Orðlaus - 01.03.2004, Side 40

Orðlaus - 01.03.2004, Side 40
 'V/ Það hefur alltaf verið sagt um augun að þau séu spegill sálarinnar. Með því að líta í augun á einhverjum er hægt að sjá þann innri mann sem hann hefur að geyma. Línurnar í kringum augun þ(n. Við vitum öll hvað broshrukkur eru og flest okkar kvíðir fyrir að sjá þessar hrukkur fyrir á augunum á okkur. Við sjáum þau sem merki um að við séum að eldast. Þessar línur hafa mismunandi merkingu eftir því hvort þær liggja hjá vinstri eða hægra auganu. Á vinstri auganu þá þýðir fjöldi línanna hversu oft þú giftist eða hversu oft þú ert í fastri sambúð. Á hægri auganu tákna línurnar hversu mörg ósiðleg ástarsambönd eða viðhöld þú munt hafa yfir ævina. Þetta auga er eitthvað sem er mjög forvitnilegt að skoða þegar þú ert að horfa á manneskju sem þú ert að deita. Litur augnanna Ef hvítan í augunum á þér er með gulu, rauðu eða einhverjum öðrum lit þá sýnir það að manneskjan er með litla orku og þarf að hugsa meira um sjálfa sig. Ef þetta er svona hjá þér athugaðu þá mataræðið, hreyfingu og bara lífstílinn þinn í heildina. Dökkbrún augu - Britney Spears Þetta sýnir orkumikla manneskju og andlega virka. Græn augu - Lisa Kudrow Einstaklingur sem hefur áhuga á heimspeki og dularfullum hlutum. Blá augu - Justin Timberlake Ánægður og léttur í lund. Þessir eiginleikar eru í réttum hlutföllum við dýpt og ríkuleika yfir litarins. Stór augu - Tori Spelling Þú ert úthverfur einstaklingur sem er opinn og hreinskilinn. Gáfur þínar og viðkvæmni þín sameina hæfileikann til að vera fullkominn leiðtogi. Þú tekur eftir smáhlutunum í lífinu. Kynþokkafulli neistinn í augunum laðar til þín fólk og þú getur náð langt. Sá tími í lífi þínu sem þú nýtur mest og gengur sem allra best er um mitt þrítugt, það er þegar ekkert getur haldið aftur að þér. Djúp augu - Björk Þú ert gáfuð, tilfinningarík og rómantísk draumóra manneskja sem finnur óhefðbundnar leiðir að málunum. Það sem öðrum hefur mistekist mun þér takast. Þó að þú sért mikill hugsuður og heimspekingur, þá ertu með lappirnar á jörðinni eða allaveganna aðra þeirra. Þú munt vera vel stæð. Fólk með áhyggjur eða vandamál kemurtil þín fað leita ráða. Augu sem snúa upp á við - Angelina Jolie Þú ert orkumikil og lífleg manneskja með skemmtilegan húmor og fólk elskar að vera í kringum þig. Annar kostur við þig er að þú lítur alltaf jákvæðum augum á hlutina, þú er mikil bjartsýnis manneskja. Þar sem þú ert lífsglöð og orkumikil þá er er erfitt að sjá að þú ert með mjög stórt skap og ert fljót að æsast. Skortur á stöðuleika sést í vinnunni þinni, þú ert ánægðust í breytilegu umhverfi og verður að hafa fullt af fólki í kringum þig. Augu sem snúa niður á við - David Beckham Þar sem þú ert mjög ástrík og samúðarfull manneskja þá hjálpar þú fólki sem á í tilfinningalegum vandræðum. Þú tekur oft þarfir annarra fram yfir þínar, en þú verður að hafa varann á því aðrir gætu séð þennan veikleika og notfært sér hann. Þú ert með hjarta úr gulli og fallega sál. Um miðjan þrítugs aldurinn þá mun ástarlífið þitt verða mjög gott. Það er einmitt þá sem þú hittir manneskju sem elskar alla þessa kosti þína og sér þig eins og þú ert. SijtHin Eyrun segja mikið um þann mann sem við höfum að geyma og því eru þau einn af aðal andlitsdráttunum sem ber að skoða. Þau sýna hvernig karakter þú ert og einnig hvort þú njótir velgengni í lífinu. Lítil augu - Jennifer Lopez. Um leið og þú treystir manneskju og ert búin að mynda sérstök bönd við hana eða hann þá er allt gott og gengur vel. Þú getur verið mjög erfiður karakter að kynnast því þér finnst þú ekki geta treyst fólki of vel. Það er líklegt að um miðjan þrítugs aldurinn verðir þú fullkomnunarsinni með áráttu. Mundu að leitin að fullkomnum er náttúruleg en hún getur skemmt geðheilsuna ef hún er tekin of langt. Stór eyru segja að þú munir njóta velgengni í lífinu og sért hugmyndaríkur. Þú átt gott með að hlusta og lítur alltaf á allar hliðar málsins. Þú ert mannblendinn og félagslega vakandi. Góðmennska þfn og milda skap eru þér dýrmæt. 4

x

Orðlaus

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.