Orðlaus - 01.03.2004, Page 29
KGB: Það er rosalega gott að gera sér grein fyrir því
sem maður vill.
FROSTI: Nákvæmlega. En þú, hvernig viltu hafa þínar
konur?
KGB: Veistu það, að ég bara hef ekki hugmynd um
það. Ég vil reyndar ekki stelpur, en þú veist.
FROSTI: Á endanum viljum við allir konur náttúrulega
KGB: Ég veit ekki, ég er auðvitað voða mikið í því að
fólk eigi eitthvað sameiginlegt sem það geti talað um,
því ég vil ekki vera með konu sem er bara flottasta
kona í heiminum en þú veist, ég get ekki talað við
hana lengur en í 30 sekúndur. Þá bara er ég farinn í
að gera eitthvað annað.
FROSTI: Ég er alveg sammála.
KGB: Ég er miklu meira fyrir svona svipsterkar konur,
heldur en svona sætar stelpur, skilurðu, verða að hafa
svona bein í nefinu.
FROSTI: Já, ég segi það sama, hún verður að hafa sín
eigin áhugamál og svona, hangir ekki bara á kaffihúsi
og reykir sígarettur.
KGB: Það virðist bara vera þannig að allt að fólk ber
rosa virðingu fyrir fólki sem er að mála myndir og spila
á gítar, skrifa bækur eða svona. Mér finnst það svona
ekkert mikilvægast, finnst það ekkert svona atriði að
allir séu að skapa eitthvað, það er bara rugl sko, en bara
að fólk sé að gera eitthvað sem það hefur gaman af.
FROSTI: Nákvæmlega, helvíti gott svar.
KGB: Ég hef líka rosalega mikinn áhuga á feminisma.
FROSTI: Er það?
KGB: Já ég hef ROSALEGA mikinn áhuga á
femínistahreyfingunni semsagt. Bara líka útaf þvi að
mér finnst þarna vera hlutir sem er ekkert bent á,
gleymast alveg, vegna þessa að ég er einsog sérhver
heilvita maður fylgjandi launajafnrétti, eðlilega. By
the way, ég skil ekki hvernig það er hægt að halda
greinanlegum mun, ég bara skil það ekki til að byrja
með.
FROSTI: Er það ekki löngu búið?
KGB: Nei, það sem ég er að tala um er til dæmis að
það er ekki sama hvað karlmaður segir við konu en
alveg sama hvað konur segja við karlmann útaf því að
hún má það alveg. Rosalega gott dæmi er
sjónvarpsauglýsing sem var þarna um daginn, Vítabix.
Þar er stelpa að vakna og setur á sig bakpoka og fer
útað hlaupa og og kastar sér utaní veggi og svona dót
og svo kemur hún heim og þá var hún búin að kremja
Vítabixiö. Svo er svona sekúndubrot í lokin þar sem
hún stendur hjá manninum sínum sem er sofandi i
rúminu, tekurtöskuna og lemur hann af þvíliku afli f
hausinn. Ef að þú snýrð þessu við og kall ber konu af
alefli f hausinn þá hefði sú auglýsingastofa rekið
mennina sem gerðu auglýsinguna. Þetta er bara svona
geöveikur dobbelstandart. Eins og með allt þetta
sjónvarpsefni. King of Queens, Everybody loves
Raymond og svona gengur bara útá það að sýna hvað
kallinn er heimskur og hann þarf alltaf aö fara á bakvið
konuna ef hann vill gera eitthvað því hún ræður.
FROSTI: Ákkúrat. Ertu þá með áhuga á
femínistahreyfingunni í þessu Ijósi?
KGB: Mér finnst partar af þessu komnir f algjöra
geðveiki og þú veist, þetta á að vera um jafnrétti sko,
en mér finnst það stundum ekkert snúast um jafnrétti.
FROSTI: Bara hroki og svona?
KGB: Nei bara beisikklí, hérna stjórnsemi sem er orðin
bara svona viðtekin venja.
FROSTI: Þú ert semsagt ekki femínisti?
KGB: Ég vil bara benda á hluti sem eiga alveg heima
innan grundvallar jafnréttisumræðu, en er ekkert talað
um.
FROSTI: Við erum báðir hlynntir jafnrétti þá, en kannski
ekki alveg æstir aðdáendur femínistahreyfingarinnar.
KGB: Mig langaði bara til að segja þetta, mér finnst
fólk ekki fatta hina hliðina.
FROSTI: Heyr, heyr, það er heilmikið til í þessu.
KGB: Hvað ertað fara að gera núna?
FROSTI: Ég er núna að skrópa, við erum í stúdíóinu að
taka upp demó. Umboðsmaðurinn og útgáfufyrirtækið
úti vilja fá að heyra í hvaða átt við erum að fara að
stefna í. Svo fer ég til Berlínar á morgun og við erum
sveittir að taka upp. Svo í apríl förum við að túra um
Bretland með hljómsveit sem heitir Amen.
KGB: Magnað. Það er mjög fyndið aö ég vann einusinni
hjá manni sem á byggingarfyrirtæki og hann var svona
geðveikur rokkari og var alltaf með Amen í bílnum á
fullu blasti.
FROSTI: Já, hann er skemmtilegur söngvarinn í þessu
bandi. Hann heyrði eldgamalt demó frá okkur sem við
gerðum '99 eða '98 og hefur verið Mínus aðdáandi
síðan. Við hittum hann svo í fyrsta skipti í fyrra og
hann bað okkur um að spila með sér á leynigiggi og
við gerðum það og svo förum við núna á þriggja vikna
túr með þeim. Síðan í maí förum við í fyrsta skiptið til
Skandinavíu, Svíþjóöar, Noregs og Danmerkur og
Þýskalands á svona klúbbatúr.
FROSTI: Eruði Ensími ekki að fara að gefa út nýja
plötu?
KGB: Það er bara stúdíóvinna í gangi en ég er bara
búinn að vera að klára sólóplötuna mína. Það er svona
rafpopp. Ég er meö díl útí Bretlandi og hún er að koma
út núna í mai.
KGB: Eruði að spila á einhverjum svona festivölum í
sumar?
FROSTI: Já vonandi, það er ekki búið að staðfesta neitt.
KGB: Það er líka svo pirrandi ef maður segir eitthvað
svona sem verður ekki þá er maður geðveikt hankaður
á því. Ég fékk til dæmis verkefni að búa til Sugarbabes
remix og ég var bara í skýjunum, fannst það alveg
magnað og búinn að segja öllum frá því. Svo bara
klúðraðist það. A&R gaurinn þeirra sendi bara aldrei
dótiö og ég skipti auðvitað engu máli þú veist, og fólk
alltaf að spyrja hvernig gengi með remixið. Þá bara
virkar þú asnalegur þannig að maður veröur að passa
sig rosalega.
FROSTI: Já, ég segi aldrei neitt nema þaö sé alveg 100%.
Um Sugarbabes og töffarana úr 10. bekk
FROSTI: En Sugarbabes, þær eru nú sætar.
KGB: Já, ég fíla þær alveg. Ég á alveg 3 smáskífur.
FROSTI: Ég á 2 breiðskífur!
KGB: Mér finnst rosa gaman að fara á soldið vírd
tónleika. Þarna verða bara stelpur og búið...
Frosti: ... sem er mjög skemmtilegt.
KGB: Tvímælalaust af hinu góða.
KGB: En Scooter, það var geggjað, fórstu þangað?
FROSTI: Nei ég var úti, en hefði pottþétt farið ef ég
hefði verið heima.
KGB: Ég hef aldrei séð annað eins, þrítugir gaurar með
18 ára stelpum.
FROSTI: Pældí því maður.
KGB: Allir gaurarnir sem voru svona töffararnir í 10.
bekk í skólanum, þeir voru allir þarna með 18 ára
stelpum.
FROSTI: Já, ég hefði alveg getað séð þetta fyrir mér.
KGB: Á hvaða stöðum eru sætustu stelpurnar?
FROSTI: Það fer eiginlega soldið eftir í hvernig skapi
ég er í.
KGB: Amsterdam kannski?
FROSTI: Haha, held við getum afskrifað það, þá keyri
ég heldur útá Selfoss held ég. En eins og ég var að
reyna að segja í þessari afbökuðu grein sem kom í DV
þá eru fallegar konur inná Vegamótum.
KGB: Ég verð bara skíthræddur þegar ég kem inná
Vegamót. Mér finnst einsog allir séu með grímu. Mér
líður einsog ég sé á svona grímuballi. Það eru auðvitað
fallegar stelpur þarna, en ég fatta bara ekki
menninguna.
FROSTI: Ég gæti heldur ekki flokkað sjálfan mig sem
svona Vegamótatýpu.
KGB: En hvað myndi Frosti í Mínus þá segja?
FROSTI: Ég veit ekki. Ég kann voða vel við mig inná
Kaffibarnim og ellefunni og ég væri oftar á Sirkus ef
það væri ekki svona ógeðslegt loftið þarna inni, hvernig
sígarettureykur magnast þarna inni er bara heimsmet.
En kúltúrlega séð passa ég alveg örugglega ágætlega
þar inn held ég.
KGB: Mérfinnst líka skipta alveg ógeðslega miklu máli
að vera innan um fólk sem er svipað þenkjandi og
maður sjálfur. Eins og bara fólkið hinum megin við
Lækjargötuna, Gaukurinn og svona ... þetta er svo
mikið skipt. Ég væri örugglega laminn á hverju kvöldi
ef ég væri þarna niðurfrá.
FROSTI: .. já það er bara allt annað lið. En það er
kannski bara ágætt að hafa svona tvo heima.
Texti: Steinunn Jakobsdóttir & Hrefna Björk.
Myndir: Árni
j
t
i
í
!