Bændablaðið - 24.02.2006, Page 6

Bændablaðið - 24.02.2006, Page 6
6 Þriðjudagur 28. febrúar 2006 Bændablaðið Málgagn bænda og landsbyggðar Upplag: Sjá forsíðu Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins að mestu leyti. ISSN 1025-5621 Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Árgangurinn kostar kr. 5.500 en sjötugir og eldri greiða kr. 2.500. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 - Fax: 562 3058 - Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Áskell Þórisson (ábm.) Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason, blaðamaður: Sigurdór Sigurdórsson Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Það sem við erum að flýja frá er það sem við flýjum til. Gullkornið Á nýliðnu Fræðaþingi landbúnaðarins flutti Karl Benediktsson, dósent við Háskóla Íslands, erindi sem hann nefndi: „Landbúnaðarbyggðir í þekk- ingarþjóðfélagi: Hvert skal stefna.“ Um nokkurra áratuga skeið hefur sú stefna að stækka búin og auka fram- leiðsluna, jafnframt því að lækka framleiðslukostnaðinn, verið ráðandi um hinn vestræna heim. Á síðari árum hafa veikleikar þessarar stefnu orðið æ meira áberandi. Þar má nefna að aukin framleiðni verður á kostnað umhverfisins, m.a. þannig að erfið- leikar verða við ráðstöfun úrgangs. Þá er gagnrýnd notkun ýmissa hjálpar- efna, svo sem lyfja og hormóna í bú- fjárrækt og mikil notkun tilbúins áburðar og jurtavarnarefna í jarðrækt. Lengi vel voru það einkum áhuga- menn um lífrænan landbúnað sem héldu uppi þessum málflutningi en í seinni tíð hafa þessar skoðanir náð æ meiri ítökum meðal almennings. Í erindi sínu fjallaði Karl Bene- diktsson um þessi tvenns konar sjón- armið, eins og þau birtast í nútíma þekkingarþjóðfélagi. Um hið fyrr- nefnda sagði hann: „Grundvöllur hinnar tæknilegu framtíðarsýnar er „kapphlaupið á botninn“, þar sem leitast er við að lágmarka framleiðslukostnað og auka hagkvæmi með öllum meðulum sem vísindi og tækni bjóða upp á. Sjálf- virkni er aukin og líftækni og erfða- vísindi gegna lykilhlutverki. Sú þekk- ing, sem byggt er á, er að litlu leyti komin úr samfélaginu sjálfu, heldur að mestu utan frá, enda eru viðmið- anirnar teknar frá hnattrænum mark- aði“. Síðara sjónarmiðið byggir ekki síður á því að hagnýta þekkingu. Sú þekking er hins vegar að hluta stað- bundin, þ.e. bundin þeim mannauði sem er að finna á hverjum stað, nátt- úruauðlindum, sem og sögu og menningu sem hvert svæði býr yfir. Hluti af hinni staðbundnu þekkingu er hin „þögula þekking á umhverf- inu“, öndvert við hina skjalfestu þekkingu alþjóðaumhverfisins. Þög- ula þekkingin felur í sér reynslu kyn- slóðanna á tækifærum og hættum á hverjum stað. Segja má að þarna séu einnig meira áberandi siðferðileg viðmið, þ.e. sýndur er meiri skilningur á því sjónarmiði að náttúran svari fyrir sig ef brotið er gegn lögmálum hennar. Staðsetning Íslands, „fjarst í ei- lífðar útsæ“, þar sem rúmt er um þjóðina, veldur því að vandamál við þrengslabúskap erlendis eru ekki fyr- ir hendi á sambærilegan hátt hér á landi. Það er ánægjulegt að þessi sjónar- mið skuli nú hafa náð inn á ráðstefnu eins og Fræðaþing landbúnaðarins. Það er til marks um að vægi um- hverfismála hefur aukist. Hin stóru lögmál lífsins byggjast á uppbygg- ingu lífvera, annars vegar, og niður- broti, hins vegar. Þannig verður til hringrás lífsins á jörðinni. Það geng- ur ekki til lengdar þegar þessi hring- rás er rofin og niðurbrot lífvera nær yfirhöndinni. Það gerist þegar náttúr- unni er sýnt skeytingarleysi. Ánægjulegt er að þetta lögmál fái aukinn hljómgrunn. Leiðarinn Smátt og stórt Ferjur frá Kýpur með áhöfn frá Lettlandi hafa tekið við áætlana- ferðum milli Írlands og Englands. Það varð niðurstaða mestu átaka á vinnumarkaði á Írlandi um langt árabil. Ferjufyrirtækið Irish Ferries sagði í lok nóvember sl. upp 543 starfsmönnum sínum, skráði ferjur sínar á Kýpur, leigði reksturinn út til fyrirtækis, sem skráð er á Kýp- ur, og réð starfsmenn frá Lettlandi á skipin á fjórðungi þeirra launa sem það greiddi áður. Þetta leiddi til mikilla mót- mæla, fyrst þeirra sem misstu vinnuna og síðan stéttarfélags þeirra. Tugþúsundir mótmælenda tóku sér stöðu að baki hafnar- starfsmanna sem komu í veg fyrir afgreiðslu á ferjunum þremur. Deilunni voru gerð góð skil í sjónvarpi. Þegar ferjurnar nálguð- ust höfnina, skipti hluti farþega um föt og birtist í svörtum ein- kennisbúningi, jafnframt því sem tilkynnt var í há- tölurum að þessir menn hefðu nú tekið við stjórn ferjanna. Fljótlega var ljóst að til- gangurinn var að hleypa Lettunum um borð. Á þann hátt fengu starfsmenn- irnir 543 að vita að þeir hefðu misst vinnuna. Þeir brugðust við með því að hengja upp borða á skipunum með áletruninni: „Þetta er ekki þrælaskip“. Það kom til handalögmála við hina svart- klæddu og hafnarverkamenn hindruðu afgreiðslu skipanna. Verkalýðshreyfingin í Írlandi boðaði 9. desember sem mótmæla- dag um allt land. 40 þús- und mótmæl- endur komu saman í Dublin sem þótti mik- ið í landi þar sem einungis fimmtungur launþega er skráður í stétt- arfélag. Deilan varð langvinn, eins og vani er um vinnudeilur í Írlandi, og allir þóttust á eftir hafa sigrað. Ferjufyrirtækið fékk að framselja reksturinn til fyrirtækis á Kýpur og skrá skipin þar. Starfsmennirnir 543 fengu starfslokasamning sem flestir þáðu nema 48 hinna baráttuglöðustu. Þeir héldu vinnunni á sömu laun- um og áður en ráðnir hjá fyrirtæki á Kýpur, þar sem írskur atvinnu- réttur gildir ekki. Lettnesku starfsmennirnir fá greidd lágmarkslaun í Írlandi, 7,65 evrur á tímann, sem er tvöfalt meira en þeir áttu að fá upphaflega en innan við helmingur þess sem eldri starfsmenn fengu áður. Það sparar írska ferjufyrirtækinu 11,5 milljónir evra á ári. 7,65 evrur á klukkustund er þó mikið meira en Lettarnir hefðu fengið heima í Lettlandi. Þar eru lágmarkslaun 0,71 evra á klukku- stund, þ.e. tæpar 60 íslenskar krónur. Framangreind frásögn er aðeins eitt dæmi af fjölmörgum um þau vandamál sem eru að koma upp á hinum sameiginlega atvinnumark- aði. Vandamálið er farið að teygja sig til Íslands með þeim innflutn- ingi á vinnuafli sem orðið hefur á síðustu árum. (Nationen, Ósló, 28. janúar 2006). Kýpur - ný eyja í Írlandshafi Stórbúskapur eða fjölbreytni og fjölþætt hlutverk landbúnaðar Sonur Guttorms sestur í hásæti föður síns Nautið Eldur frá Lauga- bóli, sem var útnefnt "þarfa- naut" Húsdýragarðsins í Kastljósi síðastliðið haust hefur verið fellt. Geðslag hans var með þeim hætti að gestum garðsins stafaði sí- fellt meiri hætta af nautinu eftir því sem tíminn leið og styrkur hans jókst. Aldrei reyndist unnt að hleypa honum í nálægð við gesti Húsdýragarðsins af þeim sökum. Nú tekur það við í fjósinu að traustið er sett á heimaalinn kálf sem er 25. afkvæmi Guttorms sem fæddist í Húsdýragarðinum og hans eini eftirlifandi kálfur. Lífeyrissjóðirnir Sífellt er verið að ræða um þörfina fyrir fleiri hjúkrun- arheimili fyrir aldraða enda er nærri eitt hundrað manns á biðlista eftir slíku plássi og mörg rúm í hátækni- sjúkrahúsi Landspítala-Há- skólasjúkrahúsi teppt af þessum sökum. Ríkið telur sig ekki hafa efni á að byggja hjúkrunarheimili fyrir allan þann fjölda sem þarfnast þess. Á sama tíma berast fréttir af því að eignir lífeyrissjóða landsins séu nú orðnar um 1200 milljarðar króna en voru 650 milljarðar árið 2001. Því vaknar sú spurn- ing hvers vegna ekki eru sett lög þess efnis að ákveð- in prósenta af tekjum lífeyr- issjóðanna verði notuð til að byggja hjúkrunarheimili fyrir aldraða, það er að segja fólkið, sem myndað hefur þessa sjóði af launum sínum í áratugi. Guð varðveiti drottninguna Á Viktoríutímanum var dr. Whilton yfirlæknir á einu stærsta sjúkrahúsi Lundúna- borgar. Stéttarbræðrum hans og námssveinum fannst lítið til um kunnáttu hans. Hins vegar vissu allir að hann beitti öllum ráðum til að komast í tignarmanna borg- arinnar. Einn góðan veður- dag gata að lesa tilkynningu á vegg sjúkrahússins: ,,Hér með veitist dr. Whilton sú mikla ánægja að tilkynna lærisveinum sínum, sjúk- lingum og þjónustufólki í sjúkrahúsinu að hann hefur verið skipaður líflæknir Hennar hátignar drottning- arinnar." Strax sama kvöld- ið hafði einhver bætt við: ,,God save the Queen!" (Guð varðveiti drottning- una).

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.