Orðlaus - 01.03.2004, Side 52

Orðlaus - 01.03.2004, Side 52
 Ef þú stendur fyrir framan aðal innganginn á aðalbrautarstöðinni þá er Vesterbro á hægri hönd. Aðalgatan heitir Vesterbrogade en samhliða henni liggur hin fræga Istedgade. Lengi vel þótti Vesterbro ekkert rosalega hot hverfi. Þar bjuggu dópdílerar, drykkjusvelgir og dræsur, en í dag hefur þetta breyst mikið þó að enn séu dílerar og sjúskaðar dræsur á stangli á kvöldin og um helgar. Stóru breytingarnar á Vesterbro urðu fyrir sirka sjö árum síðan þegar borgaryfirvöld tóku sig til og gerðu mikið af félagslegum íbúðum upp. Á meðan málarar og smiðir rifu út skítug gólfteppi var vandræðaliðinu komið fyrir annarsstaðar og þegar íbúðirnar voru orðnar fínar þá hækkuðu þær um leið svo mikið í verði að vandræðapésarnir höfðu ekki efni á því að flytja aftur inn. Hinvegar voru prísarnir viðráðanlegir fyrir ungt og efnilegt fólk sem setti lélegan orðstír hverfisins ekki fyrir sig. Þetta varð til þess að á Istedgade hafa nú sprottið upp ósköpin öll af flottum búllum og börum sem henta þörfum framabrautarfólksins. Reyndar er enn hægt að kaupa víbradora og handjárn og drekka bjór sem er serveraður af jussu sem er ber að ofan, en meira að segja dónabúðirnar hafa farið í gegnum meik óver og eru komnar með æsandi Fame yfirbragð til að lokka unga fólkið inn. Ef þig langar til að taka rúntinn um Vesterbro (sem ég hvet þig eindregið til að gera) þá er skynsamlegt að ganga bakdyrameginn út um lestarstöðina og halda upp eftir Istedgade. Second hand og design búðir eiga eftir að blasa við þér og það sama má segja um dónaskapinn. Sérstaklega skemmtilegt er að kíkja inn í arababúðirnar og nú er um að gera að láta Halim Al heilkennið ekki trufla sig heldur fá frekar lagið um Arabadrenginn á heilann þegar maður kíkir inn í þessar mögnuðu kitch búðir. Þar er hægt að fá ótrúlega skrítna og skemmtilega hluti á spottprís. Til dæmis vekjaraklukkur sem gaula múslímskar möntrur til að vekja þig og stórar veggmyndir sem eru um leið lampi og "lifandi" foss. Þegar þú hefur gengið upp Istedgade að Enghavevej er gott að beygja til hægri út að Vesterbrogade, ganga til baka niður hana og stoppa á Vesterbro torgi til að fá sér kaffi eða eitthvað í gogginn. Þramma svo áfram að Colbjornsensgade 3 þar sem þú færð vel smurt reiðhjól á leigu og heldur áfram þangað sem örlögin og Orðlaus leiða þig. Mart smart á Vesterbro: Bang og Jensen Istedgade 130 Hér eru allir inn og lekkerir og margir þunnir þar sem brönsinn er hægt að fá til klukkan fjögur eftir hádegi. Ef þú vaknar snemma þá er morgunverðarhlaðborð uppi til kl 10:30 og ef þér finnast kokteilar góðir þá eru þeir sérgrein á Bang og Jensen. Um helgar eru grúví snúðar sem sérhæfa sig í grúví tónlist og allir grúva saman í góðu grúvi eins og grúví fólki sæmir. Ideal Bar og Vega Enghavevej 40 Ideal bar er ótrúlega flottur staður með orginal 50's innréttingum og hvítum leðursófum. Tónlistin flott en þó hægt að tala saman og mannskapurinn upp til hópa vel til hafður. Strákar með hliðartöskur í LP stærð, kassagleraugu og í köflóttum skyrtum. Stelpur í leðurstígvélum og zpez kápum. Vega er svo stóri klúbburinn um helgar og þar er oftast vel pakkað dansgólf og rífandi stemmning. Ef maður fær svo suð í eyrun, eða langar á trúnó, þá stekkur maður á Ideal bar og fær útrás fyrir það. Amigos Schonbergsgade 4 Amigos var einu sinni bara hommabar en er núna homma og heteró bar. Þar er búsið billigt og allir ægilega hressir. Einu sinni var karaoke þarna en það var tekið niður fyrir nokkrum mánuðum vegna þess að grannarnir kvörtuðu undan hávaða. Samt er enn hægt að syngja þar sem barþjónarnir láta stundum karaoke diska í spilarann og grísa svo bara á að einhver kunni textann. Þarna getur stemningin verið svolítið twisted en sumir eru jú líka fyrir svoleiðis sjáðu til. P.S Á Enghavevej, fyrir aftan Matteusarkirkjuna, er önderkover kaffihús þar sem hægt er að fá bestu hamborgara Sjálands og þú mátt setja áleggið á þá sjálf... "i. Norrebro Ef þú leigir þér hjólið, hjólar meðfram ánni í hægri átt frá Vesterbro og framhjá tveimur skiptingum á síkjunum, þá kemur þú að Dronning Louises bro sem liggur beint inn á Norrebrogade (sem er jú aðalgatan á Norrebro). Rétt eftir að þú kemur af brúnni skaltu beygja inn þriðju götu til hægri, Fælledvej, og eftir eina og hálfa mínútu endarðu á litlu torgi sem heitir Sankt Hans Torv. Það lætur ekki mikið yfir sér í fyrstu en á þessu torgi, og litla svæðinu í kringum það, er voðalega gaman að hangsa bæði dag og nótt. Við torgið sjálft eru frábær kaffihús. Til dæmis er hægt að fá mjög góðan mat á Sebastopol og Pussy Galore og ef þig langar til að vera í æðislegum undirfötum á meðan þú færð þér æðislega samloku og latte þá er um að gera að kíkja í Missekat á Elmergade 17 sem selur prjónaðar naríur og mart fleira smart. Reyndar eru fleiri fínar búðir á Elmergade. Til dæmis fornbókabúð og gerlaust bakarí og margt fleira. Um að gera að flækjast bara aðeins um. Á Norrebrogade er líka hellingur af flottum búðum og það sama má segja um Ryesgade en þar er slatti af antik búðum sem selja notuð húsgögn, lampa og fleira á góðu verði. Ef þú hefur ekki orku í að hjóla þá er líka hægt að komast þarna með því að taka strætó 5A frá Rádhuspladsen eða S lestina til Norreport og skipta þar yfir í strætó 5A. Mart Smart á Norrebro: Opium Fælledvej 7 Hér getur þú fengið þér góðan kvöldmat sem er blanda af frönsku og indókína eldhúsi. Stemmningin er dásamleg og til að toppa góða máltíð getur þú farið pakksödd ofan í kjallara, sest á mjúkan, risastóran púða í reykelsismettuðu herbergi og fengið þér te og vatnspípu á meðan plötusnúðurinn spilar austurlensk bít mixuð með þeim vestrænu. Um helgar er hægt að fá sér brunch af stóru hlaðborði. Prísinn er 109 krónur (c.a. 1.200 kr) og þú færð eins mikið af kaffi og djús og þú getur torgað. Funke Blegdamsvej 2 Þetta er oggolítil hola en ótrúlega vinsæl eins og stundum vill verða með oggolitlar holur. Stemman er svona það næsta sem maður kemst Sirkús, Kaffibarnum og Prikinu nema hvað að á Funke er líka poggulítið dansgólf sem hægt er að skekja rumpinn á og stundum eru stand öpp grínistar á staðnum. Rust Guldbergsgade 8 ...er klúbbur á þremur hæðum með tveimur dansgólfum. Tónlistin er misjöfn eftir snúðum en alltaf góð og mjög dansvæn. I kjallaranum, sem gengur undir nafninu Bassment, er oftar en ekki sveitt hip-hop en uppi house tónlist eða eitthvað annað rafrænt til að hrista sig við. Strákarnir í Köben eru á heimsmælikvarða þegar kemur að sex appíli og þokka og á Rust eru þeir í sérflokki þannig að þú átt pottþétt séns á hitta einhvern sem er til að sjá prjónanaríurnar og koma í sleik. Þeir eru nefninlega frekar lauslátir og ligeglad þessar dúllur: "Yes, we came here because danish men are supposed to be so horny... it said so in an lcelandic magazinel". Stengade 30 Stengade 18 Fyrir þá sem hafa gaman af rokki, pönki, indí og svona meira alternative stemmingu er um að gera að skreppa á Stengade 30 sem er goðsagnakennd öndergránd búlla í Köben. Um helgar kostar oftast ekkert inn fyrir ellefu, en eftir það fimmtíu kall. Jóna með dredlokka og Jónas með hring í nefi og neðrivör mun taka á móti þér með loðið bros í lygnum augum og saman getið þið dansað við Cure og annað 80's fram á morgun. Café Louise Norrebrogade 5 Eftir að flestir staðir loka, sem er klukkan fimm eða sex, er hægt að skakklappast í prjóna naríunum með nýja danska vininn yfir á Café Lousie, sem er hinu megin við brúnna og þar lokar ekki fyrr en kl 10 eða 11 fyrir hádegi. Det Rene Glas Norrebrogade 64 Ef þig langar að ganga enn lengra í djammi dauðans þá er lika hægt að toppa sig með því að fara á Det Rene Glas, panta brauð og linsoðið egg og kyngja því niöur með enn meiri Tuborg. Skál!

x

Orðlaus

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.