Orðlaus - 01.02.2005, Blaðsíða 28

Orðlaus - 01.02.2005, Blaðsíða 28
ÞÚ VERÐUR ÞAÐ SEM ÞÚ BORÐAR Holl ráð til að koma heilsunni og geðheilsunni í lag Að hafa það gott. Hversu oft eyðum við tíma í okkur sjáifar? Og hvernig eyðum við þeim tíma? Erum við að nota þennan tima eins og best verður á kosið? Því miður vill su staðreynd koma aftan að okkur að með aldrinum eykst jafnan sú ábyrgð er við setjum a herðar okkar í daglegu annríki. Þessum síauknu önnum fylgir jafnan likamleg og andleg streita. I huga okkar stelpnanna er þessum spurningum um „hversu oft" og „hvernig", yfirleitt svarað með „ekki nógu oft'' og „ekki nógu vel". Ef við hugsum hvað það er sem við gerum fyrir okkur sjálfar, er það gjarnan timar í vax eða plokkun, en við getum flestar ef ekki allar verið sammala um að það sé ekki dekur að láta rífa af sér hárm. Að minnsta kosti eru karlmenn ekki á því! Við stelpurnar þurfum að átta okkur á því að líkamlegn velliðan fylgir andlegur hraustleiki, sem svo sannarlega veítir ekki af í uppstrengdu streitusamfélagi nútímans. Nýverið kynnti ég mér klúbb nokkurn þar sem okkur, handhöfum MasterCard korta, er boðinn víðtækur afsláttur á öllu tengdu líkamsrækt og útliti. Það sem vakti athygli mína og áhuga er sú staðreynd að okkur býðst einnig góður afsláttur af hlutum á borð við líkamræktarkort, nudd, andlitsböð og fleira þess háttar. Það skemmir svo ekki fyrir að um þessar mundir er í gangi spennandi íeikur þar sem vinmngarnar eru ekkl af verri endanum. Aðáfvinníggurinn er i'-.orni meira' né mlnna en 4 daga iúxusferð til St.Topez a frönsku rivíerunni. inhifalið er hoiei, bi^aleigubi11 og öll venjuleg þægíndi auk bess sem pistíltíh.hótst a . aivpru éyðs:u i mann sjáifan; daglegt nudc. andi'tsbao aðgangur að glæsilegri heilsulind hóteisrns og fie;ra mætti nefna. Fyrír utan þá staðreynd að timi er til kominn að kortafyrirtækm hvetji með fyrrgreíndum hætti til betra lífernis, þá verð ég að viðurkenna að vinningurinn er mér nógu góð afsökun til að taka þátt. Það getur ekki verið röng ákvörðun að eyða í líkamsræktarkort eða eitthvað álíka, sérstaklega þegar þú gætir einnig verið á leið til Suður Frakklands, flúið slabbið og stressið é klakanum og - bara komíð sætari til baka. Hafi ég náð að kveikja smá áhuga hjá þér, hvet ég þig tíl að kíkja á www.kreditkort.is. Forðumst líkamlegt og andlegt gjaídþrot í skammdegi næstu mánaða, látum okkur a.m.k. dreyma um stóra vínnginn, það er alltaf okeypis. Okkur hefur tekist að komast að því að einkennum stress, svefnleysis og vægs þunglyndis má stjórna með sérstöku mataræði og lífsstílsbreytingum, oft án þess að þurfa að taka inn lyf. Það er ekki óalgengt að fólk, sem þjáist af tilfinningalegum vandamálum, missi áhugann á mat. Slæmar matarvenjur leiða óhjákvæmilega til skorts á næringarefnum, sem að lokum leiðir til tilfinningalegra vandamála. Það hefur verið fundið út að bara skortur á einu næringarefni geti leitt af sér veikíndi, oftar en ekki tilfinningalegs eðlis. Þess vegna er alveg sérstaklega mikilvægt að passa að öll næringarefnin séu til staðar.l kroppnum. Ekki nóg með að þessi fæða, sem upp er talin hér, haldi taugunum rólegum heldur gefa næringarefnin í fæðunni einnig frísklegt og hraustlegt útlit. Besta leiðin til að halda blóðsykrinum jöfnum er að borða flókin kolvetni. Ef blóðsykurinn er ekki í jafnvægi, erum við það ekki heldur. Flókin kolvetni geta einnig auðveldað svefn, sérstaklega ef þau eru borðuð seinni part dags. Flókin kolvetni eru til dæmis í: - Ferskum ávöxtum - Heilhveitibrauði - Ávaxtabrauði - Heilhveitimúffum eða skonsum - Grófu morgunkorni eða kornstöngum Þetta grænmeti, og jurtir, er vel þekkt fyrir róandi áhrif og er sagt geta hjálpað vel til í baráttunni við svefnleysi. - Kál - Aspas - Sellerí - Piparminta Þessi matur inniheldur amínósýrur, sem umbreytast í serótónínaukandi efni í heílanum. Serótónín er eins konar gleðigjafi í heilabústöðvum okkar. - Fitulítið kjöt - Kjúklingakjöt - Egg - Sojabaunir - Þurrkaðar döðlur - Brokkolí - Fituiitlar mjólkurvörur - Bananar Þessi fæða er rík af B-vítamínum, sem leika mikilvægan þátt í að ákveða hvernig líkaminn tekst á við stressandi aðstæður. Þessi fæða hjálpar einnig til við að berjast gegn svefnleysi. Rannsóknir sýna að B2, B6, B12, níasín og fólinsýra hafa áhrif á skapsveiflur. Þessi næringarefni eru einnig nauðsynleg fyrir taugakerfið, svo það geti nú starfað eðlilega. Það besta við þessi næringarefni er að þau eru vatnsleysanleg svo maður getur tekið meira en nóg af þeim og það sem afgangs er, skolast út með þvagi. - Heilhveiti - Mjólkurvörur - Lifur - Grænt grænmeti - Sjávarmeti - Fitulítið kjöt - Hnetur - Fræ - Egg - Hollt og gróft morgunkorn Ávextir þessir og grænmeti eru góð uppspretta af C-vítamíni, sem er nauðsynlegt á tímum stress, álags og kvíða. Því hefur verið haldið fram að mikil neysla C-vitamíns geti lækkað magn stresshormóna ( blóðinu okkar. C-vítamín er einnig nýtt til upptöku á járni í líkama okkar. - Appelsínur - Greip -Jarðarber - Kíví - Brokkolí - Kartöflur - Grænt grænmeti Hér er svo matur sem inniheldur járn, sem hjálpar til við að framleiða serótónín. Skortur á járni hefur verið tengdur við orkuleysi, pirring og vægt þunglyndi. - Lifur - Rautt kjöt - Fiskur - Skelfiskur - Þurrkaðir ávextir - Heilhveiti - Gróft morgunkorn - Grænt grænmeti Þessi fæða er tilvalin uppspretta af magnesíum sem má taka í stærri skömmtum þegar maður er undir álagi. - Gróft morgunkorn - Hnetur - Sesamfræ - Þurrkaðar fíkjur - Grænt grænmeti Eftirfarandi fæða gefur góðan skammt af kalsíum, sem er nauðsynlegt fyrir taugastarfsemipa og vöðvana. Kalsfum.örfir er mikíl á timum stress og kviða. - Mjólkurvörur - Dósafiskur - Grænt grænmeti Skortur á Omega 3 fitusýrum hefur verið ALLIR SKYNSAMIR F GERA VERÐSAM tengdur við þunglyndi og vangetu til að taka á stressi. Mælt er með að við borðum fisk sem inniheldur Omega 3 fitusýrur, svokallaður feitur fiskur, tvisvar til þrisvar á viku. Hér er listi yfir fisk sem inniheldur þessar fitusýrur. - Lax - Makríll - Túnfiskur - Sardínur Gott við vægu þynglyndi getur verið: - Rósmarín - Engifer Talið er að CHILLI geti örvað heilann til að losa um endorfín sem á náttúrulegan hátt kætir mann. Bara að strá örlitlu chilli yfir matinn gerir alveg heilmikið gagn. Fæða sem ber að forðast undir álagi, í stressi eða kvíða: - Örvandi efni, svo sem nikótín, sem rænir líkamann næringarefnum. - Alkóhól sviptir líkamann A, C og B vítamíni, magnesíum, sinki og nauðsynlegum fitusýrum og auk þess leiðir áfengisneysla af sér vökvatap. - Kaffi og te hindra upptöku á járni, magnesíum og kalsíum. Sem sagt, það sem nauðsynlegt er að versla í matinn er: - Ávextir, sérstaklega bananar, sítrusávextir, jarðarber og kíví. - Grænmeti, þá sérstaklega brokkolí og grænt grænmeti. - Heilhveitibrauð, muffins og skonsur. - Brún hrísgrjón og heilhveitipasta. - Fitulítið kjöt og fuglakjöt. - Fræ og hnetur. - Fitulitlar mjólkurvörur. - Feitan fisk. - Egg. - Skelfisk. - Sojabaunir, tófú, sojajógúrt og sojamjólk. Texti: Hanna Kristín ^RRJÖ| NETSMELLUR - alltaf ódýrast á netinu FUGLAR 'SURÐ Eíngöngu á www.icelandair.is Engin þjónustugjöld þegar bókað er á netinu. 000 Innifalið: Flug og flugvallarskattar. ICELANDAIR «T Gildir í 1 ár, breytingagjald 5.000 kr. www.icelandair.is IStfNSKA AUCLÝSINCASTOfAN/SIA.IS ICf 27249 82/2905

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.