Orðlaus - 01.03.2004, Blaðsíða 19

Orðlaus - 01.03.2004, Blaðsíða 19
iKASTRÍÐIÐ ÉTTINDI þjóðaröryggisins. Er hægt að réttlæta það að gruna einhvern svo sterklega um að vera hryðjuverkamaður að öll mannréttindi séu tekin af honum þartil einhver telur að öllu sé óhætt? Hafa hugsanlegir hryðjuverkamenn engan rétt? í sumum tilvikum hafa ríkisstjórnir sett ný lög varðandi öryggisráðstafanir sem brjóta á almennum frelsisréttindum þannig að grunaðir hryðjuverkamenn fá ekki réttláta meðhöndlun. Einnig eru dæmi þess að hryðjuverkastríðið hafi verið notað sem afsökun til að réttlæta aðgerðir eins og persónunjósnir, handtöku án dóms og laga, árásir gegn fjölskyldum meintra hryðjuverkamanna og þeirra sem styðja málstað þeirra þó þeir styðji ekki endilega aðferðirnar sem hryðjuverkamennirnir beita. And-hryðjuverkaaðgerðir síðan 11. september hafa einmitt verið sakaðar um að brjóta á borgaralegum réttindum sem og mannréttindum. Viðbrögð alþjóðasamfélagsins við hryðjuverkum hefur þróast í það að eftirlitið beinist sérstaklega að útlendingum sem koma frá þeim ríkjum þar sem hryðjuverkahópar hafa notið stuðnings. I þessu „stríði" er það oft tilfinningahiti sem stjórnar ákvörðunum á báða bóga og þá gleymist oft að hugsa út I þessu almennu réttindi. Guantanamo-fangarnir Eitt stórt dæmi um brot í hryðjuverkastríðinu eru Guantanamo-fangarnir. Bandaríkjamenn eru með herfangelsi fyrir "meinta" hryðjuverkamenn í Guantanamo á Kúbu. Þar er rúmlega 650 "meintum" útlenskum vígamönnum haldið föngnum án þess að réttað hafi verið yfir þeim, öllum utanaðkomandi er haldið frá fangelsunum, og eru börn meðal fanganna. Fangarnir eru einungis grunaðir hryðjuverkamenn en öll mannréttindi hafa verið tekin af þeim. Fangarnir hafa hvorki réttindi sem stríðsfangar né sem sakamenn grunaðir um glæpi. Þessar aðgerðir Bandaríkjastjórnar hafa verið harðlega gagnrýndar af háttsettum mönnum innan Rauða krossins sem og diplómötum, dómurum og almenningi. Menn telja þessar aðgerðir óásættanlegar þar sem það eru almenn mannréttindi hvers manns að fá sanngjörn réttarhöld og má ekki mismuna neinum manni sökum trúar, kynþáttar, kyns eða skoðana. Bandaríkjastjórn er þó ekki sammála þessu og segir fangana vera vígamenn utan dóms og laga og því sé hægt að halda þeim ótímabundið og að Genfarsáttmálinn um meðferð stríðsfanga eigi einfaldlega ekki við um þá. Bandarísk stjórnvöld telja sig því hafa rétt til að halda föngunum þarna þangað til ófriðinum lýkur, og hver veit hvenær það er. Fangarnir voru flestir handteknir í Afghanistan árið 2001 og er fyrst núna verið að draga nokkra þeirra fyrir dóm. Aukið hatur Hryðjuverkastríðið er alveg gríðarlega erfitt í framkvæmd þar sem ógnin dreifist um allan heim og lausnirnar á vandanum eru ekki margar. Stríðið mun seint vinnast með hernaði einum saman og ekki heldur með því að brjóta gegn almennum mannréttindum. Baráttuaðferðirnar eiga að vera í samræmi við alþjóðleg mannréttindi og mannúðarlög. Nú hefur löggæsla aukist og ríki hafa áskilið sér þann rétt að herða öryggi við landamæri sín og gefið stofnunum leyfi til að herða eftirlit með innflytjendum en þar lenda ákveðnir hópar verr í því en aðrir. Sumar þessara aðgerða eru nauðsynlegar til þess að tryggja öryggi almennings en margar þeirra brjóta á almennum mannréttindum sem eiga að gilda ofar öllu, jafnvel á hættutímum. Flóttamenn og innflytjendur hafa verið sendirtil baka til heimalanda sinna þar sem þeir eiga á hættu að verða drepnir, pyntaðir eða búa við annars konar ómennska og niðurlægjandi meðferð og kynþáttahatur hefur aukist í heiminum þar sem árásir gegn múslimum og aröbum sem búa til dæmis I vestrænum ríkjum verða tíðari. Stöndum við skuldbindingarnar! í baráttunni gegn hryðjuverkum er mikilvægast af öllu að ríkisstjórnir baráttulandanna tryggi að þær standi við skuldbindingar sínar bæði við borgara lands síns og annarra. Annars eru ríkisstjórnirnar lítið betri en hryðjuverkamennirnir sjálfir. Þær verða að tryggja það að aðgerðir gegn hryðjuverkum virði alþjóðleg réttindi en vinni ekki gegn þeim. Kofi Annan, ritari Sameinuðu þjóðanna, hefur margsinnis bent á mikilvægi þess að „það megi ekki skipta á mannréttindum fyrir baráttu gegn hryðjuverkum." Það kemst ekki öryggi á I heiminum nema að öllum mannréttindum sé framfylgt sama um hvern er að ræða. Það þarf að hvetja ríki til að skjóta ekki skjólshúsi yfir hryðjuverkamenn, fjármagna hryðjuverkastarfsemi þeirra, hjálpa þeim með vopn eða veita fyrrum hryðjuverkamönnum flóttamannahæli eins og írak, Lybía, Sýrland, fran, Libanon, Súdan, Kúba og Nicaragua hafa gert. Það er mikilvægt að ríki heimsins vinni saman í að efla varnir gegn hryðjuverkum. Nú á tímum er mikil þörf fyrir milliríkjasamstarf og upplýsingaflæði á milli ríkja, stofnana og samtaka en ekki deilur á milli heimsveldanna eins og komu upp í kringum Íraksstríðið. Ríkin þurfa að standa undir ábyrgð, gera málamiðlanir, en ekki láta tilfinningar bera sig ofurliði. Texti: Steinunn Jakobsdóttir 1 Henrý, 21 árs Hver er varaforseti Bandaríkjanna? Það veit ég ekki maður. Hvað heitir fjármálaráðherra fslands og úr hvaða flokki kemur hann? Ekki hugmynd. Hvað heitir biskup íslands? Veit ekki. Hvað getur þú sagt mér um John Kerry? Hann er þarna að bjóða sig fram sem forseti í Bandaríkjunum. Hver er Berlusconi? Hvernig spurningar eru þetta, ég veit það ekki. Gréta, 21 árs Hver er varaforseti Bandaríkjanna? Ég veit ekki hver það er. Hvað heitir fjármálaráðherra íslands og úr hvaða flokki kemur hann? Ekki hugmynd. Hvað heitir biskup fslands? Veit það ekki. Hvað getur þú sagt mér um John Kerry? Ekki neitt. Hver er Berlusconi? Veit ekki. Rétt svör: Hver er varaforseti Bandaríkjanna? Dick Cheney Hvað heitir fjármálaráðherra fslands og úr hvaða flokki kemur hann? Geir H. Haarde, Sjálfstæðisflokki. Hvað heitir biskup íslands? Karl Sigurbjörnsson Hvað getur þú sagt mér um John Kerry? John Kerry er frambjóðandi demókrata í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember. Hver er Berlusconi? Silvio Berlusconi er forsætisráðherra (talíu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.