Bændablaðið - 24.02.2006, Qupperneq 16
16 Þriðjudagur 28. febrúar 2006
Enn vantar 12 ár upp á að öld sé
liðin síðan fyrsta dráttarvélin kom
til landsins. Það var árið 1918. Þá
var þess þó langt að bíða að drátt-
arvélar yrðu algengar í sveitum
landsins. Á þessum tíma hafa orð-
ið gífurlegar breytingar á véltækni
í landbúnaði og það svo að sumt
sem í raun var hluti af sjálfsögðum
tækjabúnaði á sveitabæ er ekki
kunnuglegt lengur í augum þeirra
sem nú eru um miðjan aldur, hvað
þá yngri.
Það hefur verið til siðs, jafnvel
svo jaðrar við múgæsingu, að tæki
og búnaður sem ýmist hefur lifað
sitt fegursta eða hefur einfaldlega
þokað fyrir nýrri tækni, eru nídd
með allskonar ónotum og eigend-
um gert að fjarlægja þessa hluti og
koma þeim fyrir kattarnef - eða
minnsta kosti þangað sem þau eru
ekki sýnileg vegfarendum, að við-
lögðum afarkostum. Ekki er þó að
efa að sumir þeirra hefðu gaman
af að sjá á ný hluti sem þeir gjör-
þekktu úr umhverfi sínu áður fyrr;
myndu jafnvel gera stuttan stans
og klappa gömlum kunningja þó
hann sé ekki lengur nýmálaður og
glansandi heldur standi kannski
höllum hjólum og ef til vill ekki
einu sinni jafn mörgum og þegar
hann kom frá verksmiðju.
Sem betur fer hafa verið til, og
eru enn til, menn sem rísa upp úr
þessari múgsefjun og safna til sín
eftir föngum minjum sem eru að
hverfa eða liggja undir óbætanleg-
um skemmdum. Einnig mun eitt-
hvað mun vera til í hirslum Þjóð-
minjasafnsins af búnaðartækni lið-
innar aldar, til að mynda stóð
a.m.k. til skamms tíma ræfillinn af
einni allra fyrstu baggabindivél
landsins á geymslusvæði safnsins
við Vesturvör í Kópavogi.
Einn þeirra sem lagði rækt við
minjar og sögu um vélvæðingu
sveitanna var Friðjón Árnason,
stundum kenndur við Kistufell í
Lundarreykjadal þar sem hann ólst
upp frá 13 ára aldri. Síðar reisti
hann sér svokallað iðnaðarbýli í
sömu sveit, sem hann kallaði Mel-
gerði. Friðjón fæddist árið 1934
en lést árið 2004, aðeins sjötugur
að aldri. Eitt aðal áhugamál hans
síðustu áratugina var að safna
gömlum dráttarvélum og sögu
hverrar vélar frá því að hún var
flutt hingað til lands. Draumur
hans hefur ugglaust verið að gera
upp til fyrri ljóma sem mest af
þessum vélum, en fyrir einyrkja
sem hefur ekki á annað að treysta
en sjálfan sig og sínar tvær hendur
til framfærslu sér og sinna vill tími
til gæluverka verða alltof skamm-
ur.
Í minningargrein um Friðjón í
Melgerði, sem birtist í Morgun-
blaðinu 28. ágúst 2004, farast
Helga Magnússyni svo orð:
„Því miður hefur Íslendingum
verið raunalega ósýnt um að halda
til haga minjum um þá byltingu í
verkmenningu sem færði þjóðina
á nokkrum áratugum nánast af
þjóðveldisöld til hátækniumhverf-
is nútímans og það starf sem sú
kynslóð vann er lifði manndómsár
sín á þessu tímabili. Því hefur á
síðustu árum verið kapphlaup
þeirra, sem skynjað hafa mikil-
vægi sögunnar, við graftól og
brotajárnspressur, að bjarga því
sem bjargað yrði á þessum vett-
vangi. Friðjón var í fremstu röð
þeirra manna sem hafa látið sig
þessi mál varða.“
Daginn áður en Friðjón var
jarðaður stilltu bræður hans hluta
dráttarvélasafni hans upp í eins
konar heiðursvörð við þjóðveginn
neðan túns að Kistufelli. Hluta af
heiðursverðinum gefur nú að líta á
myndum á síðum Bændablaðsins.
Upplýsingar um gripina eru
fengnar hjá Þóroddi Má, bróður
Friðjóns, en þeir bræður Þóroddur
og Tómas eru nú að Friðjóni
gengnum sennilega með fróðustu
mönnum um sögu dráttarvéla á Ís-
landi á liðinni öld.
Brot úr atvinnu- og verkmenntasögu Íslands
Dráttarvélarnar
hans Friðjóns
Myndir og inngangur:
Sigurður Hreiðar
Skýringartextar með myndum:
Þóroddur Már Árnason.
Farmall H árgerð 1945, 25 ha
bensínvél með hástæðum lok-
um. Framleiðandi Interna-
tional Harvester Co., Chicago
Illinois, USA. Umboð SÍS.
Þessi vél kom ný að Hvann-
eyri og er eina eintakið sem
til er hér á landi. Kom hún til
prófunar hjá vélaráðunaut
BÍ, sem mælti ekki með frek-
ari innflutningi þessarar
gerðar. Hingað voru þá
komnar vélar af gerðinni IH
MacCormick W4 Standard,
og reynst vel. En Farmall H
var „Rov Crop“ útgáfa þeirr-
ar vélar, fyrst og fremst ætluð
til akuryrkju.
Farmall H var ein algengasta
dráttarvél í USA um miðja tutt-
ugustu öldina, framleidd í rúm-
lega 390.000 eintökum, en W4
aðeins í 34.000. Vélina fékk
Friðjón Árnason hjá Haraldi
Georgssyni að Haga í Eystri
Hrepp, sem fékk hana frá Vik-
urfélaginu h/f er hafði notað
hana til moksturs á vikri. Fjöl-
skylda Friðjóns hefur nú afhent
Búvélasafninu á Hvanneyri vél-
ina til varðveislu, þar sem hún á
vonandi eftir að rísa úr öskustó.
Mun það efalaust ylja mörgum
gömlum kúsknum frá Hvann-
eyri um hjartarætur að endur-
nýja forn kynni við hana þar.
Farmall H
Allis-Chalmers WF
Allis-Chalmers WF árgerð 1949 27ha.,
knúin vatnskældri 4 strokka bensínvél
með hástæðum lokum. Framleiðandi
Allis-Chalmers Manufacturing Co.,
Milwaukee Wisconsin USA. Umboð
Ræsir h/f. Vél þessi kom ný í Rangár-
vallasýslu. Hún var komin að Einholtum
í Biskupstungum þegar Friðjón Árnason
eignaðist hana en er nú að honum látn-
um í eigu Óskars Alfreðssonar. Aðeins
tvær vélar af þessari gerð voru fluttar til
landsins og fóru báðar í Rangárþing;
leifar hinnar eru einnig til. AC WF var
sérstök að því leyti í byggingu að hún
var með heila grind milli fram og aftur-
hjóla. Að öðru leyti svipaði henni til W4
dráttarvélanna sem flestir kannast við.
Fahr D17
Fahr D17 17hö vatnskæld
dísilvél, árgerð 1952. Fram-
leiðandi: Maschinenfabrik
Fahr AG. Gottmadingen í
Þýskalandi, umboð Ræsir
h/f. Þessi dráttarvél kom ný
að Kistufelli í Borgarfirði,
reyndist vel og er þar enn til
í gangfæru standi. Alls munu
hafa komið 58 Fahr vélar til
landsins á árunum 1951-58,
langflestar 17 ha, bæði vatns-
kældar og loftkældar.
Það var Friðjón Árnason
sem stóð fyrir kaupum henn-
ar. Þótti sumum framsýnum
bændum í nágrenninu það
hið mesta óráð að kaupa dís-
ildráttarvél og lögðu að Árna
Kristjánssyni föður hans að
láta ekki strákinn ráða slíkri
vitleysu. Var þetta fyrsta dís-
ildráttarvél sem kom í Borg-
arfjörð, ef frá er talin vél
Kristjáns á Ferjubakka,
furðuverkið Bavaria Allrad.
Fordson
Dexta
Þetta er Fordson Dexta
árgerð 1959, þriggja strokka
dísil 30 hö. Framleiðandi
Ford Motor Company,
Dagenham, Englandi.
Söluumboð: Árni Gestsson,
Glóbus h/f. Bergþór
Guðmundsson bóndi að
Súlunesi í Melasveit fékk
vélina nýja. Hún ber það
með sér að hafa fengið góða
umhirðu.
Fordson Dexta kom á
markaðinn 1957 og var ætlað
að keppa við Ferguson 35.
Þrátt fyrir að vera farsæl og
endingargóð vél náði
Fordson Dexta þó aldrei
verulegum vinsældum.
Verulega minna afl en hjá
keppinautunum hefur
vafalaust valdið þar mestu.
Vélina fékk Friðjón hjá
Helga Bergþórssyni í
Súlunesi.Volvo T22
Volvo T22 árgerð 1949 kom ný að Krossastöð-
um á Þelamörk í Eyjafirði. Umboð Gunnar
Ásgeirsson hf. Vélinni fylgdi hliðartengd
sláttuvél, en vélin er án vökvalyftu. Seinna var
hún seld að Öxará í Ljósavatnshreppi. Þaðan
fékk Friðjón Árnason hana 1991. Hún er nú í
eigu Óskars Alfreðssonar.
Árið 1949 voru fluttir til landsins 11 drátt-
arvélar af þessari gerð. Voru þær með bensín-
vél og reyndust vel. Ein þessara véla fór að
Hvanneyri en þaðan minnast margir nemend-
ur bændaskólans þess hve hún þótti skemmti-
leg í notkun. Hún var með fótbensíni. Leifar
flestra þessara véla er til í dag og er áberandi
hve lítið þær hafa ryðgað.