Bændablaðið - 24.02.2006, Síða 27

Bændablaðið - 24.02.2006, Síða 27
27Þriðjudagur 28. febrúar 2006 farið aftur að keyra eftir nokkur ár í skrifstofuvinnu, telur aksturinn góða tilbreytingu frá þeirri vinnu. „Áður fyrr var hægt að hafa góðar tekjur ef menn voru hraustir, þetta var betur borgað en margt annað. Ég get ekki sagt að ég hafi gaman af að keyra, mér finnst miklu skemmtilegra að vera farþegi í bíl hjá öðrum, þá get ég horft í kring- um mig og sé fullt af hlutum sem ég hef alls ekki séð áður. Mér þykir gaman að umgangast fólk, þetta er lifandi starf, öðruvísi en að keyra með mjólkurbrúsa, það er þáttur í þessu. Áður fyrr var líka ákveðinn sjarmi yfir þessu, maður leit upp til þessara manna. Rútubílstjórarnir voru eðlilega betur klæddir en flutningabílstjórarnir, þeir voru flottir. Einn góður vinur minn sem keyrði lengi var afskaplega glæsi- legur, í leðurstígvélum, útvíðum reiðbuxum og með kaskeiti. Ég lærði mjög mikið af þessum mönn- um, lærði að keyra hjá þeim. Þetta voru snillingar.“ Mokaði í þrjá tíma án þess að blása úr nös! Á bakaleiðinni til Hólmavíkur rifj- ar Valdimar upp að hann hafi fjór- um sinnum keyrt fram á snjóflóð á Ströndum. Eitt þessara flóða var við Hvalsárhöfða og voru þá tíu skíðamenn frá Ísafirði með honum í för, nýkomnir úr skíðaferð er- lendis frá. Trúðu þeir því nú mátu- lega að þetta væri flóð fyrr en þeir stigu út úr bílnum og ummerkin leyndu sér ekki. Moksturinn gekk þó greiðlega, enda nóg af hvoru tveggja, skóflum og hraustmenn- um, í bílnum. Áfram er ekið nokkra stund og stoppað við afleggjarann að Bassa- stöðum, þar sem Guðbrandur bóndi Sverrisson bíður með pakka. Það fer vel á með þeim Valdimar og honum, skipst er á hressilegum kveðjum og þegar Guðbrandur nefnir borgun undir pakkann hristir Valdimar höfuðið, hann eigi þetta margfalt inni. Og Bassastaðabónd- inn veifar brosandi, áfram er ekið því ekki mega farþegarnir bíða. Valdimar útskýrir að Brandur á Bassastöðum hafa oft hjálpað sér með mokstri á traktor og með skóflu. Þá hafi hann jafnvel staðið í snjó upp undir hendur og kvartað yfir hve skóflan væri smá. „Hann mokaði stanslaust í þrjá tíma án þess að blása úr nös.“ Sjálfur kippir Valdimar sér ekki mikið upp við vont veður og ófærð, telur að það valdi kannski meira andlegri þreytu en líkam- legri. „Það reynir til dæmis mjög á einbeitinguna að stara allan daginn í kantana í blindbyl. Mér er verst við rok og hálku, það eru aðstæður sem maður ræður illa við.“ Á þessum ferðum sínum hefur Valdi- mar þrisvar lent út af og einu sinni stórskemmt bílinn, en þá var hann góðu heilli einn á ferð. Mjög gaman að keyra Strandirnar Þann 30. desember fór Valdimar sína síðustu áætlunarferð á Strand- ir en um áramótin tók Hópferða- miðstöðin við áætlunarferðum þangað. Valdimar lýsir yfir áhyggj- um sínum af þeim tímamismun sem fram kemur í hinni nýju áætl- un, sér virðist sem farþegar þurfi að bíða tvær klukkustundir og þrjú korter í Brú eftir ferð áfram suður, og ekki komi skýrt fram hvernig þetta henti farþegum sem ætla áfram norður í land. Úr þessu telur hann að megi bæta með betri skipulagningu og samræmingu, það verði ef til vill gert þegar reynsla kemst á hið nýja fyrir- komulag. Hjá honum sjálfum taka við önnur störf hjá fyrirtækinu sem hann hefur þjónað í rösklega hálfa öld. Aðspurður um hvort það verði eftirsjá fyrir hann að aka ekki leng- ur á Strandirnar segir Valdimar: „Ég á eftir að koma hér oft og mörgum sinnum. Nú fer ég fyrst að koma hingað, þetta er bara vinna. Ég er búinn að lofa að heimsækja marga hér og mér finnst mjög gaman að keyra Strandirnar.“ /KSE            !! """ #$%# %  & ! # '#$%# %                       !   " #

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.