Orðlaus - 01.12.2004, Page 26
PRÓLOGG:
Ég veit ekki alveg í hvaða hugarástandi ég var þegar ég
settist niður við tölvuna mína og skrifaði email upp á X-i"
97.7 og skráði mig í hina mikið auglýstu Alien vs. Predatoi
áskorun sem þeim félögum höfðu látið sér detta í hug.|
Kannski var það bara óhjákvæmileg afleiðing óhóflegra
kaffidrykkju, eða einhver föstudags-spassakastsfílingur,
eða kannski var ég bara svo viss um að verða ekki dregin
út að mér fannst ég ekki hafa neinu að tapa. Ég pældi
varla meira i þessu eftir að búið var aö ýta á "send" en
fjórum dögum síðar umturnaðist líf mitt....
Ill
iftn
Iitil
Þriðjudagur 26.október:
Vaknaði eins og vanalega allt of seint. Reyndar var ég
nú ekki sein fyrir neitt annað en fyrsta kaffibollann, þar
sem ég var nýbúin að skrá mig í skóla lífsins (þ.e.a.s.
atvinnuleysi og general letikast). Mig rámaði laust í að
hafa líka skráð mig í eitthvað annað... Kveikti á útvarpinu
og setti Darth Vader (kaffikannan mín sem gefur frá sér
þvílik Vader-hljóð þegar hún hellir uppá) í gang. Heyrði
Freysa á X-inu tala um Alien vs. Pradator áskorunina og
að þeir væru að fara að hringja í hina heppnu hvað úr
hverju. Ég var búin að vera á fótum í svona 20 mínútur
þegar ég heyrði símann hringja og á hinni linunni
var mættur einhver ofvirkur erindreki Freysans sem
tilkynnir mér með miklu pompi að ég hafi verið dregin
út í þessu batteríi og spurði hvort ég gæti ekki drullað
mér upp á Lyngháls NÚNA! Ég náttúrulega fer bara í
hálfgert kerfi, á maður að vera að fara í þessu ástandi
á öldur Ijósvakans?! Óburstaðar tennur, hárið komið í
nettan Glaumbars-hnakka eftir ævintýri næturinnar, og
heilinn ennþá að starta upp vinnsluminninu. En hvað á
maður að gera? Ekki bakkar maður út úr kviksyndi sem
maður stökk sjálfviljugur út í....
Fimmtudagur 28.október :
FRUMSÝNING
Síminn bókstaflega stoppaði ekki dagana fyrir
frumsýninguna. Allt í einu var mín orðin þvílíkt
alræmd! Aðallega vildi fólk vita hvort ég væri búin
að tapa glórunni gjörsamlega eða hvort það gæti ekki
misnýtt sér aðstöðu mína, látið mig plögga einhvern
andskota i útvarpinu eða reddað þeim playstation leik,
bölvaðar blóðsugur. Mér fannst það lika einstaklega
súrrealískt að vera vakin einn daginn með símtali frá
útsendara Fréttablaðsins og af DV daginn eftir það,
mínar 15 mínútur voru greinilega farnar i gang með
látum! Seinnipart dagsins hringdi Freysinn svo og við
völdum af hálfgerðu handahófi fyrstu fórnarlömbin mín
í beinni útsendingu. Stóri vísirinn á klukkunni færðist
nær og nær 6 og magaverkurinn magnaðist. Einn 19 ára
kl. 6, annar 19 ára kl. 8, og loks tvítugt sýni kl. 22. Verð
nú að segja að ég var ekkert að farast úr spenningi yfir
að vera að fara að hitta þetta lambakjöt (undirrituð er
23 ára fornaldargripur) en ieið betur yfir að hugsa að
þeir myndu örugglega vera stressaðari en ég.
Lambakjötið mætti 10 mínútum of seint þar sem hann
þurfti að keyra í bæinn frá dreifbýlinu, en þegar við
ætluðum að fá okkur popp og kók i sjoppunni þá var
náttúrulega ekkert búið að láta neinn vita þar að það
ætti að vera frítt. Aldeilis virðingin fyrir staffinu eða
þannig. Veit ekki hvort þetta var neyðarlegra fyrir
mig eða þau. Ég sagðist bara koma aftur i hléinu. 90
minútum seinna kláraðist myndin og ég verð að segja
að hún stóð engan veginn undir mínum kannski of háu
væntingum. PG-13 (bannað innan 14 ára) stimpillinn er
greinilega dauðadómur á allt sem tengist frumlegum
dauðdögum með fullt af blóði og gori, a.m.k. gagnvart
manneskjum. Greinilega hafði það miklum peningum
(samt ekki nógu miklum) verið eytt í brellur og alienslim
að ekkert hefur verið eftir til að fá almennilega leikara.
Klukkan var orðin korter í eitt þegar ég gat loksins
pillað mér heim. Ég var komin með beyglað bak af
þrásetu, dúndrandi hausverk og skán á tunguna af
poppkryddinu (hvað er eiginlega i þessum fjanda..?) En
þetta var alls ekki jafn erfitt og ég hafði haldið, þriðja
sýningin var langauðveldust, myndin bara rann í gegn
og áður en ég vissi af var hún búin. Þetta yrði bara eins
og að drekka vatn ...
OK. Eins og að drekka klósettvatn úr almenningsklósetti
í Rauða Hverfinu í Amsterdam. 12 karlmenn, og ekki
einn einasti hefur kveikt í mér hingað til. Ekki það að
þetta hafi ekki verið fínir gaurar hingað til, en bara
ekkert meira en það. Mikið djöfull er það líka leiðinlegt
að tala um nákvæmlega sömu hlutina að minnsta kosti
tvisvar á sama kvöldinu, svara sömu „ertu ekki búin
að fá leið á þessu?" spurningunum og þykjast hafa
áhuga á að kynnast þessum gaurum, eins og það sé
hægt að dæma fólk út frá einni bíósýningu. Helvítis
myndin batnar ekkert, ennþá halda villurnar áfram
að koma upp á yfirborðið hver á eftir annarri, mér
bókstaflega blöskrar af þessu ábyrgðarleysi kvikmynda-
framleiðandanna.
Illýr spennandi förðunarskóli hefur starfsemi sína í janúar 2005
Boðið er upp á grunn-
og framhaldsnám í
förðun ásamt
undírstöðu atriðum í
stíliseringu og
hárgreiðslu.
Kennarar skólans hafa
áralanga menntun og
reynslu í faginu og starfa
sem förðunarmeistarar
hjá MAC Cosmetics á
íslandi.
Eingöngu kennt með Mac
snyrtivörum. Skráning
stendur yfir, takmarkaður
fjöldi. Upplýsingar í síma
5 1 7 1 070 o g á
www.emm.is
Afhverju, afhverju AFHVERJU kem ég mér alltaf út í
svona vitleysu???
Þetta er algjörlega hætt að vera fyndið. íslenskir
karlmenn virðast upp til hópa vera bölvaðar lufsur, litlir
feimnir smástrákar sem hafa afskaplega takmarkað til
málanna að leggja, nema hversu mikill geðsjúklingur
ég er. Það er líka ótrúlegt hvað það er stór fjöldi fólks
sem finnst það fullkomlega eðlilegt að ekki bara svara
í gemsann sinn í bíó, heldur spjalla við viðkomandi í 10-
15 mínútur um daginn og veginn, og stunda: "nei.. ég er
i bíó... já.en þú..?"-samræður. Það er engin furða að
maður nenni varla að drullast i bió lengur nema manni
sé boðið gull og grænir skógar.
16. sýning:
Stundum gerast góðir hlutir. 6-bíóið í kvöld var einn
af þeim. Þegar ég var gjörsamlega að missa alla von á
þessu verkefni þá birtist líka þessi frábæri gaur! Njáll,
þú rokkar! Við sátum yfir allri myndinni gerandi grín
að leikurunum, bendandi hvort öðru á villur, skjótandi
kaldhæðnum kommentum að skjánum og skiptast á
tilgangslausum upplýsingum um akkúrat ekki neitt!
Þetta var einfaldlega tær snilld!
Annars komst ég að því i gegnum hann að Halldór
(framkvæmdastóri móttökusviðs og miðakall) er búinn
að vera að 'reyna að skemma fyrir mér með því að reyna
að fá gaurana til að draga mig á einhverja aðra mynd og
Ijúga að mér að það sé allt í lagi, starfsfólkinu sé alveg
sama og eitthvað svoleiðis bull. HAH! Hann heldur að
hann geti knésett mig, en það verður víst erfiðara en
hann grunar, ég er nú ekki fædd í gær...
Jæja. Dæmið hálfnað og ekki mikill tími eftir. Ég verð
virkilega að massa þetta öll virk kvöld fram að lokadegi.
Regnboginn tók þá skemmtilegu ákvörðun að hætta
að sýna myndina kl. 6, þannig að nú þarf ég alltaf að
dröslast alla leið upp í Smáralind (oj oj OJJJJH) til þess
eins að komast í bíó. En, maður verður að skíta eða
sturta niður. Ekki fer ég að hætta bara af því að ég þarf
að fara í Kópavoginn.
Ótrúlegt en satt, þá er ég ennþá lifandi. Aðeins einn
gaur búinn að beila á mér (Kiddi, eða hvað sem þú heitir:
ÞÚ ERT LÉLEGUR.) Úrvalið er orðið aðeins betra, flestir
strákarnir eru ágætis skinn. Endalokin nálgast og ég
er farin að halda að ég eigi eftir að fá massíf fráhvörf.
Hvað á maður eiginlega að gera á kvöldin þegar þessu
er lokið?
Endalokin:
Sadistarnir á X-inu ákváðu i einhverju flippi að senda
mig með Geir "lceblue" Ólafs á siðasta deitið. Þeir
eru ekki heilir á geði. Það er tregablandin tilfinning í
maganum á mér, nokkurn veginn eins og að vera búin
að ala upp barn í mörg ár og svo stingur það af og vill
ekkert meira með mann hafa. Samt ágætt að geta aftur
átt eðlileg samskipti við foreldra mína og komist aftur
inn í vandaða sjónvarpsdagskrá Ríkissjónvarpsins.
Síðar sama kvöld....
Því miður þurfti Geir að beila þar sem hann var búinn að
bóka sig í stúdíóið, en hann mætti að minnsta kosti og
baðst afsökunar, gaf mér númerið sitt (sjúklega fyndið
að vera með lceblue í simaskránni) og bauð mér að
fara út að éta einhvern góðan veðurdag á vel þekktum
veitingastað bæjarins. Þannig að ég fór bara ein í bió,
og gat varla setið kyrr!! Þegar kreditin byrjuðu að rúlla
var ekki laust við að ég yrði smá klökk. Hvað tæki nú
við..?
Þetta er búið að vera heljarinnar ævintýri, búin að hitta
meiri stráka en ég hef hitt samtals síðastliðin tiu ár, og
er örugglega búin að setja nýtt heimsmet! Nokkuð viss
um að ég losni aldrei við þessa mynd úr hausnum á mér,
a.m.k. get ég tekið nett partítrikk og þulið upp textann
einsog hann leggur sig... Fæ örugglega flashback
þegar ég er orðin eldgömul og festist í AvP-lúppu þar
til einhver tekur mig af lífi.
Er nokkuð viss um að ég hafi varann á í framtíðinni með
að senda flippuð email án nokkurrar hugsunar....yeah
right! ;)