Bændablaðið - 24.02.2006, Qupperneq 18
18 Þriðjudagur 28. febrúar 2006
Vatnavextir og landbrot
Víða á Suðurlandi og þá ekki síst undir Eyjafjöllum hafa verið miklir vatnavextir með tilheyrandi landbroti. Með-
fylgjandi mynd er af Svaðbælisá, sem rennur á milli Þorvaldseyrar og Lambafells, en hún hefur í vetur brotið þó
nokkuð af grónu landi beggja jarðanna. Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri tók myndina fyrir nokkrum dögum og
sagði hann margar ár undir Fjöllunum í vexti enda hefur rignt mikið í haust og vetur. Þar við bætist að Svaðdæl-
isá kemur úr Eyjafjallajökli og þar sem mikil hlýindi hafa verið í vetur, allt að 10 gráðu hiti, væri bráðnun mikil og
vatnavextir því eðlilegir. Þessi fallegi hundur, sem fylgist með vatnsrennslinu, heitir Spori og er frá Þorvaldseyri.
Auglýsing um styrki til
fyrirhleðslna og varnir
gegn landbroti
Samkvæmt 3. mgr. 8. gr. laga nr. 91/2002 um varnir
gegn landbroti auglýsir Landgræðsla ríkisins eftir
umsóknum um styrki til fyrirhleðslna og stöðvunar
landbrots.
Styrkir verða veittir til fyrirhleðsluframkvæmda sem
ætlaðar eru til að vernda mannvirki eða land, eftir því
sem fjárveitingar á landgræðsluáætlun heimila. Við
forgangsröðun verkefna verður m.a. höfð hliðsjón af
verðmæti þess lands eða mannvirkja sem landbrotið
ógnar.
Hámarksfjárhæð styrks á ári er 3.000.000 kr.
Um nánari skilyrði fyrir styrkveitingu vísast til ákvæða
laga nr. 91/2002, auk úthlutunarreglna sem finna á
heimasíðu Landgræðslunnar, http//www.land.is/
Upplýsingar má einnig fá á héraðssetrum Land-
græðslunnar og á skrifstofu Landgræðslu ríkisins í
Gunnarsholti.
Umsóknarfrestur er til 28. mars 2006, skila skal
umsóknum til Landgræðslu ríkisins, Gunnarsholti, 851
Hellu, fyrir þann tíma.
Þeir sem sóttu um styrk árið 2003, 2004 eða 2005
þurfa ekki að endurnýja umsókn sína nema aðstæður
hafi breyst verulega.
Landgræðsla ríkisins
Gunnarsholti, 851 Hella
Sími 488-3000
Netfang: land@land.is
Það er því ekki seinna vænna að
fara að tryggja sér grænfóðurfræ.
Grænfóðurtegundir eru margar og
með mjög mismunandi eiginleika
og vísast um það m.a til Græn-
fóðurkvers í Handbók bænda
2002 og ýmissa texta í Greina-
safni landbúnaðarins. Hér á eftir
fer tillaga að ræktunaráætlun fyrir
rýgresi og skal áréttað að ein-
göngu er fjallað um sumar- og
vetrarrýgresi en ekki fjölært rý-
gresi.
Samkvæmt tilraunum er von á
beitarhæfu rýgresi um 50 dögum
eftir sáningu sumarrýgresi jafnvel
aðeins fyrr. Þetta fer þó mikið eft-
ir aðstæðum, ekki síst þá hvernig
spírun tekst. Síðastliðið vor tók
spírun á Hvanneyri og Möðru-
völlum yfir þrjár vikur vegna
þurrka. Þar með ónýttust einar
tvær vikur af hugsanlegum
sprettutíma. Í byrjun beitartíma er
dagleg spretta sumarrýgresis um
100 kg þe/ha og um skrið 150-
200 kg þe/ha. Vetrarrýgresi hefur
mjög svipaðan feril en nokkrum
dögum seinni.
Rýgresi tekur fljótt við sér eftir
slátt og aftur segir reynslan að
beit sé komin eftir um 20 daga og
þá er sprettuferill svipaður hjá
báðum tegundunum og líkur og í
fyrri slætti. Rýgresi sprettur að
sjálfsögðu líka eftir beit en
reynsla er fyrir því að kýr ganga
mjög illa að há eftir beit en vel að
há eftir slátt. Hér verður gengið út
frá því að há eftir beit sé ónýt fyr-
ir kýr.
Misjafnlega hefur gengið að
rúlluverka rýgresi, það er blautt á
rót og hætt við moldarblöndun.
Margir bændur hafa þó náð góð-
um árangri og jafnvel snúið rý-
gresi án moldarblöndunar en skil-
yrði er að landið sé mjög vel unn-
ið og yfirborðið slétt. Hér er því
gert ráð fyrir að þetta sé hægt. Í
þessu sambandi skiptir líka miklu
máli hvenær reynt er að þurrka rý-
gresið, en eins og í öðru heyskap
eru þurrkskilyrði best þegar sól er
hæst á lofti.
Og þá er það áætlunin. Miðað
er við að kúnum séu skömmtuð 5
kg þe/dag:
1. Sumar- og vetrarrýgresi sáð um
mánaðamótin apríl/maí.
2. Um miðjan júní er byrjað að
beita á vetrarrýgresi og það
beitt í 4 vikur. Landþörf h.u.b.
550 m²/kú (35m² á dag fyrst og
minnkandi niður í 10m2 á dag).
3. Sumarrýgresi skríður um Jóns-
messu og þá slegið og rúllað.
4. Um miðjan júlí er vetrarrýgres-
ið búið og sumarrýgresið orðið
beitarhæft.
5. Vetrarrýgresisakurinn plægður
og lokaður með grasfræi.
6. Sumarrýgresi beitt fram í sept-
ember með repju, þegar kemur
fram í ágúst, enda þarf gróft
fóður með henni. Landþörf 800
m²/kú.
Allt fer þetta þó eftir sól og
vindi, kannski verður vorið kalt
og leiðinlegt og þá hliðrast dag-
setningar til en þá dugar frum-
spretta beitartúna einnig lengur.
Þetta er aðeins dæmi um það
hvernig hægt er að „spila“ á eig-
inleika rýgresis. Aðalatriðið er að
eiga beit þegar þörf er fyrir hana.
Hvanneyrarkýrnar nýttu sumarrý-
gresi mjög vel sumarið 2005, jafn-
vel þó það væri úr sér sprottið
eins og sjá má.
Grænfóður í vor
Það styttist óðum í
vorverkin, enda jörð
víðast klakalaus
Ríkharð Brynjólfsson,
LBHÍ, Hvanneyri
Deild Dags Vikud. Tími Fundarstaður
Eyjafjalladeild
og Mýrdalsdeild
27. feb
Mán
13:30
Félagsheimilið
Skógum
Austur Skaftafellsdeild 27. feb Mán 20:30 Smyrlabjörg
Skaftárdeild
28. feb
Þri
13:30
Hótel Kirkju-
bæjarklaustur
Landeyjadeild og Fljótshlíðar-,
Hvols- og Rangárvalladeild
28. feb
Þri
20:30
Hlíðarendi,
Hvolsvelli
Holta-, Landmanna-, Ása- og
Djúpárdeild
14. mar
Þri
20:30
Laugalandi
Biskupstungna-, Laugardals- og
Grímsnesdeild
13. mar
Mán
13:30
Gamla Borg,
Grímsnesi
Hraungerðis-, Sandvíkur og
Ölfusdeild og Gaulverjabæjar-,
Villingaholts- og Stokkseyrardeild
13. mar
Mán
20:30
Fundarsalur
MS Selfossi
Hrunamannadeild og Skeiða- og
Gnúpverjadeild
14. mar
Þri
13:30
Félagsheimilið
Flúðum
Snæfellsnesdeild 15. mar Mið 13:30 Breiðablik
Mýrasýsludeild
15. mar
Mið
20:30
Hyrnan,
Borgarnesi
Breiðafjarðardeild
16. mar
Fim
13:00
Dalabúð,
Búðardal
Vestur – Húnaþingsdeild
16. mar
Fim
20:30
Ásbyrgi,
Laugarbakka
Austur – Húnaþingsdeild
17. mar
Fös
13:00
Félagsheimilið
Blönduósi
Borgarfjarðardeild 20. mar Mán 13:30 Fossatún
Austurlandsdeild
21. mar
Þri
13:30
Gistiheimilið
Egilsstöðum
Hvalfjarðardeild 22. mar Mið 12:30 MS Reykjavík
Deildafundir og
aðalfundur MS 2006
Aðalfundir deilda MS
verða sem hér segir:
Aðalfundur MS verður haldinn að
Hlöðum á Hvalfjarðarströnd
fimmtudaginn 30. mars
næstkomandi.