Orðlaus - 01.03.2004, Page 35
3. Hluti: 1970-1975
aðaisprauta sveitarinnar, átti að hafa selt sál sína
djöflinum og stundaði svartar messur í heróínmóki í
höll sinni við Loch-Ness vatnið sem var reimt í.
Trommarinn John Bonham var ótrúlegur
ofdrykkjumaður sem tróð dauðum fisk í klofið á einni
vændiskonu og kjötsneiðum f aðra, og sigaði svo
hungruðum hundum á hana. Á meðan John Paul Jones,
bassa- og hljómborðsleikari gamnaði sér með
kynskiptingi skeit Robert Plant söngvari ofaní skóna
hennar. Sannar eða ekki, þá voru sögurnar eins
ótrúlegar og þær voru margar. Margar bækur hafa
verið skrifaðar um uppátæki þeirra félaga og hafa
sumar sögurnar loðað við þá einsog fimmti
meðlimurinn. Sérstaklega sagan um fiskinn. Á þessu
ári kom út fjórða plata Led Zeppelin. Hún var í raun
nafnlaus, og engar merkingar voru á kápunni fyrir
utan fjögurtékn sem meðlimirnir höfðu hannað sjálfir.
Hún er í daglegu tali oftast kölluð "IV". Það sem er
svo sérstakt við þessa plötu er að á henni er að finna
lag sem, árið 1991, á 20 ára afmæli þess, hafði verið
spilað 3 milljón sinnum í Bandarfsku útvarpi. Að spila
lagið svona oft samfleytt tæki 44 ár. "Stairway to
Heaven" er auðvitað þekktasta lag þessarar frábæru
hljómsveitar og það skaut þeim endanlega upp í æðstu
hæðir rokk-goðsagnanna. Zep átti eftir að hafa áhrif
á nær allar rokksveitir sem fylgdu í kjölfarið. Ekki bara
hvað rífandi blöndu blúss, rokks og fönks varðar heldur
líka með ofurmannlegu djammi. Þegarfór aö líða á
seinni ár sveitarinnar byrjuðu ósköpin að dynja yfir.
Sonur Roberts Plant lést, Plant lenti svo í alvarlegu
bilslysi sjálfur, og árið 1980 gerðist það sem loksins
batt enda á feril Led Zeppelin. John "Bonzo" Bonham,
einn besti rokktrommari allra tíma lét lifiö eftir að
hafa innbyrgt hvorki fleiri né færri en 40 vodkaskot.
Hann dó klassfska rokk-dauðdaganum: hann drukknaði
f eigin ælu.
Á þessum tíma voru rokkarar að átta sig á því að það
var meira við rokk heldur en að gefa út eina plötu á
ári og halda nokkra tónleika í kjölfarið. Eftir risahátlðir
eins og Woodstock og Isle of Wight var rokkið að
færast úr tónleikasölum og leikhúsum yfir á
íþróttaleikvanga. Risahljómsveitir flugu um á
júmbóþotum og fóru í árslöng tónleikaferðalög um
margar heimsálfur. Rokkið var oröið að milljónabissness.
Rokkið var að fullorðnast. Það þýddi þó ekki að
tónlistarmenn væru að þroskast aö einhverju leyti. Allt
það sem fólk tengir við rokkaralífernið varð til á þessum
fyrstu árum 70's: Að rústa hótelherbergjum,
grúppíuhópreiðar, óheyrileg dópneysla og rosalegir
tónleikar með reyk, geislum og flugeldum. Black
Sabbath, Deep Purple, The Who. Þetta voru mest
spennandi ár rokksins.
Kiss gáfu út sína fyrstu plötu árið 1974. Þessi rokktröll
sönnuðu að hægt er að verða ein vinsælasta hljómsveit
heims á útlitinu einu saman. Þeir viðurkenna það sjálfir
að vönduð tónsmíði og textagerð kemur ekki í fyrsta
sæti hjá þeim. Þeirra tónlist er til skemmtunar. Og
þvílík skemmtun. Útlit þeirra er allt gaddar og keðjur.
Þeir eru eins og andlitsfarðaðir vígamenn frá plánetunni
Dragdrottning. Gene Simmons, hinn tungulipri
bassaleikari sveitarinnar sá til þess að hver sýning væri
alger upplifun fyrir áhorfendur. Gríðarleg Ijósashow,
eldur og blóðsúthellingar. Kiss eru allt sem rokk (sem
tekur sig ekki of alvarlega) á að vera: Hávært,
iburðarmikið og skemmtilegt.
Það voru fleiri en Gene og félagar sem lifðu eftir
sannfæringunni "útlit ofar innihaldi". f Englandi voru
skrýtnir, afar skrýtnir, og kynæsandi hlutir að gerast.
David nokkur Bowie var að brjóta að því er virðist öll
hugsanleg tabú í rokki. Hann klæddist kjólum, var með
andlitsfarða og sagðist vera bísexjúal. Hann var ásamt
Marc Bolan foreldri Glam-rokksins. Bowie, horrenglan
i silkikjólunum var mamman, Bolan var pabbinn; Kynlífs-
íkon dýft í glimmer. Ásamt hljómsveit sinni T.Rex söng
hann, "You're dirty and sweetA'ou're my girl/Get it
on/Bang a gong/Get it onl". Tónlist T.Rex var umfram
alit sexí: karlmannleg og kvenleg allt í senn. Allt i einu
voru allir tvfkynhneigðir og og breyttust í mennskar
diskókúlur. Oftast var útkoman eins og menn hefðu
stolist (fataskápinn hennar ömmu, en þeim sem tókst
vel upp voru glitrandi rokk-guðir. Slade, The Sweet,
Mott the Hoople. Bandarikin tóku eitthvað við sér, en
glam er i raun sér-enskt fyrirbæri. New York Dolls voru
það sem helst stóð upp úr í bandarísku glami. Kiss,
þótt þeir litu út eins og glam-sveit, voru í raun alltof
gagnkynhneigðir til að vekja hrifningu glam-senunnar.
Glam hafði misst mest allan sjarmann þegar kærasta
Marcs Bolan keyrði á tré og drap þau bæði. 30 árum
síðar er Gary Glitter, ein helsta stjarna glam tímabilsins
orðinn einn alræmdasti barnaníðingur heimsins.
Merkilegt nokk.
Um miðjan áttunda áratuginn var margt spennandi í
loftinu. Hljóðgerflar einsog Moog-vélin voru sífelt
meira áberandi jafnt í fúnki sem rokki. Kraftwerk voru
að skapa algerlega nýja tegund tónlistar, án allra
raunverulegra hljóðfæra, Tölvupopp. f London voru
síversnandi aðstæður fátæks fólks að geta af sér Pönkið.
Og á meðan Hip hop tónlistin varð til ( Bronx hverfi
New York borgar beið kolsvart ský Diskótónlistarinnar
við sjóndeildarhringinn...
Björn Þór Björnsson
Áhugaverðar plötur timabilsins:
Crosby, Stills, Nash & Young - "Déja Vu"
Eagles - "Desperado"
Bob Dylan - "Desire"
Rolling Stones - "Exile on Main St."
Led Zeppelin - "III"
David Bowie - "The Rise and Fall of Ziggy stardust and
the Spiders from Mars" -
éS?
&
Framúrstefnu-súrrealistinn Salvador Dali var mikill
aðdáandi Alice Cooper. „hann var vanur að koma á
tónleikana mína" sagði Cooper. Þegar Dali varspurður
um Cooper sagði hann að tónllstin hans væri lifandi
einí^g málverkin sín.
> 4? ^ J ^ &
^Aður én Yoko hitti John Lennqn var hún meölimur í
öfgafullu konsept listasamsteypunni Fluxus. Meðal
hennar fyrri verka var Film No 4 (Rassar), sem
í samanstendur af 200 10 sekúndna klippum af berum
- v ,,v .:,s' r jv ,.v
bossum, hún vafði Ijónunum á Trafalgar Square í striga
og einnlg gerði hún taflborð þar sem atilr karlarnir
voru málaðir hvftir þannig að.það var ómögulegt að»'
teffa- O* CV
&
JT
Ásamt þvi að hafa samið lagið Andy Warhol og sýnt
verkin sín er fyrrum listaneminn, David Bowie, einnig
f ritstjórn'‘lílodern Paiqt'iiVÍagazine. Hfó'W' skrifar
reglulega greinar og tekur viðtöl við vinsæla listamenn
fyrir blaðið. ^ V* . ^
^ ^ ^ ^
Árið 2002 var sýning á samtímaverkumopnuð J,Tate
listasafninu I Liverpool. Sýningin sem bar nafnið Remix
Innihélt meðal annars málverk effir Dext^r Dalwood
SSr
þar sém hann ímyndaÖi sér hvaÖ værí innan veggja
Neverlands, heimili Michels Jackson og Paistey Park,
heimili Prince, án þess að hafa nokkurn tímann komið
þangað. Einnig var sýndur pop skúlptúr eftir Gavin
j V7
Turk sem var sjálfsmynd þar sem hann var klæddur
upp eins og Sid Vicious syngjandi My Way í steliingu 0?
eins og Elvis.
^ ^ ^ ^ ^ ^ ^
Aðeins fimnt%ra gahvall vajr Don vgfr Vliet, hinnig^’
þekktur sem Captain Beefheart, í dýragarði að gera
^skúlptúr. Portúgalskíylistamaðurinn-Agostinho
Rodrigues kom auga á hann og tólc harin undir sinn
væng. Þvl miður fannst foreldrum Don van Vliet þetta
■^kki^nf^g sniðugur frami og tóku háðn með sér í
eyötmörkina. Það var ekki fyrr en 1982 að hann snéri
sér aftur að listinni en þá hætti hann í
tónljstarbransanum og einbeitti sér að málaralist. jý'
vV
_C^
Birtist í marsblaði Q, 2004.