Bændablaðið - 24.02.2006, Síða 1
Auglýsingasíminn er 563 0300
Netfang augl@bondi.is
Næsta blað kemur
út 14. mars
Upplag Bændablaðsins
14.182
Þriðjudagur 28. febrúar 2006
4. tölublað 12. árgangur
Blað nr. 233
Bændur um beitina Brot úr merkri sögu
Í þessu blaði hefjum
við umfjöllun um
kúabeit, beitarskipulag,
ræktun grænfóðurs og
ýmsa fleiri þætti sem
máli skipta.
20-21 16
Dráttar-
vélarnar
hans
Friðjóns
„Ógeðlega gott........“
Líklega heldur Silvía Nótt því fram að það sé ógeðslega gott að klóra sér.... sem er útaf fyrir sig alveg rétt. Kýr
eru nautnaskepnur ekki síður en mannfólkið og eitt það besta sem þær vita um er að láta svona kúabursta
velta eftir haus og baki. Á stundum er meira að segja biðröð eftir því að komast í þetta magnaða klórtæki, sem
sagt er að örvi blóðrásina og haldi kúnum hreinum og rólegum. Myndin var tekin á Káranesi í Kjós.
Sauðfjárveiki-
varnagirðing-
ar eru víða í
slæmu ástandi
Sigurður Sigurðarson, dýralækn-
ir á Keldum, segir að víða séu
sauðfjárveikivarnagirðingar í
slæmu standi. Höfuðástæðan fyr-
ir því er fjárskortur. Hann segir
að sums staðar fáist heimamenn
ekki til að vinna við lagfæringar
á girðingunum. Þá þurfi að fá að-
komumenn til að vinna verkið og
síðan þarf að halda þeim uppi
meðan á verkinu stendur og það
sé mjög dýrt. Nú sé verið að
reyna að koma þeirri skyldu yfir
á heimamenn að þeir vinni við
viðgerðir á girðingunum að sjálf-
sögðu á fullum launum.
Sigurður bendir á að ef kindur
fara á milli hólfa þá verði umsvifa-
laust að slátra þeim þannig að eig-
endur þeirra verði fyrir miklu tjóni.
Þannig fóru rúmlega 50 kindur á
milli hólfa í Dölunum síðastliðið
sumar.
Tilfinnanlegt tjón
Jónas Sæmundsson, fjárbóndi
á Reykhólum, sagði í samtali við
Bændablaðið að mjög slæmt ástand
væri á sauðfjárveikivarnagirðing-
unni úr Þorskafirði yfir í Stein-
grímsfjörð. Hann segir að menn
sem fengnir voru til að gera við
girðinguna hafi unnið verkið svo
illa að ekkert gagn varð að.
,,Ég er með upprekstrarland við
girðinguna en hinumegin er Djúpi-
dalur. Þaðan bárust mér fréttir í júlí
um að fé frá mér væri komið yfir.
Ég ákvað þá að fara meðfram girð-
ingunni og skoða ástand hennar og
þá kom í ljós að hún var opin á
tveimur stöðum og allir búnir að
sleppa sínu fé. Ég er á heilbrigðu
svæði en kindum frá mér sem fara
yfir verður að slátra. Ég hef orðið
fyrir gríðarlegum búsifjum hin síð-
ari ár af þessum sökum,“ sagði Jón-
as Sæmundsson.
Slæmt ástand
í Dölunum
Ásmundur Daðason frá Lamb-
eyrum sagði að ástand girðingar-
innar milli suður og norðurdalanna
í Dalasýslu væri mjög slæmt og fé
færi þar á milli enda girðingin orðin
gömul. Hann sagði að nefnd væri
að störfum sem skoða á þessi mál
og væri verið að ræða þann mögu-
leika að leggja einhverjar girðingar
niður en halda lykilgirðingum við.
Gunnar Sæmundsson, varafor-
maður Bændasamtakanna, á sæti í
þessari nefnd sem fjallar um æði
margt sem viðkemur sauðfjársjúk-
dómum. Hann sagði að ekki væri
farið að ræða formlega um að
fækka girðingum og stækka hólfin
og engar fastar hugmyndir komnar
upp um það. Hins vegar taldi hann
víst að lagðar yrðu til einhverjar
breytingar enda væri vilji ráða-
manna til að skoða þetta mál.
Nú er svo komið að mörg börn þori ekki að
koma við fugla af ótta við að smitast af
fuglaflensu. Þetta segir Skúli Einarsson
bóndi á Tannstaðabakka í V.-Húnavatns-
sýslu sem tekur á móti hópum barna, sem
dvelja í Skólabúðunum á Reykjum, og sýnir
þeim skepnurnar og búskapinn.
Skúli segir einnig að börnin kvíði því þegar
farfuglarnir koma til landsins. Þau virðast
mjög óörugg og hafa spurt hvort þau deyi ef
þau finni dauða lóu og taki hana upp. Hann tel-
ur að of mikið hafi verið gert úr hættunni af
fuglaflensu í fjölmiðlum og að betur þurfi að
útskýra málið fyrir börnunum. Hann segist þó
skynja einhverja breytingu á málflutningi fjöl-
miðlanna um fuglaflensuna nú síðustu daga.
Skúli segist hafa eytt drjúgum tíma í að
ræða þetta mál við börnin og leiða þau í sann-
leikann í málinu. Þau róist dálítið við það en
hann segir að svona mál verði að vinnast í
gegnum fjölmiðla, sem börnin horfa og hlusta
á.
Fræða börnin á réttan hátt
Halldór Runólfsson yfirdýralæknir segist hafa
heyrt um það að börn séu hrædd og kvíðin og
því sé afar nauðsynlegt að fræða þau á réttan
hátt. Hann segist hafa séð fyrirsögn í dagblaði
um að Íslendingar hafi almennt ekki áhyggjur
af fuglaflensunni en þetta skili sér ekki til
barna. Það þurfi að segja þeim rétt og satt frá.
"Það þarf líka að brýna fyrir þeim að ef
þau sjá dauða fugla eigi þau alls ekki að
snerta þá, heldur segja foreldrum sínum eða
einhverjum fullorðnum frá þeim og þá fer
málið í réttan farveg," sagði Halldór Runólfs-
son.
Börnin fá villandi upplýsingar og hræðast fuglaflensu
Þora ekki að snerta fugla
Alþjóðlegir
hestadagar
í Skagafirði
Ákveðið hefur verið að halda
Alþjóðlega hestadaga í Skaga-
firði í apríl nk. Byrjað var með
þessa samkomu í fyrra og ár-
angurinn þótti það góður að
ástæða væri til að halda þessu
áfram. Hestadagarnir standa í
fjóra daga, hefjast á sumardag-
inn fyrsta 20. apríl og lýkur 24.
apríl.
Dagskráin fyrsta daginn fer
fram á Hólum þar sem verða fyr-
irlestrar og sýnikennsla í húsa-
kynnum Bændaskólans. Næstu
tveir dagar verða í reiðhöllinni
Svaðastöðum og á vellinum við
höllina. Á föstudeginum verða
kynbótadómar, forkeppni í tölti og
sýning. Daginn eftir verður svo
yfirlitssýning kynbótahrossa og
markaðsdagur þar sem ýmiss
varningur verður á boðstólnum.
Um kvöldið verður svo hápunkt-
urinn, úrslit í töltkeppni og sýning
í reiðhöllinni. Lokadaginn verður
svo opið hús hjá ýmsum hrossa-
ræktarbúum í héraðinu sem gestir
geta heimsótt og skoðað bæði að-
stöðu og gripina.
Það er Ingimar Ingimarsson
sem skipuleggur hestadagana af
hálfu heimamanna. Hann sagði að
þeir, sem að þessu stæðu, vonuð-
ust eftir að innlent hestafólk fjöl-
mennti í Skagafjörðinn þessa
daga. Þeir væru líka auglýstir er-
lendis, t.d. á hinum Norðurlönd-
unum og í Þýskalandi og nokkrir
útlendingar hefðu komið í fyrra.
Vonandi næði þessi viðburður
með tímanum að vekja áhuga
meðal erlendra hestaáhugamanna.
/ÖÞ
Úrvals fatnaður á
íslenska bændur. Bls. 34