Orðlaus - 01.02.2005, Blaðsíða 30

Orðlaus - 01.02.2005, Blaðsíða 30
FISKAR VATNSBERI STEINGEIT BOGMAÐUR SPORÐDREKI VOG MEYJA LJÓN KRABBI TVÍBURAR NAUTIÐ HRÚTURINN KVK HVERNIG PASSA STJOI HRUTURINN NAUTIÐ TVIBURAR KRABBI LJÓN MEYJA Hrúturinn ert alltaf til í að prófa nýja hluti og hefur kjarkinn til að ná í hvern eða hverja sem hann vill. Hrúturinn er daðurgefinn að eðlisfari en þarfnast elskhuga sem lífgar upp á kynhvötina, er rómantískur og veitir óskipta athygli. Nautið á auðvelt með að tæla hitt kynið en nær ekki að uppfylla langanir sínar nema þegar það ert virkilega ástfangið. Nautið er bjartsýnt en um leið raunsætt og getur verið alveg hrikalega þrjóskt þegar það veit hvað það vill. Þú þarfnast öryggis en um leið rómantíkur og kynörvunar en þú átt í erfiðleikum með að gera upp hug þinn. Þú þarft maka sem er sjálfsöruggur og getur haldið í við þig og veitir þér það frelsi sem þú þarft. Þið eruð bæði algjörar frekjur og líklegt er að rifrildi og óþarfa leiöindi einkenni sambandið. Þið eigið það til að taka pirringinn með inn í svefnherbergið þar sem þið fáið útrásina sem þið þarfnist og er því líklegt að þið náið að halda saman út af ástríðunni. Þú vilt stöðugleika en hrúturinn er ekki tilbúinn til að gefa þér nein loforð. Hann gerir nautið afbrýðissamt en í þrjósku þinni viltu ekki sýna það eöa ræða þar til að lokum allt springur í loft upp og þið endið sem óvinir. Þið eruð stöðugt að prófa nýja hluti í kynlífinu og þiö sjáið ekki sólina fyrir hvort öðru. Þið blásið lífi í hvort annað og hafið gaman af að gera eitthvað spennandi saman. Njótið dagsins. Þegar krabbanum finnst hann vera öruggur getur hann myndað sterk tengsl við hitt kynið. Maki þinn verður þó að vera þolinmóður og umhyggjusamur til að ná að vinna hjarta þitt því þú treystir ekki hverjum sem er. Það verður hiti í nokkurn tíma en hrúturinn vill láta eltast við sig og þú gefst fljótt upp á því. Þú þráir öryggi sem hrúturinn getur ekki gefið þér og ef þú passar þig ekki er líklegt að krabbinn standi uppi einn og mjög særður. Þú átt auðvelt með að heilla fólkið í kringum þig því þú geislar af lífi og fjöri og þú lefur gaman af því að vera hrókur alls fagnaðar, en þú þráir skuldbindingu. Ljónið þarfnast orkuríks elskhuga sem uppfyllir fantasíur þess. Sambandið er mjög ástríðufullt og aið þreytist aldrei á að kynnast hvort öðru betur og betur. Þið eruð bæði algjörar frekjur en þótt ótrúlegt sé náið þið að leysa flestan ágreining á góðan hátt. Ef þið virkið sambandið eruð þið sköpuð fyrir hvort annað. Meyjan setur sjálfa sig í annað sæti þegar kemur að samböndum og hún þarfnast elskhuga sem er jafn einlægur og traustur og hún. Meyjan vill rómantík og ást en gerir ekki mikar kröfur um ævintýralegt kynlíf. fyrstu er hrúturinn spennandi en iann hefur lítinn sem engan áhuga á að festa sig í sambandi og rifrildin verða því brátt ákafari heldur en ástarlífið verður nokkurn tímann. ★★★ Þú ertekki mikiðfyriraðskipuleggja framtíðina og leitar ævintýrin uppi en nautið er mun varkárara og vill helst ekki gera neitt óskipulagt. Nautið heldur því svolítið aftur af þér og líklegt er að þú gefist upp á sambandinu fljótlega og fagnir frelsinu. ki Þið eigið vel saman í rúminu og veitið hvort öðru öryggistilfinningu. Nautið er tryggt og kemur vel fram en þar sem þið eruð bæði mjög jarðbundin er líklegt að það vanti meira fjör í sambandið. Líklegt er að ástarblossinn slokkni og þið endið sem ævilangir vinir. ★★★★■^ Ástríðurnar sem eru til staðar núna fara fljótt að hjaðna. Þú vilt athygli frá fleirum og það gerir nautið gífurlega afbrýðisamt. Nautið vill halda þér heima og heldur því aftur af þér. Þið ættuð að halda í sitthvora áttina ef þið reynið ekki að skilja hvort annað. i Krabbinn nær að sleppa sér með nautinu og gjörsamlega blómstrar í svefnherberginu. Sambandið einkennist af ákafa og þið viljið bæði helst eyða öllum stundum saman. Þegar þið farið út á lífið er þó alltaf fjör í kringum ykkur. ★★★★★ Ljónið er dramatískt og það fer í taugarnar á þér hvað nautið tekur öllu með mikilli'ró. Þú nennir ekki að hafa allt í röð og reglu og vilt stöðugt vera að prófa eitthvað nýtt, en nautinu líkar við hlutina eins og þeir eru. Hristu upp í sambandinu og þá gæti þetta gengið. Þið eruð bæði mjög ástrík og eruð að leita að öryggi sem þið finnið hjá hvort öðru. Sambandið einkennist af miklu jafnvægi og gagnkvæmni virðingu og þó að þið virðist mjög róleg þá er mikið líf og fjör í svefnherberginu ykkar. ki Þessi merki passa einstaklega vel saman. Þið eruð bæði ævintýragjörn og til í hvað sem er. Tvíburinn sýnir þér nýja takta í svefnherberginu og veitir þér mikla öryggistilfinningu því þú veist að þú getur ekki ráðskast með hann. ★★★★■^ Þú átt auðvelt með að kveikja í krabbanum sem á þó erfiðara með að endurgjalda greiðann. Krabbinn er allt of viðkvæmur og hálf hræddur við þig og veitir þér ekki þá spennu sem þú vilt fá út úr sambandi. Þið eigið líklega betur saman sem góðir vinir. i Þú heillast af því hversu sjálfsöruggt Ijónið er sem lætur þig kikna í hnjánum í hvert sinn sem það brosir til þín. Saman eigið þið eftir að ná langt því þið ýtið undir kosti hvers annars. Sambandið veröur líklega stórskemmtilegt, rómantískt og mjög ástríðufullt. ★★★★★ Meyjan vill gera allt eftir bókinni en þú nennir ekki einu sinni að opna hana. Það er líklegt að meyjan forði sér fljótlega ef þú kemur ekki til móts við hana og samþykkir að skipuleggja þig aðeins og vera ekki svona yfirgnæfandi í öllum ykkar ákvörðunum. •k-ki Sambandið er fjörugt en innihaldslítið hvað raunverulegar tilfinningar varðar. Tvíburinn fær þig til að hlæja og nær að plata þig út í alls kyns skemmtilega vitleysu en ólíklegt er að sambandið verði alvarlegt því þið lítið gjörólíkum augum á framtíðina. Sambandið er ástríðufullt og krabbinn er rómantískur sem er einmitt það sem þér líkar. Þú getur treyst honum og þér finnst sætt hvað hann er alltaf örlítið feiminn við þig, jafnvel eftir langan tíma. Nautið hefur góö áhrif á krabbann og fær hann til að víkka sjóndeildarhringinn. ★★★★ Ljónið á auðvelt með að kveikja í þér og er góður elskhugi en allt of sjálfumglaður fyrir þinn smekk. Ef þú stingur í hann hornunum og sýnir honum að hann er ekki einn í sambandinu gæti þetta gengið en nautiðverður líka að vera gagnrýnið á sjálft sig í leiðinni. ★★ Þú þarft að leggja þig alla fram í að tæla meyjuna og sýna henni hvað í þér býr, en eftir að því marki er náð er ekki aftur snúið. Þið eigið einkar vel saman og náið að fullnægja hvort öðru gjörsamlega á öllum sviðum. Þið getið reitt ykkur á hvort annað í framtíðinni. ■ki Þið hafið bæði gaman af því að vera í endalausum leikjum og eltið ævintýrin uppi. Þið reynið að ögra hvort öðru og skemmtið ykkur saman en þegar sambandið fer að verða alvarlegt er hætta á að þið flýið í sitthvora áttina. irki Tvíburinn ræður ferðinni í þessu sambandi því krabbinn er óöruggur í kringum þig og gefur þér lítið svigrúm. Ef þú sérð ekki hvað hann er viðkvæmur er líklegt að þú særir hann það mikið að sambandið muni enda illa. ★ ★ Þið kunnið að sýna hvort öðru hvað þið viljið og veitið hvort öðru endalausa athygli. Þar sem þið fílið það bæði eruð þið ekki að kæfa hvort annað. Þið eruð líflegt og ástríðufullt par. ★★★★ Þið eigið auðvelt með að tala saman um alla hluti en það virðist ekki vera nein ástríða. Sama hvað þið reynið þá á alltaf eftir að verða vandræðalegt í svefnherberginu því þið eigið mun betur saman sem vinir. irkirki Tvíburinn er til í að prófa nýja hluti en veitir hinu kyninu full mikla athygli fyrir þinn smekk. Þið eruð mjög ólík og viljið halda í andstæðar áttir þannig að líklegt er að áhuginn slökkni meðtímanum. ★ ★ Þið eruð bæði mjög viðkvæm og takið tillit til tilfinninga hvors annars. Líklegt er þó að skapið í ykkur muni stía ykkur í sundur ef þið ákveðið ekki sem fyrst að ræða málin í stað þess að hlaupa burt í fýlu. ■kki Þúelskar aðvera í kringum Ijóniðsem er jákvætt og alltaf í stuði og gefur þér nýja sýn á lífið og tilveruna. Þú þarftsterkan einstakling þérvið hlið og Ijónið nær að draga krabbann út úr skelinni. Framtíðin lofar góðu. ■kkkki Meyjan er traust og ber virðingu fyrir þér. Þú nærð að láta meyjuna opna sig þannig að þið farið fljótt að tengjast mjög sterkum böndum. Þó að þið séuð ólík getur sambandið orðið mjög örvandi. ★★★ Þú hefur fundið fjörugan elskhuga sem nær að fullnægja þér á ýmsum sviðum. Þetta samband getur átt góða möguleika ef þið eruö ekki hrædd við að skuldbinda ykkur. ★★★★ Krabbinn er umhyggjusamur og vill gera allt til að láta þér líða vel. Ef þú tekur tillit til tilfinninga hans og passar að vera ekki yfirgnæfandi í sambandinu eigið þið eftir að eiga skemmtilega framtíð. kkkki Þiö eruð ástríðufull og vitið nákvæmlega hvernig þið getið fullnægt hvort öðru. Þó svo að þið berjist um að fá að ráða ferðinni eruð þið fullkomin fyrir hvort annað ef þiö lærið að miðla málum. ★★★★★ Þú hefur mikla þörf fyrir aðskemmta þér en meyjan vill helst vera ein heima með þér. Ef þú nærð ekki að fá meyjuna til að skemmta sér mun Ijónið fljótt fá leið á sambandinu og leita að fjörugari elskhuga. ★★★★★ Tvíburinntekursambandiðekkimjög alvarlega og veitir þér ekki neitt öryggi. Meyjan vill skuldbindingu en tvíburinn heldur að sambandið snúist bara um kynlífið sem er ekki einu sinni svo gott. Ekki búast við miklum neistum. Krabbinn er tilbúinn til að skuldbinda sig og þrátt fyrir að vera mjög ólík finnið þið það í fari hvors annars sem þið eruð búin að leita að lengi. Þið náið að búa ykkur heimili sem ykkur líður báðum vel í og ástin á eftir að fylgja ykkur í framtíðinni. kkkki Ljónið er stjórnsamt og skilur ekki að stundum viltu eiga rólegt og rómantískt kvöld heima. Ljónið þarf alltaf að vera hrókur alls fagnaðar og setur þig oftast í annað eða þriðja sætið. Slíkt samband á ekki mikla framtíð. ★ Þið passið vel saman tilfinningalega sem og kynferðislega. Sambandið er byggt á gagnkvæmum skilningi og þrátt fyrir að það sé ekki mikil ástríða þá gengur þetta samt því þið leggið ekki aðal áhersluna á villt og spennandi kynlíf. ★★■< ki Þessi merki eru algjörar andstæður en geta þó átt saman. Vogin er ákveðin og á auðvelt með aö sjarmera þig og ef þú nærð að hrista upp í henni og fá hana til að drattast úr sófanum og gera eitthvað við lífið gætuð þið náð að halda þessu gangandi. ★★v Þið keppist um að fá að ráöa og verðið afbrýðisöm út í hvort annað við minnsta tilefni, en það er líka af því að þið eigið svo auðvelt með að verða yfir ykkur ástfangin. Reynið aö komast niður á jörðina og ná einhverju jafnvægi ogsamkomulagi, þá ætti þetta að verða ánægjulegt. ★★★★★ Vogin er alltaf að gera ný og ný plön en stendur sjaldnast viö þau sem fer mikið í taugarnar á nautinu sem vill alltaf hafa allt á hreinu. Þið eruö bæði þrjósk og eigið auðvelt með að rífast, en það er þó eitthvað við vogina sem nær að heilla þig, kannski rómantíkin í svefnherberginu. kki Kynferðislega eigið þið vel saman en ekki á öðrum sviðum. Ykkur finnst þið bæði hálf áhugalítil í garð hvors annars enda eigið þið lítið sameiginlegt. Langvarandi samband á milli ykkar er því nánast ómögulegt. ★ Kynlífið er skemmtilegt og spennandi þar sem þið viljið stöðugt prófa eitthvað nýtt. Þið eruð ævintýragjörn og komið hvort ööru endalaust á óvart og hentið hvort ööru á allan hátt. ★★★★★ Sporðdrekinn veitir þér athygli sem fer að verða yfirþyrmandi. Hann á auðvelt með að verða afbrýðisamur og er ráðríkur þannig að þú ferð að fjarlægjast vini þína. Líkamlega passið þið saman en andlega ekki neitt. ★★★★ Þú vilt gott kynlíf og á því sviði eigið þið saman en vogin er full stjórnsöm ogferaöráðskastmeðþig. Krabbinn ert heimakær en vogin vill vera á stöðugum þvælingí. Það kemur aö því að þú gefist hreinlega upp. ★ Hjá ykkur er endalaus ást og hamingja. Þið eruð bæði skapstór en þið látið það ekki pirra ykkur en nýtið það í staðinn í svefnherberginu. Þegar þiðfinniðað þið eruð ástfangin mun rómantíkin engan enda taka. ★ Þið eruð bæði uppátækjasöm og vogin leikur sér að því að búa til spennandi ástarleiki. Þið eigið auðvelt með að skemmta ykkur saman úti á lífinu en erfiðara með að tjá tilfinningar ykkar. Ef þið vinniö í því stefnir þetta bara upp á við. ★★★★ í rúminu eruð þið fullkomin saman því þið viljiö bæði ráða ferðinni sem skapar mikinn hita og ástríðublossa. Þegar þið farið út úr húsi á þessi valdabarátta þó eftir að fara í taugarnar á þeim sem eru nálægt ykkur og flestir fagna því þegar sambandið lognast út af. ★★★★ Vogin á það til að daðra full mikið og þarf á stöðugri athygli að halda og sú athygli sem þú gefur er greinilega ekki nóg. Þið náið að eiga góðar stundir saman en fljótt sjáið þið að það þarf meira í sambandiö en áhugaverðar samræöur. i Samband ykkar einkennist af því að þið eruð alltaf að koma hvort öðru á óvart. Það er enginn dauður tími því þegar þið reynið að eiga rólegt kvöld heima þá endar það yfirleitt í miklum hita í svefnherberginu. Þið eruð áberandi og flott par og ástin mun blómstra. ★★★ Ástarlífið er ævintýraríkt og þið eigíð auðvelt með að fullnægja hvort öðru. Sambandið er samt of mikíð haltu mér/slepptu mér því bogmaðurinn er allt of mikið út á lífinu fyrir þinn smekk og er líklega ekki reiðubúinn til að taka skrefið tilfulls. i Þið eruð algjörar andstæður. Nautið ert rólegt að eðlisfari en bogmaðurinn er stöðugt að leita að partýi aldarinnar. Hann veitir þér ekki öryggi en félagsskapurinn getur þó verið hressandi og ef þú nærö bogmanninum aðeins niður og lætur hann slaka á gæti ræst úr þessu. kki Bogmaðurinn hefur gaman af því að fíflast í tvíburanum og þér finnst það ágætt í fyrstu. Þiö missið þó bæði fljótt áhugann á sambandinu og fariö að skima í aðrar áttir. Óvíst er að þið náið að slaka á með hvort öðru. ★★★★★ Bogmaðurinn er geislandi af lífi og fjöri í rúminu og það heillar krabbann upp úr skónum en þú þráir meiri skuldbindingu. Bogmaðurinn er góöur við þig en þegar þú sérð að þiö eruð með gjörólík framtíðaráform þarf mikið til þess að þú nennir að standa í þessu lengur. ★ Þessi merki passa einstaklega vel saman. Bogmaðurinn lætur Ijónið sjá stjörnur í rúminu og þess utan einkennist sambandið af gleði og andlegu jafnvægi. Þú þarft bara að sýna bogmanninum hver skiptir máli. ★★★★★ Bogmaöurinn á erfitt með að skilja meyjuna og hennar langanir. Hann þarf alltaf að vera á fleygiferð og gera ný og ný plön sem meyjan þreytist fljótt á. Þú þarft elskhuga sem vill taka ákvarðanir sem hann veit að hann stendur við. ★ ★ Steingeitin er metnaðarfull og hrútnum líkar það vel og horfir björtum augum til framtíðarinnar. Þaö fer þó að veröa pirrandi hvað steingeitin reynir að ráðskast með þig því þú metur sjálfstæði þitt svo mikils. Ef þú setur stólinn fyrir dyrnar og lætur steingeitina kunna að meta þig almennilega gæti ræst úr þessu. ★★* Vatnsberinn kann á alla þína veiku punkta og er orkumikill á kynlífssviðinu, veitir þér óskipta athygli og fílar að sýna þér og öllum heiminum hvaða tilfinningar hann ber tíl þín. Ef þú gefur vatnsberanum á móti þá er líklegt að þið eigið eftir að eiga fjöruga og um leiö örugga framtíð saman. ★★★★★ kki Nautið vill rómantík og ef þú finnur veika blettinn á steingeitinni eigið þið eftir að skemmta ykkur vel saman og lifa fjörugu kynlífi. Þið leitið bæði að öryggi sem þið finnið hjá hvort öðru og getið eytt tímunum saman í að ræða ólíklegustu hluti. Steingeitin og nautið eiga einstaklega vel saman. ★★★★★ Vatnsberinn er allt of mikið uppi í skýjunum á meðan nautið er mun jarðbundnara. Þó að vatnsberinn geti verið rómantískur og hugmyndaríkur í rúminu áttu erfitt með að tengjast honum nokkrum tílfinningaböndum og þið fjarlægist með hverjum deginum. ★ ki Tvíburinn á erfitt með að kveikja í steingeitinni og þú færð fljótt leið á að vinna í einhverju sem gefur þér ekkert. Þú vilt meiri ævintýri en steingeitin er of venjubundin til þess að vekja áhuga hjá þér. ★ Þið eruð fullkomin saman. Kveikið í hvort öðru líkamlega og andlega og eruð gjörsamlega uppfull af ástríðum. Sambandið einkennist af góðu jafnvægi. ★ ★★★★ ★ ★ Sambandið er áhugavert en steingeitin er mjög lokuð og á erfitt með að segja það sem hún vill. Sambandiö er líklegt til aö enda í hörmungum nema þú með einhverjum undraverðum hætti náir að opna tilfinningaskjöldinn. kki Vatnsberinn er fjörugur og kann aö kveikja í þér. Það fer samt í taugarnar á þér að hann getur aldrei sagt þér hvaða tilfinningar hann ber til þín þar sem þú ert stöðugt að opna þig fyrir honum. Ólíklegtt að þetta samband nái að verða alvarlegt. ★ ★ kkkki Steingeitin ögrar þér því þú veist aldrei hvað hún er að hugsa en þegar til langs tíma er litið verður Ijóniö fljótt þreytt á steingeitinni. Sambandið er líklegt til að verða skammvinnt. ★ Sambandið er spennandi í fyrstu og þaö heillar þig hvað vatnsberinn hefur sterkar skoðanir á öllum málum. Það fer þó að pirra þig hvað hann þykist alltaf vita allt best og e1 Ijónið kennir vatnsberanum ekki að meta sig þá mun sambandið fjara út með tímanum. ★ ★ ★ Steingeitin lætur meyjunni líða vel og eins og hún sé fullkomnasta manneskja í heimi. Meyjan sækir í öryggið en þó aö þiö séuð sammála um flest verðið þið að gæta þess aö tjá tilfinningar ykkar. ★★★★ Þið eigið fátt sameiginlegt en hafið þó bæði gaman af því að vera rómantísk. Þið eruð þó hvorugt nógu frökk til þess að sýna hvað þið raunverulega viljið fá út úr sambandinu. Ef þaö á að ganga þarfnast það stöðugrar vinnu. ★ ★ Þið eruö mjög ólík á eiginlega allan annan hátt fyrir utan sameiginlegt áhugamál í svefnherberginu. Þetta getur fariö á báða vegu en til þess að það gangi upp þurfið þið aö vinna í því og reyna að koma hvort öðru á óvart eins oft og hægt er. Fiskurinn veitir þér öryggi og þú elskar sögurnar hans og endalausar hugmyndir. Gagnkvæm virðing og ástríðufullt kynlíf einkennir sambandið en þið þurfið þó að gera meira saman og vera skilningsríkari. Auðvelt er að leysa öll ykkar vandamál með því að tala saman. Fisknum langar til að vera með þér allan daginn en þó að þú berir miklar tilfinningar þá þarftu þitt svigrúm. Þið getið átt saman í rúminu en önnur samskipti geta orðið stíf með tímanum. Þiö eruð fullkomið par. Þið skiljið tilfinningar hvors annars og viljið bæði eyða öllum stundum saman. Þú færð endalausa athygli en ekki kæfandi og þið dragið fram það besta í fari hvors annars. Skemmtið ykkur í framtíðinni. Þið viljið bæði vera þiggjendur en ekki gefendur og því er ekk hjá því komist að brestir verði sambandinu. Neistinn sem þið hélduð að væri til staðar var líklega bara örvæntingarfull tilraun hjá ykkur í leit að maka. Leyfðu fisknum að fara sína leið. Fiskurinn veitir þér lítið öryggi en leggur allt kapp í að fullnægja þínum erótísku þörfum. Þaö er alveg gaman í stuttan tíma en gefur meyjunni lítið meira en það. Þegar þú reynir að ræða alvarlega hluti verður fiskurinn óöruggur og syndir undir stein. ★★★ ★★★★ ★ ★★★★★ ★■^

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.