Orðlaus - 01.12.2004, Page 6

Orðlaus - 01.12.2004, Page 6
- Hverju leitar þú helst að í fari kvenna? Mér finnst húmor og heiðarleiki skipta mjög miklu máli. Einnig falleg og góð gildi í bland við lokkandi útlit og kynþokka. Þetta er formúlan og ég er blessunarlega búinn að finna eina sem hefur þetta allt saman, hana Ollu mína. Hvað er það við konur? Þegar þær segja sem fer mest í taugarnar á þér í sambandi Þegar þær segja eitt en meina eitthvað allt annað. . * Ef m MMMBBMMMH——WBHBMI—WMM— Ef þú fengir að vera kona í einn dag hver myndir þú vera og af hverju? Ég væri til í að fá að bakka aðeins í tíma og vera Yoko Ono þegar hún var nýbúin að kynnast John Lennon. Þá hefði ég dömpað honum og leyft honum að vinna í friði. Er eitthvað sem þú skilur ekki í sambandi við konur? Já hellingur, en ég er alltaf að læra. Við hvað myndir þú helst vilja vinna? Ég plana ekki mikið fram í tímann því ég hef þörf fyrir ný og spennandi verkefni með reglulegu millibili. En í dag hugsa ég að það verði eitthvað á sviði fjölmiðla- og markaðsmála. rÁ»í/'f: >'«*;». mmems • % 'rsmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm Hvar myndir þú helst vilja búa og af hverju? (sland er best í heimi og þar verða höfuðstöðvarnar. Stefnan er svo sett á sumarhús á Ítalíu. þú mættir breyta einhverju í heiminum, hverju myndir þú breyta? Það er nú hálf klisjukennt að tala um stríðshrjáða heiminn en ég geri það nú samt. Það þyrfti að gefa öllum þessum reiðu mönnum róandi og útrýma alnæmi í leiðinni. Hvert er átrúnaðargoðið þitt? Afi minn heitinn og nafni. Hann var allt sem ég vil vera. Hver er uppáhalds íþróttagreinin þín? Knattspyrna. Maður fær aldrei nóg af henni. Hver er besti maturinn sem þú hefur smakkað? Kjúklingaréttur sem við kella smökkuðum á Italíu forðum. Bringur vafðar í hráskinku, steiktar upp úr smjöri með parmesan og salvíu. Ávanabindandi. ..... ... ii i i i i m i mii ..... Hefur þú einhvern tímann svikið mikilvægt loforð? Ég held bara ekki! En örugglega einhver veigaminni loforð svo sem. Hvað er klám fyrir þér? Bara nokkuð gott mál, ef þátttakendur eru hressir og það er sæmilega framkvæmt. mm—jb-. »< Hvað er á döfinni? Próf í Tækniháskólanum, 32 manna úrslit í Idolinu, 25 ára afmæli og jólin. Mynd: Atli Langar þig að kúra um jólin? Jólin! Árstími rómantíkurinnar! Ef það er einhver árstími sem fær fólk til að langa að hanga heima undir sæng með elskunni sinni þá er það desember og jafnvel verstu handrukkarar fyllast af rómantík, gjafmildi og ást. En hvert á að leita eftir draumajólakærastanum? Til eru ýmsar leiðir, sem þó eru misgóðar, en möguleikarnir eru allt í kringum þig. Við mælum með deitum, það uppfyllir allar þrár fyrir jólakúr, gefur spennusting f magann og er einmitt í anda jólanna. Það fyrsta sem þarf að spá i er hvernig þú ætlar að framkvæma leitina, hvert á að leita eftir deiti og síðan hvað hægt sé að gera, hvort að kaffihúsaferð á virkum degi eða um helgi henti vel, matarboð þar sem þið eruð tvö, eða fleiri, eða að hittast á djamminu. Til eru endalausir möguleikar í stöðunni og það er þitt að velja hvað hentar best hverju sinni. Flestir snúa sér í heilhring þegar minnst er á að fara á deit og vilja ekkert með það hafa en ef þú lumar á góðum ráðum þegar kvöldið virðist ætla að enda í vandræðalegheitum þá er þetta ekkert mál og bara krydd í tilveruna. Blint stefnumót Fáðu kunningja til að koma þér á blint stefnumót. Það er mjög ólíklegt að góð vinkona eða vinur þinn þekki einhvern sem þú þekkir ekki, því annars værirðu eflaust búin að hitta viðkomandi. Þannig að best er að biðja einhvern kunningja að koma þvi í kring. Matarboð: Ef þig langar að komast hjá vandræðaleika þá getur kunninginn haldið matarboð og þið mætið bæði án nokkurra skuldbindinga. Ef að þið passið ekki saman þá geturðu alltaf farið án þess að það komi illa út eða þá að það er bara gaman án þess að ástarbjöllurnar séu að klingja. Kaffihúsaferð: Kunninginn sem reddar þér deitinu lætur annaðhvort ykkar fá símanúmerið hjá hinu og svo hringist þið á og planleggið hvar og hvenær. Virku dagarnir henta betur þar sem þá er hægt að segjast þurfa að fara snemma heim vegna vinnu næsta dags. Helgi getur þó reynst þeim vel sem eru frekar feimnir því þá ertu með afsökun fyrir þvi að skella í þig smá þjór til að slaka á en alls ekki verða hauslaus því þá endar þetta illa. Þú hittir einhvern sem þú þekkir og býður honum einfaldlega á deit. Þetta hljómar kannski vandræðalegt, en af hverju ekki? Það versta sem gerist er að þú færð nei en það er mjög ólíklegt. Til að koma í veg fyrir allan misskilning þá er mjög sniðugt að gefa gæjanum símann hjá þér og biðja hann að hringja í þig ef hann hefur áhuga, þetta kemur í veg fyrir það að þú ofsækir einhvern sem hefur engan áhuga. Þeir sem koma til greina eru: vinur, kunningi, vinnu- eða skólafélagi. Vinur: Þú verður að skipuleggja þetta vel þar sem vináttan gæti verið í húfi ef vinurinn hefur ekki áhuga á þér. Leggðu grunninn að skemmtilegu kvöldi, til dæmis með því að bjóða honum í mat til þín þar sem þið eruð bara tvö og svo kemur í Ijós þegar líða fer á kvöldið hvort að einhverjir rómantískir neistar fljúgi ykkar á milli. Vinnufélagi eða skólafélagi: Byrjaðu á því að daðra og athugaðu hvernig hann tekur undir það. Síðan er „casually" hægt að stinga upp á einhverju að gera saman, hittast á kaffihúsi til að spjalla eða spila, fara saman í sund, keilu eða borða saman eftir vinnudag. Vandræðalegt andrúmsloftið á eflaust eftir að umkringja ykkur næstu daga á eftir en það er einmitt það sem er svo gaman. Þú kemst ekki hjá því að hitta hann og kemst því fljótt að því hvort um áhuga sé að ræða eða ekki. Kunningi: Það er best! Það er einhver sem þú kannast við, ekki þara einhver handahófskenndur gaur, en ef hlutirnir ganga ekki upp þá hefur það engin áhrif. Þú þarft ekki að hitta hann frekar en þú vilt og getur sniðgengið alla þá staði sem hann hangir á þangað til að það versta er liðið hjá. Hérna virkar daðursreglan líka og síðan geturðu gefið honum upp símann hjá þér og beðið hann að hringja ef hann ætlar að gera eitthvað skemmtilegt. Þú reynir svo að láta símtalið leiða út í að þið hittist á einhverjum af fyrrgreindum stöðum og ef hann er til þá leiðir eitt af öðru. Það er þara að prófa, fyrsta skiptið er erfiðast en þegar þú ert búin með það þá eru þér allir vegir færir. Komdu sjálfri þér í jólaskap með því að brjóta upp hversdagsleikann. EMT

x

Orðlaus

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.