Bændablaðið - 24.02.2006, Side 28

Bændablaðið - 24.02.2006, Side 28
28 Þriðjudagur 28. febrúar 2006 Í Bretlandi hafa refaveiðar verið stundaðar um langt skeið og má segja að þær séu samofnar sögu óðalseigenda og bænda þar í landi. Undanfarin ár hafa refa- veiðar þó mætt mikilli gagnrýni og um tíma leit út fyrir að þær yrðu með öllu bannaðar af breska þinginu. Veiðihundar að atvinnu Fulltrúi Bændablaðsins var á ferð um Bretland síðastliðið haust og heimsótti þá m.a. Óðalssetrið Etal í Northumberland sem er nyrst í Englandi. Á þessu svæði hafa refaveiðar verið stundaðar frá því snemma á nítjándu öld og hefðin er gríðarlega sterk. Núver- andi óðalsbóndi er James Joicey lávarður en hann hefur einmitt komið að kynningu íslenska hestsins í Bretlandi um árabil. Faðir hans og afi héldu um langa hríð úti hópi veiðihunda, en í dag er sérstakur starfsmaður sem sér um hundana. Ekki er um einn einstakan veiðidag að ræða, held- ur er veiðin nokkurs konar fyrir- tæki sem menn kaupa sig inn í og veiðar eru stundaðar við hvert mögulegt tækifæri á ákveðnum tíma ársins. Þegar greinarhöfundur var á staðnum var hins vegar fyrsti veiðidagur haustsins og þá ríkir hátíðarstemming. Allir þeir sem eiga aðild að veiðinni geta tekið þátt, auk þess sem aðrir áhuga- menn geta sótt um að fá að vera með gegn gjaldi. Peningarnir sem greiddir eru til veiðifélagsins eru fyrst og fremst notaðir til að fæða og þjálfa hundana og sjá þeim fyrir húsaskjóli og umönnun. Hundarnir eru gríðarlega fallegir og vel þjálfaðir, en veiði- og hóp- eðli þeirra er svo sterkt að þeir myndu ekki nýtast til annarra hluta. Þess vegna er sérstakur umsjónarmaður sem sér um hundana allan ársins hring. Nokkuð ólíkt okkar íslensku smalahundum sem búa á bæjum og heimilum, en taka einstaka sinnum þátt í smölun og leitum. Réttarstemming og rebbastemming Gaman var að upplifa þá stemm- ingu sem ríkti í Etal þennan dag. Líkja má andrúmsloftinu við rétt- arstemmingu á Íslandi, en þarna söfnuðust saman allir sem vett- lingi gátu valdið, ungir og aldnir, til að fylgjast með knöpum, hundum og hestum leggja af stað. Húsfreyjan bauð upp á köku og snafs til að hita menn upp og hundarnir hlupu um eftirvænting- arfullir. Þegar allir höfðu skilað sér á upphafspunkt var lagt af stað og hópinn leiddi svokallaður „Master“ sem stýrir hundahópn- um. Mismunandi er hvert farið er hverju sinni, en bændur geta óskað eftir að fá refaveiðihópinn inn á land sitt. Refir eru víða vandamál til sveita í Bretlandi, þeir leggjast á fé og éta fasana sem eru verðmætir og vinsælir til veiða. Þegar hópurinn hefur lagt af stað flykkjast áhorfendur inn í bíla og aka á eftir hópnum. Allan daginn má sjá fólk úti í vegkanti með sjónauka í von um að sjá til veiðimannanna og ef menn eru heppnir kemur refurinn með hóp- inn á hælunum þjótandi hjá. Tilfinningaþrungin barátta Umræðan um refaveiðarnar hefur verið mjög tilfinningaþrungin og hafa veiðimenn barist af miklum þunga fyrir áframhaldandi veið- um. Þær hafa nú verið leyfðar með ýmsum takmörkunum, t.d. skulu nokkurs konar veiðieftir- litsmenn fara fyrir hópnum á vél- knúnum farartækjum og sums staðar er skilyrði um að skotvopn skuli vera með í för til að drepa refinn áður en hundarnir rífa hann í sig. Veiðimennirnir fara þó sínar eigin leiðir og erfitt getur verið í litlu samfélagi að henda reiður á slíkri framkvæmd og framfylgja breyttum lögum og reglum. Mótmælendur skjóta oft upp kollinum á veiðidögum og má segja að þar mætist hið hefð- bundna, gamla, dreifbýla Bret- land og hið nýja Bretland þétt- býlisins þar sem ólík sjónarmið ráða. Hvað sem því líður var gaman að upplifa stemminguna sem fylgir refaveiðinni og ekki laust við að íslenskir gestir sem barist hafa við tófur og minka í gegnum tíðina hafi getað sett sig í spor breskra veiðimanna. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér veiðina frekar og mál- flutning veiðimanna getað skoð- að heimasíðu refaveiðimanna á þessum slóðum, en veffangið er www.cvnnh.org.uk. /Hulda G. Geirsdóttir. Refaveiðar mikið tilfinningamál Umsjónarmaður hundanna og „Master“ veiðinnar er Ian McKie. Hann er uppáklæddur að hefðbundnum sið og fær sér sopa til upphitunar á með- an hundarnir bíða óþreyjufullir. /Bændablaðsmynd: HGG Lávarðurinn og eiginkona hans bjóða fólki upp á drykk, m.a. hinn rótsterka „Percy's Special“ sem saman- stendur af viskí og sérrí í jöfnum hlutföllum. Grein- arhöfundur getur staðfest að það er sannkallaður upphitunardrykk- ur sem rífur vel í! /Bændablaðs- mynd:HGG Fram á vorið verða haldin tíu fræðsluerindi á vegum BSSL og verða þau flest haldin í sal BSSL að Austurvegi 1 á Selfossi. Hugmyndin er að halda þessi erindi á fimmtudögum frá 13:30 til 15:30. Við val á efnistökum voru skoðuð þau málefni sem hvað mest eru í umræðunni þessi misserin. Þessi erindi eru ýmist fyrirlestrar eða létt spjall um málefnið. Þátttökugjald verður krónur 2.000 á mann fyrir hvern fund. Skráningar fara fram í síma 480- 1800 eða í tölvupósti á netfangið bssl@bssl.is 2. mars: Endurfjármögnun Ábyrgðarmaður: Valdimar Bjarnason Lýsing: Farið verður yfir helstu kosti í endurfjármögnun, innlend lán skoðuð, vextir, skilmálar, og tímalengd. Erlend lán, myntkörfu- lán, liborvextir, gengisþróun og sveiflur og staða og horfur í efna- hagsmálum. 9. mars: Hrossarækt og skýrsluhald á Suðurlandi Ábyrgðarmaður: Halla Eygló Sveinsdóttir / Pétur Halldórsson Lýsing: Skýrsluhaldið kynnt og farið yfir hvernig á að grunn- skrá hross og fylla út þær skýrslur sem tilheyra skýrsluhaldinu. Einn- ig sýnikennsla á WorldFeng, gagnagrunn Bændasamtaka Ís- lands. Tilvalið fyrir þá sem vilja byrja í skýrsluhaldi og þá sem vilja koma sér betur inn í þau mál. Fræðslu- erindi BSSL Varað við Vesturlandsvegi Á heimasíðu Skilmannahrepps er varað við slæmum akstursskilyrð- um á Vesturlandsvegi. Á heimasíð- unni segir: ,,Full ástæða er til að vara íbúa hreppsins og aðra vegfar- endur við slæmum akstursskilyrð- um á Vesturlandsvegi. Í umhleyp- ingum undanfarnar vikur hefur verið dimmt yfir akstursleiðum og mikil bleyta sem situr í djúpum skorningum hjólfara á vegunum sem víða eru hættulega slitnir s.s. sunnan Akrafjalls. Þungaflutningar hafa aukist gífurlega á þessu svæði undanfarin ár en það eykur hættu á alvarlegum slysum og eru því allir beðnir að sýna aðgæslu við akstur á þjóðveginum gegnum hreppinn.“ Afhentu dönskum loðdýrabændum málverk að gjöf Í tilefni 75 ára afmælis Samtaka danskra loðdýrabænda afhenti Samband íslenskra loðdýra- bænda þeim málverk að gjöf. Á myndinni sem tekin var við það tækifæri eru - talið frá vinstri: Torben Nilsen, framkvæmdastjóri danska uppboðshússin, Ugilt Hansen, formaður samtaka danska loðdýrabænda, Björn Halldórsson, formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda og Árni Krist- jánsson, framkvæmdastjóri SÍL. Vistforeldrar athugið Þeir vistforeldrar sem hafa áhuga á að taka börn til sumar- dvalar á vegum Bændasamtak- anna eru vinsamlegast beðnir um að skila inn nauðsynlegum gögnum til Dóru hjá BÍ sem fyrst. Sumardvöl Þeir sem vilja gerast vistforeldrar og taka að sér börn til sumardvalar - undir merkjum BÍ - þurfa að fara á námskeið. Ef næg þátttaka fæst verður efnt til námskeiðs fyrir vorið. Áhugasamir verða að skrá sig hjá Dóru í síma 563 0360 eða á netfang ho@bondi.is fyrir 9. mars nk. Langtímavistun Þeir „fósturforeldrar“ sem hafa áhuga á að taka börn í tímabundið eða langtímafóstur þurfa að hafa skráð sig á eða lokið Foster Pride námsskeiði á vegum Barnavernd- arstofu. Áhugasamir er hvatt til að skrá sig hjá Hildi Sveinsdóttur, Barnaverndarstofu í síma 530 2600. Stjórn Félags vistforeldra. $   %&'()'))  ()*

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.