Orðlaus - 01.03.2004, Side 18

Orðlaus - 01.03.2004, Side 18
Sigrún, 31 árs Hver er varaforseti Bandaríkjanna? Varaforseti Bandaríkjanna er það ekki hérna, hvað heitir hann. Ég man ekki hvað hann heitir. Hvað heitir fjármálaráðherra íslands og úr hvaða flokki kemur hann? Það er hann hérna...æi ég man það ekki. Hvað heitir biskup íslands? Það er hann Karl Sigurbjörnsson Hvað getur þú sagt mér um John Kerry? Hvað get ég sagt þér um hann, ég ætla bara að vona að hann vinni forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Hver er Berlusconi? Það veit ég ekki. Númi Snær, 24 ára. Hver er varaforseti bandaríkjana? Ég veit það ekki (hlær) Hvað heitir fjármálaráðherra íslands og úr hvaða flokki kemur hann? Björn nei ég veit það ekki heldur Hvað heitir biskup íslands? Ég veit það ekki. Hvað getur þú sagt mér um John Kerry? Hvaða spurningar eru þetta, ég veit það ekki. Hver er Berlusconi? Þú getur alveg gleymt þessu. Stefanía, 22 ára. Hver er varaforseti Bandaríkjanna? Guð ég veit það ekki. Hvað heitir fjármálaráðherra íslands og úr hvaða flokki kemur hann? Uhhh.... fjármálaráðherra, ég veit það ekki. Hvað heitir biskup íslands? Guð ég er alveg dottin út. Mmm ég man ekki hvað hann heitir. Hvað getur þú sagt mér um John Kerry? Uhhh er hann ekki forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum? Hver er Berlusconi? Það er uhh Berlusconi, forsætisráðherra (talíu. HRYÐJUVEl MANNR Hryðjuverk Stríðið gegn hryðjuverkum er ekki á enda og nánast daglega les maður í blöðunum um árásir þar sem saklausir borgarar eru drepnir. Hrikalegar sprengjuárásir ( Madrid (sem áttu sér stað daginn sem þetta er skrifað) þar sem um tvöhundruð manns létu lífið sýnir það að fólk er hvergi óhult fyrir árásum, ekki í vinnunni eða á leið til vinnu, ekki við innkaup og ekki í skemmtiferðum. Hryðjuverk eru ógn við frið og öryggi í heiminum og þau brjóta réttinn til lífs og frelsis eínstaklinga og hafa hryðjuverkasamtök getu til að dreifa ótta og óöryggi um allan heim. í rauninni er einstaklingurinn hvergi óhultur á meðan skyndiárásir eru gerðar hvar sem er. Hryðjuverkastríðið Flest ríki heimsins eru sammála um að berjast þurfi gegn þessari ógn og hafa Sameinuðu þjóðirnar gefið út yfirlýsingar þar sem þær hvetja ríki til að sameinast í baráttunni og að styrkja samvinnu sín á milli. Hryðjuverkasamtökin sem eru yfirleitt hópar örvæntingarfullra manna sem berjast fyrir ákveðinn málstað með þvf að sprengja upp saklausa borgara leitast eftir að vekja ótta meðal almennings með þaulskipulögðu ofbeldi og er ekki hægt að láta slíkt viðgangast. Sameinuðu þjóðirnar vilja þó að baráttan sé gerð í samræmi við stofnskrá Sameinuðu þjóðanna, samkvæmt alþjóðalögum og þar með alþjóðlegum mannúðarlögum og mannréttindum en oft er hryðjuverkastríðið þó notað sem afsökun ríkisstjórna til að berjast gegn hvers kyns aðskilnaðarhópum í eigin ríki. En hverjir eiga að berjast gegn hryðjuverkamönnunum? Á það að vera her Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra eða á lögregla sérhvers lands að sjá um þetta? Er það kannski bara sterkasta ríki hvers tíma sem á að sjá um öryggið í heiminum? Stjórnmálaleiðtogar æpa loforð um sigur en stefnan hefur borið lítinn árangur. Réttlæting hryðjuverka Stundum hafa hóparnir ekki margar lausnir og má hér nefna Palestínumenn sem dæmi. Á Gasasvæðinu og á vesturbakkanum eru palestínskir íbúar undir stjórn ísraela og eru eins og fangar í eigin landi. Nú nýlega reistu (sraelsmenn girðingu sem einna helst má líkja við Berlínarmúrinn og hefur þetta verið harðlega gagnrýnt af alþjóðasamfélaginu. Hernámið er ólöglegt og íbúarnir vilja berjast fyrir sjálfstæði sínu. Þeir kasta grjóti á meðan Israelsmenn fá vopn og fjárframlög frá Bandaríkjamönnum. Það virðist alveg sama hversu óréttlátt heiminum þykir ástandið á hernumdu svæðunum, enginn virðist geta gripið I taumana til að réttlætið nái fram að ganga. Fólk á hernumdum svæðum hefur rétt til að beita valdi gegn valdhöfunum í nafni alþjóðlegra laga um sjálfsákvörðunarrétt, en það er þó ekki sama hvernig vaidinu er beitt. Palestínumönnum finnst brotið á sínum mannréttindum og öfgafullir hryðjuverkamenn brjóta þá á mannréttindum (sraela á móti. Þá er spurningin: Er réttlætanlegt að notast við hryðjuverk ef málstaðurinn er réttur? Alþjóðasamfélagið getur ekki réttlætt aðgerðir líkt og sjálfsmorðsárásir þar sem saklausir borgarar láta lífið þó svo að baráttan sé fyrir frelsi þjóðarinnar, en á meðan Bandaríkjamenn styðja fast við bakið á fsraelum hafa frelsissinnar þar í landi fáar lausnir. Mannréttindabrot á báða bóga Hryðjuverk eru andstæð mannréttindum. Þeir sem beita ofbeldi brjóta mannréttindi fórnarlamba sinna. Alþjóðleg mannréttindalög sýna það glögglega að hryðjuverk eru ekki lögmætar aðgerðir í hernaði eða stjórnmálum þar sem fórnarlömbin eru yfirleitt aðeins almenningur sem hefur lítið sem ekkert að gera með hvernig ástandið er, en yfirleitt ekki stjórnmálaleiðtogar sem valdireru að reiði hryðjuverkamannanna. Með því að drepa óbreytta borgara eru hryðjuverkamennirnir að senda leiðtogunum skilaboð en verður oftast Ktið ágengt. Það er skylda ríkjanna að berjast gegn slíkum mannréttindabrotum en hagur almennings verður þó alltaf að vera í fyrirrúmi. Bandaríkjastjórn hefur tekið málin í sínar hendur og hefur hin nýja utanríkisstefna þeirra verið gagnrýnd fyrir þær aðgerðir sem gerðar hafa verið. Hryðjuverkastarfsemi er glæpsamleg og það er óréttlætanlegt að stofna til ógnarástands í pólitískum tilgangi. En má þá gera hvað sem er í baráttunni? Nei, það er nauðsynlegt að barátturíkin hafi ákveðið aðhald í því hvernig farið er því að í baráttunni gegn hryðjuverkum geta baráttuaðilar einnig framið mannréttindabrot í nafni and- hryðjuverka. Nú undanfarið hefur komist upp um slík brot í mörgum löndum um allan heim, til dæmis í Kfna, Egyptalandi, Indónesíu, Rússlandi, Spáni, Bretlandi, Bandaríkjunum og fleiri ríkjum. Viðbrögð alþjóðasamfélagsins í Mannréttindasáttmála Evrópu segir meðal annars að skerða megi friðhelgi einkalífsins, teljist það nauðsynlegt vegna þjóðaröryggis. Þetta gefur mikið svigrúm til túlkunar. Nú þarf ekki lengur neinar beinar sannanir fyrir þvl að aðili sé tengdur hryðjuverkasamtökum til þess að ríkisstjórnin hleri símann hans, lesi tölvupóstinn og leiti á heimili hans eftir hvers kyns sönnunum. Einnig er hægt að halda innflytjendum föngnum ef grunur leikur á sambandi þeirra við hryðjuverkasamtök og allt í nafni

x

Orðlaus

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.