Orðlaus - 01.03.2004, Blaðsíða 53
Superfede Kobenhavn
Verslað og djammað í danaveldi
Kaupmannahöfn er án efa sú borg sem flestir fslendingar hafa komið til.
Margir farið þangað sem Nordjobbarar yfir sumar. enda á því að búa þar í einhvern tíma en snúa svo aftur heim. Aðrir stoppa þar þegar farið er á Hróarskeldu (og
kíkja um leið inn í Stínu til að skoða hippana og hassið) og enn aðrir komast ekki til baka, eru bara orðnir danskir og tala bjagaða fslensku.
Pó að þú hafir komið til Köben fyrir nokkrum árum, eða þekkir einhvern sem þekkir einhvern sem einu sinni bjó í Kaupmannahöfn, þá er ekki sjálfgefið að þú rambir á
mesta fjörið í borginni þegar þú skreppur þangað í frí. Túristabæklingar gefa oft skrítna mynd af því sem er í gangi (vaxmyndasöfn og blómasýningar) og eins og með
flestar aðrar borgir sem eitthvað vit er í, þá gerast hlutirnir hratt og Húgó getur fljótt orðið púkó ef maður hættir að fylgjast með.
f þessari grein er ætlunin að hjálpa þér að skemmta þér ( Kaupmannahöfn, út frá þínum þörfum og þessvegna er best að byrja á því að útskýra borgina fyrir þér í grófum
dráttum.
Til að einfalda ratleikinn er gott að fara eftir hverfunum:
( gegnum borgina liggur síki sem er kallað "söerne" og sitthvoru megin, og til hliðanna við það, liggja Osterbro, Vesterbro og Norrebro. Vesterbro er næst aðal
lestarstöðinni og ef maður gengur bakdyramegin út um hana þá kemur maður beint að Istedgade. Norrebro er í hægri átt frá Vesterbro (á milli Norrebro og Vesterbro
liggur Frederiksberg) og 0sterbro tekur svo við á eftir Norrebro.
Öll hverfin eru skemmtileg á sinn hátt en Miðbærinn, Vester og Norrebro eru efalaust þau sem höfða mest til lesenda þessa blaðs.
Osterbro
Hjólaðu áfram eftir ánni og þegar það er enginn á
lengur þá ertu komin að Osterbro. 0sterbro hefur lengi
þótt frekar fínt hverfi og þar er ekki eins mikið af
litlum skemmtilegum stöðum og á Norre og Vesterbro,
en mikið af flottum design búðum og að sjálfssögðu
eru second hand og skran búðir á öðru hverju horni.
Mart Smart á Osterbro:
Lagersalan
Langelinie
Taktu lestina til 0sterport stöðvarinnar og trítlaðu út
á Langelinie þar sem litla hafmeyjan húkir á grjótinu.
Þar er að finna lagersölu sem selur frábæra merkjavöru
á hræódýru verði. Diesel, Levis, Inwear... allt á spottprís.
Mega Lagersalg
Vordingborggade 89
Þessi selur líka helling af merkjavörum á fáránlegu
verði; Miss sixtie, Diesel, Nike o.s.frv. Straujaðu kortið
þar til það líður yfir þig.
Props Gallerie
Strandboulevarden 66
Frábær húsgagnabúð sem selur allskonar plast, kitch
og 70's dót. Flott notuð húsgögn, lampa, stáss, punt
og margt fleira.
Allt nema Strikid
^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^m
Bærinn (aiit annað en Strikið)
mmmmmm
Flestir sem koma til Köben byrja á því að strunsa niður
Strikið en klikka á aðal atriðinu sem er lítið svæði sem
er kallað Pisseranden meðal innfæddra.
Pisseranden samanstendur af nokkrum götum;
Larsbjörnstræde, Studiestræde og Sankt Peder Stræde
og eina leiðin til að kanna þetta svæði er að vera ekki
hrædd við litlu göturnar sem er allt í lagi því það
leynast ekki keðjusagarmorðingjar á götuhornum í
Kaupmannahöfn.
Mart Smart í Pisseranden: UFF
...er ein besta second hand uppfinning Dana til þessa.
Þetta er keðja sem selur smart og trendí notuð föt á
fínu verði. Þarna er t.d. hægt að finna flotta leðurjakka
og pelsa á minna en 3000 kall og endalaust af fínum
fötum fyrir frumlegt fólk. Ágóðinn rennur svo næstum
því allurtil bágstaddra í bágstöddum löndum og
gráðugra trúargúrúa sem er alveg eins gott og hvað
annað. UFF búðir eru reyndar líka á Kultorvet, Vester
og Norrebrogade en sú í Pisseranden er sú smartasta.
Atlas Bar
Larsbjörnstræde
Góður matur á góðu verði frá heimshornunum fjórum.
Flottar innréttingar og góður fílíngur á staffinu.
Cosy Bar
Studiestræde 5
Ef þú vilt ekki með nokkru móti fara heim að sofa þá
er þetta barinn í miðbænum sem opnar þegar aðrir
loka. Dimmt, fljót afgreiðsla og rautt veggfóður.
Hugtakið kósí fær nýja merkingu inni á þessum bar.
Mart Smart í miðbænum:
Kitch Bitch
Læderstræde 30
Lítil kjallarabúlla sem selur helling af flottu second
hand dóti.
Læderstræde er alveg frábær lítil hliðargata fyrir neðan
strikið. Gata sem túristarnir rata sjaldnar á en lumar
á ótrúlega smekklegum búðum og kaffihúsum. Ekki
sleppa því að fara þangað!
Beduin Bar
Skindergade 20
Annar vatnspípustaður. Maður kemur inn og fær pípu
á borðið, pantar kaffi eða bjór eða te og reykir svo
eplatóbak, mangó, lakkrís... allt eftir því hvað er til á
staðnum þann daginn. Þarna er líka hægt að hlusta á
Egypska popptónlist og borða Taboulleh, Hummus eða
Falafel og horfa á sérpantaðan magadans á meðan.
Copenhagen Jazzhouse
Niels Hemmingsens Gade 10
Þessi staður klikkar sjaldnast ef þig langar til að upplifa
skemmtilegt djamm. Staðurinn er líka ótrúlega flottur.
Hannaður fyrir 40 árum og litlu verið breytt síðan þá.
Rauða veggfóðrið á sínum stað og hugguleg dúkuð
borð í kringum dansgólfið. Acid jazz, house, bossanova,
diskó, arr end bí og soul tónar skella á rassinum á þér
og halda honum iðandi fram á rauða nótt. Fjórar
diskóstjörnur vwv
Að lokum er vert að taka það fram að...
Ef þú rambar á einhvern af ofantöldum stöðum þá
muntu deffinattlí ramba á fleiri flotta staði.
Besta djammið í Köben er oftast í heimahúsum þannig
að það er um að gera að segja ekki nei ef manni er
boðið í partý. Þá eru keyptir bjórkassar, húsgögnum
rutt til og svo er dansað fram á morgun.
Hej þýðir Hæ á dönsku og Hej Hej þýðir Bæ.
Fedt þýðir Flott og Skidefedt þýðir Rosaflott.
Ef þú ferð til Kristjaníu þá er um að gera að rápa þar
um og skoða húsin sem eru í kringum vatnið. Margir
túristar klikka alveg á því að fara alla leið inn í Kristjaníu
og sjá allt sæta hippafíneríið sem gerir þennan stað
að þeirri goðsögn sem hann er.
í Stínu er líka frábær grænmetisstaður sem heitir
Morgenstedet og þar er hægt að fá fyrirtaks
grænmetisrétti. Stínubúar bíta heldur ekki þó þeir séu
oftast út úr heiminum af hassi og því er óhætt að spyrja
til vegar.
Það tekur hálftíma og kostar 70 krónur að fara til
Malmö frá Hovedbanegaarden.
Geymdu þessa grein og haltu henni til haga ef þú
stefnir á Köben í sumar.
Sabines Cafeteria
Teglgárdsstræde 4
Fínt kaffihús ef mann langar bara í kaffi og meððí,
eða slaka á með vinkonu, reykja rettur og taka pásu
frá búðarrápinu.
Frábærar vefsíður til að vita meira og rata á milli staða:
www.aok.dk (Alt om Köbenhavn)
www.rejseplanen.dk
Texti og myndir: Magga Hugrún