Orðlaus - 01.02.2005, Blaðsíða 14

Orðlaus - 01.02.2005, Blaðsíða 14
Þegar maður heyrir slíkar fréttir, sem ganga þvert á allar ímyndaðar eða raunverulegar reglur sem maður hefur gert sér um lífið, þá verður maður hálf dofinn og maður spyr sig, af hverju? Af hverju hafa karlmenn allt í einu minni áhuga á kynlífi? Maður hefur heyrt allt sitt líf að konur séu þær sem snúa sér á hina hliðina, eru þreyttar, hafa hausverk, maður sér það líka í bíómyndum, karlmenn að berjast við og beita brögðum til að fá makann til að sofa hjá sér, maður hefur lesið allskonar greinar og horft á Opruh þar sem rætt er um leiðir fyrir konur til að finna í sér kynlífsdýrið til að geta "sinnt" maka sínum og umfram allt sinum eigin kynlffsþörfum. Algengasta skýringin sem ég fékk að heyra frá skilningsvana konum var að karlmenn vilja ekki lengur sofa hjá, sem er önnur lykilforsenda þess að mannkynið haldist gangandi, þá er væntanlega voðinn vís. Kannski er náttúran að grípa í taumana á óhóflegri fólksfjölgun með þvf að eyða kynhvöt karla. Kannski er þetta eitthvað sálrænt hjá karlmönnum. Þeir eru ekki aldir upp við kunnáttu á hina "nýju konu'' ef það má orða það svo og misskilja okkar öryggi og sjálfsþekkingu sem eitthvað neikvætt í þeirra garð. Eða eru konur kannski orðnar graðari? Eftir að við uppgötvuðum það að okkar fullnæging skiptir líka máli þá viljum við meira og oftar? Það reynist mér erfitt að finna haldbæra skýringu á þessu. kvarta víst undan því að þeir vinni svo mikið að þeir hafi ekki orku fyrir kynlíf! Finnst ykkur þetta ekki furðulegt? Minn lærði sannleikur á lífinu hefur kennt mér það að karlmenn séu alltaf til ( tuskið, nó metter what. En af hverju vilja þeir ekki? Þessi spurning á einhvern máta svífur útí tómið með enga von um að nokkurn tímann eiga þaðan afturkvæmt. Það eru engin svör í tóminu (enda er það tómt) og i tóminu eru líka við, konurnar, sem hafa verið sviptar öllum lærðum sannleika um lífið og sambönd karla og kvenna, sitjum eftir skilningslausar með titrarann einan um hönd. ( alvöru stelpur, þetta eru skelfilegar fréttir! Hvað er að gerast? Hvar á maður að byrja að leita svara við þessum spurningum? Er þetta sálrænt, félagslegt, náttúrulegt eða hvað? Fyrsta skýringin sem mér datt í hug var að allir karlmenn heimsins hefðu tekið sig meðvitað saman um að refsa okkur fyrir aldalanga meðferð okkar á þeim. Að það sé til einhver leyniklúbbur karlmanna sem er að hafa af okkur völdin sem við höfum haft. Mér finnst þetta samt ekki líkleg skýring. Kannski hefur þetta alltaf verið svona, konur hafa bara ekki viljað viðurkenna það, því samkvæmt gamalkunnum stöðlum um ímynd kvenna þá sæmir það ekki góðri konu að geta ekki fullnægt manni sínum. Kannski er þetta ein af afleiðingum nútímasamfélagsins og kvennabyltingarinnar. Að konur eru orðnar svo meðvitaðar um sjálfar sig og sínar þarfir að karlmenn bara bugast. Eftir þvi sem mér skilst og hef upplifað þá er það einn af kostum þess að vera kona sá að við segjum já eða nei við kynlífi. Þeir eru alltaf til, og við fáum okkur gott ( kroppinn þegar okkur langar, og þeir verða bara að láta sér lynda kúr og koddahjal ef við erum ekki í stuði, en svo reynist það bara vera lygi! Hefur þetta kannski alltaf verið lygi? Jesús minn, hugsið ykkur. Kannski er þetta fyrsta vísbendingin um að mannkynið sé að deyja út. Ef karlmenn Spurningin um hvað það er sem karlar vilja er að marka enn eitt öfugmælið í nútímanum sem við reynum að leita svara við. Við vitum nú loksins hvað konur vilja og þá taka karlmenn uppá því að verða óskiljanlegir! Ég held samt að skýringin sé einna helst að karlmenn séu líka komnir í takt við nútíma tilfinningaþarfir sem konur uppgötvuðu með Cosmopolitan og Sex and the City byltingunni. Þeir þurfi alúð og umhyggju og séu þreyttir á að það sé litið á þá sem kaldrifjaðar reðurvélar til notkunar á staðnum. Ég gæti vel trúað því að kvennabaráttan hafi haft smitandi áhrif á karlmenn. Þeir, líkt og konur, þurfa enn þann dag í dag að berjast gegn staðalímyndum. Ein staðalímynd sem konur vilja berjast gegn er að vera taldar eingöngu hæfar til að sjá um heimilið, karlmenn vilja kannski berjast gegn því að vera taldir harðgerðir vinnusjúklingar með tilfinningalausa kynþörf. Meðan karlmenn horfðu á okkur vinna að auknu sjálfstæði þá fóru þeir kannski að finna sitt eigið, og nú er það að brjótast fram. Nú þurfum við konur kannski að fara að endurmeta okkar staðalímyndir á körlum. Það er sagt að innan veggja hjónasængurinnar leynist ýmis leyndarmál, og kannski er þetta eitt af þeim. Leyndarmálið um hinn tilfinningaríka, viðkvæma, alveg einsog konur hugsa um kynlíf týpu af karlmanni, sem, einsog formæður okkar þráðu kosningarétt og athafnafrelsi, þráir hann ástúð, skilning og tilfinningasvigrúm og bíður eftir því að fá sitt tækifæri til að brjótast út úr staðalímynd hins týpíska karlmanns. Þetta nútímasamfélag er uppfullt af óvæntum uppákomum. Verum blíðar við karlmennina okkar næstu misseri ... ég held þeir séu að finna sjálfa sig. Jóhanna Pyntingar af allskonar tagi hafa fylgt manninum frá örófi alda. Á miðöldum voru pyntingar mikið notaðar til þess að ná játningum og upplýsingum úr mönnum, dýflissur voru vinsælar, menn voru hengdir, hálshöggnir og aðrar ómanneskjulegar leiðir farnar til þess að ná sér niður á mönnum sem voru í ónáð stjórnvalda. En eins og allt annað í þessum heimi eru tímarnir tvennir og mismunandi aðferðum hefur verið beitt hverju sinni. Kossfestingar I krmgum áríð 1000 f.Kr. byrjuðu menn að binda fanga við staur í hegningarskyní og skilja þá eftir þannig að þeir myndu deyja úr þorsta eða hungri, Það leið þó ekki á löngu þangað til sú aðferð þróaðist yfir i enn illkvittnislegri meðferð þegar krossinn kom til sögu. Eins og flestir víta þá var hann notaður til aftöku, fangarnir voru negldir á krossinn og látnir bíða dauða síns. Kristnir ofsóttir Líf kristinna manna vai ekki talið mikils virði á fyrstu öld. Þeu voru taldir ogna lóg og reglu og því oft á tíðum pyntaðir illilega. Þeir voru ýmist grýttir eða barðir til dauða, þeim hent fyrir björg, brenndir í tunnu, smurðir hunangi og bitnir til dauða af býflugurn. Enn í dag eru menn grýttir til bana i nokkrum ríkjum heimsins. Drekkjum honum Þetta er einkar ógeðsleg pyntíngaraðferð en hún fólst í þvi að drekkja fórnarlambinu með því að hella upp í hann vökva þar til líkaminn fyllist og gat ekki kyngt meiru. Fanginn var þá bundinn niður, höfuðið látið halla aftur og munninum haldið opnum með klemmu. Til þess að fanginn myndi síðan ekkí æla við athöfnina var honum meinað að borða í 10 klukkutima fyrir aftökuna. Niðurlæging borgarans Margar ieiðir voru farnar til þess að niðurlægja borgara sem hegðuðu sér ósæmilega. Þær aðferðir voru þó ekki eins grirnmilegar og hér að ofan en mjög niðurlægjandi. Ein þeirra er kölluð „Bjórtunnan", en þa voru þeir sem voru ölvaðir é almannafæri settir i stóra bjortunnu og látnir labba um bæinn með skömm. Þessi aðferð hafði mikið skemmtariagildi fyrir hina borgarana sem veltust um af hlátri við að sjá mðurlúta fyllibyttuna taka út refsingu sina. Konur í járnbúrum Þegar eiginkonur þóttu skapstórar og agressívar var þeim refsað með því að setja járnbúr yfir höfuð þeirra og þær keflaðar. Með þetta ferlíki á hausnum voru þær teymdar um bæinn þannig að allir gætu hlegið að þeim. Þé myndu þær alveg örugglega hugsa sig tvisavar um áður en þær opnuðu munninn aftur á næstunni. A.'L'-'I ■** •- i

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.