Orðlaus - 01.03.2004, Page 42

Orðlaus - 01.03.2004, Page 42
of mikið af því góða... L, XL og XXL. ( kynferðislegum órasögum eru gjarnan notuð stór og mikil orð til að lýsa fjálglega hrikalegum kjötflykkjum sem eru þar [ aðalhlutverkum: „hann hamraði tröllvöxnu tóli sínu í skaut hennar sem aldrei fyrr", ,,hún renndi fingrum sínum niður fyrir buxnastrenginn og táraðist næstum af gleði þegar hún uppgötvaði titrandi, blóðfyllt hold hans sem var svo vel útilátið að henni var ómögulegt að grípa utan um það allt með grannri meyjarhönd sinni", „þegar blóðið streymdi fram í tröllaukinn liminn var eins og hann öðlaðist sjálfstætt I í f , h ú n andvarpaði bæði af eftirvæntingu og undran". Karlmenn sem miða sig við svona tröllasögur og að sjálfsögðu klámmyndirnar sem lifa í stöðugri angist um að þeirra heilagasti líkamspartur sé annaðhvort ekki nógu langur eða breiður. Þess vegna eyða kynlífsskríbentar, ráðgjafar og meðferðaraðilar mikilli orku í að sannfæra karlmenn og heiminn allan um að stærðin skipti í raun og veru engu máli, heldur heillandi persónuleiki þeirra, nærgætni og huggulegheit. Það er hins vegar minna rætt um þá sem eru í raun tröllauknir neðan til svo að til vandræða heyrir. Þaö er nefnilega ákveðinn hópur manna sem burðast um með svo stór typpi að það háir þeim beinlínis, ekki aðeins í kynlífinu heldur jafnvel í daglega lífinu. Þeir veigra sér jafnvel við að fara í sund eða líkamsrækt þar sem þeir gætu þurft að hátta sig með öðrum eða klæðast þröngum lendarskýlum, af ótta við störu og gláp. Við erum hér að tala um stærðina 30 sm eöa þar fyrir ofan. Karlmenn sem hafa þennan djöful að draga eiga sér þá ósk oft heitasta að þeir hefðu aðeins minni lim, ekki síst vegna reynslu sinnar í kynlífi. Auðvitað er til heill hellingur af konum sem nýtur þess að horfa á og gæla við vel útilátna limi en öllu má nú ofgera. Strákarnir með stóru typpin hafa flestir lent í því oftar enn einu sinni og oftar en tvisvar að konur hafa gripið andann á lofti, ekki af hrifningu heldur hryllingi þegar herlegheitin hafa verið opinberuð í svefnherbergjum og meyjarskemmum. Oftar en ekki treysta ástkonur þeirra sér ekki til þess að veita þeim munngælur, af ótta við að kafna, hvað þá að hafa við þá samfarir, af ótta við að rifna eða fá innvortis blæðingu og andast í kjölfarið. Kynlíf þessarra manna þarf því alls ekki að vera betra eða ævintýralegra en kynlíf annarra manna því eins og aðrir karlar þrá þeir vitaskuld að stinga typpinu inn í eitthvað mjúkt, heitt og blautt. Nokkur ráð Ef þú ert í vandræðum með stærðina getur þú gert ýmislegt til að gera líf þitt auðveldara. Ef ný ástkona er kynnt til sögunnar getur gagnast að undirbúa hana áður en hneppt er frá, ræða um (vanda)málið og útskýra að þetta sé hlutur sem valdi þér kvíða í kynlífinu. Ekki ætlast til þess að rokið sé beint í samfarir. Leyfðu henni heldur að kynnast kjötinu hægt og rólega - handleika það og gæla við án þess að þú gerir kröfu um að komast inn í hennar helgasta vé. Kannski gæti verið gaman fyrir ykkur að horfa á hvort annað í sjálfsgælum svona til að byrja með. Kynlífið þarf að sjálfsögðu ekki að vera legganga eða limmiðað - lesendur mínir eru vonandi búnir að læra það. Munngælur má að sjálfsögðu stunda, þá geturðu bent ástkonu þinni á að nota hendur sínar sem stoppara. Halda til dæmis með báðum höndum um skaftið og leika við kónginn og efsta hlutann með munni og tungu. Vel sleipar hendur sem snúast þétt um holdið eru oft ekkert verri kostur en munnur sem gleypir. Þá getur komið sér vel að eiga dálítið sleipiefni í náttborðsskúffunni, til að mynda undraefnið Astroglide sem fæst í hverju apóteki. Sleipiefni er líka algjört grundvallaratriði [ samförum þegar svona stendur á. Þá þarf að nota nóg af því og fara öilu hægt og rólega. Ekkert hjakk eða læti þá gengur þetta örugglega á endanum. Leggöngin hafa ótrúlega teygjueiginleika sem koma að sjálfsögðu best í Ijós í barnsfæðingum. Ef konan er algjörlega fráhverf samförum eða afskaplega smávaxin má líka prófa pylsu og pylsubrauðsaðferðina. Þá liggur konan með lærin þétt saman og limurinn er látinn renna milli þeirra aftan frá, nuddast í raun milli barmanna. Þessi aðferð hefur reynst mörgum vel og veitir báðum aðilum unað. Að lokum vil ég senda 30+ hópnum baráttukveðjur. Ragga á kyn.is Strákarnir með stóru typpin hafa flestir lent í því oftar enn einu sinni og oftar en tvisvar að konur hafa gripið andann á lofti, ekki af hrifningu heldur hryllingi þegar herlegheitin hafa verið opinberuð í svefnherbergjum og meyjarskemmum. f nánast öllum vestrænum samfélögum eru hjónabandsskilnaðir tíðir. Með aukinni framsókn kvenna í atvinnulífinu, hefur nútímakonan öðlast sjálfstæði sem hún hafði ekki fyrir 50 árum. Þrýstingur samfélagsins hefur beinst að einstaklingshyggju en ekki að hinum gömlu hjónabands-og fjölskyldugildum. Undraverðast er að markaðurinn gefur einnig ákveðin skilaboð, auglýsingar eru gjarnan með slagorðin; „verið frjáls og óháð." Skilaboð samfélagsins hafa greinilega haft þau áhrif að meira segja Ken og Barbie eru skilin eftir 43 ára hjónaband. Augljóslega er þetta enn ein herferðin sem eflaust mun ná athygli neytenda, enda náði hún til höfundar. Nú á Barbie að vera tákn hinnar einhleypu og hamingjusömu framakonu en Ken er aftur á móti haldinn sambandsfælni, samkvæmt talsmanni Barbie. Þegar litið er yfir sögu Barbie er ekki úr vegi að skoða hvernig staðalímynd hennar hefur breyst ( gegnum þessi 43 ár. í fyrstu var Barbie tákn húsmóðurinnar með svuntuna sem stóð við hlið mannsins síns með steisjonbil og hið fullkomna einbýlishús. Nú er hún fráskilin og greyið hann Ken er kominn með leið á henni og ber fyrir sig þá afsökun að hann sé hræddur við sambönd. Nokkuð Ijóst er að þessi frægu leikföng endurspegla hugsunarhátt þjóðfélaga hverju sinni, til dæmis sambandsfælni sem er nýyrði 21. aldarinnar. Nú er hægt að spyrja af hverju Barbie er orðin einhleyp og Ken með sambandsfælni? Fyrir 50 árum síðan var orðið „sambandsfælni" ekki mikið notað, fólk gifti sig og hélt sér í hjónabandinu til æviloka. Karlmenn og konur höfðu ekki kost á því að bera fyrir sig sambandsfælni vegna þess að þjóðfélagið bauð einfaldlega ekki upp á það. I dag virðist mjög eftirsóknarvert á meðal ungs fólks að vera einhleypur, frjáls og óháður. Bæði kynin Ijúka sínu námi, fjárfesta í eigin ibúðum og eru alfarið án skuldbindinga, oft á tíðum til langs tíma. Einhvern tímann ganga þó flestir út, maðurinn er félagsvera og getur í raun ekki verið einn of lengi. Enda getur höfundur nánast fullyrt að hin hefðbundna djammsena snýst ekki einungis um að stúta nokkrum bokkum, heldur eru langflestir á kjötmarkaðnum í þeirri von að hitta maka sem gæti orðið þeirra lífsförunautur. Ein spurning brennur þó á vörum höfundar. Af hverju getur Barbie ekki alveg eins verið haldin sambandsfælni? Málið er að þetta blessaða orð er ofnotað og oftúlkað. Allir þekkja „dömp" línuna; „ það er ekki þú, heldur ég" eða „ getum við ekki bara verið vinir?" og þar fram eftir götunum. Sambandsfælni er einfaldlega afsökun fyrir því að þú vilt ekki vera með þeim sem þú ert að hitta. Við höfum einhverja draumsýn yfir þann eina rétta eða þá einu réttu og ef við finnum að hlutirnir eru ekki að ganga, þá segjum við bara að við séum hrædd við sambönd. Það er ópersónuleg og hlutlaus afsökun til að losna við deitið. Sumir segja að það sé öpdeituð útgáfa af „það er ekki þú heldur ég" línunni og þýðir með óbeinum orðum; „mig langar ekki í þig". Góð vinkona lýsti þessu á svipaðan hátt og að bera undir sig hausverkinn góðkunna sem afsökun til að sofa ekki hjá. Kannski er gott mál að við reynum að vera með afsakanir sem ekki særa viðkomandi en „sambandsfælni" á ekki að vera líkamlegt ástand eins og svengd eða þreyta. Því þegar öllu er á botninn hvolft er óttinn ekki til staðar þegar við hittum þann eina rétta. Sambandsfælni og „nostalgía" hinna einhleypu eru ríkjandi gildi og þankagangur á okkar tímum. Bandarísku þættirnir, Beðmál í borginni (Sex and the City) sýna líf hinna einhleypu í heimsborginni New Vork, í öllu sínu veldi. Þar leika fjórar einhleypar konur á alls oddi og stunda stefnumótabransann mjög reglulega, samhliða skókaupum og öðru stússi. Ekkert væri eins æðislegt að vera einhleypur eins og þær stöllur í Sex and the City. Þær fara á nýja og framandi klúbba, drekka Cosmopolitan, deita hina og þessa eftir því sem við á og mála bæinn i öllum regnbogans litum. Eitt er þó eftirtektarvert í samskiptum þeirra á milli, þær tala bara um karlmenn og kynlíf. Það má því klárlega segja um þær vinkonur að allar eru þær í leit að hinum eina sanna, þó þær sjálfar gefi sig ekki út fyrir það. Þetta rennir því stoðum undir þá sorglegu staðreynd að öll erum við, í leit að hinum eina rétta félaga í gegnum allt lífið. Eins og Kim Cattrall, leikkonan sem leikur hina kynþokkafullu Samönthu, sagði svo réttilega: „ Það er mun skemmtilegra að vera á lausu í „Sex and the City." en það er í alvörunni. Helga Arnardóttir

x

Orðlaus

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.