Bændablaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 30
30 Þriðjudagur 28. febrúar 2006 Landgræðsla ríkisins hefur, sem stjórnsýslu- og sérfræðistofnun ríkisins á sviði beitarnýt- ingar, lagt mat á landnýtingu þeirra sauðfjár- bænda sem þegar hafa sótt um þátttöku í gæðastýringu í sauðfjárrækt. Niðurstöður þeirrar vinnu hafa leitt í ljós að landnýting í heimalöndum og upprekstrarheimalöndum 88 bænda uppfyllir ekki þær grunnkröfur sem gerðar eru. Auk þess stenst landnýting á um 20 afréttum ekki þær kröfur. Byggist þessi niðurstaða einkum á tveimur grund- vallaratriðum kerfisins, landið sem verið er að nýta er í slæmu ástandi m.t.t. jarðvegs og gróðurs og/eða er í afturför vegna ofnýtingar og/eða jarðvegsrofs. Þessi niðurstaða þýðir ekki endilega að hlutaðeigandi bændur missi þá styrki sem standa til boða. Þeir þurfa hins vegar að vinna áætlun um hvernig skuli bætt úr því sem ekki telst í lagi og vinna að breyttri landnýtingu og/eða landbótum. Gerð landbóta- og landnýtingaráætlana Fjölmargir bændur og félög með aðild bænda hafa tekið frumkvæði í vinnu við gerð landbóta- og landnýtingaráætlana og unnið áætlanir fyrir sín beitilönd. Sú vinna hefur yfirleitt verið í nánu samstarfi við Landgræðsluna. Þessar áætlanir taka mið af niðurstöðu þess mats sem unnið hefur verið af starfs- mönnum Landgræðslunnar en einnig koma fram áherslur bænda sem margir hverjir hafa mikla reynslu af landbótum með uppgræðslu og mikla innsýn í áhrif beitar á land. Bændur hafa því margir hverjir af mikilli reynslu að miðla um landbætur og landnýtingarmál. Hér á eftir fer lýsing á helstu atriðum sem sett eru í áætlanirnar. Markviss förgun Meðal þess sem reynt er að taka á í þessum áætlunum er að minnka líkur á því að fé gangi á mjög illa förnu landi eða landi þar sem mikið jarðvegsrof á sér stað. Þetta er ekki auðvelt verk og hefur verið reynt að leysa það með kostnaðarsömum girðingum. Ein af þeim leiðum sem víða mun reyna á næstu árin er markviss förgun þess fjár sem kemur fyrir á svæðum sem svona er ástatt fyrir. Handsama skal fé að hausti sem finnst á þessum svæðum og skal eigandi þess ábyrgjast að það komi þar ekki fyrir aftur. Skráðar eru upplýsingar um númer ær og eiganda. Dæmi um slík svæði eru innstu hlutar flestra afrétta á Suðurlandi. Uppgræðsla Víða eru komin af stað uppgræðsluverkefni í beitilöndum bænda. Markmið þeirra eru margvísleg t.d. að stöðva jarðvegsrof, bæta beitilönd og tryggja og örva framvindu á lítt grónu landi. Í tengslum við gæðastýringuna hefur verið hrint af stað enn fleiri upp- græðsluverkefnum og er nú unnið að eða stendur til að vinna að landbótum á um 30 stórum samfelldum svæðum sem teljast til afrétta eða upprekstrarheimalanda. Þessi svæði liggja einkum í nágrenni gosbeltisins og teygja sig frá Eyvindarstaðaheiði í Aust- ur-Húnavatnssýslu og allt austur á Jökuldal í Norður Múlasýslu að norðan og frá Austur- Síðumannaafrétti í Vestur-Skaftafellssýslu og vestur á vestustu afrétti í Árnessýslu. Bændur vinna sjálfir að öllum þessum verkefnum og að mestu í sjálfboðavinnu. Þeir leggja til dráttarvélar, vagna og áburðar- dreifara auk sinnar reynslu og verkþekking- ar. Áhuginn smitar út frá sér til annarra og ekki síst til yngri kynslóða, sem víða taka þátt. Uppgræðsla fer víðast hvar fram á beittu landi. Reynsla af þessu er þokkaleg en þó misjöfn eftir aðstæðum og vantar í raun frek- ari samanburðarrannsóknir á áhrifum beitar á árangur uppgræðslu. Beitartími Beitartími er sá þáttur beitarnýtingar sem hvað auðveldast er að hafa áhrif á og getur haft mikil áhrif á gróður. Því eru víða ákvæði um beitartíma í landbóta- og land- nýtingaráætlunum, bæði varðandi upphaf og endi. Er þá gjarnan kveðið á um fyrsta mögulega dag og síðan samráð við Land- græðsluna og/eða þann aðila innan héraðs sem fer með gróðurverndarmál. Gildistími Í gildandi reglugerð um gæðastýringuna er gert ráð fyrir að áætlanir geti náð til allt að 10 ára. Niðurstaðan hefur orðið sú að gildis- tími áætlana er oftast á bilinu 5-10 ár. Í und- antekningartilvikum er hann skemmri og eru ástæður þess yfirleitt að umrætt land er í afar slæmu ástandi og samkomulag ekki náðst um stærra skref í einu. Til fróðleiks eru hér talin upp afréttalönd og sameiginlega nýtt beitilönd þar sem unn- ar hafa verið, og í gildi eru, staðfestar land- bóta- og landnýtingaráætlanir. Í Húnavatnssýslum og Skagafirði: Eyvindarstaðaheiði og Hofsafrétt. Í Þingeyjarsýslum: Afréttir Grýtubakkahrepps, Framafrétt Fnjóskdæla, Vesturafrétt Bárðdæla, Austura- frétt Bárðdæla, Grænavatnsafrétt, Austura- frétt Skútustaðahrepps, Reykjaheiði, Tjörn- esafrétt og afréttarheimalönd í Öxarfjarðar- hreppi. Í Múlasýslum: Möðrudalur, Tunguheiði, Vopnafjarðarheiði, Hauksstaðaheiði og Mælifellsheiði í Vopna- firði og afréttarlönd á Jökuldalsheiði og Brú- aröræfum. Í Skaftafellssýslum: Laxárdalur í Nesjum, Síðumannaafréttur þ.m.t. Austursíðumannaafréttur, Miðafréttur og Landbrotsafréttur, Skaftártunguafréttur og Álftaversafréttur. Í Árnes- og Rangárvallasýslu: Fljótshlíðarafréttur, Landmannaafréttur, Holtamannaafréttur, Gnúpverjaafréttur, Flóa- og Skeiðamannaafréttur, Hruna- mannaafréttur og Grímsnesafréttur. Framkvæmd og eftirfylgni Þátttakendum í gæðastýringu í sauðfjár- rækt ber að fylgja þeim áætlunum sem samþykktar eru, annars missa þeir rétt til greiðslna tengdum gæðastýringu frá ríkinu. Þó er að sjálfsögðu gert ráð fyrir endur- skoðun áætlana m.t.t. fenginnar reynslu. Á afréttum hafa fjallskilastjórnir víðast geng- ist í ábyrgð fyrir framkvæmd áætlana. Í upprekstrarheimalöndum getur verið erfið- ara að fá menn til að standa sameiginlega að framkvæmd þar sem ekki er endilega fast form á samskiptum manna í milli og stjórnun nýtingar. Eitthvert los virðist komið á gömul gildi sem færð voru í letur í Jónsbók. Þrátt fyrir að þessi umhverfistenging væri sett á í sauðfjársamningnum þá var hvergi gert ráð fyrir fjármagni sem bændur gætu sótt í til að standa við þær skuldbind- ingar sem á þá yrðu lagðar. Því er nokkuð óljóst hvert bændur geta leitað eftir slíku fjármagni og hefur það sett þessi mál í nokkra óvissu. Bændur sjálfir hafa afar takmarkaða möguleika til að taka hlut af sínum framfærslueyri. Bent hefur verið á Landgræðslu ríkisins sem fjármögnunaraðila og er ljóst að hún mun verja miklum fjármunum til fram- kvæmdar landbótaverkefna tengdum gæða- stýringunni. Þar eru þó takmörk á, ekki síst í ljósi þess að fjármunir til stofnunarinnar hafa verið skornir niður á þessu ári. Þó mun Landgræðslan auka við fjármagn í landbótasjóð á þessu ári um tvær milljónir og verða þar til ráðstöfunar 17 milljónir. Bændur sem vinna að uppgræðslu í heima- löndum sínum fá margir styrki í gegnum verkefnið Bændur græða landið en þörf er á að auka mikið við umfang þeirra upp- græðsluverkefna. Þróunin á Vesturlöndum hefur verið sú að umhverfistengja í auknum mæli styrki til landbúnaðar og afnema framleiðsluteng- ingar. Séu forsvarsmenn ríkisins og bænda að leita leiða til að gera styrkjakerfi land- búnaðar á Íslandi „grænna“ þá er land- græðsla fyrirtaks leið til þess. Því varla er óverðugra fyrir bónda að taka við styrkjum frá hinu opinbera fyrir að bæta land en að framleiða lambakjöt. Landbætur og landnýting, bændur ráðsmenn landsins Með tilkomu gæðastýringar í sauðfjárrækt var stigið það skref að tengja saman opinberastyrki til landbúnaðar og beitarnýtingu. Grundvallarhugmyndin byggir í raun á því aðatvinnugrein verði að vera stunduð í sátt við hið lífræna umhverfi sem hún er stunduð í og standast þar ákveðnar kröfur til að njóta fullra styrkja af hálfu hins opinbera. Eins og kerfið er uppbyggt þá útilokar það engan frá því að stunda sauðfjárrækt en þátttaka í því hefur mikið að segja um rekstrarlegar forsendur. Starfsfólk Landgræðslunnar hefur víða farið með bændum um þeirra beitilönd. Víða vinna bændur að landbótum í sínum beitilöndum. Björn H. Barkarson starfar hjá Land- græðslu ríkisins, en er nú í leyfi og skrifar frá Wales.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.