Bændablaðið - 24.02.2006, Page 26
26 Þriðjudagur 28. febrúar 2006
Þá komst maður ekki fyrir For-
vaða nema sæta sjávarföllum
Sjálfur hóf Valdimar að aka þessa
leið í ágúst 1965 og var þá til vors
1966. Frá því 1991 hefur hann ekið
hana samfleytt og sinnt jafnhliða
og í millitíðinni ýmsum skrifstofu-
störfum og öðrum akstri hjá fyrir-
tækinu. Ferðatilhögun hefur breyst
nokkuð í gegnum tíðina, t.a.m. á
þann veg að fyrst var ekið norður
einn daginn og suður daginn eftir,
en með betri vegum var farið að
aka fram og til baka sama daginn.
Frá því í árdaga almennings-
samgangna á Ströndum hafa veg-
irnir breyst gífurlega. Fyrstu árin
lágu þeir niður við sjó í Bitrunni og
Kollafirðinum. „Þetta var nú slóði
frekar en vegur og það var mun
verra að hafa vegina svona niðri
við sjó vegna mikils sjógangs. Þá
komst maður ekki fyrir Forvaða
nema að sæta sjávarföllum,“ sagði
Valdimar. Eftir þetta var vegurinn
færður lengra upp í hlíðarnar og
svo aftur neðar, þar sem núverandi
vegarstæði er. Aðspurður telur
Valdimar nýja veginn yfir Stiku-
hálsinn vera besta kaflann hér á
Ströndum, þar sé nánast aldrei
snjór. „Og svo hefur auðvitað
Kollafjörðurinn lagast mjög mikið,
og Selströndin hérna á leiðinni á
Drangsnes. Reyndar hefur ekki
komið snjór síðan þessi vegur kom
og ekki reynt á hann,“ segir Valdi-
mar. Hann segir Kollafjörðinn
sunnanverðan og veginn yfir Enn-
ishöfðann hins vegar vera hvað
leiðinlegustu kaflana. Valdimar
nefnir að þeir malarvegir, sem eftir
eru á Ströndum, séu vissulega ekki
í takt við tímann, þeir séu þokka-
lega sléttir en ofaníburði sé ábóta-
vant. Einnig nefnir hann að hálku-
eyðingu sé áfátt og tekur sem dæmi
að þennan dag hafi verið autt frá
Ísafirði að Steingrímsfjarðarheiði
en flughált í Hrútafirði og Kolla-
firði. Á því hljóti að vera einhver
skýring. „Það er ekki í lagi að vera í
fljúgandi hálku þó vegurinn sé
beinn og breiður.“
Gríðarleg fækkun farþega
Talið berst að farminum sem Valdi-
mar flytur og allt snýst um, farþeg-
unum. „Þeim hefur fækkað gríðar-
lega, við eigum þetta allt til skráð.
1990-1991 voru þeir 1.900 og var
þetta nokkuð jafnt, norður og suð-
ur. Í kringum 2000 fækkaði þeim
niður í 1.100-1.500 og við höfum
verið með svona 400-500 á ári síð-
an, en þá fóru Stjörnubílar að aka
þessa leið yfir sumartímann í kjöl-
far þeirra breytinga sem Vegagerð-
in gerði, að aðeins einn áætlunarbíll
færi yfir Holtavörðuheiði. Uppi-
staða farþeganna síðustu árin eru
eldra fólkið og börn, þeir sem ekki
keyra bíl. Þetta eru allt saman ljóm-
andi farþegar og mér hefur alltaf
þótt vænt um Strandamenn. Þeir
hafa reynst mér einstakt fólk og ég
hef kynnst mörgum hér.“
Þegar hér er komið sögu rennir
Valdimar að Kaupfélaginu á
Drangsnesi. Hann bendir á lítið
bárujárnsklætt hús þar rétt fyrir
neðan, þar sem hann segist hafa
gist fyrstu árin. „Þar bjó gömul
þýsk kona,“ segir hann og hugsar
greinilega með hennar til hlýju, líkt
og annarra Strandamanna. Eftir að
hafa borið varning inn í Kaupfélag-
ið á Drangsnesi og kastað kveðju á
starfsfólk er boðið í kaffi í heima-
húsi. Móttökurnar eru hlýlegar og
heimilislegar, þrátt fyrir að húsráð-
endur, þau Tryggvi Ólafsson og
Ragnhildur Elíasdóttir, séu ekki
heima við. Búið er að bera heima-
bakkelsi á borð og yfir ilmandi
kaffi heldur spjallið við Valdimar
áfram.
Bílarnir „spilaðir“
upp á staurnum!
Eftir allan þennan tíma má reikna
með að Valdimar hafi einhvern tím-
ann komist í hann krappan? „Mikil
lifandi ósköp, ég var til dæmis einu
sinni átta daga í einni ferðinni, lok-
aðist inni á Hólmavík, en það fór
ákaflega vel um mig og ég las
ósköpin öll af bókum sem Valdi
gamli skó átti. Einnig gisti ég oft í
Guðlaugsvík. Eitt sinn þurfti ég að
gista bæði í Fornahvammi og Guð-
laugsvík í sömu ferðinni. Þá var
snúið við af Holtavörðuheiðinni og
farið niður í Fornahvamm, þar sem
fjöldinn allur af fólki var fyrir. Var
ég þá sendur áleiðis niður í Borgar-
nes á móti bíl, sem var að koma
með mat og mjólk ofan í allt þetta
fólk. Næsta dag komst ég í Guð-
laugsvík með miklum snjómokstri,
og var það meira og minna hand-
mokstur. Moksturstækin héldu
áfram hinum megin í Hrútafjörð-
inn, en ég einn á Strandir, því ég
var víst á trukk, sögðu þeir.“
En Valdimar var þó ekki alveg
einn á báti því þegar í Guðlaugsvík
kom var þar staddur Benedikt
Grímsson og tókst honum á ná
símasambandi við Grím son sinn
heima á Kirkjubóli í Tungusveit.
Safnaði hann liði í sveitinni og lét
moka Deildarbrekkuna, sem oft var
mesti farartálminn á þessari leið.
Valdimar minnist líka á staur
sem var í brekkunni fyrir utan
Litla-Fjarðarhorn á sínum tíma,
þannig að hægt var að spila bílana
upp brekkuna, og stóð Guðmundur
Jónasson fyrir því að láta setja
staurinn upp. „Hann var varla sver-
ari en símastaur, en það dugði al-
veg.“
14 metra djúp snjógöng
Þrátt fyrir að Valdimar hafa lent í
ýmsu, telur hann að það hafi oft
verið erfiðara hjá öðrum bílstjórum
en sér, bæði á undan og eftir. „Það
var ábyggilega oft erfitt hjá Einari
Valdimarssyni, sem keyrði frá 1966
fram yfir 1980, og Sævari Sigur-
geirssyni, sem tók við af honum.“
Ég var tiltölulega heppinn, það var
ekki fyrr en 1995 að það kom al-
mennilegur snjór. Ég á myndir af
bíl í snjó í Heyfleyg og Fagurbala-
vík frá þessu ári. Snjógöngin voru
14 metra djúp, og þó var jarðýta
búin að ýta ofan af áður en blásið
var.
Farþegar komu gjarnan með báti
frá Drangsnesi þennan vetur og erf-
itt var að opna Bjarnafjörðinn.
Snjógöng frá Stakkanesi að Græna-
nesi voru farin að síga saman að
ofan og skemma húsin á flutninga-
bílunum sem fóru gegnum þau. Í
ferðunum var maður yfirleitt með
snjómoksturstæki á undan sér og
það var mjög notalegt.
Erfiðasta ferðin á þessum tíma
var þegar ég þurfti að ganga á und-
an snjóruðningstækinu frá Bræðra-
brekku að Broddadalsá, og hlaupa
alltaf til baka og sækja bílinn. Ég
var alls tuttugu og sjö tíma í þeirri
ferð, þurfti að fara strax suður aftur
til að lokast ekki inni á Hólmavík.“
Valdimar man þetta greinilega eins
og gerst hefði í gær, þó liðinn sé
áratugur, segist hafa lagt upp frá
Reykjavík klukkan 10 á þriðju-
dagsmorgni og komið þangað aftur
klukkan 13 á miðvikudegi. En þetta
var fyrir tíma ökuritanna og Valdi-
mar segir að málið hafi einfaldlega
verið að koma farþegum og flutn-
ingi á áfangastað. „Sem betur fer
voru þessir menn, sem unnu hjá
Guðmundi Jónassyni, hraustir og
vel gerðir.“
Rútubílstjórar í
reiðbuxum og með kaskeiti
Áður en Valdimar hóf störf hjá
Guðmundi Jónassyni var hann bú-
inn að keyra síðan 1954, fyrst vöru-
flutningabíl. Tveimur áðum síðar
keypti hann rútu með Sæmundi
Sigmundssyni og þeir hófu sérleyfi
á leiðinni Borgarnes-Reykjavík.
Valdimar starfaði átta ár með Sæ-
mundi en hefur starfað hjá Guð-
mundi Jónassyni síðan. Starfsævi
hans sem bílstjóri spannar því rúma
hálfa öld og næst liggur því við að
spyrja hvað haldi mönnum svona
lengi í starfi sem þessu?
Valdimar sér ekki eftir að hafa
Rútufyrirtækið Guðmundur Jónasson lýkur hálfrar aldar þjónustu við Strandamenn
Rútubílstjórar í reið-
buxum og með kaskeiti
Sem kunnugt er urðu miklar breytingar á almenningssamgöngum á landsbyggðinni um síðustu áramót.
Í Strandasýslu tóku nýir aðilar við sérleyfi sem fyrirtækið Guðmundur Jónasson hafði haft í hálfa öld, á
leiðinni Reykjavík-Hólmavík-Drangsnes. Af því tilefni brá fréttaritari á Ströndum sér í rútuferð með
Valdimar Ásmundssyni, sem ekið hefur hjá fyrirtækinu í allmörg ár.
Systurnar Dagrún og Sigrún Kristinsdætur sem hafa mikið ferðast með
rútunni. Þær búa á Hólmavík en eiga ömmu og afa á Þambárvöllum í
Bitrufirði og voru einmitt að koma þaðan þegar Valdimar kom síðustu
ferðina á Hólmavík.
Nokkrir fyrrum bílstjórar á leiðinni Hólmavík-Reykjavík slógust í för með
Valdimar síðasta daginn. Hólmavíkurhreppur, Íslandspóstur og
Sparisjóður Strandamanna notuðu tækifærið og færðu þeim gjafir í
þakklætisskyni fyrir dygga þjónustu í gegnum tíðina. Frá vinstri: Valur
Freyr Jónsson, Einar Valdimarsson, Valdimar Ásmundsson og Þórhallur
Geirsson.