Orðlaus


Orðlaus - 01.03.2004, Síða 48

Orðlaus - 01.03.2004, Síða 48
.0 Eins oft og maður hefur horft á myndir af honum hafa eyrnalokkarnir aldrei gripið augað. Hann er greinilega með eitthvað "thing" fyrir eyrnalokkum, ætli þetta sé eitthvað gamait N'Sync syndrom? Hafiði tekið eftir eyrnalokkunum? við að verða blekaður, vita ekki hvað maður heitir, muna ekki eftir hvað gerðist. Af mínum vandamálum er þetta það eina sem ég vonast til að leysa ekki. OK, kannski er ég svona hrikalega gamaldags að mér finnist konur glata sjarmanum eftir fimm skot og tvær léttar. En við skulum ekki útiloka þann möguleika að ykkur konum þyki það sjálfsagt að fá að standa karlmönnum jafnfætis - að vera jafn ógeðslegar og þeir. Ef það er málið, til hamingju það er alveg að virka. Daddi Gudbergsson Þetta hefur því l'rtið breyst. Ummyndaðír af neyslu áfengis skjögra margir hverjir karlmenn og haga sér eins og ofvirk börn, grípandi í allt sem hreyfist, gónandi á allt sem mögulega gæti verið brjóst og vilja helst strjúka. Að eigin mati halda þeir sig sjálfan Adonis, hokna af persónutöfrum þrátt fyrir að sjá varla í liminn á sér fyrir bjórvömbinni. Já þetta er nú oft þessir gaurar sem eru alltaf að furða sig á því hversu mikið fötin hafa hlaupíð í þvotti. þegar kemur að samskiptum í þessu ástandi flækist tungan fyrir... tungunni með tilheyrandi munnvatnstaumum sem blandaðir leyfum síðasta GT leka úr munnvikunum. Fötin, þau sem enn hylja hryllinginn, eru þegar hér er komið við sögu í "skemmtiferlinu" orðin krumpuð, undin og skítug, hárið út um allt og andlitið afskræmt. En þetta kemur ekki í veg fyrir að það losni um málbeinið. Ef þessir menn eru ekki önnum kafnir við að frussa í eyru hvers annars í bland við misinnihaldsríkar samræður um knattspyrnu, stjórnmál og peninga - já og brjóst, eru þeir óumbeðnir að slefa á ókunnug brjóst eða tala um ókunnug brjóst við ókunnugar konur. Einstaka maður hefur samt hæfileika til að gera hvort tveggja - sko slefa og frussa í einu. Hjómar ekki vel en veruleiki sem er ykkur konum ekki ókunnur, ekki satt? En það er sorgleg staðreynd að nákvæmlega sama lýsing á við ansi margar konur, sko fyrir utan liminn, boltann og stjórnmálin. Það eru þær sem ég þoli ekki þegar þær mæta með þetta skaðræðislega ”er ég ekki glæsileg" blik í fljótandi augunum, málninguna út um allt andlit, reitt hárið, skjögrandi um eins og... eins og... eins og ökkmölvaðir gaurar. Jesús minn, í þessu ástandi fara þær meira að segja að slefa á brjóstin á hvor annarri sem er víst voða trend sem á væntanlega að vera ögrun við þá okkar af veikara kyninu sem eru fastir í þrísomfantasíunni. Og hvað? "Nei vá hvað ég var full í gær... var ég að sleikja á þér brjóstin eða hvað...?“ Kokktíserar dauðans! En varla mikið meira og síst leið til að öðlast virðingu. Sjálfur á ég við drykkjuvandamál að stríða þar sem ég hef blessunarlega aldrei fattað hvað er svona sérstakt SSfi ' V; ’ v?-.> /*í ,• Ég þoli ekki konur sem hafa ekki stjórn á sér. Þá á ég við þegar kemur að neysiu áfengra drykkja. Sko, þó að mér finnist það bæði fyndið og forvitnilegt að fylgjast með konum breytast úr vel tilhöfðum pæjum í druslur með stórskertar hugmyndir um eigin glæsiieika. Nú er þetta mjög sorglegt vegna þess að karlmenn komast upp með að haga sér eins og fullgerð aðrennslisgöng Kárahnjúkavirkjunnar með tilheyrandi subbuskap og ábyrgðarleysi. Það er svona eins og konur megi ekki verða eins fullar og strákarnir. Af hverju skildi það nú vera? Kannski eru bara sögulegar skýringar á þessu. íslenskir karlmenn hafa með fáum undantekningum allt frá örófi alda ekki kunnað með vín að fara. Um leið og tveir menn komu saman til annars en vinnu var varla hægt að opna munninn nema til þess helst að kneyfa öl eða vín og svo til að æla. Á meðan var það hlutverk konunnar að sjá til þess að nóg væri að eta og drekka ásamt því að koma karlinum í rekkju þegar hann hafði drukkið sér til óbóta.

x

Orðlaus

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.