Bændablaðið - 24.02.2006, Side 12
12 Þriðjudagur 28. febrúar 2006
Vandað og fróðlegt
kennslumyndband
Út er komið kennslumyndbandið
„Á hestbaki 2“ eftir Eyjólf Ísólfs-
son, sem er sjálfstætt framhald
myndar hans „Á hestbaki 1“ sem
kom út fyrir jólin 2004. Í þessari
nýju mynd er höfuðáherslan lögð
á form og jafnvægi og er mynd-
inni skipt í sjö kafla þar sem fjall-
að er um hestinn,
vinnu í hringtaum,
vinstri og hægri
ásetu og samverk-
andi tauma, hringi
og slöngulínur, tölt
við hendi, form og
opinn sniðgang.
Myndvinnslan
er öll hin fagmann-
legasta og efnið
sett fram á skýran hátt. Góðir hest-
ar og knapar sýna æfingarnar og
textinn er skýr og leiðbeinandi.
Ekki er þó alls staðar farið út í
smáatriði er varða þær æfingar
sem sýndar eru og á tíðum er eins
og gert sé ráð fyrir því að áhorf-
andinn kunni töluvert til verka.
Sums staðar er ferlið þó rakið ítar-
lega, t.d. í kaflanum um hringtaum
þar sem vel er sýnt hvernig ganga
skal frá búnaði og vinna með hest
í hringtaum og tvöföldum taum.
Samanburður á hestum sem
sýndir eru á mismunandi þjálfun-
arstigum er mjög gagnlegur og
lögð er áhersla á uppbyggingu
hestsins og þann mun sem er á
grunnformi hans og keppnisformi
til dæmis. Einnig er beina- og
vöðvabygging hestsins skýrð í
samhengi við þjálfunarferlið.
Myndin er skemmtileg áhorfs fyrir
alla áhugamenn um hesta og þjálf-
un þeirra og hún er hin fróðleg-
asta. Sérstaklega má gera ráð fyrir
að hún sé góð viðbót við námsefni
þeirra er sótt hafa námskeið hjá
Eyjólfi og hans lærisveinum. Á
heildina er myndin hin vandaðasta
og sannarlega eiguleg fyrir hesta-
menn.
Framleiðandi myndarinn er
Plúsfilm og sá Sveinn M. Sveins-
son um myndatöku. Dreifing er í
höndum hestavöruverslunarinnar
Ástundar í Reykjavík, en mynd-
bandið fæst í öllum helstu hesta-
vöruverslunum og víðar. /hgg
Fyrirtækið Elnet-tækni kynnti
fyrir skömmu myndavélakerfi
fyrir fjós og fleira í opnu fjósi í
Bryðjuholti. Þar voru þá sam-
ankomnir margir bændur að
skoða nýja fjósið þar ásamt allri
þeirri tækni og aðstöðu sem fjós
af þessari stærðargráðu hefur
upp á að bjóða. Meðal annars er
þarna myndavélakerfi sem ger-
ir bændum kleift að fylgjast
með ferðum kúnna um fjósið.
Myndavél er höfð yfir því
svæði sem kýr eru hafðar á þegar
þær eru komnar að burði, eru með
doða eða eitthvað annað amar að
þeim.
Myndavélarnar eru tengdar
þannig að hægt er að sjá þær í öll-
um sjónvörpum á heimilinu og er
þá valin rás fyrir hverja vél. Þetta
kerfi á vafalaust eftir að spara
bændum mikinn tíma. Einnig er
gott að geta bara kveikt á sjón-
varpinu þegar beðið er eftir að
kýrnar beri, sem gerist oft á nótt-
unni. Hægt er að setja upp margar
vélar í fjósið og þá er hægt að
velja eina rás á sjónvarpi fyrir
hverja myndavél. Svona mynda-
vélar spara bændum líka mikinn
tíma ef þeir setja þær upp í fjár-
húsin meðan á sauðburði stendur.
Magnús Eyjólfsson, fram-
kvæmdastjóri Elnet-tækni segir að
fyrirtækið sé með ýmiskonar kerfi
fyrir fjós og mörgu sem tengist
nýjustu fjarskiptum og tölvum
fyrir bændastéttina. Nefndi hann
sem dæmi linka til að koma tölvu-
merkinu út í fjós og að ýmislegt
fleira væri í borði sem Elnet-tækni
hefur verið að vinna að ásamt
Tækniþjónustu Suðurlands á Sel-
fossi.
Það færist mjög í vöxt að
bændur fái sér svona myndakerfi
að sögn Magnúsar og má segja að
aukningin sé stanslaus. Hann segir
líka að Elnet-tækni sé með lausnir
fyrir öll fjós og geti leyst flestar
óskir bænda varðandi fjarskipta-
tækni milli íbúðarhúss og gripa-
húsa. Upplýsingar er hægt að fá í
síma 554 2727 eða sendið okkur
póst á elnet@elnet.is til að fá nán-
ari upplýsingar um kerfi sem
hentar þér.
Frá vinstri er Þórunn Andrésdóttir, Samúel U. Eyjólfsson bændur í
Bryðjuholti, Magnús E. Eyjólfsson sölustjóri og Ásmundur Einarsson
Framkvæmdastjóri Elnet-tækni ehf.
Elnet-tækni kynnir
Myndavélakerfi fyrir fjós og önnur gripahús
Hestar og
hestamenn
Hulda G. Geirsdóttir
Már Pétursson, lögfræðingur
Bændasamtakanna vann álitsgerð-
ina. Þar kemur m.a. fram að í 69.
grein gildandi laga um fjarskipti nr.
81/2003 segir, að ef fjarskiptafyrir-
tæki þarf að leggja leiðslur um land
„er eiganda viðkomandi fasteignar
þá skylt að heimila slíkt, enda komi
fullar bætur fyrir.“ Þá segir einnig í
69. greininni að hafa skuli „samráð
við eigendur eða umráðamenn
slíkra fasteigna og mannvirkja um
hvar leiðslur eru lagðar“. Í 70.
grein, sem fjallar um eignarnám,
kemur fram að nái fjarskiptafyrir-
tæki ekki samningum við eiganda
lands eða lóðar má fara eignar-
námsleiðina. Áður en það verður
þarf fjarskiptafyrirtækið að fá
ákvörðun samgönguráðherra um
að viðkomandi eignarnám megi
fara fram. Áður leitar hann um-
sagnar Póst- og fjarskiptastofnunar.
Eignarnám krefst
eignarnámsmats
Náist ekki samkomulag um bætur,
sem geta verið hvort heldur er ár-
leg leiga eða eingreiðsla, þá verður
fjarskiptafyrirtækið að fá eignar-
námsmat, þ. e. snúa sér til Mats-
nefndar eignarnámsbóta, sem
framkvæmir matið eftir þeim regl-
um sem mælt er fyrir um í lögum
um framkvæmd eignarnáms nr.
11/1973.
Fjarskiptafyrirtækið greiðir all-
an kostnað af eignarnáminu, þar á
meðal þann lögfræðikostnað sem
bóndinn kann að þurfa að leggja út
til þess að útlista sjónarmið sín fyr-
ir matsnefnd eignarnámsbóta.
Í greinargerð Más Péturssonar
er lögð áhersla á að bændum sé
ekki skylt að þola að vegir eða
veitur séu lagðar um eignarlönd
þeirra án samninga eða eignar-
náms. Þeir gætu t.d. snúið sér til
lögmanns Bændasamtakanna vilji
þeir fá leiðbeiningar um það
hvernig eigi að fá lagt lögbann við
slíkum heimildarlausum fram-
kvæmdum.
Í greinargerðinni lagði Már til
að sett yrði upp fastanefnd sem
leiti eftir viðræðum við þá aðila
sem leggja vegi og veitur um lönd
bænda, m. a. í þeim tilgangi að
fara yfir og eftir atvikum endur-
skoða bótafjárhæðir (taxta sem
Síminn, Landsvirkjun, Vegagerð
og aðrir nota.)
Bótaábyrgð landeigenda
Í tilefni af því, að bændur „á lög-
býlum hafa fyrir slysni slitið eða
skemmt jarðstrengi sem hafa verið
lagðir í gegnum land þeirra“ og
verið krafðir um háar bætur á
grundvelli ákvæðis 3. mgr. 71. gr.
fjarskiptalaga, sem mælir fyrir um
öfuga sönnunarbyrði, (nema hann
sýni fram á að ekki hafi verið kom-
ist hjá tjóni þó að fyllstu aðgæslu
hafi verið gætt, segir í 71. gr.), þá
telur Már að nefndin ætti að semja
um að almennar reglur skaðabóta-
réttarins gildi um bótaábyrgð land-
eiganda: Bændur eigi að gera það
að skilyrði fyrir lagningu jarð-
strengja að á þá leggist ekki hin
aukna bótaábyrgð sem leiðir af öf-
ugri sönnunarbyrði. Semja sig
undan hinni mjög svo auknu
ábyrgð 71. gr. og yfir á almennar
sönnunarreglur skaðbótaréttarins..
Nefndin ætti einnig að skoða og
eftir atvikum bjóða út semja við
tryggingarfélag um þennan þátt í
ábyrgðartryggingu bóndans, þar á
meðal um fjárhæð sjálfsábyrgðar.
Síðast en ekki síst yrði það
verkefni nefndarinnar að veita
bændum, eða hafa milligöngu um
að útvega hjá ráðunautum eða öðr-
um starfsmönnun B.Í. og búnaðar-
sambandanna, ráðgjöf um hvað-
eina er varðar töku lands til nota
undir vegi og veitur og lögbann
við slíkum aðgerðum ef eignar-
námsreglna er ekki gætt, svo og
varðandi bótakröfur fjarskiptafyr-
irtækja á hendur bændum.
Már sagði að takmörkun á af-
notamöguleikum eignar gæti aug-
ljóslega komið fram löngu eftir
lagningu fjarskiptavirkis. Jarð-
strengur gæti t.d. valdið því að
bónda væri fyrirmunað að grafa
framræsluskurð með heppilegustu
legu eða leggja veg á æskilegustu
leiðina. Nokkrar lóðir í sumarbú-
staðhverfi sem bóndi skipulegði
gætu orðið óseljanlegar vegna
jarðstrengs. Sumarbústaðalóðir
sem ekki var fyrir séð að nokkru
sinni yrði markaður fyrir þegar
jarðstengur var lagður. Menn geta
velt því fyrir sér hvort nýr bótarétt-
ur kunni að skapast í slíkum tilvik-
um. Þá gætu háspennulínur gert
stórar landspildur óseljanlegar
undir sumarbústaði eða aðra byggð
eða verðfellt þær stórlega.
Að lokum bendir Már á, að
heppilegasta leiðin til þess að fá
fram hvert sé hæfilegt endurgjald
til landeigenda vegna lagningar
jarðstrengja, kunni að vera að láta
fara fram nokkur eignarnámsmöt.
Velja tvo eða þrjá staði þar sem
lagning jarðstrengs hefur verið
ákveðin, þar sem dregin yrðu fram
helstu atriðin sem til álita koma
við ákvörðun bótafjárhæðar. Fyrir
matsnefnd eignarnámsbóta fari
fram tæmandi gagnaöflun og þar
séu mál sótt og varin og að lokum
úrskurðuð af hæfum og óvilhöllum
aðila. Allt á kostnað eignarnemans,
í þessu tilviki fjarskiptafyrirtækis-
ins, svo sem leiðir af ákvæði 72.
gr. stjórnarskrár um að fullar bæt-
ur séu skilyrði eignarnáms.
Úrskurði Matsnefndar eignar-
námsbóta má finna á eftirfarandi
vefslóð:
www.rettarheimild.is/
domsogkirjumal /
matsnefndeignarnamsbota/
Vegir og veitu-
lagnir um lönd bænda
Á búnaðarþingi 2002 var samþykkt að láta vinna „lögfræðilega
álitsgerð um réttarstöðu bænda gagnvart þeim stofnunum/fyrir-
tækjum er standa að vega- og veitulögnum um lönd þeirra. Í
framhaldi af þeirri vinnu er stjórninni falið að taka upp viðræð-
ur, sé þess þörf, við veitustofnanir um vinnulag við ákvörðun
legu, merkingar og leigu til bænda á lögbýlum vegna lands sem
þeir lána í þessa þágu.“ Í greinargerð kom fram að upp hefðu
komið mál þar sem bændur „á lögbýlum hafa fyrir slysni slitið
eða skemmt jarðstrengi sem hafa verið lagðir í gegnum land
þeirra. Dæmi eru þess að þeir hafi verið látnir sæta háum sekt-
um. Ástæða er til þess að vara menn við því að leyfa lagningu
vega- og veitumannvirkja um lönd sín, nema að til komi ásætt-
anlegt verklag við lagningu, merkingu og bótaábyrgð. Þá er eðli-
legt að leiga sé greidd fyrir afnot af landi þar sem hagsmunir
landeiganda skerðast,“ eins og segir í greinargerðinni.
MS lokar á
Vopnafirði
MS hefur ákveðið að loka
starfsstöð sinni á Vopnafirði
1. júní í sumar og sameina
starfsemina við
mjólkurstöðina á
Egilsstöðum. Fjórir
starfsmenn hafa unnið á
Vopnafirði en þeim hefur
öllum verið boðið nýtt starf
hjá MS. Mjólkurstöðin á
Egilsstöðum hefur verið
starfrækt frá 1958 en þar fer
fram innvigtun mjólkur,
framleiðsla á neyslumjólk,
súrmjólk, smjöri og
Mozzarellaosti. Þaðan fer
fram dreifing mjólkurvara
um Austurland, austur að
Djúpavogi, í samvinnu við
MS á Selfossi.
MHH