Orðlaus - 01.03.2004, Qupperneq 36
TJtTEEE
Strangt til tekið á ég eiginlega að vera að skrifa greinar. Eftir ítarlega rannsókn á því sem ég hef látið frá mér fara og birt á síðum
Orðlaus síðan síðastliðið vor hef ég hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að textana mína sé varla hægt að titla greinar. Þeir eru
framlengdar hugsanir, tiltektir í þönkum sem annars myndu rykfalla eða safnast upp þangað til að hraðbrautir heilans í mér væru
orðnar eilíflega umferðartepptar.
Ég stend í þeirri trú, eða lifi í þeirri blekkingu, að
þessir þankar hafi eitthvað skemmtanagildi fyrir annað
fólk en sjálfa mig. Og ef það er blekking, þá skítt með
það, ég skemmti mér konunglega yfir skrifunum þó
ég væli alltaf eins og kvefaður karlmaður þegar
deadlinið nálgast og Orðlausstúlkurnar eru orðnar ansi
grimmar til augnanna. Hver á að skemmta mér ef ekki
ég sjálf?
undir merkinu Fullkomnun með góðri samvisku. Svo
bar það til að manneskja sem ég ber mikla virðingu
fyrir tilkynnti mér að honum þætti jafn vænt um kosti
mína og galla. Það var eftir eitthvað svona kast þar
sem ég afsakaði mig í bak og fyrir eftir að hafa sagt
eitthvað sem ekki var hægt að gæðastimpla
"fullkomnun". Ég stóð á gati. Gat það verið? Hann
fullvissaði mig um að sú væri raunin og bað mig
Ég er sem sagt aftur, eftir nokkra snúninga á
umferðartepptu hringtorgunum mínum, komin á þá
skoðun að þessi Fullkomnun sé klárasta bull. ( fyrsta
lagi er það allt of algengur misskilningur að þú þarfnist
annarrar manneskju til að fullkomna þig. Það er alltaf
hægt að læra af öðrum, eins og ég hamast við að gera,
tek meira að segja stundum glósur þegar ég held að
enginn sjái tií. En enginn getur gert þig heila nema þú
Þankarnir sem undanfarið hafa sést mest á
rigningarblautum götunum í vetrarþreyttu höfði mínu
snúast að miklu leyti um sjálfið, persónuleikann,
eiginleikana sem gera mig að mér. Síðan í síðustu
tiltekt minni sem prentuð var á pappír hefur Margaret
Fuller tyllt sér á stallinn við hliðina á Emerson. Hún er
nokkurs konar lærlingur Emerson, byggir á sama
hugsanagangi um einstaklinginn og skyldu hans til að
þróa og fullkomna sjálfan sig. Árið 1843 birti Fuller
grein sem heitir "The Great Lawsuit". ( henni manaði
hún bandarískar konur til að vinna í sjálfum sér; það
væri rétta leiðin til að breyta stöðu þeirra. Þessi
hugsanagangur hitti mig beint í hjartastað þar sem ég
sat og virti fyrir mér myglubletti í skólastofu í Árnagarði
árið 2004. Breyttu sjálfri þértil að breyta heiminum.
Sama hver útkoman verður hefur þér að minnsta kosti
tekist að breyta þínum heimi, og þínum persónulega
sannleika sem Emerson talaði um.
Ég hef lengi verið í byggingabransanum; stöðugt að
reyna að byggja upp og betrumbæta sjálfa mig, enda
var mér kennt sem kornabarni að eina manneskjan í
heiminum sem ég gæti breytt væri ég. Þegar Emerson
og Fuller voru komin í spilið varð ég enn sannfærðari;
hver vill ekki breyta heiminum?
Síðan hafa farið að renna á mig tvær grímur. Ég er
ekki lengur jafn sannfærð um að sú fullkomnun sem
Fuller þyrstir í sé eftirsóknarverð. Fullkomnun í sjálfri
sér hlýtur náttúrulega fyrst og fremst að vera
hundleiðinleg. Eitthvað sem mér hefur líka verið sagt,
en hef varla gert mér grein fyrir fyrr en nú. Það eru
kostir okkar og gallar sem gera okkur að manneskjum.
Ég hef persónulega alltaf forðast að horfast í augu við
galla mína. Einblíni á kostina og reyni eftir fremsta
megni að ýta undir þá á meðan ég kreisti augun aftur
til að gleyma þessum skelfilegu göllum sem leynast
einhvers staðar í myrkrinu og bíða eftir að ráðast á
mig. Dauðskammast mín þegar ég læt eitthvað út úr
mér, eða bara hugsa eitthvað, sem ég gæti ekki selt
vinsamlegast að steinhalda kjafti í miðjum
afsakanaflaumi. Það væri hundleiðinlegt.
Skömmu eftir ofannefnt atvik dreif ég mig í árulestur
ásamt móður minni. Ég er nokkuð viss um að ég er
ekki ein um það að vera forvitin um hvað öðru fólki
finnst um mig. Mig dauðlangar að vita hvernig ég er
í augum annarra, hvort að það sem mig langar að
koma til skila sjáist nokkuð í gegnum framandi augu.
Hver gæti verið betur í stakk búinn til að segja mér
það en kona sem sér fólk í geislandi litum? Pínulítið
rangar forsendur kannski, en það er alltaf gott að geta
fengið svörin frá einhverjum öðrum þegar heilabúið
er fjötrað eftir endalausar hugsanaflækjur. Núnú, ég
komst sem sagt að því að ég er gulgræn, blá og
fjólurauð. Hvað það þýðir ætla ég bara að halda fyrir
sjálfa mig og vona að aðrir komist að því upp á eigin
spýtur. Hins vegar var mér líka bent á að litirnir hverfa
ef ekki er lögð rækt við eiginleikana. Hjartað í mér
tók smávægilegt valhopp. Aftur og enn á ný virðast
orð móður minnar sannast; það er algjörlega
nauðsynlegt að rækta sjálfan sig, ef þú hlúir ekki að
kostum þínum gæti litadýrðin fölnað og orðið að
gráma. Hver vill hafa gráa áru?? Ekki ég, þeink jú verrí
mötsj.
Á þessum tímapunkti var ég orðin ringluð. Hvað um
hinn nýja lærdóm minn um að gallarnir ættu jafn
mikinn rétt á sér og kostirnir? Konan sem sér mig sem
gulgræna bjargaði mér úr þessu klúðri. Hún snéri sér
nefnilega næst að ástkærri móður minni, pírði á hana
augun og bað hana að hætta þessum endalausu
betrumbótum og byggingaraðgerðum. Eins og
listamenn vita er endalaust hægt að pússa og fínpússa
og lagfæra og breyta. En einhvers staðar verður maður
að hætta, sætta sig við listaverkið eins og það er og
njóta þess svo í allri sinni dýrð.
sjálf. Setningin sem ég grenjaði yfir þegar ég var ellefu
vegna þess að mér fannst hún svo falleg (og hér vil ég
taka fram að þetta var áður en Austin Powers kom til
sögunnar.) hin gullfallega "you complete me..." er
helbert og hreinræktað kjaftæði. I complete me, og
enginn annar.
Og í annan stað er ég sem sagt komin á þá skoðun að
mig langi ekkert að "complete me". Langar að rækta
mig svo að fjólurauði geislabaugurinn hverfi ekki, en
nenni engan veginn að gera þetta að ævistarfi mínu.
Enda hef ég aldrei verið jafn fegin á ævinni og þegar
ég uppgötvaði að manneskja sem ég var farin að óttast
að væri hreinlega fullkomin er það ekki. Jess! Hún er
líka miklu skemmtilegri fyrir vikið.
Hér á árum áður, þegar ég var ennþá hrikalega
upptekin af útiiti, móðgaðist ég einu sinni aigerlega
upp úr skónum við lestur á einhverju glanstímaritinu.
Þar var umfjöllun um nýjustu módelin, sem mér fannst
að sjálfsögðu vera æðsta form lífs á þessari jörð, og
"nýja útlitið". Konan sem viðtalið var tekið við talaði
mikið um að freknótt módel væru orðin vinsæl, og að
ástæðan fyrir því væri að fólki fyndist miklu auðveldara
að samsama sig þeim þar sem þau væru ekki fullkomin.
EKKI FULLKOMIN? Sem stoltur eigandi nokkur hundruð
frekna missti ég andann yfir þessari ósvífni. Ef ég var
ekki búin að jafna mig á þessu áfalli fyrir, þá er ég það
núna. Ég tilkynni það hér með að ég er engan veginn
fullkomin og innilega stolt af því. Einnig að ég mun
nú leggja hamarinn og sögina, sem ég er hvort sem er
alltaf að skera mig á, á glansandi hreina hilluna og
einbeita mér að því að leggja rækt við litina mína í
staðinn. ,.r
Tiltekt lokið í bili, umferðarteppu bjargað; ekkert nema
gul og græn Ijós I mínum heimi.
Sunna Dís Másdóttir
Fallegt Fólk!
Á heimaslðu okkar www.ordlaus.is hefur verið gerð heiðarleg tilraun til að velja myndarlegasta
fólkið á fslandi. Þó aldrei beri að taka svona kannanir of alvarlega þá hefur það visst skemmtanagildi.
Stelpur völdu. Strákar völdu.
1. Hilmir Snær. 1.
2. Bjössi - Mínus. 2.
3. Biggi - Maus. 3.
4. Frosti - Mínus. 4.
5. Hössi - Quarashi. 5.
6. Bóas - Idol. 6.
7. Hálfdán - Landsins Snjallasti. 7.
8. Bjarni - Mínus. 8.
9. Bent - Rottweiler. 9.
10. Helgi Rafn - Idol. 10.
11. Kalli - Dáðadrengir. 11.
Birgitta Haukdal.
Anna Rakel.
Ragnheiður - Ungfrú ísland.
Chloe Ophelia.
Tinna Alavis - Keppandi í Ungfrú fsland
Gellan með 101 þáttinn.
Svanhildur Hólm - Kastljós.
Þórey Vilhjálmsd. - fsland í dag.
Sigurveig - kærasta Grétars (Morðmálið).
Erna Gunnþórsdóttir
Dóra Takefusa
Ef þið eruð ekki sátt við þennan lista þá getið þið tjáð
ykkur um hann á www.ordlaus.is undir Spjall.