Bændablaðið - 24.02.2006, Síða 17

Bændablaðið - 24.02.2006, Síða 17
17Þriðjudagur 28. febrúar 2006 Bræðurnir frá Kistufelli, Tómas (t.v.) og Þóroddur Már, meðal minja um verkmenntaþróun 20. aldar. Heiðursvörður dráttarvélanna við þjóðveginn um Lundarreykjadal, eins og hann leit út á útfarardegi Friðjóns Árnasonar. Hanomag Combitrac R 440 og R 45 Vélin fjær á myndinni er Hanomag Combitrac R 440, árgerð 1959, 40 hö, knúin 4 strokka vatnskældri dísilvél. Framleiðandi Hanomag, Hannover í Þýskalandi. Umboð Bergur Lárusson h/f. Friðjón Árnason pantaði þessa vél og ætlaði hana til moksturs. Þegar til kom tókst honum ekki að fjármagna kaupin svo hún var seld Ingimar Ólafssyni, verktaka á Ísafirði. Hann mun hafa not- að hana til moksturs um árbil. Síðar kaupir Steingrímur Pétursson að Garð- stöðum í Djúpi vélina á Bolungavík. Þá vantaði á hana annað framhjólið. Hann setti á hana hjól af vörubíl og notaði þannig um tíma. Þaðan lenti hún aftur til Bolungavíkur. Friðjón eignaðist vélina loks árið 2003, 44 árum eftir að hann pantaði hana. Ekki komu fleiri Hanomag vélar af þessari gerð til landsins Nær á myndinni er Hanomag R 45 ár- gerð 1956, knúin 4 vatnskældri strokka dísilvél 45 hö. Framleiðandi Hanomag, Hannover í Þýskalandi. Umboð Bergur Lárusson h/f. Dráttarvél þessa keypti nýja Almenna Byggingafélagið h/f. Var hún m.a. notuð við byggingu Steingríms- stöðvar. Seinna var hún notuð við mokst- ur á hrájárnsbörrum á Mýrdalssandi, þeim er fyrrum komu úr ms. Persier eftir frægt strand skipsins á Dynskógafjöru. Eftir 1970 kaupir Friðjón Árnason vélina austan úr V-Skaftafellsýslu og not- aði til mokstur á vörubíl sinn. Það var fyrsta dráttarvélin sem hann eignaðist. Moksturstæki er vélinni fylgdu voru nær örugglega þau langfyrstu á dráttarvél sem komu með vökvastýrða skóflu. Enda voru tæki þessi af allt annarri stærðar- gráðu en þá þekktust á dráttarvélum. Þar sem hún var ekki með aflstýri þótti hún heldur erfið viðureignar, og eru til sögur af baráttu manna við hana. Sá sem var með vélina í Steingrímsstöð er sagður hafa verið maður ekki einhamur, en þurfti stundum að sinna öðrum hús- bónda. Þótti þá gott ef afleysingamenn dugðu hálfan dag á vélinni áður en þá þraut örendið. Ekki komu fleiri vélar af þessar gerð til landsins. Þótt hún sé af framleiðanda aðeins talin 45 hö hefur hún verið einhver stærsta dráttarvél sem til var hérlendis um árbil. Hanomag Combitrac R 440 og R 45 Hansa-Ford Allgaier A 111 Porsche-System árgerð 1955. 11 ha eins strokks loftkæld dísilvél. Framleiðandi, Allgaier-Werke Uhingen Þýska- landi. Umboð var Elding Trading Company, Reykjavík, en fram- seldi Helga Magnússyni & Co söluumboðið. Á árunum 1955-6 voru fluttar inn 20 vélar af þessari gerð og ein af gerðinni 122 árið 1957. Eins og fleiri þýskar dráttarvélar frá þessum tíma reyndust Allgaier A111 ekki sérlega vel og týndu því fljótlega töl- unni. Þó mun allavega ein vera til í góðu standi vestur í Reykhóla- sveit. Þessi illa farna vél í safni Friðjóns kom sunnan úr Mosfells- sveit fyrir milligöngu Arnar Oddgeirssonar vélsmiðs, en upphaf- lega var hún í eigu Péturs Guðmundssonar í Laxnesi í Mosfells- sveit sem mun hafa fengið hana nýja. Helsta skart Allgaier vélanna hefur án verið Porsche-merkið, sem prýddi vélarkápu þeirra og sjá má á blaðsíðu 18. Hansa-Ford. Þessa dráttarvél smíðaði Hans El- íassen bóndi að Ytri-Hraundal í Hraunhreppi. Mótor með vélarhlíf og vatnskassi er Ford 8N. Afturöxull líklegast úr Chevrolet vörubíl, fram- öxull úr gömlum fólksbíl. Grind og gírkassi úr vörubíl. Kannski er þessi vél sú merkilegasta sem til er úr safni Friðjóns Árnasonar. Allavega má slá því föstu að engin önnur slík muni finnast í heimin- um. Hansi í Hraundal var danskur vélvirki og snillingur sem hefur líklega fengið þá hugmynd að smíða sér traktor þegar fann þennan Ford mótor á undirstöðu, sennilega í Sölunefndinni. Þegar Friðjón fann traktor Hansa í Hraundal fannst flestum sem vit höfðu á söfnun þetta vera einskisvert heimasmíðað drasl, sem ekki tæki að varðveita. Þó voru þeir til sem voru á annarri skoðun og hvöttu hann eindregið til að taka hann í safnið Þeir og sögðu að væru allar hans vélar komnar á safn myndi engin þeirra vekja jafn mikla athygli og þessi. Og víst er um það að grip- urinn er einstakur og hreint ekki illa farinn. Allgaier A 111 Massey Harris Pony 10 ha bensín með hliðstæðum lokum (nær á myndinni). Framleiðandi Massey-Harris Co, Toronto, Ontario Kanada. Umboð Orka h/f. Árin 1948-55 voru fluttar inn 54 vélar af þessari gerð. Þóttu þær liprar og reyndust vel við slátt og til annarra léttra bústarfa. Ekki er vitað nú hvar Friðjón fékk vélina, en nokkuð gott ástand hennar gæti bent til norðlenskra ævidaga. Vélin til hægri á myndinni er Fahr D180H, loftkæld MWM dís- il, 24 hö. Vél þessi kom notuð til landsins að Öxl í Þingi. Friðjón Árnason fær hana þar illa farna. Hún er nú í vörslu bræðra hans að Kistufelli. Að minnsta kosti ein vél af þessari gerð kom ný til landsins. Alls voru framleidd 8500 eintök af þessari gerð og talin meistarastykki Fahr verksmiðjanna. Massey Harris Pony og Fahr D180H

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.