Orðlaus - 01.03.2004, Page 28

Orðlaus - 01.03.2004, Page 28
FROSTI: Blessaður maður! KGB: Blessaður. KGB: Þú varst úti, hvernig gekk það? FROSTI: Vel bara. Bara nóg af partýum og stuði og svona. Við fórum í fyrsta skipti til Þýskalands, smá tilbreyting. Vorum líka að spila með stærri hljómsveit, The Distillers, söngkonan er kærasta Josh Homme úr Queens of the Stone Age. Þeirra band er alveg geðveikt heitt í Þýskalandi. KGB: Hittiru kallinn? FROSTI: Jájá, ég hitti kallinn. Hann kom með okkur eina kvöldstund og við vorum á trúnó með honum í partýi, hann var að gráta bassaleikarann sinn sem hann var að reka. Hann var alltaf svo óþekkur og erfiður í samstarfi. KGB: Ég er svona klúðurgaurinn, sem er alltaf seinn og svona og á engan pening. FROSTI: Það eru allir þannig í minni hljómsveit! KGB: En sko, þegar ég var að spila með Botnleðju vorum fengnir til að spila á Redding, svaka breik og svona. Við vorum búnir að æfa og fórum uppá svið, ég byrja að spila og það bara kemur ekki neitt. Það var plötufyrirtækislið að horfa og svona ... FROSTI: ó men! KGB:... og það var alveg rosalegt! Svo kom gaur sem sá þetta hlaupandi uppá svið með syntha fyrir mig og ég kunni auðvitað ekkert á hann. Bara svona týpískt, ég kunni ekki á hljóðfærið og útaf því að ég er (ekki) píanóleikari lamdi ég bara orgelið. Það kom mjög illa út. FROSTI: Var þetta ástæða fyrir endalokum þínum í Botnleðju? KGB: Nei, nei, en sko alveg partur af því. Ég og Halli vorum ekkert bestu vinir þarna undir lokin. Hann var alveg búinn að fá nóg af mér, en það er allt orðið gott í dag. FROSTI: Ég man eftir einum tónleikum sem við spiluðum á í Bretlandi í einhverjum strandbæ. Það kom enginn á tónleikana nema prómóderinn sem skammaðist sín alveg hrikalega því hann hafði ekki hengt upp nein plaköt og laumaðist bara út. Við spiluðum bara einhver þrjú lög og meira að segja bara illa. Þá kom gaurinn á barnum og sagði bara „hey, þið eigið alltaf að spila vel sama hvort það sé enginn á tónleikunum!" og fór að skamma okkur fyrir það. Það var alveg hrikalegt kvöld! KGB: Við tókum svona svipað í Fallmouth. Það var algjör viðbjóður. Við komum og hugsuðum bara hvern fjandann við værum að gera þarna, þetta var svona lítið þorp. Það voru tveir gestir hjá okkur og greinilega fastakúnnar og svo barþjónninn. Við spiluðum samt, rosa hávaði og læti en eftir fyrsta lagiö kallar annar gestanna „get back on your snowboards and get the fuck out!" og við bara ok, en kláruðum settið bara til að fara I taugarnar á honum. telpur leturu komiö eitthvað á Vegamót nýlega? FROSTI: Hahaha, já ég er búinn að fara einu sinni á Vegamót efir greinina í DV og mér var allavega ekki hent út. Þetta var geðveikt leiðinlegt samt því ég sagði þetta ekkert svona. Ég sagði að fallegu stelpurnar væru meðal annars á Vegamótum en svo var annars staðar í viðtalinu þar sem ég sagði hvað það væri mikil synd hvað fallegar ungar stelpur á Islandi væru farnar að nota hörð fíkniefni mikið og væru jafnvel að láta svívirða sig inná klósettum skemmtistaðanna. KGB: Já, það er allt annað mál. FROSTI: Þetta er líka alveg satt, 18 ára stelpur sjúgandi hörð fíkniefni og sjúgandi jafnvel eitthvað annað í staðin. Þetta kom semsagt út einsog ég væri að segja að allir kúnnarnir á Vegamótum væru sjúgandi tittlinga fyrir kókafn ... KGB:... sem að þú varst ekki að segja! FROSTI: Vonum að þetta hafi leyst allan ágreining um þetta mál. KGB: Svo er líka svo fínn matur þarna! FROSTI: Já, maturinn er nebblilega mjög góður. KGB: Já stundum er gerður svona úlfaldi úr mýflugu. Ég og Raggi I Botnleðju vorum til dæmis einu sinni að pæla í að sviðsetja slagsmál inná Kaffibarnum og láta taka myndir af því og selja Séð og Heyrt það vegna þess að þeir myndu aksjúallí kaupa það. FROSTI: Algjörlega. KGB: Og það er bara útí hött. Hverjum er ekki skítsama þó ég og Raggi berjum hvorn annan. FROSTI: Nákvæmlega. Sértaklega núna samt, með tilkomu nýju ritstjórnarinnar á Dagblaðinu myndu þeir kaupa þessa frétt líka. Um daginn vorum við til dæmis að spila á Akureyri og Þröstur bassaleikari er frá Akureyri og honum finnst rosa gott að hvíla sig stundum þar og hlaða batteríin hjá fjölskyldunni og svona og hann ákvað að vera þarna yfir helgina. Þá kom í Dagblaðinu að greinilegt hefði verið að það var mikið fjör hjá okkur á Akureyri því að Þröstur bassaleikari missti af fluginu á fylleríi. KGB: Hahaha, þetta er svo rosalega týpískt. FROSTI: Þetta var auðvitað bara búið til. KGB: Já, einhvern veginn verða þeir að selja blöðin sín. FROSTI: Stelpur eru óútreiknanlegar, það er hægt að segja þaö, án þess aö móðga neinn. KGB: Já. FROSTI: Þaö vantar eiginlega eina svona alvöru stelpurokkhljómsveit á íslandi. KGB: Já, ég skil ekki afhverju það eru ekki fleiri stelpur sem stofna hljómsveitir. FROSTI: Það þarf einhverja tlskubólu til aö hrinda þessu af stað. KGB: Já, fyrrverandi kærastan mln var reyndar I stelpurokkhljómsveit, Kolrössu. FROSTI: Mér fannst samt svo leiðinlegt þegar Kolrassa skipti um trommara þarna, því sú sem var trommari fyrst, hún var langsætust. Fallegasti trommari Islandssögunnar! KGB: Já bíddu, hún er líklegast fallegasti trommari fslandssögunnar, við bara tilkynnum það hérmeð. FROSTI: Þær voru samt aldrei nógu mikið rokkband. Ég vildi sjá svona stelpuband sem var alveg svona pönk/rokk. Við hvetjum því allar íslenskar stelpur til að fara í skúrinn og raka á sig hanakamb. KGB: Já, eindregið! FROSTI: Ertu ekki úr Breiðholtinu? KGB: Jújú, ég er úr 109. FROSTI: Við erum þá svona andstæður, KGB: Já, þú ert úr Garðabæ. Ég hef aldrei komið í lítið hús í Garðabæ. FROSTI: Já er það ekki? Þau eru nú örugglega til samt, en ég bý í risa húsi. KGB: Ég slóst samt aldrei þarna í Breiðholtinu, þorði því ekki. Mér finnst svo rosalega vont að meiða mig. FROSTI: Haha, I wonder why. En þegar ég var lítill heyrði ég bara að verstu villingarnir í heiminum væru úr Breiðholtinu. KGB: Já vá, ég man það til dæmis þegar ég var 10 ára gamall og pabbi bað mig um að skila vídjóspólu útí Fell og ég þorði ekkert að fara þangað, en sagði samt já ok. Ég er semsagt að labba þarna framhjá Fellaskólanum og þar er gaur sem er eldri og alveg alræmdur, að spila fótbolta. Hann skaut framhjá markinu og markið sneri að mér svo boltinn fór til mín. Ég labba með boltann til hans en hann bara kýlir mig þvl hann skaut framhjá. Ég sagði auðvitað ekkert. Svona var lífið í Breiðholtinu sko. FROSTI: Djöfull var þetta hart maður. FROSTI: Þegar ég var unglingur voru alltaf dauðarokkstónleikar í Fellahelli. Ég var örugglega yngsti dauðarokksaðdáandi á Islandi. Leit út einsog feit stelpa með síða hárið. KGB: Já Rykkrokk var til dæmis alveg magnað. Mikil synd að það hafi lagst af. Ég bið hér með um að Rykkrokk verði sett af stað aftur! KGB: Hvernig lltur þú á kventískuna Frosti? Hvaö fangar athygli þína? FROSTI: Það getur reyndar verið margt sko, en ungar konur, semsagt ekki stelpur, finnst mér alltaf bestar ef þær eru frekar vel til hafðar. Ekki ( einhverju svona rokksubbudressi. Þá finn ég nebblilega alveg svona ostapíkufýlu. Svo ffla ég líka svona rokkaragellur þegar þær eru kannski aðeins yngri. Spurning hvort það meiki mikiö sens. Ég vil hafa stelpur (frekar rokkaðri kantinum, svona soldið Spútnikktýpur en þegar ég er að leita mér að svona konu þá veröur hún að vera snyrtileg. KGB: Já er það, þú ert semsagt meö þanna svona dobbelstandart (gangi? FROSTI: Já vá, ég var bara að átta mig á þvl núna maður.

x

Orðlaus

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.