurn- ingunum. Það kostar ekkert að taka þátt og sigurvegararnir fá góða vinn- inga að launum,“ segir hann. Hugmyndin að þessari keppni kviknaði eftir að staðurinn hafði verið gerður upp og var opnaður aftur. „Okkur vertinum á Glaumbar datt í hug að gera eitthvað sem væri aðeins öðruvísi heldur en á öðrum stöðum og úr varð þessi hugmynd, að blanda saman trúbadorastemn- ingu og pubquiz-keppni. Þetta hefur verið í gangi á hverjum fimmtudegi síðan við byrjuðum með þetta fyrir um einum og hálfum mánuði,“ segir Hlynur. Mismunandi sigurvegarar Eitt það skemmtilegasta við þennan leik er að sögn Hlyns sú staðreynd að aldrei er hægt að spá fyrir um hver vinnur hverju sinni. .Stundum koma miklir popp-spek- ingar sem maður veit að eru mikið inni í þessum málum og þeir vinna kannski eitt kvöldið en svo viku eftir það vinnur kannski fólk sem hlustar helst á það sem er vinsælast hverju sinni,“ segir hann. Fer mikill tími í að undirbúa hverja keppnifyrirsig? „Það fer kannski ekki mikill tími í að sitja yfir þessu en þó hlusta ég á útvarpið alla vikuna og heyri annað slagið lög sem mér dettur í hug að væri gaman að nota. Svo tek ég eftir- Elvis Presley Ártíð- ar hans var minnst á dögunum. miðdaginn á fimmtudögum til þess að æfa mig og fínpússa þetta.“ Stundum er hægt að hafa þessa keppni þematengda. „Stundum er eitthvað að gerast sem gefur til- efni til þess að hafa sérstakt þema í þessari keppni. Þannig var það til dæmis um daginn þegar minnst var ártíðar Elvis Presley. Mér fannst svo- lítið spes að halda upp á svoleiðis en engu að síður notaði ég tækifærið og tileinkaði eitt kvöldið Elvissegir Hlynur að lokum. Popp-pubquiz-keppnirnar eru haldnar öll fimmtudagskvöld klukkan 21. BLOGGARINN... Húmor eða húmorsleysi Gott og vel ég hefalveg húmor fyrír þessari auglýsingu eins og ég hefhúmor fyrír Life of Brían en ég skil samt sem áðurþá sem ekki hafa það og mér finnst ekkert sjálfsagt að auglýsingar sem birtast manni án allra viðvarana ísjónvarpinu hafi einhvern ótakmarkaðan rétt til að ofbjóða fólki. Auk þess sem aug/ýsingar eiga að hafa ákveðin siðferðisleg takmörk - þó ég sé ekki viss um að um auglýsingar þurfi að setja skýrari lög nema þegar þær snúa að börnum. Bryndís isfold Hlöðversdóttir http://bryndisisfold.blog.is Bók fargað Mér finnst aðeins undarlegt að nærvera heimildanna snertirþá ekki nema sem viðbrögð við þvi sem Björgólfur segir og gerir. Það er ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en þeirrí að íraun stýri Björgólfur íslenskum og já raunarlíka þeim erlendu blaðamönnum sem nálgast hann og hans fólk. Meinið er aðeins að báðir virðast engu að síður óhressir með það. Kristján B. Jónasson http://kristjanb.blog.is Elvis og Díana Nú eru bióm alls staðar um London, ekki bara við Kensington og Buckingham haltir, heldur við dyr veitingahúsa og heilsurækt- arstöðva, sem hún sótti. Samt erallt eins og það var áður, líka kóngafjölskyldan. Díana var bara frægðarfólk, lesefni í Séð og heyrt. Dellan um hana er eins og dellan um Graceland, sveitasetur Elvis Presley. Elvis og Diana eru verndarenglar rugludalla. Jónas Krístjánsson www.jonas.is Kanadískir aæðapottar RYMINGARSALA Munum á næstu vikum opna stærstu pottaverslun í Evrópu í nýju 8Q0m2 húsnæði í Faxafeni 9 SpafflKongen Lækjargötu 34 • Hafnarfjörður • S. 554 7755 www.spakongen.is heitirpottar.is

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.