Orðlaus - 01.02.2005, Blaðsíða 13

Orðlaus - 01.02.2005, Blaðsíða 13
Hvað finnst þér skemmtilegast að mynda? Tónleika og hvers kyns viðburði þar sem er mikið af fólki og mikið að gerast. Mér finnst rosa gaman að vera fluga á vegg einhvers staðar þar sem fólk tekur ekki eftir mér. Mér finnst gaman að vinna með. listamönnum og gera ólík verkefni. Hvað með módelin? Mér finnst skemmtilegra að mynda fólk sem er með óvenjulegt útlit og fellur ekki I fína og sæta flokkinn. Það er yfirleitt meiri persónuleiki í því, það er ekki með neina grímu. En yfirleitt nægja stórar túttur mér... GUNDI Ljósmyndarinn Gúndi hefur getiö sér gott orð hér heima að undanförnu. Hann hefur tekið að sér fjölbreytt verkefni og á meðal annars heiðurinn af nýjustu forsíðu Orðlaus. En Gúndi er líka tónlistarmaður og hefur gefið út plötur með Fálkum og Þusl, hefur spilað með Láru, Rúna Júl. og fleirum og er núna í hljómsveitinni Tommygun Preachers. Hann ber því höfuð yfir aðra Ijósmyndara sem eru að mynda á HÉ M tónleikum. ■ j .p Hvernig myndir þú lýsa þér sem ijósmyndara? Já ... það er nú spurnmg! Ég veit það ekki ... ég er heppinn og það er aldrei neitt stress á mér. Éq er líka alveg rosalega spennandi. Ég veit hvað ég er ekki en ég er ekki íjölskylduljósmyndari og mynda ekki gæludýr og börn. Skemmtilegasta verkefnið þitt til þessa? Ég hef verið að elta Hjálmar og documentera þá. Ég myndaði þá með KK í Loftkastalanum en það var mjög gaman. Þær myndir koma á DVD diskinum sem þeir eru að fara að gefa út. Síðan var mjög gaman að vinna með A.R.G. hópnum fyrir Ljósanótt í Keflavík en það er listahópur sem ég er í og hefur verið með tvær sýningar. Hvað ertu búinn 'M HL ... að mynda lengi L og hvað gerirðu “jjry' lærði hjá Sissu og íf'jSr strákunum í Dikta . IrLP fjf- mjm þar sem ég vinn. Það sem ég er að t^áKy gera núna er að JSpF mynda tónlistarlífið '' Æ í Reykjavík og reyni * íl að fara á sem flesta O' / / ,| tónleika. Ef það eru ^>r <■',]§ einhver bönd sem vilja láta mynda sig þá mega þau endilega senda mér póst á gfreyr@gi.is. Áttu einhverja sniðuga sögu að segja okkur? Já, ég var að mynda í brúðkaupi og ætlaði að ná flottu skoti af brúðhjónunum að skera kökuna og hallaði mér að gluggakistu þar sem voru sprittkerti og það kviknaði í mér. Sem betur fer sá strákur þetta og náði að slökkva í mér, en lyktin var ekki góð. Hvað þarf til þess að ná langt í þessum bransa? Aldrei segja nei við verkefnum og geta unnið langan vinnudag. Það skiptir líka öllu máli að hafa húmor fyrir sjáll sér, en ef þú tekur sjálfan þig of alvarlega þá er þetta búið Uppáhalds Ijósmyndari? Hann heitir James Nachtway og er fréttaljósmyndari. En ég veit ekki hvort það sé einhver sem hefur ha'ft sérstök áhrif á mig. Texti: Hrefna Björk Myndir: Gúndi Mynd af Gúnda: Thorsten Henn Heit! Það er orðin alkunn regla að fólk strengi heit um áramót. Heit þessi miða flest öll að því að henda leiðinlegum ávönum, bæta hegðun og lifa heilbrigðara lífi. Það er alveg klassískt að nýársheitið hljómi uppá að mæta í ræktina eða að hætta að reykja. Flestir kikkna undan þessarri sjáflögðu pressu innan nokkurra daga á meðan aðrir ná undraverðum árangri. Ég þekki báðar. hliðar þess máls. alla vita að ég væri hættur. Á vinnustað mínum, sem var saltfiskvinnsla ( Hafnarfirðinum, fór ég í stríð við alla. Lét banna reykingar í kaffistofunni og sat þar því flesta kaffitfma einsamall, hataður af samstarfsfólkinu. Ég var búinn að mála mig það hressilega út í horn að ég gat ekki með nokkru móti byrjað að reykja aftur, enda hef ég aldrei reykt síðan. Annað heit sem er mér sérstaklega eftirminnilegt strengdi ég fimm árum síðan. Þá strengdi ég mér andlegt heit sem hljómaði uppá að bera virðingu fyrir gömlu fólki. Ég veit að þetta Byltingin sem það er að strengja nýársheit er kætkomin. Að það sé fastur punktur í árinu þar sem maður getur reynt é viljastyrk sinn til að betrumbæta líf sitt er hið besta mál. Fallið getur hinsvegar verið hátt. Þegar búið er að kunngjöra öllum vandamönnum hvert nýársheitið er þá er komin margföld pressa. Maður verður að sanna fyrir sjálfum sér 'að maður geti staðið við stóru orðin, en maður þarf einnig að passa uppá að bregðast ekki væntingum sinna nánustu. Fyrsta heitið sem ég strengdi var um áramótin Ð95 og Ð96. Þá um haustið hafði ég farið í meðferð og var því heilaþveginn af gagnlegum aðferðum til að hætta hinu og þessu. Ég kaus að nota nýársheit til þess að hætta að reykja. Ég var búinn að reykja 2 pakka á dag árum saman og því var ég ekki að ráðast á garðinn þar sem hann var lægstur, en viljastyrkurinn var þeim mun meiri og ég var sannfærður um að ég gæti þetta. Aðferðin sem ég notaði var að láta „Það var umtalað ífjölskyldu minni hvað ég œtti erfitt með mig innan um aldraða ogþegar móðir mín heyrði ífréttunum að ungur maður hefði verið handtekinn fyrir að hafa gengið í skrokk á gömlum manni eftir að hafa mislíkað aksturslag hans,þá hringdi hún strax í mig og húðskammaði mig.“ Það var umtalað í fjölskyldu minni hvað ég ætti erfitt með mig ínnan um aldraða og þegar móðir mín heyrði í fréttunum að ungur maður hefði verið handtekinn fyrir að hafa gengið í skrokk á gömlum manni eftir að hafa mislíkað aksturslag hans, þá hringdi hún strax í mig og húðskammaði mig. Þetta atvik átti sér stað á Hverfisgötunni þar sem ég var með skrifstofu á þessum tíma þannig að það var ekki skrýtið að hún hefði áætlað að þessi handtekni ungi maður sem buffaði gamlan kall hefði verið ég. Sem betur fer átti ég engan þátt í þessu atviki en hver veit hvað hefði gerst ef ég hefði ekki gripið í taumana. Eftir að ég strengdi mér þetta nýársheit þá hef ég haft hugann fastan við það að vera umburðarlyndur og alúðlegur í návist aldraðra. Fyrir vikið líður mér mun betur. hljómar mjög heimskulega en ég þurfti virkilega á því að halda að strengja mér þetta heit. Gamalt fólk í umferð - gamalt fólk á undan mér í röð í matvöruverslunum - gamalt fólk í sundi - gamalt fólk að gera það sem gamalt fólk gerir, náði að fara alveg geðveikislega í taugarnar á mér. Eiginlega svo mikið að ég var stundum að því kominn að grípa til ofbeldis. Það þekkja það flestir að vera ( umferðinni og vera orðnir of seinir einhvert. Elsti maður í heimi er fyrir framan mann á 20 kflómetra hraða og ekur næstum því á miðjum veginum þannig að það er engin leið að komast framhjá honum. Sena sem þessi gat ferjað mig yfir sturlunarmörkin. Ég mölbraut einusinni framrúðuna i bílnum mínum með hnefanum vegna þessa. Sá gamli vissi aldrei af því, en ég þurfti sárabindi fyrir höndina og þar að auki að kaupa nýja rúðu dýrum dómum. Undanfarin ár hefur mér ekki gengið sérstaklega vel að standa við heitin sem ég hef strengt. Mér tókst reyndar að venja mig á að nota öryggisbelti eftir að hafa strengt þess heit, en flestir aðrir ósiðir sem ég hef reynt að láta áramótin losa mig við hafa ekki viljað yfirgefa mig. Það er ekki algild regla að hægt sé að standa við nýársheit. Líkt og með öll önnur markmið sem maður setur sér þá getur manni hætt til að gera óraunhæfar kröfur til sjálfs síns. Aðalmálið er að gefast ekki upp þó fyrsta tilraun misheppnist. Eftir vandlega umhugsun þá hef ég ákveðið að líta á áramótaheit sem eitthvað sem maður hafi heilt ár í að klára. Heitið sem ég strengdi fyrir þetta ár tekur mið af þvi og er náttúrulega mjög háleitt: í ár ætla ég að verða ríkur! Snorri Barón

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.