Bændablaðið - 24.02.2006, Qupperneq 14
14 Þriðjudagur 28. febrúar 2006
Klukkan 13.30 þann 13. janúar
árið 1976 reið yfir jarðskjálfti
upp á 6,5 stig á Richter á Kópa-
skeri. Það eru því liðin 30 ár frá
því þessi ósköp dundu yfir.
Jarðskjálftinn er jafnan kennd-
ur við Kópasker en þar urðu
skemmdir á mannvirkjum mest-
ar. Á sveitabæjum í Öxarfirði
urðu líka víða skemmdir og
sauðfé drapst á einum bæ þegar
fjárhúsveggur hrundi.
Í tilefni þess að 30 ár eru liðin
frá jarðskjálftanum hefur sveitar-
stjórn Öxarfjarðarhrepps ákveðið
að senda þeim Friðriki Jónssyni,
sem þá var oddviti hreppsins, og
Kristjáni Ármannssyni, þáverandi
kaupfélagsstjóra á Kópaskeri,
skjal fyrir óeigingjarnt starf í þágu
samfélagsins á þessum erfiða
tíma. Þeir Friðrik og Kristján áttu
báðir sæti í stjórn Almannavarna á
staðnum þegar þetta gerðist. Báðir
eru þeir fluttir frá Kópaskeri. Frið-
rik býr á Akureyri en Kristján í
Kópavogi. Bændablaðið ræddi við
þá í tilefni heiðursskjalsins og þeir
rifjuðu upp minningar frá þessum
tíma.
Talan 13
„Ég man vel hvenær stóri kippur-
inn kom og við höfum oft talað
um það síðan hvað talan 13 kom
mikið þar við sögu því skjálftinn
reið yfir þann 13. janúar klukkan
13.30,“ segir Kristján Ármanns-
son. Hann var sem fyrr segir kaup-
félagsstjóri og átti sæti í stjórn Al-
mannavarna.
Hann segir að auðvitað hafi
jarðskjálftinn verið mikið áfall
fyrir heimamenn enda urðu miklar
skemmdir á mannvirkjun. Nokkur
hús eyðilögðust alveg og önnur
voru stórskemmd og urðu óíbúð-
arhæf. Hann segir að flest húsanna
sem skemmdust hafi verið endur-
byggð þó ekki hafi verið hægt að
endurbyggja þau öll. Vatnsleiðsla
fór í sundur og sími og rafmagn
duttu út fyrst eftir skjálftann.
Kristján segir að fyrstu við-
brögð hafi verið að koma meiri-
hluta kvenna og barna í öruggt
skjól með því að flytja þau ýmist
til Húsavíkur eða Raufarhafnar.
Flestir þeirra, sem fóru frá Kópa-
skeri þennan dag, komu til baka
aftur. Þó segir Kristján að eitthvað
hafi verið um að fólk hafi ekki
flutt aftur heim.
Margt sem þurfti að huga að
Friðrik Jónsson segir að oddvita-
starfið á þessum tíma hafi verið
algert aukastarf hjá þeim sem
valdist til þess hverju sinni. En
það hafi heldur betur breyst hjá
sér við þennan jarðskjálfta auk
þess sem oddvitar sátu í stjórnum
Almannavarna hver á sínum stað.
Það voru því margir þættir sem
þurfti að huga að.
Varðandi skemmdir á húsum
segir Friðrik að þær hafi verið
miklar og sprungur hafi komið í
veggi margra húsa. Austast í þorp-
inu liggur sprunga í gegnum fjög-
ur hús eða jafnvel fleiri. Frá henni
lágu svo aukasprungur og hús á
þessu svæði skemmdust öll mikið
og eitt þeirra varð alveg ónýtt.
Það hús var hlaðið úr svokölluð-
um R-steini. Húsið slitnaði eigin-
lega alveg í sundur. Menn frá ör-
yggiseftirlitinu komu til Kópa-
skers og skoðuð skemmd hús og
þessu húsi lokuðu þeir alveg.
Vatn, sími og
rafmagn úr sambandi
Friðrik segir að rafmagn, sími og
vatn hafi farið af við jarðskjálftann
en rafmagnið og síminn þó komist
fljótlega á aftur en verra hafi verið
með vatnið. Vatnslögnin, sem var
úr asbeströrum, var um tveggja
kílómetra löng. Friðrik segir að as-
beströr séu ekki heppileg í jarð-
skjálfta og þau brotnuðu víða í
sundur, sérstaklega þar sem þau
lágu yfir hliðarsprungur.
Lögð var tveggja kílómetra
löng bráðabirgðavatnsleiðsla úr
tveggja tommu plaströrum og
tengd við þau kerfi í bænum sem
heil voru. Það þurfti að grafa og
leita að bilunum í vatnskerfinu í
bænum og á meðan það stóð yfir
var slökkviliðsbíllinn fenginn til
að sækja vatn og dæla því inn um
glugga á húsum, í baðker eða stór
ílát, þannig að fólk sem þar bjó
hefði vatn til að elda mat eða hella
í salerni. Þannig var málið leyst
meðan viðgerð á vatnsleiðslunni
stóð yfir.
Ellert Eiríksson lánaður austur!
Friðrik segir að Ellert Eiríksson,
síðar bæjarstjóri í Reykjanesbæ en
þáverandi starfsmaður vatnsveit-
unnar í Keflavík, hafi haft sam-
band við sig og boðist til að koma
og aðstoða við lagfæringu vatn-
sveitunnar á Kópaskeri. Í Keflavík
voru notuð asbeströr hjá vatnsveit-
unni þannig að Ellert kunni vel til
verka með þau. Hann kom svo
norður og vann með heimamönn-
um við vatnsveituna þar til hún var
komin nokkurn veginn í lag. Aldr-
ei þurfti að greiða neitt fyrir störf
Ellerts á Kópaskeri og telur Friðrik
líklegt að vatnsveitan í Keflavík
hafi lánað manninn. „Ellert var
duglegur maður og sá spurði nú
ekki hvað klukkunni leið í vinn-
unni,“ segir Friðrik.
Engin stórslys
Fólk slasaðist lítið í jarðskjálftan-
um. Nokkrir fengu byltu en sá
sem fékk verstu byltuna féll milli
hæða þar sem verið var að skipa
út frosnu kjöti. Hann marðist
nokkuð en var ekki alvarlega slas-
aður. Eftir að konur og börn höfðu
verið flutt burtu, alls um 90
manns, tóku tvær húsfreyjur að
sér að matreiða í mötuneyti hót-
els, sem þá var rekið á Kópaskeri.
Heimilisfastir íbúar Kópaskers
voru um 180 þegar þetta var en
margt af því fólki var í skóla eða
við vinnu annars staðar. Þeir sem
fluttir voru á brott snéru flestir
fljótlega heim til að vitja eigna
sinna en eiginleg uppbygging á
Kópaskeri hófst ekki fyrr en um
vorið.
Þrjátíu ár liðin frá jarðskjálftanum
mikla á Kópaskeri og nágrenni
Þessi mynd er úr lyfjabúri í
læknishúsinu á Kópaskeri daginn
eftir jarðskjálftann.
Hér má sjá hvernig allt fór á tjá og tundur í verslun kaupfélagsins á
Kópaskeri þegar jarðskjálftinn reið yfir.
Einhvern tíma fyrir mörgum áratugum hófst
loðdýrarækt á Íslandi. Síðan hefur þessi at-
vinnugrein oftast verið á brauðfótum.
Nú berst sú fregn um landið að auka
skuli og fjölga dýrum í minkabúum. Er það
í framhaldi af því að örlítið hærra verð var á
skinnum á haustuppboðum. Þetta er einhver
versta frétt sem mér hefur til eyrna borist,
jafnvel verri en ósköpin með fuglaflensuna.
Flensuna fáum við engu um ráðið hvort hún
kemur eða ekki. En við ráðum því hvort
minkur er alinn og sleppur í landinu.
Það ganga alltaf öðru hverju sögur um
búraminka á flækingi. Eins hefur það oft
verið staðfest að veiðst hafi minkur sem al-
inn var í minkabúi. Bara vegna þess skaða
sem minkurinn veldur verður að taka svona
hluti alvarlega og rannsaka umfang þess
máls. Ef sannleikskorn er að finna í við-
komandi máli vildi ég persónulega láta loka
öllum minkabúum á landinu. Enda er það
álit fróðra manna að það sé forsenda fyrir
því að hægt sé að útrýma villimink hérlend-
is. Minna má á að Ísland er aðili að alþjóð-
legum skuldbindingum sem kveða á um
skyldur okkar um að viðhalda líffræðilegum
fjölbreytileika. Það samrýmist því engan
veginn skyldum okkar við lífríkið að enn
skuli minkur sleppa úr minkabúum.
Nú geri ég ekki ráð fyrir að ég fái því
ráðið að öllu loðdýraeldi skuli hætt. En ég
get þó lagt fram þá frómu ósk að það verði
gengið betur frá búunum en raun er á og að
öll lífdýr skuli örmerkt, svo að hægt sé að
rekja hvaðan þau eru komin þegar þau veið-
ast úti í náttúrunni. Það
væri því gullið tækifæri
fyrir loðdýrabændur að ör-
merkja kvikindin til að
geta afsannað þessar sög-
ur, eða að öðrum kosti að
þær verði sannaðar.
Það er eftir því sem ég
best veit ekki saknæmt að
missa út dýr, en það er aft-
ur á móti tilkynningarskylt
ef kvikindið sleppur. Ansi er ég hræddur um
að þar sé misbrestur á.
Nú verða bændur að merkja allan sinn
búsmala, hví ættu loðdýrin að vera undan-
skilin?
Minkabændur vilja
gjarnan halda því fram að
aliminkur lifi ekki af í ís-
lenskri náttúru. Ekki vil ég
taka undir það, þessu hefur
nefnilega verið haldið
fram áður og ekki átt við
rök að styðjast. Reyndar
finnst mér að minkur hafi
stækkað jafnt og þétt síðan
hann veiddist fyrst. Ali-
högnar eru nú orðnir allt að fimm kíló, eða
eins og villtur refur að stærð. Menn ættu að
geta gert sér í hugarlund hvað bíður t.d.
fuglalífs í íslenskri náttúru ef þessi þróun
fer fram sem horfir.
Því vil ég biðja fulltrúa á Búnaðarþingi
að gangast fyrir því að gerð verði trúverðug
úttekt á öryggisbúnaði og rekstri loðdýra-
búa og farið verði alvarlega yfir allt hvað
þessu máli viðkemur.
Ég er einn af þeim sem leggja fram
mikla vinnu við að halda mink í skefjum.
Og það ber árangur. Minkalæða hefur ekki
gotið í minni landareign í fjögur ár. Það sem
greitt er fyrir skottið nægir þó hvergi til þess
að greiða þann kostnað sem þar er að baki.
Ég, ásamt fjölmörgum bændum þessa lands,
verð að bera það tjón og þann kostnað sem
fylgir þeim mistökum að minkur slapp á
sínum tíma úr loðdýrabúum.
Einnig er ótrúlegt hvað kostnaði við
vargaeyðingu er misskipt á milli sveitarfé-
laga. Stærstu sveitarfélögin sleppa nær al-
veg, á sama tíma og litlir og fjárvana hrepp-
ar leggja mikið á sig til að borgarbúinn fái
notið fuglasöngs í sumarfríunum. Þessi
kostnaðarliður ætti með réttu allur að lenda
á ríkissjóði.
Á komandi Búnaðarþingi verður væntan-
lega fjallað um þessi mál. Því segi ég við ykk-
ur ágætu Búnaðarþingsfulltrúar og ég á marga
skoðanabræður. Annað hvort að gera loðdýra-
búin dýrheld og örmerkja öll lífdýr eða hætta
þessari vitleysu og loka sjoppunni.
Aliminkur - skaðvaldur í íslenskri náttúru
Ábending til Búnaðarþings
Pétur Guðmundsson,
Ófeigsfirði
Hér hafa veiðihundar drepið mink.