Orðlaus


Orðlaus - 01.03.2004, Síða 30

Orðlaus - 01.03.2004, Síða 30
Eitt af mínum helstu áhugamálum eru prentmiðlar. Hvernig þeir eru uppbyggðir og hvernig þeim er beitt. Fjölmiðlaflóran hér á landi er að taka á sig nokkuð alþjóðlegan blæ, þar sem neytendum gefst kostur á að velja á milli ábyrgrar fréttamennsku og svo gjörsamlega óábyrgrar þvælu þar sem keppst er við að níða mannorð einstaklinga. Mér finnst tilvalið að varpa hér minni sýn á málið. Heiðursorð blaðamanna er ekki lengur eitthvað sem menn keppast um að viðhalda, það snýst allt um að finna nógu öflugar fyrirsagnir svo einhver lesi og oft á tíðum er skáldað eða ýkt til að gera slæma frétt sæmilega eða góða frétt betri. Raunin er sú að markaðurinn kallar á þetta, það er ekki eins og blaðamenn séu illa innrættir, það ríkir bara samkeppni sem gerir það að verkum að besta leiðin til að ná athygli er að ganga fram af fólki. Persónulega býður mér við ritstjórnarstefnu DV eins og hún er í dag, en á sama tima les ég í gegnum blaðið í hvert skipti sem það kemur út og skemmti mér oft á tíðum konunglega. Eins og ég sé þetta þá reynir Morgunblaðið að halda tryggð sinni við ábyrgan fréttaflutning þar sem reynt er að koma sannleikanum á framfæri. Fyrir vikið er blaðið þunglamalegt og leiðinlegt, en þó verða þeim af og til á mistök eins og til dæmis þegar birt var mynd af mér og Fjölni Bragasyni, húðflúrartista undir fyrirsögn sem kynnti okkur til leiks sem framverði íslensku rasistahreyfingarinnar, en það er önnur saga. Hömlurnar eru aðeins slakari á Fréttablaðinu, enda er það snepill sem er fyrst og fremst að koma fréttunum hraðsoðnum á framfæri. Fréttirnar komast til skila í það fáum orðum að maður nennir að lesa það og ef það er eitthvað sem maður vill kynna sér nánar þá les maður sömu frétt í Morgunblaðinu og fær þar með díteila málsins. Með þessu er ég að segja að ég upplifi Fréttablaðið sem einskonar efnisyfirlit Morgunblaðsins. DV er siðan miðillinn þar sem landinn er vaktaður og mistök náungans skjalfest. Það er afar sjaldgæft að í því blaði sé að finna jákvæðar fréttir. Þar fá grunaðir menn birtar myndir af sér og hljóta þar með meðhöndlun sekra. Það fær enginn vægan dóm i dagbiaðinu enda eru flestar fyrirsagnir þar í fullyrðingastíl án þess að nokkuð hafi verið sannað. En svona er heimurinn bara, það er ekki eins og þetta blað sé einsdæmi, það eru ótal gulupressublöð víðsvegar í heiminum sem keppast um að grafa upp skítlegar fréttir um áberandi einstaklinga. Fólk vill lesa efni af þessum toga og ég er algjörlega í þeim hópi. Lærdómurinn sem ég hef dregið er sá að það er ekki hægt að trúa því sem maður les. Tjáningarfrelsi gerir það að verkum að mönnum er heimilt að skrifa hverja þá þvælu sem þeim sýnist og þar við situr. Þeir aðilar sem reynt hafa að fara i málaferli til að hreinsa mannorð sitt hafa flestir borið ekkert úr býtum nema aukna neikvæða umfjöllun um sjálfan sig. Þetta er vítahringur sem skapaður hefur verið af mannfólkinu sjálfu, það fer enginn í gegnum lífið án þess að gera mistök og til eru fjölmiðlar sem nærast nær eingöngu á því að þefa uppi mistök annarra og gera úr þeim fréttamat, svo ef enginn gerði mistök þá eru mistökin skálduð upp. Ég fagna hverjum þeim degi sem ég vakna, kíki á blöðin og sé að það er ekki forsíðumynd af mér þar sem búið er að grafa upp einhvern fortíðardraug eða kasta upp einnhverri tilbúinni þvælu, en sá dagur mun áræðanlega koma. Snorri Barón Ég fagna hverjum þeim degi sem ég vakna, kíki á blööin og sé að það er ekki forsíðumynd af mér þar sem búið er að grafa upp einhvern fortíðardraug eða kasta upp einnhverri tilbúinni þvælu KYIULÍF LEIÐIR AF SÉR MEIRI 'rit ori Það skemmtilegasta sem ég veit er að heyra fólk skilgreina sjálft sig, þegar það er fullkomlega hreinskilið! Ég veit ekki hversu oft ég hef oltið um af hlátri þegar vinkona mín hefur sagt eitthvað svo hrikalega illkvitið um sjálfa sig til þess eins að við getum hlegið, og þá að henni. Ég held að við, mannfólkið, séum að verða betri og betri í þessu, grímurnar sem við berum eru að verða of þungar og við viljum losna við þær. Þetta er þó enginn hægðarleikur þar sem sú manneskja sem leynist undir niðri er oft á tíðum í algerri mótsögn við þá sem við sýnum dagsdaglega, þvf viö erum "illkvitnari", yfirboröskenndari og villtari en við þorum aö sýna. En hver er ég og hvað á ég með að fullyrða þetta? Ég ætla að skrifa um hvernig hlutirnir eru en ekki um hvernig þeir eiga að vera, en auðvitað undir nafnleynd því ég eins og aðrir þori ekki að láta grímuna falla, ekki ennþá allaveganna. Með nafnleynd get ég þó svipt hulunni af þvf hvernig ég er, hvað ég geri og hvað ég er að hugsa en falið mig á bak við manneskjuna sem ég sýni út á við. Ég er einhleyp, ágætlega sæt og nokkuð klár. Ég elska að daðra og hef gaman af að tæla stráka. Flestir strákar, ef þeir vissu hvernig ég hugsa, myndu eflaust kalla mig druslu en það er ég ekki, þeir hafa bara hitt andstæðing sinn, ég er kvenmanns hözzler og mér hefur aldrei liðið betur. Þetta gerðist ekki á einni nóttu, það tók tfma að vita hvar ég setti mín eigin takmörk, hvað ég vildi og hvernig ég ætlaði að hegða mér í samræmi við það, en mér hefur tekist það. Eftir að ég uppgötvaði þann kost að vera kvenmaður eru mér allir vegir færir og það sem ég ætla að skrifa um í pistlum mfnum framvegis er um mig og hvernig ég sé hlutina. fram að þvf næsta og þá er það gleymt. Auðvitað er það þó misjafnt eftir hverjum og einum hversu oft manneskjan nælir sér í djammmaka en flestir gera það þó allaveganna einstaka sinnum! Það sem er þó leiðinlegast við þetta allt er að kynlíf biður um meira kynlíf. Hversu sorglegt er það fyrir okkur sem sofum hjá kannski einu sinni í mánuði eða á eins og hálfs mánaða fresti? Eitt gott kynlíf, við hugsum stanslaust um það næsta mánuðinn og emjum yfir meiru, svo loksins þegar þörfin er að slökkva á sér erum við aftur komin á vagninn. Þegar þú stundar kynlif þá geturðu ekki hugsað um annað en kynlíf, allt verður kynferðislegt og allir í kringum þig finna fyrir fullnægingar straumunum sem leiöa frá þér. En svo detturðu úr lukkupottinum og það er skorið á strenginn. Hægt og rólega gerist þetta, þér finnst fínt að samskipti þín við hitt kynið sé af skornum skammti og þú sættir þig við að hðzzla einstaka sinnum. Hözzlið fer svo að fjara út hægt og rólega og djammið er þín eina huggun þar sem þú nælir þér kannski í sleik og blikkar mann og annan en þú ert hættur að gefa frá þér fullnægingar vlbrana og þar af leiðandi verðurðu alltaf minna og minna spennandi fyrir vikið. Þegar á botninn er komið og varla sála litið við þér i langan tima ertu kominn á það stig að vink frá öðrum aðila er orðin saga til næsta bæjar... og það er krísufundur daginn eftir því þú ert kannski mögulega kominn meö gæja (spiliö og þú ert hæst ánægð meö vinkið. Afhverju erum viö að gera okkur þetta? Stunda kynlff á djamminu þegar við vitum aö það leiöir af sér meiri óhamingju því þú ert bara að kveikja á þörfinni en ekki að slökkva á henni. Jú, annars myndum .við eflaust , aldrei! En afhverju getum við e i n v; r inski mnn =.u' vijl sofa saman. 'uimól InJfTVttirni .1.^ -■ u. js .iw/íílSÍii. .*. : _ J.

x

Orðlaus

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.